Pressan - 14.11.1991, Page 24

Pressan - 14.11.1991, Page 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 l í k a m i n n Fituminna, fjölmettuð fita, ómettuð fita, fjölómettuð fita, ómega-3, lýsi - er það gott eða slæmt? rautt kjöt, hvítt kjöt, hvít hrísgrjón, brún hrísgrjón, kolvetni, kalk, mjólkurfita, dýrafita, jurtafita og hvað þetta nú allt heitir. M ATU RHOLLU RHÆTTU l,E GURGOÐURVONDURDYR Manstu muninn á fjölmett- aöri og ófjölmettaðri fitu, eöa var það mettuð eða ómettuö fitusýra sem við áttum að skilja muninn á? Nú, eða var betra að neyta ómega eitt- hvaö eða brúnna hrísi>rjóna? Kr kolvetni í kartöflum? Kru en« holl eða óholl? — Auglýs- ini?ar keppast við að telja neytandanum trú um holl- ustu vörunnar 01} hann situr oft eftir alvett ruitlaöur. Manstu þá daga þegar Mogg- inn birti næstum mánaðar- lega lista yfir mat sem var krabbameinsvaldandi? Hér fyrr á árum gekk yfir landið sú trú að alls konar matur væri annaðhvort krabbameinsvaldandi eða óhollur. Oft var þessi umræöa svo ruglandi að almenningur var engu nær. Sumir ákváðu að þetta væri allt saman eitt allsherjar rugl, en aðrir tóku þetta sem guðs orð og borð- uöu ekkert nema það sem staðfest hafði verið vísinda- lega að væri hollt. Nú eru manneldisfræðingar hættir að tala um mat eins og efna- fræðiblöndu og kenna fólki að borða hollan mat í stað- inn. Það var vísindamaðurinn Bruce Ames sem setti af stað krabbameinshræðsluna í Bandaríkjunum í kringum 19ti(). Hann hannaöi efnapróf sem gat sannað hvaöa efni væru krabbameinsvaldandi og hver ekki. Honum tókst að fá allt mögulegt dæmt sem krabbameinsvaldandi. Tutt- ugu árum seinna viöur- kenndi Ames að hafa haft rangt fyrir sér og segir núna að ekki séu öll efni, búin til af mönnum, skaðlegri en efnin sem náttúran býr til sjálf. Hann segir til dæmis að líf- rænl ræktað grænmeti geti veriö jafn krabbameinsvald- ancli og það grænmeti sem sprautaö er með alls kyns eit- urefnum. Astæöan sé sú að lifrænt grænmeti hafi í sér náttúruleg efni sem geta al- veg eins valdið krabbameini og þau efni sem sprautaö er í grænmetið. Fólki sé alveg óhætt að boröa grænmeti sem hefur verið sprautað ef það boröar ekki einhverja eina tegund í tonnatali. Matvælafræðingar segja nú að það skipti ekki höfuð- máli hvað fólk borðar heldur hversu mikið það borðar. Mikilvægara er að kenna fólki að borða rétt, segja þeir. Mjög erfitt er aö koma alveg í veg fyrir að fólk fái æða- kölkun, of háan blóðþrýsting eða krabbamein en það er hægt að minnka líkurnar. VIÐBITIÐ Smjör er til dæmis ekki hollt ef mjög þykku lagi er smurt á brauöið í hvert skipti. Ef fólk smyr brauöið passlega stórminnkar það neyslu á viö- bitinu og þar með óþarfa fitu. Brauðiö er hollara en viöbit- iö, svo þú skalt bara borða meira brauð. Mjólk er holl, segja auglýs- ingarnar og bændurnir. Víst er það rétt að mjólk er mikil- vægur næringargjafi, en þaö er hollara að velja magrar mjólkurvörur, því þær inni- halda jafnmikið af vítamín- um og þær fitumeiri. KJÖTIÐ Lengi var því haldiö fram að kjöt væri óhollt og fjöldi manns boröar það alls ekki. Það er ekkert óhollt að sleppa kjötinu en það er óþarfi að gera þaö alveg. Mat- vælafræðingar segja að það sem íslendingar ættu að gera sé bara að minnka kjötmagn- ið sem sett er á diskinn. Ekki er óalgengt að kjötið sé aðal- fæðan