Pressan - 14.11.1991, Side 10

Pressan - 14.11.1991, Side 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 LYFJAFRÆÐINGARNIR KLIKKUDUILLA Á PRÓSENTUREIKNINGNUM í síðustu viku birtu Hjörleifur Þúrarinsson, Hulda Haröur- dóllir og Þurídur Erla Sigurgeirsdóllir, lyfjafræðingar í Lauga- vegs Apóteki, grein í Morgunblaðinu um greiðslur sjúklinga fyrir lyf í heimsendingaþjónustu apóteksins, í Ijósi nýrra reglna Sighuats Björgvinssonar tryggingaráðherra. Afdráttarlaus niðurstaða var að hlutur aldraðra og öryrkja i lyfjaverði hefði hækkað úr 10 til 11 prósentum í apríl til júní í 38 prósent i júlí og ágúst og 32 prósent í september. Á sama tíma hefði hlutur allra viðskiptavina (sjúklinga) hækkað úr 13 til 15 prósentum í 29 og síðan 24 prósent. „Könnun Laugavegs Apóteks á greiðslubyrði aldraðra og öryrkja sýnir að hún hef- ur aukist töluvert með tilkomu nýrrar reglugerðar um þátt- töku almannatrygginga í lyfjakostnaði. Aukningin er það mik- il. að í dag greiða ellilífeyrisþegar og öryrkjar hlutfallslega meira fyrir lyf sín en aðrir," sögðu lyfjafræðingarnir. Tveimur dögum síðar birtu þau leiðréttingu í Morgunblað- inu. „Meinleg villa slæddist inn í útreikninga," stóð þar — pró- sentur höfðu verið reiknaðar út frá röngum tölum. Meginnið- urstaðan kollvarpaðist um leið: „Ellilifeyrisþegar og öryrkjar greiða því samkvæmt þessari athugun sama hlutfall og aðr- ir . . ." RIKISFRAML TIL HÆSTARÉTTAR FER LÆKKANDI Á sama tíma og rekstrarkostnaður embættis forseta íslands. ríkisstjórnar, Alþingis og aðalskrifstofa ráðuneytanna heíur hækkað um allt að 640 prósentum hefur ríkisframlag til Hæstaréttar hækkað um 135 prósent og raunar staðið að mestu í stað síðustu 10 til 15 árin. Árið 1969 var 22 milljónum króna að núvirði veitt úr ríkis- sjóði til Hæstaréttar. Árið 1979 var talan komin upp í 42,7 milljónir ojg hefur frá þeim tíma oftast verið á bilinu 45 til 55 milljónir. Á síðustu árum fór framlagið lægst niður í 40,7 millj- ónir árið 1984, en hæst upp í 62,7 milljónir 1987. Síðan hefur framlagið farið enn lækkandi og samkvæmt fjárlagafrum- varpi Fridriks Sophussonar á það að vera 53,7 milljónir á næsta ári. Bikarinn KRDFUHAFARNIR VILJA RANNSDKN Kröfuhafar í þrotabú Bikarsins vilja rannsókn á gjaldþroti verslunarinnar. Einn þeirra sagði i samtali við PRESSUNA að sér þætti sýnt að þetta væri ekki venjulegt og „heiðarlegt" gjaldþrot. „Eg mun tapa verulegum fjárhæðum á þessu og er tilbúinn að borga meira til að kosta rannsókn á málinu. Ég hef falið lög- manni minum að gera athugasemdir á fyrsta skiptafundi. sem verður eftir áramót," sagði einn þeirra sem eiga kröfur á hend- ur Bikarnum við Skólavörðustíg. Eins og kom fram í PRESS- UNNI í síðustu viku varð verslunin gjaldþrota í byrjun síðasta mánaðar. Hafþór Guömundsson, sem átti Bikarinn, er nú fram- kvæmdastjóri Sagasport, en það fyrirtæki keypti Bikarinn eft- ir gjaldþrotið. Kröfuhafinn sagðist viss um að ekki hefði verið staðið eðli- lega að sölu verslunarinnar og hann dró í efa að allar eignir Bikarsins hefðu fylgt með í sölunni og sagðist ákveðinn í að leita allra ráða til að fá hið sanna í ljós. Hafþór Guðmundsson hefur neitað því alfarið, í samtali við PRESSUNA, að ekki hafi verið staðið eðlilega að sölu verslun- arinnar. Ásbjörn Jensen eigandi Café Jensen: Trúi ekki að Hreiðar hafi átt þátt í þessu. Hann hefur engan hag af því að hér komi upp „China Town“-ástand. Ásbjörn hlaut skurð á andliti, tvö glóðaraugu, sár á hnjám og höndum og stóra kúlu á hnakkann. Nef hans skekktist og föt hans voru rifin og blóðug. Starfsmenn í Smiðjukaffi KÆRDIR FYRIR LÍKAMSÁRÁS og SKEMMDARVERK Eigandi Café Jen'sen í Mjóddinni og fimm gestir hússins hafa kært líkamsárás- ir sem áttu sér stað þar fyrir skemmstu. I kæru eigandans, Ashjörns