Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 22
22
/ í
Vinsælustu
ilmvötnin fyrir
karla
B i j a n
Boucheron
B o s s
C a r t i e r
Gucci Nobile
Egoiste
Fahrenheit
G I o b e
M o s c h i n o
T s a r
Þessl listi er byggður á upplýsingum frá
snyrtivöruverslunum Clöru
Mikið væri mannskepnan
gölluð ef hún hefði ekki lykt-
arskynið. Lykt leikur nefni-
lega stórt hlutverk í daglegu
lífi og án efa eiga flestir erfitt
með að ímynda sér hvernig
lífið væri án lyktar. Fólk fær
vatn í munninn og verður
banhungrað finni það góða
matarlykt og fólk hryllir sig
og grettir finni það lykt sem
því er ógeðfelld.
Lykt er stundum tengd
ákveðnum atburðum í lífi
fólks, góðum eða slæmum.
Og finni það aftur eins lykt
standa atburðirnir því lifandi
fyrir hugskotssjónum og það
endurlifir þá og finnur til
samskonar tilfinninga og það
fann áður. Þannig væru
minningarnar minna virði el
þær lyktuðu ekki neitt.
Hver kannast ekki við að
hafa staðið úti í náttúrunni að
vori og teygað að sér gróður-
ilminn. dásamað hann og
vegsamað sem eitt af því er
k
JAMES DEAN
gerði lífið þess virði að lifa
því? Eða hafa keyrt framhjá
Hvalstöðinni fyrr á árum
með aðra hönd á stýri og
hina klemmda um nefið á sér
og blótað fýlunni í sand og
ösku? Jafnvel ekki botnað í
því hvernig nokkur maður
fengist til að vinna í þessum
fjanda.
LYKT ÞARF AÐ
VERA RÉTT
En lykt er ekki bara lykt.
Hún er fýla, stybba, ilmur,
fnykur, þefur og pest. Ógeðs-
leg, hræðileg, yndisleg, góð
og vond. Hún er táfýla, svita-
lykt, skítalykt og andfýla.
Hún er hluti af okkur sjálfum
og öll lyktum við.
Lykt vekur viðbrögð og
hún getur verið kynæsandi
og fráhrindandi og allt þar á
milli. Svitalykt er eðlileg og
allir, eða að minnsta kosti
flestir, svitna. Það þykir eðli-
legt að svitalykt finnist af
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991
af lykt og olykt
SAMS&R
Glíwm
Stjórnar lyktarskynið makavali? Hvernig var lyktin af Marilyn Monroe? Eða
James Dean? Kemur lyktin upp um starf okkar og jafnvel innri mann?
fólki þegar það hefur erfiðað.
Og enginn kvartar yfir svita-
lykt þegar umhverfið er þess
eðlis að sjálfsagt sé að svitna.
Til að mynda á íþróttaleikjum
og annars staðar þar sem æs-
ingur er mikill og tekist er á.
En það kann ekki góðri
lukku að stýra að menn angi
af eigin svita þegar þeir eru
búnir að klæða sig í sitt fín-
asta púss og eru í veislum, í
leikhúsi eða annars staðar
þar sem sjálfsagt þykir að
menn séu vel til hafðir.
LEYF MÉR AÐ ÞEFA AF
ÞÉR OG ÉG SKAL SEGJA
ÞÉR HVER ÞÚ ERT
í föt fólks sest líka lykt sem
ræðst af því sem verið er að
fást við hverju sinni. Þegar
fólk kemur úr hesthúsinu er
eðlilegt að af því leggi hesta-
lykt og þegar fólk gerir sér
glaðan dag á hestamanna-
mótum er enginn litinn horn-
auga þótt hestalykt beri fyrir
vit. En mér er til efs að það
þyki sjálfsagt að menn angi af
hrossum á árshátíðum hesta-
mannafélaganna.
Störf fólks eru margvísleg
og ákveðin lykt tengd þeim
mörgum. Og þá einnig fólk-
inu sem störfin vinnur (mér
skilst að einkennislykt blaða-
manna sé reykingalykt). Oft
má gera sér í hugarlund við
hvað fólk vinnur þegar mað-
ur finnur lyktina sem fylgir
því, þegar það er í vinnuföt-
unum vel að merkja.
Það ræðst því af kringum-
stæðum hverju sinni hvernig
lykt er eðliíeg. Umhverfið
þarf að vera þannig að lyktin
sé í samræmi og stingi ekki í
stúf. Það er hjákátlegt að til
dæmis bifvélavirki angi af
Egoiste en ekki af smurolíu
eða þá að lögfræðingur angi
af smurolíu. Fólk mundi varla
treysta þeim sem ekki eru í
samræmi við starf sitt.
Hér er að sjálfsögðu ekki
verið að reyna að gera lítið úr
þessum stéttum heldur
benda á hve sterka ímynd
ákveðin störf hafa. Ef mark á
að vera takandi á mönnum
þurfa þeir að líta út fyrir að
vera menn sem vinna það
sem ætlast er til af þeim.
SNYRTIVÖRU-
FRAMLEIÐENDUR
EYÐILEGGJA MAKAVAL
Hverjum og einum fylgir
ákveðin lykt, einskonar ein-
kennislykt hvers einstakl-
ings. Það er hennar vegna
sem sporhundar
eru svona
naskir á að
finna fólk
sem af
einhverjum
ástæðum er
leitað.
Lærðir
menn hafa meira að
segja leitt að því
líkur að menn leiti
sér maka eftir lykt-
arskyni sínu. Það er að segja
að fólk gefi frá sér ákveðna
lykt sem aðeins einni annarri
persónu sé ætlað að finna. Og
með þessum hætti sé okkur
mannfólkinu ætlað að
leita okkur að
lífsförunauti. En í
snyrtipinnaheiminum
er komið í veg fyrir
þetta því all ir keppast við að
Druesukker
tabletter
VtTALUÍl
TABUnií
Wífir.tji.
cg wt w
u»*3**tf •*.
100 STK.
GTR HURTIG
ENERGI
250 ABCDin
litKtiei Vnr. 19 9051
Hvcr lablol
A-vilamln 5.
Dj.vitnmm 600 l£.
TUminnilral (Bi-vllnmin) 3 ing
lliboiinvln (Bj-vilnmin) 3 mg
Nikolinnmld 20 mg
Pyridoxinklorid 2 mo
Prnlolonoyro (jom Ca.EOlt) 8 mg
Mkorbinoyro 75 mfl
FERROSAN Kobonhnvn
Vnr.t 18 03 07
t-. o. , r ?i;.
mumimm *
J500 mg A
1 1
\
Æskilegur dagskammtur:
5-6 perlur
Ráöiagöur dagskammtur al A-vltamini er
1000 hq og af D-vítamíni 10 jig-
Gfymist i þurrum og köidum stað i lokuðum umbúóun.
Súrmjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínuní