Pressan - 31.10.1991, Side 7

Pressan - 31.10.1991, Side 7
DAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 RAKJOflN UM RHSniHNN REYNDIST4 MIUJtNAKR. FJÁRIRÁTTUR Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Si gfinni Sigurdssyni hagfræðingi fyrir meintan fjárdrátt upp á rúmar 4 milljónir króna. Sig- finnur var kærður til RLR fyrir meintan fjárdrátt og skjalafals í lok síðasta árs af Móhúsi hf., rekstrarað- ila Lækjarbrekku í Bankastræti, og einnig var í kærunni beðið um opin- bera rannsókn á þætti Skúla Sig- urössonar lögfræðings, bróður Sig- finns. Skúli virðist hafa sloppið við ákæru, en Sigfinnur var fyrir fáein- um dögum kallaður fyrir dómara Sakadóms og honum birt ákæran. Þá hefur PREISSAN heimildir fyrir því að eigandi barnavöruverslunar í borginni ætli á næstunni að kæra þá bræður; Sigfinn fyrir meintan fjár- drátt og Skúla fyrir vinnusvik. Á síð- asta ári bárust alls fjórar kærur á hendur Skúla til RLR. Þeir Skúli og Sigfinnur voru í kæru Móhúss sakaðir um að hafa falsað virðisaukaskattskýrslur með því að breyta veltutölum og hirða mismuninn. Bræðurnir reka saman sameignarfélagið Austurströnd og tóku að sér að annast bókhald og önnur fjármál Lækjarbrekku. Greiðslur frá Móhúsi voru stílaðar á Austurströnd sem síðan skyldi ganga frá skuldum veitingahússins. Fyrir störf sín fengu bræðurnir ríf- lega þóknun. SAKAÐIR UM AÐ HAFA BREYTT VELTUTÖUJM Þegar gjaldkeri Móhúss fékk út- skrift af virðisaukaskattskilum fyrir- tækisins frá tollstjóra í nóvember síðastliðnum kom í Ijós að frá ára- mótum til október höfðu verið greiddar inn 570 þúsund krónur. Gjaldkeri Móhúss hafði hins vegar látið Austurströnd fá ávísanir upp á alls 4,7 milljónir króna til að greiða skattinn. Þeir bræður voru því kærðir fyrir að hafa dregið sér mis- muninn eða 4,2 milljónir króna. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er mismunurinn kominn til með þeim hætti að Sigfinnur sá um að fylla út virðisaukaskattskýrslurn- ar. Hann tjáði gjaldkeranum hvað ávísanirnar þyrftu að vera háar og fékk þær í hendur. Síðar mun hafa komið í ljós að allt aðrar tölur höfðu verið settar í enda nlegar skýrslur en bókhaldið sýndi í raun. Þegar ofangreint misræmi kom í Ijós í nóvember var gengið á þá bræður um að standa skil á mismun- inum, sem þeir aftur töldu stafa af einhverjum „misskilningi". Gaf Sig- finnur þá út skuldabréf til handa Móhúsi upp á 5 milljónir króna, sem skyldi greiðast með 8 afborgunum á 4 árum. FJÓRAR KÆRUR Á SKÚLA Á SÍÐASTA ÁRI Skuldin er tryggð með veði í hús- inu Ásvallagötu 60. Sú fasteign var fyrir talsvert skuldsett, höfuðstóll skulda á veðréttum fyrir ofan skuldabréf Móhúss hljóðaði upp á 16,7 milljónir króna að núvirði. Markaðsverð fasteignarinnar er tal- ið vera um 15 til 16 milljónir króna. Fyrstu afborgun átti að inna af hendi 1. maí síðastliðinn, en greiðsla hefur ekki farið fram og er í löginnheimtu. Annar gjalddagi er nú í nóvember. Þrátt fyrir bréfið brugðu aðstand- endur Móhúss á það ráð að kæra bræðurna til RLR í lok síðasta árs. Þar var málið til rannsóknar í nokkra mánuði, en það síðan sent ríkissaksóknara 15. april. Ríkissak- sóknari birti svo Sigfinni ákæru fyr- ir fáeinum dögum. Kæra Móhúss á hendur þeim Sig- finni og Skúla bæt tist við þrjár aðrar kærur á hendur Skúla sem voru til rannsóknar hjá RLR á síðasta ári. í öllum hinum málunum þremur höfðu borist kærur á hendur Skúla fyrir að skila ekki peningum sem hann hafði innheimt eða haft til ráð- stöfunar fyrir aðra. í að minnsta kosti einu þessara tilvika var búið að senda kæru til ríkissaksóknara, sem sendi hana aftur til frekari rannsóknar. ÖNNUR KÆRA Á BRÆÐURNA Á LEIÐINNI Þá hefur PRESSAN heimildir fyrir því að eigandi barnavöruverslunar hyggist á næstunni kæra þá bræður Lækjarbrekka. Reksturinn var erfiður og voru bræðurnir i Austurströnd fengnir til að annast fjármálin. Þeir fengu ávisanr upp á 4,7 milljónir til að greiða virð- isaukaskattinn, en aöeins 570 þúsundum var skilað inn til Tollstjóra. Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur. Kærður til RLR af eigendum Lækjar- brekku i lok síðasta áts fyrir meintan 4,2 milljóna króna fjárdrátt og skjala- fals. Ákærður af ríkissaksóknara fyrir fjárdrátt. Skúli Sigurðsson lögfræðingur. Var einnig kærður til RLR af eigendum Lækjarbrekku í lok síðasta árs og var það fjórða kæran á hendur honum það árið. Skúli hefur ekki verið ákærður i máli Lækjarbrekku. til RLR. Sigfinnur átti þar að ganga frá skattamálum verslunarinnar, skattframtali, virð isaukaskattskýrsl- um og fleiru. í ljós hefur komið að veltutölur frá Sigfinni eru mun lægri í skýrslunum en fram kom í bók- haldi verslunarinnar og tveir eða þrír gjalddagar ógreiddir af Sigfinni þótt hann hafi fengið til þess fé. Eig- andinn hafði aftur á móti falið Skúla að innheimta fyrir sig rúmlega tveggja milljóna króna skuld og ganga frá ýmsum reikningum, en ekkert gerðist í málinu, sem leitt hefur til fjárhagslegra vandræða eigandans. Málinu vísaði hann þá til Lögmannafélags íslands og hefur í hyggju að kæra Skúla fyrir vinnu- svik um leið og Sigfinnur verður kærður. Aðstandendur Móhúss vildu ekki tjá sig um málið. Gjaldkeri Móhúss lét af störfum í ársbyrjun. Skúli Sig- urðsson sagði aðspurður um fjölda kærumála á hann á síðasta ári, að hann kannaðist við ágreining um tvö mál. „Þar er um að ræða tvo skjólstæðinga og ágreiningur um frágang og uppgjör. Ágreiningurinn er um frágang vinnulauna. Bréf voru send, en ég kannast ekki við kæru og satt að segja eru þessi mál að leysast," sagði Skúli. Sigfinnur Sigurðsson fékk skila- boð í hendur frá PRESSUNNl, en hafði ekki samband. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.