Pressan - 31.10.1991, Síða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
33
Ljóst þykir nú að handknatt-
leikshöli vegna HM 1995 verði ekki
reist í Kópavogi. Forystumenn HSÍ,
-------------■ með Jón Hjaltalín
Magnússon, í
broddi fylkingar,
telja Reykjavíkur-
borg síðasta hálm-
stráið og er ætlunin
að reyna eina ferð-
------------- ina enn að sannfæra
ráðamenn borgarinnar um nauðsyn
sameiginlegrar ráðstefnuhallar. Það
var hugmyndin sem Davíð Odds-
son slökkti á þegar hann var borg-
arstjóri en HSI-menn vona að
Markús Örn Antonsson sé leiði-
tamari. . .
tímar upppantaðir og því vantar
fyrst og fremst æfingaaðstöðu í
Kópavog...
H örð samkeppni hefur lengi
verið meðal þeirra sem gefa út tíma-
rit. Nú hefur fækkað um eitt slíkt
blað, Skotmark. Reyndar á blaðið
sér ekki langa sögu, það hafði að-
eins komið út einu sinni þegar það
hætti. Ritstjóri blaðsins var Tryggvi
E. Þorsteinsson. Nú eru tvö tíma-
rit gefin út um veiði, en það eru A
veiðum, sem Frdði gefur út, og
Sportveiðiblaðið, sem Gunnar
Bender ritstýrir og gefur út. . .
D
JJókmenntamenn ættu að geta
glaðst á næsta ári því mikil bók-
menntahátíð verður þá haldin í til-
efni níræðisafmælis
Halldórs Laxness.
Það er stofnun Sig-
urðar Nordal sem
stendur fyrir ráð-
stefnunni og er ætl-
unin að fá mikinn
fjölda innlendra og
erlendra fræðimanna til að halda
fyrirlestra...
Jf afnvel er reiknað með að bæjar-
ráð Kópavogs blási byggingu hand-
boltahallarinnar endanlega út af
borðinu á fundi sínum í dag. Þegar
eru hafnar viðræður milli bæjarfull-
trúa í Kópavogi og forráðamanna
Breiðabliks um byggingu minna
íþróttahúss í stað hallarinnar. Þar
fer Logi Kristjánsson, formaður
Breiðabliks, fremstur. Blikarnir vilja
æfingahús og félagsheimili en ekki
keppnishús. Gert er ráð fyrir að
íþróttahúsið í Digranesi verði látið
duga sem keppnishús fyrir Kópa-
vog. Þar eru hins vegar allir æfinga-
kJkipuð hefur verið nefnd sem á
að fjalla um störf og eins um framtíð
Hafnamálastofnunar. Formaður
nefndarinnar er
Sturla Böðvars-
son, alþingismaður
Sjálfstæðisflokks í
Vesturlandskjör-
dæmi. Það hefur
hins vegar vakið
mikla athygli hverjir
eru með honum í nefndinni, en það
eru Hermann Guðjónsson hafna-
málastjóri og Ólafur Steinar
Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneyti. Nefndin er
kölluð „naflaskoðunarnefndin“, sér-
staklega þar sem Hermann Guð-
jónsson á að skoða eigin störf, og
eins er Ólafur Steinar sá starfsmað-
ur ráðuneytisins sem hefur haft
mest samskipti við Hermann og
aðra starfsmenn Hafnamálastofn-
unar...
Skútuvogi 10a - Sími 686700
FjÁRFESTAR ATHUGIÐ:
#á, það er ekki ofsögum sagt þegar fjárfestingar eru í
burðarliðnum.Það að hafa heildaryfirsýn yfir öll lán,
kaupsamninga og aðrar skuldbindingar, getur skipt
sköpumfyrir fjárfestaá íslenskum lánsfjármarkaði.
Nú er loksins komið á markaðinn nýtt lánakerfifyrir alla
fjárfesta, sem sinnir kröfum jafnt skuldunauta sem
lánadrottna. Lánakerfið veitir fjárfestum heildaryfirsýn
yfir öll lán, greiðslubyrði þeirra og vexti. Einnig má gera
alhliða áætlanirt.d. miðað við fyrirhugaðar fjárfestingar.
Lánakerfið gerir m.a. eftirfarandi:
□ reiknar út lán m/vísitölu og vöxtum
□ reiknar út lán miðað við erlenda gjaldmiðla
□ sýnir greiðslubyrði lána
□ auðveldar bókhaldsfærslur lána
□ vinnur áramótauppgjör lána
□ gerir verðbótaútreikninga
□ sýnir vísitölutöflur
□ reiknar út heildaráætlanir á fjárfestingum o.fl.
Lánakerfið er hannað fyrir allar gerðir PC-tölva og nærnet
og fæst á mjög Hagstæðu vero Allar nánari upplýsingar
veittar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tölvölur hf.
Tölvölur hf. • Háaleitisbraut 1
Hugbúnaóu r Sími 679410 • Myndriti 679430
JLjandssamband stangveiðifélaga
samþykkti á aðalfundi að óska eftir
því við umhverfisráðherra að fram
færi úttekt á áhrifum laxeldis hér á
landi á náttúruna. í samþykkt aðal-
fundarins segir að í Ijós hafi komið
að flestir sem unnið hafa að laxeld
ismálum, svo og þeir sem veitt hafa
af almannafé hundruðum milljóna
til greinarinnar, hafi sýnt mikla
óvarkárni og lítinn skilning á nátt-
úrulegu lifríki landsins og verndun
þess. Stór orð þetta ...
TILBOÐ A FJOLSKYLDUPOKKUM
í heilan mánuð bjóðum við nú 20% afslátt af
fjölskyldupökkum sem innihalda kjúklinga, franskar, sósu og salat.
Fjölskyldupaicki fyrir 5.
10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat.
Verð áður 2520 kr. Verð nú 2000 kr.
Athugið. Aðeins 400 kr. á mann.
FjöLskyldupakki fyrir 3.
6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat.
Verð áður 1640 kr. Verð nú 1300 kr.
Pakki fyrir 1.
2 kjúklingabiuir, franskar, sósa og salat.
Verð áður 610 kr.
Verð nú 490 kr.
CHiLKlsii
Simi 29117
Hraðfétta veitingastaður
í hjarta borgarinaar
Sími 16480
Þú getur bæði tekið matinn með þér heim eða borðað hann á staðnum.
JmCkh.
frá MARKWALD
v/Laugalæk, sími 33755.