Pressan - 31.10.1991, Side 2

Pressan - 31.10.1991, Side 2
FIMMTUDAGUR PKESSAN 31. OKTÓBER 1991 FYRST^rFREMSI eyjólfur konráð jónsson. Sjálfstæðismenn vilja hann sem sendi- herra i New York. guðmundur hallvarðsson. Tveir smyglarar eru á skrifstofu Sjómannasambandsins. EYKON EÐA GUNNAR TIL NEW YORK? Sjálfstæðismenn vilja margt til þess vinna að fá Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra til að skipa Eyjólf Konráð Jónsson al- þingismann fastafulltrúa Is- lendinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Benedikt Grön- dal mun fljótlega láta af störf- um. Eykon hefur verið upp- vöðslusamur í þingflokknum að undanförnu og þykir dálít- ið sérsinna. Þrátt fyrir það hafði hann Björn Bjarnason undir við val á formanni ut- anríkismálanefndar. En nú vilja sjálfstæðismenn losna við Eykon til New York. Hann mun þó ekki vilja líta við því sjálfur. Nú leika sjálfstæðismenn sér hins vegar að því að finna út hrókeringar innan utanrík- isþjónustunnar til að finna embætti sem Eykon mundi þiggja. Helst er horft til sendi- herrastöðunnar í Brussel. Til að fá hana lausa þyrfti hins vegar að skáka sendiherrum til og frá. i Það er því líklegt að leitað verði til anna(s kandídats til starfsins, ten það er Gunnar G. Schram'prófessor. Gunn- ar er frændi Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. ADIDAS-UMBOÐIÐ GJALDÞROTA Eigendaskipti hafa orðið á Adidas-umboðinu á íslandi. Heildverslun Björgvins Schram hefur haft umboðið til þessa en Guðmundur Ág- úst Pétursson í G.Á. Péturs- son hefur nú tekið umboðið yfir og stofnað nýtt fyrirtæki um það. Ólafur Schram, sem rak heildverslun föður síns, á hlut í hinu nýja fyrirtæki. í Lögbirtingablaðinu er aug- lýst að Heildverslun Björg- vins Schram hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta. „Eg held að það sé fyrst og fremst stjórnun Adidas-um- boðsins sem hefur leitt það í gjaldþrot," sagði íþróttavöru- kaupmaður við PRESSUNA. „Fyrirtækið hefur til að mynda verið allt of gjafmilt við íþróttafélög. Það er gert of mikið úr auglýsingagildi þess að einhver íþróttafélög leiki aðeins í búningi af ákveðinni tegund. Umboðin hafa verið að gefa búninga og skó fyrir milljónir króna. Þetta er ein helsta ástæða þess að Adidas gekk ekki. Eft- ir eigendaskiptin var mörg- um svona samningum rift. Þetta sést vel i handboltan- um. Lið eins FH, KA og fleiri eru hætt að leika í Adidas og eru núna í Puma.“ Eins og PRESSAN hefur greint frá eru fleiri umboð með íþróttavörur farin ^ á hausinn. Hagur, fyrirtæki Ól- afs H. Jónssonar, sem hafði umboð fyrir Puma og Hum- mel, er gjaldþrota. Þá hefur verið mjög erfitt hjá Henson og fyrirtækið er nær hætt að sauma föt sín á íslandi. HAPPODEILUR Samstarf Happdrœttis Há- skólans og Stöduar 2 vegna Happósins gengur ekki áfallalaust. Ósœttid hófst eft- ir ad PRESSAN birti frétt þar sem sagdi ad forráöamenn björgunarsveitanna og Skák- sambandsins vœru mjög óánœgöir meö Happóiö. Þeir sögöu reyndaraö Happdrœtti Háskólans heföi stoliö hug- myndum sínum. Meðal þeirra sem PRESS- AN ræddi við var Grímur Laxdal, en hann er forstjóri Radíóbúðarinnar og varafor- maður Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík, en Grímur sagði við PRESSUNA að Happdrættið hefði ljósritað hugmyndir björgunarsveitar- manna og skákmanna. Svo vill til að Púll Magnús- son og hans menn á Stöð 2 voru búnir að semja við Rad- íóbúðina um að verslunin legði til tölvu og hugbúnað vegna útdráttarins í Happ- óinu. En vegna ummæla Gríms í PRESSUNNI neitaði Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættisins, að