Jensen. eru tveir bræður nefndir, þeir PúU og Vilhjálmur Valdimarssynir. Peir eru starfsmenn Smiðju- kaffis, sem er í eigu Hreidars Svavarssonar. Priðji bróðir- inn. Grétur. kom samkvæmt vitnum einnig við sögu. Hreiðar hetur sjálfur verið kærður vegna annars máls, ásamt lögmanninum Gréturi Huraldssvni. af Guöjóni fíúls- syni í Bjórhöllinni, vegna meintra skemmdarverka. Ás- björn segist ekki trúa því að Hreiðar sé persónulega ábyrgur fyrir árásinni á Café Jensen. Ásbjörn opnaði veitinga- hús sitt í Mjóddinni í janúar síðastliðnum og segir árásina 19. október ekki fyrstu af- skipti Smiðjukaffismanna af rekstrinum. Hann segir rekst- urinn hafa gengið vel og hann hafi fengið til sín fjölda fastagesta, sem sóttu áður Smiðjukaffi — það sé undirrót gremjunnar sem birst hafi með líkamsárásunum. skemmdarverkum og hótun- um. GREMJA í SMIÐJUKAFFI VEGNA VELGENGNI CAFÉ JENSEN „Mér reiknast í fljótu bragði til að frá því að ég opn- aði hafi ég tekið frá Smiðju- kaffi viðskipti upp á 6 til 7 milljónir króna. Mér er kunn- ugt um að starfsfólk Smiðju- kaffis og Staupasteins á inni laun sem það hefur ekki feng- ið greitt vegna fjárhagslegra erfiðleika. Þeir bræður voru forsprakkarnir í árásinni. en það voru fleiri sendir út frá Smiðjukaffi og tel ég mig geta nafngreint menn sem komu hingað í þessum tilgangi," segir Ásbjörn. Hann segir að umrætt kvöld hafi komið á Café Jens- en fjörutíu manna hópur, sem var að halda upp á afmæli eins úr hópnum. í þessum hópi voru meðal annars starfsmenn Smiðjukaffis. „Menn frá víneftirlitinu voru á staðnum og það er athyglis- vert að strax eftir að þeir fóru var sett upp einhvers konar „leiksýning", sem endaði með fjöldaslagsmálum. Fastagestur sigraði einn þess- ara manna í sjómanni og við- brögð hins sigraða voru að slá fastagestinn niður." SÖGÐU MÉR AÐ HYPJA MIG OG HALDA KJAFTI „Ég hljóp til og ætlaði að stilla til friðar, einkennis- klæddur, en þá spratt upp hópur manna og ég var sleg- inn með stól í höfuðið. Vitni segja að það hafi gert Arnar Unnarsson. Síðan var ég dreginn út fyrir, margoft sleg- inn og í mig sparkað. Um leið voru þeir að segja mér að hypja mig burt og halda kjafti um atburðinn. Fjórum fasta- Smiðjukaffi/Staupasteinn. Ásbjörn telur sig hafa tekið við- skipti af þessu veitingahúsi fyrir allt að 7 milljónum króna í ár. Árás starfsmanna Smiðjukaffis megi e.t.v. rekja til þess að þeir fengu ekki greidd laun. Áður hefur PRESSAN sagt frá glímu Smiðjukaffis við Bjórhöllina, en framkvæmdastjóri hennar hefur kært skemmdarverk með meiru. vranv****1 gestum okkar var einnig mis- þyrmt í þessari fólskulegu lík- amsárás og kona var slegin þegar hún reyndi að stilla til friðar. Viö höfum öll kært þetta og nú er lögfræðingur að taka saman fyrir mig kröfugerð vegna likamsárás- ar og skemmdarverka." Ásbjörn og gestir urðu að leita til slysadeildar eftir átök- in og miklar skemmdir urðu á innanstokksmunum veitinga- hússins. Páll Valdimarsson mun siðar um nóttina hafa verið handtekinn á slysadeild eftir ábendingu Ásbjörns. „VAR EKKI ÞARNA STADDUR“ SEGIR EINN HINNA KÆRÐU Ásbjörn segist ekki hafa trú á því að eigandi Smiðjukaffis og Staupasteins, Hreiðar Svavarsson, hafi átt þátt í að- gerðinni. „Ég hef enga trú á því. Hann hefur engan hag af því að hér komi upp eitthvert China-Town-ástand," segir Ás- björn. „Petta er einhver misskiln- ingur. Ég var ekki þarna staddur," var það eina sem Páll Valdimarsson vildi segja um málið. Páll er bílstjóri hjá Smiðjukaffi, en Vilhjálmur dyravörður á Staupasteini. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er skýrslu- töku rannsóknardeildar lög- reglunnar í Reykjavík lokið og næsta mál á dagskrá að taka skýrslu af þeim sem kærðir hafa verið. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.