Pressan - 14.11.1991, Side 36

Pressan - 14.11.1991, Side 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 DAGBLAÐIÐ. - v. , OOOOOOOOIOOOOOOI lif&ndi myrtdum. ||Sjifc:|aWÍ$5m<»»f t««í« V)ki<. i t,w,K< k-t Cr. }>í4g>á<tt«i »K .HK m > Edinborg. f<< k«4>Wt l>f)<y)jt..l *f fw«« 1» «<*<*«»• fm kf. AV>- !<>.»< tVJt.f.jXjlaf, í<*llx Vflð l,<«< . — •»• ♦’t*)í<r —. i~' fitMjw. *>Ak*f ' t «<> fmoier m aijwkli. ♦»■**»• Sff*l*litf,í* vff.iiK >•* v»kj« v.t<<*tt » inaif ( iartowxiwfctwxrt, <ó<« *«< >H »»5 ognftr l»:>tfe<>l»«*x. »ií t'Vl wtl »áí«t Vrrð; kr. W>.< '///<•- i ; >»,< ».) ><f< »<«*>*'•< !•>*' i :w> <«.> ;><.>•><«>■<*> SW**fe< : ,/■> *< *.‘,K:>>>>:«> t<» »^< ■ ■.</. tx.» «•< **«kw »í. (»« <*>< ,»> x *tn.» alBrr* "***”*“ Htwwwn,*, W ♦» <« twiwx^ >»k- — Umrót er á dagblaðamarkaðinum á Islandi í dag. Blöð með óralanga sögu eru að hverfa um leið og fréttir berast afþvi að nýtt blað sé í burðarliðnum. Þrátt fyrir að við flest fylgjumst með þessu úr fjarlægð er eftirvæntingin söm — eftirvænting sem ávallt hefur gert vart við sig í kringum útgáfu nýs dagblaðs. En það hefur hefur ekki alltaf dugað þeim til að lifa af. — Og dagblöð sem deyja, deyja mjög hratt. Dagblöðin sem lifðu ekki af EITT DÓ MEIRA AÐ SEGJA ÚR PRENTSVERTU Draumurinn um að gefa út dagblað á íslandi er jafngam- all öldinni. Fyrsti maðurinn til að hleypa blaði af stokkun- um var stórskáldið Einur Benediktsson sem setti fyrsta tölublaðið af Dagskrá sinni á götuna 16. júní 1897. Tilraun hans fór út um þúfur innan árs, enda flest gert af vanefn- um. Litlu betur tókst til hjá Jóni Olufssyni ritstjóra, sem gaf út Dagblaðið. Útgáfa þess stóð ekki lengi en hún hófst 2. október 1906 og lauk 9. janúar 1907 eða rúmum þremur mánuðum eftir fæð- ingu. Blaðið kom út 7 daga vikunnar en útgáfan bar sig ekki og varð Jón einfaldlega að hætta þessu metnaðar- fulla framtaki. Á næstu árum fæddust þau dagblöð sem við þekkjum í einni eða annarri mynd í dag, Morgunblaðið og Vísir 1913, Tíminn 1916ogÁlþýðublaðið 1919. Þjóðviljinn varð síðan til 1935. BILD VERÐUR AÐ MYND Það er síðan ekki fyrr en 55 árum eftir að Dagblaðið hans Jóns dó sem nýtt andlát á sér stað á dagblaðamarkaðinum íslenska. Hilmur Axelsson ákvað þá að hefja útgáfu á nýju dag- blaði framhjá hinum flokks- pólitísku línum, en hann hafði þá rekið tímaritin Úrval og Vikuna um skeið. Hann sótti fyrirmynd sína í Bild, sem var og er umdeilt blað í Þýskalandi. Hilmar ákvað að stæla útlit blaðsins og hirti þar að auki nafnið og skírði blaðið Mynd. Hann fékk meira að segja einn af útlits- teiknurum Bild til að koma hingað og starfa við blaðið. Útgáfa blaðsins hófst í ág- úst 1962. „Það var rosaleg sala á fyrsta tölublaðinu, ég held að það hafi selst í um 25.000 eintökum, sem var mikið þá,“ sagði Björn Jó- hannsson, sem var ritstjóri Myndar en hann er nú rit- stjórnarfulltrúi á Morgun- blaðinu. Björn sagði að Hilm- ar hefði verið snjall markaðs- maður að mörgu leyti og vak- ið upp mikla spennu í Reykja- vík — meðal annars með því að klæða blaðsölubörnin í sérmerkta búninga og láta þau hafa sérstaka poka og merki. Blaðið lifði reyndar svo stutt að það náði aldrei að byggja upp áskrifendahóp. Mynd var allt öðru vísi upp- byggt en blöð á íslandi þá. Hið þýska útlit fólst í að myndin réð öllu, enda sagði Ijósmyndari blaðsins, Krist- jún Muynússon, að þetta hefði verið ákaflega fjörlegur tími. Útlitsteiknarinn stillti síðunni upp út frá einni aðal- frétt og gaf síðan fyrirmæli um hvernig texti og mynd áttu að vera á henni. Blaðið hafði því frísklega framsetn- ingu og var þar að auki í mjög stóru broti með átta dálkum — þremur meira en hefð- bundið er hér á landi. Þess má reyndar geta að NT var í sex dálkum á meðan það var gefið út. PRENTSVERTAN FÓR MEÐ MYND En framkvæmdahlið Myndar virðist hafa verið æði vanhugsuð. „Prentunin var ónýt og blaðið kom ekki út fyrr en seint og um síðir," sagði Björn þegar hann var spurður um snöggt andlát blaðsins, sem lifði aðeins í rúman mánuð eða fram í september, nánar tiltekið frá 18. ágúst til 28. september. 29 tölublöð komu út. Banamein blaðsins var í raun hálfkaldranalegt, því það virðist hafa verið prent- sverta! Um svipað leyti og Mynd var hleypt af stokkun- um var offsetprentun að ryðja sér til rúms. Mynd var hins vegar prentuð í gömlum vélum í Félagsprentsmiðj- unni, sem voru að syngja sitt síðasta. Blaðið var því í raun löðrandi í prentsvertu sem settist á alla sem tóku á því. Ný prentvél, sem átti að taka við prentun blaðsins, náði ekki að komast í gagnið í tíma. Til að bæta gráu ofan á svart bjó blaðið frá upphafi við mikla óvissu um útgáfu- tíma. Ætlunin var að það kæmi á götuna um hádegis- bilið en það vildi dragast fram á kvöld og síðan fór að detta út einn og einn dagur. Þegar svo skall á prentara- verkfall voru dagar þess tald- ir. ÓHÁÐ OG KRAFTMIKIL FRÉTTAMENNSKA En blaðamenn á Mynd eiga góðar minningar tengdar þessum tíma. „Það var tekið ákaflega vel á móti þessu blaði og töluverður spenn- ingur tengdur útgáfu þess. Þá upplifðu blaðamenn þarna í fyrsta skipti að vinna þeirra væri eftirsótt, því við vorum allir keyptir af öðrum fjöl- miðlum. Það bætti að sjálf- sögðu kjör okkar þótt í stutt- an tíma væri," sagði Sigurjóri Jóhunnsson, sem tók við út- litshönnun blaðsins þegar Þjóðverjinn hvarf á braut. Hann segist ekki vera í vafa um að blaðið hafi haft tölu- verð áhrif hjá öðrum biöðum þrátt fyrir stutta viðveru. „Efnislega tók fólk þessu blaði ákaflega vel og það braut tvímælalaust blað í sögu fréttablaðamennsku á íslandi," sagði Sigurdur Hreidur, sem starfaði á Mynd en er nú ritstjóri tímaritsins Úrvals. Blaðið reyndi að elt- ast við fréttir augnabliksins og rekja þær á kraftmikinn og myndrænan máta. Þessum fyrrverandi starfs- mönnum Myndar ber saman um að blaðið hafi átt að stunda óháða og kraftmikla fréttamennsku í andstöðu við ríkjandi vinnubrögð. En eins og Sigurður Hreiðar nefndi Björn Johannsson: Seldum fyrsta tölublaðið af Mynd i risaupplagi. Magnús Ólafsson: Seldum mánudagsblað NT mjög vel en það var hins vegar dýrt i framleiðslu. Sigurjón Johannsson tók við sem útlitsteiknari á Mynd eft- ir að Bild-maðurinn hvarf á braut. Sigurður Hreiðar: Mynd