Macin- tosh-tölva frá Radíóbúðinni yrði notuð. Um tíma stefndi í ekkert yrði af fyrsta þættinum Málamiðlun fannst, en hún var á þá leið að tölvan sæist ekki í þáttunum og hvergi yrði getið um af hvaða teg- und hún væri. Radíóbúðin hætti þar með sem einn styrktaraðili þáttanna og Stöð 2 varð að greiða tölvuna fullu verði. Ekki nóg með það. Ragnar heimtaði að fyrir næsta þátt, sem var sýnd- ur á þriðjudag, yrði keypt ný tölva og engu átti að skipta hvað hún kostaði. Páll brást reiður við. Páll hafði sitt fram og enn er Macintosh-tölvan notuð og svo verður áfram. SMYGLARAR HJÁ SJÓMANNA- FÉLAGINU „Við erum ekki ánægðir með þessa menn. Það er ekki gott fyrir okkur að hafa dæmda smyglara í forsvari fyrir félagið," sagði sjómaður í Sjómannafélagi Reykjavík- ur. „Ég veit ekki hvað Guð- mundur Hallvarðsson er að hugsa. Þessir menn sem hann hefur fengið sér við hlið eru búnir að koma sér út úr húsi alls staðar," sagði sami maður. Jónas Garðarsson er framkvæmdastjóri Sjó- mannafélagsins og Birgir Björnsson er starfsmaður félagsins. Þeir voru báðir handteknir í vor þegar þeir reyndu að smygla talsverðu magni af áfengi. Málið vakti mikla athygli. Lögregla og tollverðir sátu fyrir þeim fé- lögum þegar þeir voru að smygla áfengi með skútu. Mikill eltingaleikur upphófst og endaði með glæfraakstri sem endaði aftur með ákeyrslu í Garðabæ. „Sjómannafélagið hefur ekki viljað taka þátt í sam- starfi með einum né neinum eftir að þessir menn komust til áhrifa. Þar á ég til dæmis við fundi og annað vegna út- flöggunar skipa og íslenska skráningu. Það er erfitt fyrir félagið að fá menn til að taka mark á okkur þegar þessir menn eru í forsvari," sagði sjómaðurinn. OPINBER KLÓSETT Á AKUREYRI LANGT FRAM ÚR ÁÆTLUN Reykvíkingar hafa kynnst því hversu varhugavert getur verið að ráðast í byggingu húsa ef ekki liggur fyrir ná- kvæm hönnun og ábyggileg kostnaðaráætlun. Þekktustu dæmin í höfuðborginni eru að sjálfsögðu Perlan og ráð- húsið. Nú hafa Akureyringar brennt sig á þessu sama. Að vísu voru þeir fyrir norðan hvorki að byggja ráðhús né perlu. Þeir voru að gera kló- sett í Gróðrarstöðina, sem hýsir höfuðstöðvar umhverf- isdeildar bæjarins. Á bæjarstjórnarfundi var rætt um byggingu klósett- anna. Þar kom fram að kostn- aður við gerð klósetta fyrir umhverfisdeildina hefði orð- ið þrisvar til fjórum sinnum meiri en menn hugðu áður en ráðist var í framkvæmd- ina. Dagblaðið Dagur segir frá þessu í frétt og þar segir að nokkrir bæjarfulltrúar hafi tekið til máls og sagt mikil- vægt að vanda vel til hönnun- ar mannvirkja áður en rokið væ/i í framkvæmdir. Árni Steinar Jóhanns- son umhverfisstjóri sagði í samtali við Dag að eftir þess- ar dýru framkvæmdir væri ástandið allt annað og betra. Það er því ljóst að fram- kvæmdin, þótt dýr hafi verið, gagnast vel þeim sem hún er ætluð. bjórgvín schram. Adidas-umboðiö hef ur verið selt og heil dverslunin tekin til gjaldþrotaskipta. ólafur h. jónsson. An nar innflytjandi sem hefur farið flatt á íþróttavörum. gunnar g.schram. Annar kandídat til starfs sendiherra í New York. bryndís schram. Hún er frænka Gunn- ars og eiginkona Jóns Baldvins. jónbaldvinhannibalsson. Það er hans að skipa í stöðu sendiherrans. árnisteinarjóhannsson. Klósettin á umhverfisskrifstofunni hans fóru langt fram úr áætlun. Stefán Jón Hafstein, verður Bjarni Sig- tryggsson fenginn tii að sjá um meinhorn þegar hann kemur suður? „Nei, til þess er enginn betur fallinn en ég og Sigurdur G. Tómasson, þannig ad hann verdur ekki fenginn til þess." Bjarni