Pressan - 31.10.1991, Page 35

Pressan - 31.10.1991, Page 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 35 Nína Pálsdóttir, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur. Nína er skólatannlækn- ir. „Þegar ég fór í tannlæknanám vorum við 7 nem- endur, þar af 3 konur." Dögg Pálsdótir, dóttir Guðrúnar Jóns- dóttur. Dögg er lögfræðingur hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. „Öllum fannst það merkilegt að mamma var læknir en þegar við sögðum að hún væri heima þá varð hún eins og hinar konurnar." Guðrún Jónsdóttir fékk lækningaleyfi 1958. Hún eignaðist fimm börn, þar af tvenna tvíbura. „Ég var alltaf ákveðin í að verða geðlæknir því ég hafði alltaf áhuga á fólki og langaði til að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft út úr geðrænum vandamálum." brautryðjendur á sínu sviði á þessum árum. Þeim fannst þær hins vegar ekki vera neinir brautryðjendur heldur voru þær að gera það sem þær dreymdi um. Menntun var þeim mikils virði og þær héldu áfram að mennta sig allt sitt líf. Þær fóru allar mðrgum sinnum utan til að afla sér meiri menntunar. Alma flutti sig frá svæfinga- lækningum yfir í krabba- meinsrannsóknir og seinna fór hún að vinna við geð- lækningar. Guðrún hefur skrifað margar greinar í bæði íslensk og erlend tímarit um sjálfsmorðsrannsóknir og flutt fyrirlestra. Þorbjörg fór oft utan til að kynnast því nýj- asta í svæfingalækningum. Þegar Þorbjörg fór á eftirlaun innritaði hún sig í tónlistar- skóla Garðabæjar og fór að læra söng og í almennt tón- listarnám. Það þarf ekki að spyrja margar ungar konur sem eru í læknisfræði í dag til að kom- ast að því að þessar konur ásamt fleirum hafa verið þeim fyrirmyndir. Þórunn Bjarnadóttir Inga Pálsdóttir, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur. Inga er lyfjafræöingur í Breiðholtsapóteki. „Það hvarflaði aldr- ei að okkur systr- um að fara ekki í nám." brigðisfræði við Johns Hopk- ins-háskólann í Bandaríkjun- um. Þegar þær sögðu frá því að mamma þeirra væri læknir „fannst fólki það mjög merki- legt, en þegar við sögðum að hún væri heimavinnandi varð hún eins og hinar kon- urnar," segir Dögg. „Fólk skildi það ekki að hún væri læknir þegar ég sagði fólki frá því,“ segir Sig- rídur Hrafnkelsdóttir, dóttir Þorbjargar. „Fólk skildi bara að ef hún ynni á spítala hlyti hún að vera hjúkrunarkona." Sigríður segir að það sem henni hafi fundist skrýtnast við að mamma sín væri lækn- ir var að „mamma þurfti oft að hlaupa upp á sjúkrahús í miðjum matartímum og stundum á jólunum". Sigríður vill meina að það hafi verið erfiðara fyrir móður sína að skilja hana eftir svona oft en fyrir Sigríði sjálfa. „Ég var oft í mínum eigin heimi og fannst bara ágætt að vera ein,“ segir Sigríður. „Mamma var fjörug og skemmtileg, var alltaf að dansa og syngja fyrir mig á milli þess sem hún var á hlaupum." Sigríður fór snemma í Barnamúsíkskólann. „Ég var alltaf að setja hana á allskon- ar námskeið til þess að hún hefði eithvað fyrir stafni," segir Þorbjörg. „Ég fór í ballett, myndlist- arskólann og líka í tónlistar- skólann," segir Sigríður og fannst þetta alvegágætt. „Ég naut líka góðs af þeim tekjum sem mamma hafði fyrir alla þessa vinnu. Ég gat farið utan á tónlistarnámskeið á sumrin og hún gaf mér mína eigin fiðlu." „Fólk var oft að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að ákveða að fara í læknisfræði eins og mamma,“ segir Sig- ríður. „Ég spáði í það, fékk oft að fylgjast með skurðaðgerð- um á Borgarspítalanum og þekkti því þessa vinnu svolít- ið. En ég held að þessi reynsla hafi frekar hjálpað til við að ákveða að fara ekki í læknis- fræðina." Eftir stúdentspróf BRAUTRYÐJENDUR Þessar konur voru allar ákvaö Sigrídur að halda áfram tónlistarnáminu og spilar nú á fiðlu hjá Sinfón- íuhljómsveit fslands. ,,Mér fannst þaö alltaf sjálfsagöur hlutur aö mamma ynni áti," segir Sig- ríöur Hjaltadóttir, dóttir Ölmu. „Við höfðum vinnu- konur sem bjuggu heima og sáu um okkur, ég þekkti náttúrlega ekkert annað, svo fyrir mig var þetta bara eðli- legt. Þó svo hún ynni svona mikið úti hafði hún tíma til að fara með okkur í leikhús og sjá um kvöldmatinn," segir Sigríður. „Mamma studdi mig þegar ég ákvað að verða meina- tæknir, hún reyndi aldrei að hafa áhrif á hvaða fag ég færi í. En hún sagði alltaf að það borgaði sig að hafa menntun og hvatti okkur til náms, en við gátum valið sjálf," segir Sigríður. Hún vann sem meinatækn- ir í mörg ár á íslandi og svo við ónæmisfræði- og bakter- íurannsóknir við Dart- mouth-háskólann í Banda- ríkjunum í nokkur ár. Hún býr í Sioux City í Bandaríkj- unum, þar sem eiginmaður hennar starfar sem sérfræð- ingur í heilaskurðlækning- um. M XTAikil óánægja ríkir meðal bleikjuframleiðenda með Fagráð bleikjuframleiðenda. Fagráðið var stofnað til að vinna að framgangi greinarinnar. Nú starfar ráðið hins vegar í harðri samkeppni við bleikjuframleiðendur. Þar eru sér- staklega nefndir til Silfurlax í Öxar- firði og Lækur í Ölfusi. Fagráðið er sagt kaupa bleikjur af gjaldþrota fyr- irtækjum og selja í keppni við fram- leiðendurna... i rátt fyrir að lítið hafi heyrst frá Náttúrulækningahælinu í Hvera- gerði í nokkurn tíma er langt í frá að þar sé allt með kyrr- um kjörum. Fyrir skömmu var fyrsti fundurinn haldinn í bráðabirgðastjórn hælisins síðan í ág- úst. Urðu töiuverð átök þar, meðal ann- ars vegna þess að í ljós kom að stjórnin hafði ritað Læknafélagi ís- lands bréf og lofað að segja upp öll- um yfirmönnum heilsuhælisins. Fulltrúi náttúrulækningamanna í stjórninni, Gunnlaugur K. Jóns- son, mótmælti þessu hástöfum, enda vissi hann ekkert af bréfinu til Læknafélagsins... F JL ulltrúi landlæknisembættisins í bráðabirgðastjórn Heilsuhælisins í Hveragerði, Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir, hefur hót- að að segja sig úr stjórninni. Matthí- as gerir það vegna óánægju með að ekki hefur verið staðið við gefið lof- orð um að segja upp yfirmönnum hælisins, sem hann telur nauðsyn- legt til að stuðla að endurskipulagn- ingu þess ... N X ^ ú stefnir í að starfsfólk Harðar Sigurgestssonar hjá Eimskip hætti að greiða í Lífeyrissjóð Eim- skipafélags íslands. Flestallir fastráðnir starfsmenn félagsins hafa hingað til greitt í þennan sjóð. At- kvæðaseðlar um málið hafa verið sendir sjóðfélögum ásamt upplýsingum um að réttindi þeirra sem greitt hafa í sjóðinn verði á engan hátt skert heldur muni sjóð- urinn standa við allar skuldbinding- ar sínar. Einhverrar hræðslu mun hafa gætt hjá starfsmönnum Eim- skips við að þeir væru að tapa fé, en talsmenn fyrirtækisins segja að svo sé alls ekki. Heldur sé þvert á móti verið að tryggja réttindi sjóðfélaga áður en litlir lífeyrissjóðir verði lagðir niður með valdboði... * A ■ím. Akureyri er verið að hellu- leggja Ráðhústorgið. Hellurnar voru keyptar hjá fyrirtækinu Möl og sandi á Akureyri. Þrennt hefur kom- ið upp sem hefur valdið mönnum erfiðleikum. f fyrsta lagi eru hellurn- ar ekki sterkar og eiga til að brotna. í öðru lagi virðast þær misháar og því er yfirborð þeirra óslétt og mjög auðvelt að hrasa um þær. í þriðja lagi er ekki nokkur leið að raða þeim samkvæmt teikningum. Munstrið á að vera í hring, en hell- urnar eru 30 sinnum 30 sentímetrar og það er sama hvernig menn hafa lagt höfuðið í bleyti; þeir geta ekki raðað hellum af þessari stærð í hring...

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.