og kartöflurnar og sýrðu gúrkurnar hafðar með sem skraut. Betra er að breyta þessum hlutföllum og minnka kjötmagnið og auka í staðinn grænmetið og kart- öflurnar. Síðan má náttúrlega breyta til og borða pasta og hrísgrjón í staöinn fyrir kart- öflur einstaka sinnum. Ekki má gleyina því að salt er ekki eina kryddtegundin — og sú óhollasta, ef hún er notuð í miklum mæli. Prófið ykkur áfram með allt það krydd sem ykkur dettur í hug. SKYNDIBITASTAÐIR Maturinn á skyndibitastöð- um er ekki allur eins slæmur og sögurnar sem af honum fara. Það sem fólk ætti að var- ast er meðlæti eins og kokk- teilsósa og gosdrykkir. Kokk- teilsósan er svo fitumikil að ef þú færö þér einn skammt ertu búinn að tvöfalda fitu- magnið sem þú neytir. Gos- drykkir eru svo sætir að í einni gosflosku er jafnmikið af sykri og í átta sykurmol- um. Það borgar sig því að fá sér bara hamborgarann og drekka vatn með — þá er þetta ágætismatur. MILLI MÁLA Allir vita sjálfsagt að það borgar sig ekki að borða á milli mála. Staðreyndin er bara sú að fólk verður svangt og verður að gera eitthvað í því. Einu búðirnar nálægt vinnustöðum eru oftast sjoppur, sem selja sjaldan nokkuð hollt. En fáir vita sjálfsagt af því að poppkorn er alveg ágætis nasl og ef fólk getur sleppt saltinu þá er það enn betra. Svo væri kannski hægt aö koma meö ávexti eða hrökkbrauö í vinnuna. sem eru alveg ágætis millibit- ar. Vínarbrauð og súkkulaöi- kex eru fituríkari en flestir halda og innihalda mikið af sykri. Rúnnstykki og annað brauö eru miklu skynsam- legri og hollari. BÖRNIN Flestir sem eiga börn kann- ast viö vandræöin viö að fá þau til aö boröa grænmeti. Oft er reynt að telja börnum trú um að þau eigi að borða þetta og hitt vegna þess að það sé svo hollt. Oft er þetta sagt um mat sem þeim finnst alls ekki góður og þá eru þau komin á þá skoöun að allt sem er hollt sé vont. Mat- vælafræðingar segja að oft séu börn íhaldssöm á mat og tortryggin á nýjungar. Stund- um eru þau lystarlaus vegna þess að rétt fyrir matinn eru þau búin að borða kökur eða kex og renna því niður með mjólkurglasi og þá er orku- þörfinni fullnægt í bili. Það eru ekki til neinar end- anlegar lausnir til aö fá börn til að borða allan mat. Flest börn læknast af matvendn- inni með tímanum. Best er að gera sem minnst úr því þegar börnin byrja að neita að borða einhvern mat og ekki borgar sig að reyna að pína þetta ofan í þau. Hætta er á að börn geti aldrei borðað til dæmis hafragraut ef hann er neyddur ofan í þau. Þetta verða þá bara hræöilegar æskuminningar. Oft neita börn að borða einhverja teg- und af mat í nokkra mánuði eða ár. Þá tekst þeim stund- um að fá mömmu sína til að elda alltaf sérstakan mat fyrir sig. Þetta gerir oft foreldrum erfitt fyrir og gengur ekki til lengdar. Betra er að bera all- an mat á borð fyrir börnin og semja við þau um að smakka á nýjungunum. Einhvern daginn fara þau allt í einu að borða það sem þeim fannst áður vont. MATARKOSTNAÐURINN Margir veigra sér við að kaupa mikið grænmeti vegna þess að þaö er svo dýrt. En fólk áttar sig oft ekki á því aö kjötið er oftast dýrast og hleypir matarreikningnum upp. Það getur líka keypt meira af rófum, gulrótum og káli, sem er ódýrasta græn- metiö en alveg jafnhollt. Þórunn Bjarnadóttir

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.