Sigtryggsson hefur lát- ið af störfum deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Akureyri i kjölfar haröra deilna við starfsmenn þar og tekur við öðru starfi hjá stofnuninni hér syðra. LÍTILRÆDI af þjóðaratkvæðagreiðslu Þegar kjörnir fulltrúar fólksins í landinu, svonefnd- ir landsfeður, eru að maní- púlera með örlög íslensku þjóðarinnar skýtur sú hug- mynd stundum upp kollin- um að ástæða sé til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Nú hafa góðir menn, grandvarir og vel meinandi sett fram kröfu um að ný- gerður samningur um evr- ópska efnahagssvæðið verði borinn undir þjóðaratkvæði. Ekki getur þetta nú talist til mikils mælst, enda þarf ekki að efast um að hvert mannsbarn í landinu er með það algerlega á hreinu um hvað málið snýst og ætti þessvegna ekki að vefjast fyrir neinum hverju hann er með og hverju á móti þegar gengið verður til atkvæða um það hvort við höfum fengið „allt fyrir ekkert" eða „ekkert fyrir allt", en um þessi áherslublæbrigði skilst mér að sé einhverágreining- ur. Ég hef verið að reyna að fylgjast með umræðunni um þennan nýgerða samning og verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á hreinu hvort við erum að afsala út- lendingum frelsi þjóðarinn- ar og fullveldi til að fá reisu- passa inní tuttugustuog- fyrstu öldina, eða hinar að- ildarþjóðirnar að afhenda ís- lendingum fjöregg sín á fati af því öllum þykir svo undur vænt um okkur. Grímur, frændi konunnar minnar, sem veit flesta hluti betur en annað fólk, vill ólmur hafa þjóðaratkvæði um málið. Grímur tók þátt í skoð- anakönnuninni fyrir rúmu ári um það hvort Island ætti að leita eftir aðild að Efna- hagsbandalaginu. Ur þeirri skoðanakönnun kom það, að af þúsund manna úrtaki voru þeir telj- andi á fingrum annarrar handar sem vissu muninn á Evrópubandalaginu, Efna- hagsbandalaginu og Atl- antshafsbandalaginu, hvað- þá að nokkur hafi vitað deili á evrópska efnahagssvæð- inu, hafi hugmyndin á annað borð verið komin undir. En Grímur veit hvað klukkan slær þó stjórnmála- menn hér heima og raunar um gervalla Evrópu kvarti sáran um þokuna í kringum þennan nýja samning, sem er svo þykk að mér skilst að ekki sé nokkur leið fyrir þaulreynda pólitíkusa að ná áttum til að staðfesta þenn- an „Nýja sáttmála" endan- lega. Það hefur í nokkur ár ver- ið plagsiður fjölmiðla að leita álits „vegfarenda" á pólitískum málum sem gætu varðað þjóðarheill eðaþá að efna til skoðanakannana meðal almennings. Svörin sem hafa fengist, þegar spurt er um þátttöku okkar í evrópska efnahags- svæðinu, eru mjög á einn veg: „Ég bara veit það ekki. — Eg hef ekki verið neitt að pæla í því. — Ég hef ekki haft tíma til að kynna mér málið. — Ég hef bara ekki hug- mynd um það.“ Grímur, frændi konunnar minnar, er afturámóti með þetta allt á hreinu og segir að með hliðsjón af Rómar- sáttmálanum og bókun sex hljóti rökvísi málefnanna að hníga í þá átt að Evrópu- bandalagið fullnægi sérþörf- um ríkja Efta sem muni, í ljósi Helsinkisamkomulags- ins, skýrast á leiðtogafundin- um í Maastricht þarsem tækifæri gefst til að gæða bandalagið pólitískum per- sónuleika í líkingu við Opek svo það verði í stakk búið til að takast á við allsherjar uppskurð á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni og greiða þannig fyrir sam- komulagi í Gatt-viðræðun- um. — Þetta sér hvert manns- barn, segir Grímur. — Nú er það bara þjóðar- innar að segja til um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er með eða á móti. Flosi Olafsson i

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.