Pressan


Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 11

Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 11 N A ^ u liggur írammi til kynningar á skrifstofu Reykjavíkurborgar starfs- leyfisauglýsing frá Hollustuvernd ríkisins um fyrirhug- aða fiskmjölsverk- smiðju Faxamjöls í Örfirisey. Sem kunn- ugt er hafa íbúasam- tök Vesturbæjar mótmælt verksmiðj- unni harkalega en þangað á að flytja starfsemi frá Kletti og Hafnarfirði. Hefur Ingl- mundur Sveinsson arkitekt verið fenginn til að teikna hús yfir þróna við verksmiðjuna. íbúasamtökin óttast mjög lyktarmengun frá verk- smiðjunni, en þar að auki yrði fisk- úrgangurinn keyrður út í Örfirisey frá Hafnarfirði eftir Miklubraut- inni... M lTAenn hafa sjalfsagt velt því fyr- ir sér hvaðan Baldur Jónsson á Suðureyri ætlar að fá peninga til að endurreisa fiskiðj- una Freyju. Baldur á eins prósents hlut í fyrirtækinu og hefur gert kröfu um að ganga inn í tilboð Norðurtangans og Frosta hf. í fyrirtæk- ið. Líklegasta tilgátan er á þá leið að Baldur ætli að nota hreppaflutn- ingastyrkinn sinn, sem Davíð Oddsson hefur hálflofað íbúum Suðureyrar og annarra þorpa í neyð .. . s k-Ptarfsmenn útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar eru ekki sáttir við við- skilnað Jóhannesar B. Skúlason- ar, sem rak stöðina til skamms tíma. Erf- iðlega hefur gengið að fá launin greidd. Nýverið fékk einn starfsmaðurinn laun fyrir júnímánuð. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að þegar starfsmaðurinn fór með ávísunina í banka var hon- um sagt að ávísanareikningurinn hefði verið lokaður í meira en mán- uð ... i á hefur verið skipt um fram- kvæmdastjóra hjá kókverksmiðj- unni Vífilfelii. Símon Gunnarsson er hættur eftir að hafa verið í stólnum í fáar vikur og Páll Kr. Pálsson hjá Iðn- tæknistofnun tekinn við. Ekki mun alls kostar rétt að Símon hafi aðeins verið ráðinn tímabundið í starfið hjá Kók, eins og heyrst hefur. Áður en Símon fór til Kók var hann endurskoðandi hjá N. Mancher og hafði nokkur stór fyrirtæki á sinni könnu. Þar á meðal voru Kók, Hagkaup, Stöð 2 og Toll- vörugeymslan. Símon sagði upp samningum við öll þessi fyrirtæki. Brotthvarf Símonar þykir undir- strika deiluna milli þeirra tengda- feðga Péturs Björnssonar og Lýðs Friðjónssonar. Nú þykir nokkuð víst að Lýður eigi ekki aftur- kvæmt til Vífilfells eftir tvö ár eins og til stóð ... LITLA BÓNSTÖÐIN i Sföumúla 25 (ekiö niöurfyrir) Sfmi 82628 Alhliöa þrif á bflum komum inn bflum af öllum stæröum Opiö 8:00—19:00 alla daga nema sunnudaga Tökum hunda í gæslu til lengri eða skemmri dvalar. HUNDAGÆSLUHEIMILI Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands ARNARSTOÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030 Þú átt það skilið... Það hefur alltaf verið okkur kappsmál að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks vörur á sem lægsta verði, og það hefur okkur tekist. Við þökkum það öllum þeim fjölda viðskiptavina sem verslað hafa við Japis í gegnum árin og þeirri viðurkenningu sem vörur okkar hafa fengið. Með beinum innflutningi frá Japan höfum við stuðlað að enn lægra vöruverði. Stöndum saman í baráttunni fyrir lægra vöruverði - við eigum það öll skilið. Panasonic VHS MOVIE Nýja Panasonic NV-GI videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvað varðar myndgæði og verð. Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðcins 900 grömm og er aðeins 3 lux. Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari. JAPtSS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNl SIMI 62 52 00

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.