Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
27
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að blaðaútgáfa
stjórnmálaflokkanna er ein
mest styrkta atvinnustarf-
semi í landinu. Blöðin hafa
notið beinna styrkja úr ríkis-
sjóði, ríkið hefur keypt af
þeim í áskrift frá 120 og upp
í 750 eintök og ríkissjóður og
ríkisstofnanir hafa beint aug-
lýsingum sínum í þessi blöð,
þrátt fyrir takmarkað auglýs-
ingagildi.
Ef litlu flokksblöðin þrjú;
Tíminn, Þjóðviljinn og Al-
þýðublaðið, leggjast af um
næstu áramót fara þessir
styrkir líklega sömu leið. Þar
með mun ríkissjóður spara
sér um 150 milljónir króna.
93,4 MILLJÓNIR í BEINA
STYRKI ÚR RÍKISSJÓÐI
Beinir opinberir styrkir til
blaðanna felast í svokölluð-
um blaðastyrkjum. Þeir eru
undir tveimur liðum í fjárlög-
um. Annars vegar: Til blað-
anna samkvæmt tillögum
stjórnskipaðrar nefndar. Hins
vegar: Til útgáfumála sam-
kvæmt ákvörðun þingflokka.
í ár voru þessir tveir liðir
samtals 93,4 milljónir króna.
Þrátt fyrir að þessir styrkir
séu undir tveimur nöfnum
fara þeir báðir til sömu nefnd-
arinnar sem deilir þeim út á
meðal þingflokkanna. Notast
nefndin við ákveðna form-
úlu, sem felst í því að 17,5
prósent styrksins deilast jafnt
á mil|i þingflokkanna en af-
ganginum er deilt út miðað
við þingstyrk hvers flokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær því
mest, þar sem hann er fjöl-
mennastur, og Kvennalistinn
minnst.
STYRKIRNIR NOTAÐIR í
ÝMISLEGT ANNAÐ
EN ÚTGÁFU
Nefndin skiptir sér síðan
ekki frekar af því hvað verður
um þessa fjármuni. Þing-
flokkunum er í sjálfsvald sett
hvað þeir gera við þá. Kosn-
ingabarátta Frjálslyndra fyrir
síðustu kosningar var til
dæmis að stórum hluta fjár-
mögnuð fyrir blaðastyrk
Borgaraflokksins á síðasta
kjörtímabili. Það er einnig
velkunnugt að styrkur Sjálf-
stæðisflokksins, 25,8 milljón-
Allt bendirnú til að litlu flokksblöðin þrjú, Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið
muni leggja upp laupana um nœstu áramót. Þar með má búast við að
ríkissjóður geti sparað sér allt að 160 milljónir króna sem hann hefur beint og
óbeint varið til að halda þessum blöðum á lífi. Reykjavíkurborg mun einnig geta
sparað sérálitlega upphœð eða um 14 milljónir króna.
Ritstjórar flokksblaðanna: indriði G. Þorsteinsson og Ingvar Gíslason á Tlmanum, Árni Bergmann og Helgi Guðmundsson á Þjóðvilj-
anum og Ingólfur Margeirsson á Alþýðublaðinu. Allt bendir nú til að þessi blöð muni hætta útkomu um áramótin. Við það mun ríkis-
sjóður geta sparað sér þær 160 milljónir sem hafa farið beint eða óbeint til að styrkja útgáfu blaðanna. Reykjavíkurborg getur einnig
sparað sér töluvert, eða um 14 milljónir króna.
ir í ár, rennur ekki til neins
dagblaðs heldur fer beint í
rekstur Valhallar. Þá er mis-
jafnt hvað Alþýðuflokkurinn,
Framsókn og Alþýðubanda-
lagið hafa látið flokksmál-
gögn sín fá af þessum styrkj-
um.
En þótt þingflokkarnir hafi
notað styrkina til ýmissa ann-
arra hluta en blaðaútgáfu
hlýtur að verða erfitt að rétt-
læta þá eftir að blaðaútgáfa á
vegum stjórnmálaflokkanna
leggst af.
Það má því gera ráð fyrir
að fjármálaráðuneytið endur-
skoði þessa styrki þegar litlu
blöðin hverfa af markaði. í
versta falli þarf að skíra þá
upp á nýtt og kalla þá styrki
til stjórnmálaflokka. Það er ef
til vill meira réttnefni en
blaðastyrkir, að minnsta kosti
í tilfelli Sjálfstæðisflokksins.
Ef þeir verða lagðir niður
sparar ríkið hins vegar 93,4
milljónir.
ALLT UPP í 32 MILLJÓNIR
í ÁSKRIFT
Önnur leið sem flokkarnir
hafa notað til að styrkja blöð-
in sín er sú að gera ríkið að
áskrifanda að þeim. Lengst af
var ríkið áskrifandi að 250
eintökum, en Ólafur Ragnar
Grímsson fjölgaði áskriftun-
um upp í 750 í fjármálaráð-
herratíð sinni. Friðrik Sop-
husson fækkaði þeim aftur í
ágúst síðastliðnum.
Á núvirði kostar áskrift að
250 eintökum ríkissjóð um
3,6 milljónir á ári. Áskrift að
flokksblöðunum þremur
kostar ríkið því 10,8 milljónir
á ári.
Það kerfi sem Ólafur Ragn-
ar kom á hefði hins vegar
kostað ríkið 32,4 milljónir á
núvirði. Þar sem það var í
gangi fram í ágúst á þessu ári
mun kostnaður ríkissjóðs af
þessum áskriftum verða um
23,4 milljónir á núvirði.
Þar sem Friðrik hafði þegar
sparað ríkinu 21,6 milljónir á
ári með niðurskurðinum
mun ríkissjóður ekki spara
nema 10,8 milljónir á árs-
grundvelli þegar blöðin logn-
ast út af um áramótin. Sparn-
aðurinn er hins vegar um
23,4 milljónir frá árinu í ár.
RÍKIÐ BLÓÐMJÓLKAÐ
Leyndasti styrkurinn til
blaðanna felst hins vegar í
kaupum á auglýsingum með
takmarkað auglýsingagildi.
Ríkið og flestar ríkisstofnanir
auglýsa þannig í öllum dag-
blöðunum þegar þau auglýsa
eftir fólki, auglýsa útboð eða
senda frá sér tilkynningar.
Flokksblöðin hafa búið til
sérstakt kerfi í kringum þess-
ar auglýsingar til að tryggja
sem mestan hagnað. Þau
setja upp verðskrá sem eng-
inn greiðir eftir nema ríkið.
Allir aðrir fá afslátt, — jafnvel
frá 50 og upp í 70 prósent.
Þetta virkar þannig að þeg-
ar menntamálráðuneytið
auglýsir lausa kennarastöðu í
20 dálksentimetra auglýs-
ingu borgar það 15.300 krón-
ur fyrir. Venjulegur verslun-
areigandi gæti fengið jafn-
stóra auglýsingu birta fyrir
4.500 til 7.500 krónur. Ríkið
er því í raun hlunnfarið um
7.500 til 10.800 krónur.
41,6 MILLJÓNIR
í AUGLÝSINGAR
Við athugun PRESSUNN-
AR kom í ljós að ríkið kaupir
um 3.800 dálksentimetra af
svokölluðum raðauglýsing-
um í flokksblöðunum þremur
á meðalmánuði. Á verðlagi
dagsins í dag kostar það rétt
rúmlega 2,9 milljónir að fá
þessar auglýsingar birtar
samkvæmt ríkistaxta. Á árs-
grundvelli eru það um 34,7
milljónir króna.
Þar fyrir utan leiddi athug-
un PRESSUNNAR í ljós að
þessi blöð birtu í meðalmán-
uði um 1.500 dálksentimetra
af stærri auglýsingum frá rík-
inu og ríkisstofnunum. Á
undanförnum árum hafa
blöðin hins vegar veitt afslátt
á slíkum auglýsingum. Miðað
við helmingsafslátt kostar
birting á þessum auglýsing-
um um 575 þúsund krónur á
mánuði eða um 6,9 milljónir
á ári.
