Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
* er með
ólíkindum
— Það er auðvelt að fá
sæti í Perlunni á Öskju-
hlíð, enda veitir ekki af ef
lyftan er biluð. Bjarni /.
Árnason veitingamaður
keypti nefnilega 1.054
sæti í húsið. Sum eru
reyndar betri en önnur.
Sjálfsagt er ágætt að sitja
í þessum 400
STACCO-stólum sem
Bjarni keypti á 8.470
krónur stykkið. Fleiri
munu hins vegar vilja
sitja í Fpal-stólunum 60,
sem kosta þó ekki nema
8.154 krónur stykkið.
Stólarnir eru allir á 4.
hæð þar sem dýrasta inn-
réttingin í húsinu er.
— Dýrustu sætin eru
hins vegar staðsett ofar í
húsinu. Á 5. hæð geturöu
sest í 299 bólstraða stóla
sem kosta 19.590 krónur
stykkið. Á sama stað eru
32 leðurstólar og kostar
stykkið af þeim 93.753
krónur. Á sömu hæð get-
urðu síðan fengið að sjá
kaffivél upp á hálfa millj-
ón króna. Kaffivélin á 6.
hæð er aðeins ódýrari en
appelsínukreistan þar
bætir það upp, því hún
kostar 36.203 krónur.
Sömuleiðis er spennandi
að fá að sjá rjómaþeytar-
ann á 4. hæð sem kostar
92.514 krónur.
— I Perlunni eru 5
sorpkvarnir sem kosta
samtals 1.321.525 krónur.
Því til viðbótar er rusla-
pressa á 358.644 krónur.
Þegar búið er að kvarna
rusliö og pressa taka svo
við því 4 sorpgámar, sem
kosta samtals 155.402
krónur. I Perlunni eru síð-
an 3 klakavélar. Á 4. hæð
er sú ódýrasta, hún kost-
ar ekki nema 96.895
krónur. Klakavélin á 5.
hæö kostar 169.920 krón-
ur. í kjallaranum er svo
dýrasta klakavélin, hún
kostar heilar 226.795
krónur.
GRÆNA KVERIÐ
VARD AD HVÍTU
BÓKINNI
Nú er stefnuskrá núverandi
ríkisstjórnar loksins komin á
prent. Hvíta bókin heitir hún
og er í snyrtilegu broti meö
skjaldarmerkinu á forsíöu.
Hvíta bókin leysir miklu
ómerkilegri bók af hólmi.
Þaö er „Græna kverið", sem
var hin mesta hörmung í útliti
(að minnsta kosti ef miðað er
við Hvítu bókina). Græna
kverið innihélt málefna-
samning ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar frá
1988. Það var ekki nema 24
blaðsíður og í mun minna
broti en Hvíta bókin, sem er
upp á heilar 45 síður. En þess
má geta að stjórnarsáttmál-
arnir virðast hafa mikla til-
hneigingu til að lengjast eftir
því sem árin líða. Má sem
dæmi nefna að sáttmáli ríkis-
stjórnar Gunnars Thorodd-
sen var ekki nema upp á 16
síður — í heiðblárri kápu.
FORNBILARNIR
SKOÐAÐIR TIFALT
Á VIÐ NÝJA BÍLA
Árlega þurfa eigendur
3.339 fornbíla á íslandi ad
koma med þá í skodun hjá
Bifreidaeftirliti ríkisins. — Og
þaö þrátt fyrir aö flestir þess-
ara bíla séu adeins keyröir
urnJIOO til 2.000 km á ári.
Svo einkennilegt sem það
er gilda engar sérreglur um
skoðun gamalla bíla á íslandi.
Þá verður að skoða þó að þeir
hafi ekkert verið notaðir á
milli ára og eigendurnir fyrst
og fremst dundað sér við að
bóna þá. Ef sömu reglur giltu
t.d. um Steingrím Hermanns-
son yrði hann að koma með
jeppann sinn daglega í skoð-
un!
Ef miðað er við hámarks-
keyrslu fornbíls, um 2.000 km
á ári, má segja að hann sé
skoðaður tífalt á við nýja bíla,
sem þarf í raun ekki að skoða
fyrr en eftir þrjú ár eða
60.000 km keyrslu ef miðað
er við 20.000 km keyrsiu að
meðaltali á ári.