braut tvimælalaust blað í frétta- blaðamennsku á íslandi. voru ýmsar hindranir lagðar í götu blaðsins. „Það að blaðið var óháð pólitísku flokkun- um þýddi að það var ekki grænan eyri að fá að láni út úr banka," sagði Sigurður, sem upplifði það að fá ekki framlengdan víxil fyrr en eft- ir að hann hætti að vinna á Mynd. „Ég er þeirrar skoðun- ar að ef blaðið hefði gengið upp tæknilega hefði það haft meðbyr til að lifa,” sagði Sig- urður, en eins og áður sagði dó blaðið á örskömmum tíma. NT OG HEIÐARLEIKI FRAMSÓKNARMANNA Næsta dagblað sem fæddist og dó náði þó að slíta barns- skónum áður en það lagði upp laupana. Kannski af því að það var byggt á grunni annars dagblaðs. Hér er að sjálfsögðu átt við NT, sem kom út í staðinn fyrir Tímann í apríl 1983. Forsaga NT var í raun stutt: Tíminn sem flokksblað var í vandræðum fjárhagslega og þar að auki þóttust menn sjá að tími flokksblaðanna væri að líða. Þess vegna vildu framkvæmdaaðilar Tímans reyna blað sem unnt væri að selja og græða á. En að sögn Magnúsar Ólafssonar, fyrr- verandi ritstjóra NT, komu þegar í upphafi upp tvö vandamál. „Þau byggðust bæði á því að menn voru í raun ekki heiðarlegir. Fyrra vandamál- ið var að þeir sem vildu halda flokksblaði úti voru allt of margir og allt of sterkir. Menn töluðu á yfirborðinu um að það yrði ekkert flokksblað en í raunveruleikanum varð þetta flokksblað. Ef menn eru ekki heiðarlegir frá upphafi kemur það þeim í koll síðar. Hitt vandamálið er heiðar- leiki á fjármálasviðinu. Á þessum tíma voru menn ekki búnir að læra á raunvexti, til dæmis að það þyrfti að borga lán til baka,“ sagði Magnús, en hann telur að inn í blaðið hafi aldrei komið það fjár- magn sem menn lofuðu í upp- hafi. ÞURFTUM AÐ KLAPPA FRAMSÓKNAR- FLOKKNUM Hugmyndin bak við NT var í raun einföld; það átti að gefa út hresst og ágengt fréttadag- blað sem skipti sér af pólitík á breiðum línum en sniðgengi flokkspólitík. „En í raunveru- leikanum átti þetta að vera blað sem stæði við hlið Fram- sóknarflokksins og klappaði honum á öxlina ef þannig stæði á og risi upp honum til varnar ef því væri að skipta," sagði Magnús. Magnús ritstýrði NT í rúmt ár en hætti 1. júní 1984. Helgi Pétursson tók síðan við og rit- stýrði blaðinu framundir and- lát þess um áramótin ígS^-^S. Þá hóf Tíminn aft- ur göngu sína, en hann var og er gefinn út af Framsóknar- flokknum. Um útgáfu NT var hins vegar stofnað sérstakt útgáfufélag, Nútíminn hf. Utbreiðsla NT var þokka- leg. Magnús sagði að þeir hefðu erft um 6.000 áskrif- endur frá Tímanum og með því að láta hóp skólakrakka hringja út og selja áskrift hefðu þeir fjölgað þeim upp í um 12.000. „Lausasala á mánudögum var góð en mánudagsblaðið var hins vegar mjög dýrt í fram- leiðslu," sagði Magnús. Aðrir dagar voru ákaflega rýrir í lausasölu — nema helgarblað NT, sem seldist bærilega á tímabili. En hvernig skyldi Majjnúsi lítast á NT í dag? „Eg er óhemju ánægður með blaðið. Það er svo einkennilegt að ég verð alltaf ánægðari með það eftir því sem lengra líður frá útgáfu þess." Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.