Pressan - 31.10.1991, Síða 29

Pressan - 31.10.1991, Síða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 29 BIÚTÍMflSJáB/MHGI GERIR ÚT Á STÖÐ 2 „Ég er búinn aö selja sjó- rœningjaafruglara fyrir Stöd 2 í tvö ár og þeir hafa virkad fínt hingað til. En í sídustu viku breyttu þeir hjá Stöd 2 kerfinu þannig ad afruglar- arnir hœttu að virka. Ég var fljótur að hanna rrýtt forrit og þeir virka flott núna,“ segir Ólafur Ólafsson. Ólafur er rafeindavirki, menntaður í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarið auglýst til sölu af- ruglara að dagskrá Stöðvar 2 og ýmissa gervihnattastöðva í Dagblaðinu. Ólafur segir það alveg sama hvaða kerfi Stöð 2 noti, hann muni alltaf komast framhjá því. „Það stoppar mig ekkert. Annaðhvort virk- ar það forrit sem ég er með núna eða ekki, og þá hanna ég nýtt,“ segir Ólafur. TELUR ÞETTA EKKI ÓLÖGLEGT Ólafur segir að sér sé kunn- ugt um að Stöð 2 hafi haft uppi áform um að breyta al- gjörlega um kerfi í þeirri von að þannig mætti komast fyrir starfsemi eins og Ólafur stundar. En af orðum hans má ráða að það sé einfaldlega ekki hægt. Að minnsta kost' ráði hann við öll þau kerf sem nú séu notuð. En ertu ekki hrœddur um að þú sért að brjóta lög og gera eitthvað ólöglegt? „Áður en ég byrjaði á þessu lét ég lögfræðing kanna það fyrir mig og hann gat ekki séð að þetta væri ólöglegt. Ég trúi ekki öðru en Stöð 2 hafi látið lögfræðinga kanna fyrir sig hvort þetta er löglegt. Þeir hafa ekki kært mig enn,“ er svar Ólafs. Hann segir að aftur á móti hafi yfirmaður á Stöð 2 hringt í sig og bent sér pent á að honum væri hollast að hætta þessu, því hann mundi aldrei ráða við veldi eins og Stöð 2 væri. Hvorki lagalega séð né á öðrum sviðum. „Hann sagði eiginlega að ég yrði út- skúfaður maður úr samfélag- inu ef ég hætti þessu ekki." 35 ÞÚSUND KRÓNUR STYKKIÐ Ólafur fær afruglarana hálfsmíðaða til landsins og gerir þá síðan þannig úr garði að þeir opna aðgang að dag- skránni. „Það kostar mig tals- Smíðar, breytir og bætir afruglara og tölvur vert að flytja þá inn og ég sel þá síðan fullsmíðaða á 35 þúsund krónur." En hvað með þá sem áttu afruglara frá Ölafi þegar kerfinu var breytt í síðustu viku? „Þeir koma til mín með þá og ég laga þá. Ég læt fólk ein- göngu borga efniskostnað, sem er sex þúsund krónur, en kem svo einnig á móti þeim með efniskostnað sem ný- lega voru búnir að kaupa hjá mér afruglara. Hjá flestum eru þeir þó búnir að borga sig.“ J Afruglarar Ólafs eru ekki miklir um sig, á stærð við hálfa myndbandsspólu, en hann smíðar ekki bara afrugl- ara. Hann tekur einnig viður- kenndu afruglarana og end- urritar þá, þannig að margir notendur geta notað sama númerið. „Það er bara borgað af ein- um og svo þegar lykilnúmer- ið kemur þá er bara að hringja á milli og lesa upp númerið. Menn slá það þá inn í sinn afruglara og hann virk- ar. Þetta er ódýrari leið en hin,“ segir Ólafur. STÖÐVAR 2-MENN TÓKU AFRUGLARA ÓLAFS En Stöðvar-2 menn hljóta að veramjög ósáttir við starf- semi Ólafs og hann kann sögu af viðbrögðum þeirra. „Þeir hálfpartinn ruddust inn í fjölbýlishús við Álakvísl og tóku afruglara frá mér og skildu annan frá sér eftir í staðinn. Þeir fóru svo með litla afruglarann upp á Stöð 2 og prófuðu hvort