Fornbílamenn hafa reynd-
ar talað við dómsmálaráðu-
neytið og óskað eftir breyt-
ingu — þannig að þeir þurfi
ekki að koma nema á þriggja
ára fresti. í Svíþjóð er sá hátt-
ur hafður á að bílar af árgerð
1952 eða eldri eru ekki skoð-
aðir.
Þá vilja fornbílamenn fá að
hafa ,,rétt“ númer með hverj-
um bíl. Það er að segja númer
sem tekur mið af aldri hans
og gerð. Fornbílar eru þeir
bílar sem eru eldri en 25 ára
kallaðir en bílar á aldrinum
15 til 25 kallast safngripir.
Einnig má geta þess að flest
slökkvilið landsins hafa á sín-
um snærum fornbíl — ein-
faldlega vegna þess að gamli
Bedfordinn er alls staðar.
Það er ekkert vafamál ad
íslendingar eiga frábœra
hugvitsmenn. Þad vita allir.
Hitt er verra ad þeim gefst
ákaflega sjaldan fceri á ad
keppa sín á milli.
Nú ætlar Félag verkfræði-
nema við Háskóla íslands að
bæta úr því og hefur verið
boðað til hönnunarkeppni í
vetur. Hugmyndin er að
keppendur hanni tæki eftir
fyrirfram gefnum forsendum.
Þetta er að erlendri fyrir-
mynd, en þar er til dæmis
keppt í að útbúa sem rúm-
málsminnsta hlíf utan um
egg, sem getur skilað því
heilu niður 5 hæðir, og búa til
bíl sem gengur fyrir verki úr
músagildru!
Auðvitað mega íslenskir
hugvitsmenn svara þessu.
Mönnum er frjálst að velja
sér verkefni, en því
miður má
efniskostnaður
ekki vera hár.
Verkefnið þarf
að bjóðauppá
fjölbreyttar
lausnir
og það
máekki
krefjast
of mikillar
sérþekkingar.
Skilafrestur er
til 4. nóvember
svo það er eins
gott að fara að
hugsa.
Hugvitsmenn
//:
KEPPA í EGGJA-
HLÍFAGERÐ OG
MÚSAGILDRU-
AKSTRI
KYNLÍF
Fullnæging í svefni
Það er engin nútímaupp-
finning að hægt sé að örv-
ast kynferðislega í svefni. í
Biblíunni er meðal annars
sagt frá gyðingakarli
nokkrum sem fékk full-
nægingu og sáðlát í svefni
og var skikkaður til að
lauga sig — hvítþvo sig af
„næturspillingunni". Konur
hafa alla tíð fengið að hafa
sína sjálfsprottnu svefnfull-
nægingu í friði, því ekki er
eins auðvelt að fylgjast
með að kynblossar þeirra
hafi átt sér stað í húmi næt-
ur og hjá karlmönnum.
Á hverri nóttu fá sofandi
karlmenn standpínu fimm
eða sex sinnum (hver stinn-
ing varir í um það bil fimm
til tíu mínútur) og sofandi
konur upplifa einnig kyn-
örvun sem meðal annars
lýsir sér í aukinni slím-
myndun í leggöngum.
Þetta lífeðlisfræðilega ferli
verður sjálfkrafa hjá öllu
fólki og hefur ekkert að
gera með hvort eða hvað
þig dreymir þá stundina.
Eðlilega kynsvörun líkam-
ans í svefni er hægt að nota
til greiningar á orsökum
stinningarerfiðleika. Komi í
Ijós að þessi viðbrögð séu í
lagi og limurinn nái hold-
risu er líklegt að orsök
stinningarerfiðleikanna sé
sálræns en ekki líkamlegs
eðlis. Kona sem á erfitt með
að fá fullnægingu, en segist
stundum vakna við það að
vera að fá það, er að öllum
líkindum alheilbrigð í
kroppnum. Skýringanna er
frekar að leita annars stað-
ar.