Samtals kaupa ríkið og rík-
isstofnanir því auglýsingar af
flokksblöðunum fyrir um
41,6 milljónir á ári.
Flestum er ljóst að það hef-
ur ekki mikið gildi að auglýsa
í þessum þremur blöðum, þar
sem útbreiðsla þeirra er mjög
takmörkuð. Ef ríkið og ríkis-
stofnanir settu sparsemi ofar
þjónkun við flokkana mundu
þær sjálfsagt beina auglýs-
ingum sínum annað. í sjálfu
sér skiptir það þó ekki máli,
því ef blöðin verða lögð niður
um næstu áramót fellur þessi
kostnaður einnig niður. Ríkið
og ríkisstofnanir geta því
sparað sér um 41,6 milljónir
króna.
Reykjavíkurborg hefur haft
sama háttinn á og ríkið. Sam-
kvæmt athugun PRESSUNN-
AR auglýsti borgin fyrir um
1,2 milljónir á mánuði í blöð-
unum þremur eða fyrir um
14,1 milljón á ársgrundvelli.
172 MILLJÓNIR FRÁ
RÍKI OG BORG
Samanlagt hefur því kostn-
aður ríkisins af útgáfu þess-
ara þriggja blaða verið rétt
tæplega 160 milljónir. 93,4
milljónir hafa farið í blaða-
styrki, 23,4 milljónir fóru á
þessu ári í áskriftargjöld og
búast má við að ríkið og ríkis-
stofnanir hafi keypt auglýs-
ingar í þeim á yfirverði fyrir
um 42 milljónir króna.
Ef kostnaði Reykjavíkur-
borgar er bætt við nemur
sparnaður hins opinbera af
dauða þessara blaða um 172
milljónum króna.
Gunnar Smári Egilsson
smáa
letrið
Þrátt fyrir ölf skallameðul,
rafmagnsertingu og kollur er
elsta ráðið við skalla enn það
haldbesta; greiða bara yfír
hann. Þessa aðferð notaði
Ómar Ragnarsson lengi en
hann hefur að mestu gefist
upp á henni.
Sjálfsagt nauðugur viljugur.
Ómar hefur þurft að beygja
sig undir þyngdarlögmálið
eins og margir aðrir á undan
honum. Það þurfa menn að
gera þegar hárvöxturinn hefur
faerst niður fyrir eyru. Það er
erfitt að láta hárin tolla þegar
þau eru fyrst greidd beint upp,
þá yfir skallann og loks látin
falla niður hinum megin.
En hér er aðferð sem ætti að
duga.
Nauðsynlegt er að safna
fyrst hári niður að öxlum.
Greiöið hárið beint niður.
10
Berið gel, brilljantin eða
froðu í hárið. Notiö einungis
sterkustu efnin með sem bestu
gripi.
Leggið hárið sem er vinstra
megin yfir skallann og haldið
þvi niðri.
Takið þar næst hárið á aftan-
verðu höfðinu og leggið yfir
skallann.
•
Loks skulið þið leggja hárið
hægra megin á höfðinu yfir
skallann.
Þegar þessu er lokið hefur
skallinn verið hulinn. i fljótu
bragði líta hinir sköllóttu út eins
og hárprúðustu menn. Gelið á
að tryggja að greiðslan haldist,
jafnvel i roki.
TVÍFARAKEPPNI
PRESSUNNAR — 18. HLUTI
Tvífarar vikunnar eru nauðalíkir
um flest nema hárvöxtinn.
Morgunblaðið birti myndina til
vinstri með tilkynningu um
fimmtugsafmæli Jóhanns Þór-
is Jónssonar, ritstjóra timarits-
ins Skákar. Myndin til hægri
birtist siðan i DV orskómmu ■
siðar og er úr fimmtugsafmæl-
isveislu nafna hans, Jóhanns
Þöris Jónssonar, sem jafn-
framt er ritstjóri timaritsins
Skákar. Eins og sjá má eiga þeir
nafnar og kollegar margt sam-
eiginlegt; þykkar varir, breiöa
kjálka og breitt nef. Eini munur-
inn er að Jóhann Þórir i Mogg-
anum er hárprúður en Jóhann
Þórir í DV ekki.