hann virk- aði á nýja kerfið. Nú eru þeir að vísu búnir að skila honum aftur," segir Ólafur. Adam var ekki lengi í Par- adís hjá þeim á Stöð 2, því eins og áður sagði er Ólafur búinn að breyta afruglurum sínum þannig að allt er við það sama. Ólafur kveður það skoðun sína að það hafi verið mistök hjá Stöð 2 að selja notendum afruglarana því „nú geta þeir ekki ráðið hvað fólk gerir við þá“, eins og Ólafur segir. Hann vill meina að það hefði verið skynsamlegra að leigja afruglarana þannig að þeir væru í eigu Stöðvar 2. BREYTIR EINNIG LEIKJATÖLVUM Ólafur er ekki eingöngu í því sem viðkemur afruglur- um, heldur breytir hann einn- ig Mn/endo-leikjatölvum þannig að þær taka fleiri leiki en eingöngu þá sem Nin- tendo framleiðir. Ólafur segir að Japanirnir skipti heiminum niður í sjö markaðssvæði og hvert og eitt hafi sitt númer. Þannig virki Nintendo-leikur keyptur í Bandaríkjunum eða á Éng- landi ekki í þær Nin- tendo-tölvur sem seldar eru hér á landi. Erlendis eru leik- ir þessir mun ódýrari en hér. Ólafur breytir tölvunum þannig að það er sama hvar leikurinn er keyptur; hann má nota í tölvurnar sem hér eru boðnar til sölu. Hljómco hefur umboð fyrir þessar tölvur hér á landi, en þar vann Ólafur einmitt áður. Að hans sögn var ekki mikill fögnuður þar á bæ er menn komust að þessari iðju hans. NOTIST EKKI Á STÖÐ 2 Ólafur hefur sérhæft sig í að komast í gegnum allar hömlur og læsingar sem finna má í tækjum eins og af- ruglurum og tölvum og hing- að til hefur honum orðið vel ágengt. Nú er svo komið að hann hefur lifibrauð sitt ein- göngu af þessari starfsemi. Á alla afrugjara sína fyrir Stöð 2 límir Ólafur miða, á miða þessum stendur: VARÚÐ. Þennan afruglara má eingöngu nota á eftirtald- ar stöðvar: RAI uno, RAI duo og Canal plus. Og þá er það einungis notandans að hafa samband við fyrrnefndar stöðvar. Notist ekki á Stöð 2 eða í neinum ólöglegum til- gangi. Haratdur Jónsson tengsl Guðmundur J. Guðmundsson, fráfarandi for- maður Verka- mannasam- bands fslands, hefur setið á Alþingi fyrir Reykvíkinga eins og Ellert B. Schram, rit- stjóri Dag- blaðsins, sem er lögfræðingur eins og Gestur Stein- þórsson, skatt- stjóri í Reykja- vík, sem er stúdent frá Menntaskólan- um á Laugar- vatni eins og Árni Berg- mann, ritstjóri Þjóðviljans, sem skrifað hefur skáldsög- ur eins og ®Árnason rithöf- undur sem Hermann Gunnarsson sjónvarpsmað- ur sem sungið hefur inn á hljómplötur eins og Eggert Þorleifs- son leikari sem leikið hefur í kvikmyndum eins og Tómas Tómas- son tónlistar- maður sem leikur á bassa eins og Pólmi Gunnars- son, söngvari RPP<jÉ*l og bassaleik- L y~k eri, sem er frá r ■'Wrfí litlu sjávarplássi ■ Björn Grétar Sveinsson verkalýðsfröm- uður sem tekur i nefið eins og Guðmundur jaki. 03EVULL ERUM VK)6l/fSHEGtR! SE6DU HERSUR.TUR___ ÚV ‘A HVAÐ GEN6U ÞES5IR SAMNINGAR EGINLE5A?! MAOUWNN sem KETÆTUFISKIli 'ALDREI BROSIR?? HANN ERFRABÆR!* Æ.ÉG VEITÞAÐEKKI EITHVAÐ MEÐÞAÐAÐ ÞEtR FÁ EIHHVER.TDNN AF KAWA 06 DRySIU. j FÆR TiU TUNNAF— J IFYR5TA LAGI BlABtABlA T t ÖÐRU LA&I...I (UÚlAVALAOGl ITÞRI03AIA6I 1 iTPALAlAlAlA! Æ.TLARHANN AIDREIAD , HltirATílJ 0-HEI..DRÝSILL MÆTTUR" TtEOsnTEES-KARTA-DUU.il OFUHP5juKIR?!

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.