Fyrir utan eðlilega kyn-
örvun líkamans í svefni
geta bæði konur og karlar
fengið svokallaða svefnfull-
nægingu. („Draumkunta"
öðru nafni, en strákar nota
aðallega þetta orð. Ekkert
sambæriiegt orð fyrirfinnst
hjá stelpum.) Fyrirbrigðið
er algengara hjá körlum
(aðallega yngri mönnum)
en konum. Hvers vegna
gerist þetta? Ein útskýring
er sú að mannshugurinn
eigi auðveldara með að
leika sér í svefni og svo
virðist sem leyndar hugs-
anir og þrár eigi auðveld-
ara með að ná upp á yfir-
borðið. Erótískir draumar
eru oft undanfari svefnfull-
nægingar, sérstaklega
meðal karlkynsins. Draum-
arnir snúast gjarnan um
forboðna hluti. Þótt flest-
um sé það vel Ijóst að hegð-
un í draumi eða hugarórum
í vöku tákni ekki að við-
komandi ætli eða vilji haga
sér þannig í vöku hafa sum-
ir áhyggjur af bláum
draumum. Það er ástæðu-
laust nema ef draumurinn
fer að valda þér það mikl-
um áhyggjum að hann er
farinn að trufla líf þitt veru-
lega.
Konur eru fljótari að fá
fullnægingu í svefni en í
vöku. Ein skýringin gæti
verið sú að í svefni gætir
kvíða minna (minni hugar-
hömlur), slökun er meiri og
þar af leiðandi er kynferð-
isleg örvun auðveldari.
Enn í dag hafa konur ríkari
sektarkennd vegna kyn-
langana sinna en karlar.
Það er hugsanlegt að kona
sem fær oft svefnfullnæg-
ingu haldi að hún hljóti að
vera ófullnægð kynferðis-
lega í vöku. Ekkert bendir
til tengsla þar á milli.
Viðhorf til svefnfullnæg-
ingar og svefnsáðláts hefur
verið lævi blandið í gegn-
um tíðina. Nú á tímum láta
kristnir menn sér þetta í
léttu rúmi liggja en kaþól-
ikkar líta niður á fyrirbærið
eingöngu ef fólk „hlakkar
til þess"! Um tíma litu geð-
læknar á draumafullnæg-
ingu kvenna sem eitt ein-
kenni um taugaveiklun, en
sú kenning er algerlega fyr-
ir bí á okkar dögum. Núna
einkennist viðhorfið til
slíkrar fullnægingar af
meiri jákvæðni og almenn-
ingur trúir því meira að
segja að svefnfullnæging sé
heppileg útrás fyrir kyn-
orkuna ef viðkomandi aðili
er skírlífur. Þetta er reyndar
ekki satt. Konur sem fá það
reglulega í vöku virðast fá
það oftar í svefni. Þessu er
. . konur eru
fljótari að fá
fullnægingu í
svefni en í vöku.“
hinsvegar öfugt farið með
karla í flestum tilvikum. Því
oftar sem þeir fá það í vöku
því sjaldnar fá þeir fullnæg-
ingu í draumalandinu. Kyn-
blossar í svefni eru sumsé
ekki varadekk.
Þótt sumir þekki svefn-
fullnægingu og njóti henn-
ar reglulega eru þeir til sem
hafa aldrei upplifað slíkt. í
guðanna bænum ekki
halda að þú sért eitthvað af-
brigðileg(ur) ef þú hefur
ekki fengið það í svefni
(stundum er nefnilega
hætta á að upplýsingar um
kynlíf snúist upp í and-
hverfu sína — skapi áhyggj-
ur í staðinn fyrir að létta
þeim af fólki). Um sextíu til
sjötíu prósent kvenna fá
aldrei svefnfullnægingu
og um tuttugu prósent
karla ekki heldur. Eg kann
ekki skýringu á þessum
kynjamun. Eg veit heldur
ekki svarið við því hvers
vegna sumir fá ekki
draumafullnægingu, en
mínar tilgátur eru m.a. þær
að það sé eðlileg fjölbreytni
— við erum ekki öll eins,
draumalíf fólks er mismun-
andi og síðast en ekki síst
eiga sumir bara auðveldara
með að vakna með tvírætt
bros á vör en aðrir!
Spyrjiö Jónu um kynlifió. Utanáskrift: Kynlff c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík