Pressan - 13.02.1992, Page 2

Pressan - 13.02.1992, Page 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 FYRSlgrFREMST vilmjálmur egilsson. Verður hann hýrudreginn? ragnar halldórs- son. Fær hann engin laun heldur? SINFÓNÍUR í STAÐ BAKKELSIS Þótt bakkelsið hafi verið skorið við nögl í mötuneyti álversins í Straumsvík verður varla sagt að stjórn ísals og Christian Roth fram- kvæmdastjóri hugsi ekkert um velferð starfsmannanna. í hádeginu í dag, fimmtudajJ, heldur Sinfóníuhljómsveit Is- lands tvenna stutta tónleika í þessu sama mötuneyti. Af þeim sökum þurfa starfs- menn að snæða hádegismat í hliðarsölum, en eins og ein- hvers staðar segir: Maðurinn lifir ekki á brauði einu sam- an ... ENGIN LITHÁI KUNNI AÐ GERA VIÐ Sem kunnugt er þá er Sig- rún Hjálmtýsdóttir nú stödd í Litháen við plötuupp- töku á vegum Skífunnar. Það er Sinfóníuhijómsveit Lithá- en sem leikur með Sigrúnu en platan verður í röð platna með klassískri tónlist sem Skífan hyggst gefa út. Þegar byrjað var að taka upp kom babb í bátinn því af einhverjum ástæðum þá virk- uðu græjurnar ekki sein skyldi. Og enn átti eftir að versna í því sakir þess að eng- in í Litháen hafði þá þekk- ingu sem þarf til að geta gert við tækin. Rússarnir bjuggu yfir tækniþekkingunni en þeir eru allir horfnir á braut frá Litháen. Eftir stóðu því tækin, sem að sögn kunnugra eru mjög góð og jafnast á við það besta, en enginn kunni að gera við. A endanum var sú ákvörð- un tekin að senda Gunnar Smára Helgason frá Stúdíói Sýrlandi til að reyna að koma einhverri skikkan á hlutina. Samkvæmt síðustu fréttum gengur nú allt að óskum við upptökurnar. I Litháen er nú einnig staddur Egill Ólafsson, Sig- rúnu til halds og traust. Og í morgun fóru til Litháen Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, og Helga Hilmarsdóttir kona hans. HÝRUDREGNIR? Slitin á samstarfi Verslunar- ráðsins og Félags íslenskra stórkaupmanna um rekstur á Skrifstofu viðskiptalífsins virðast ætla að enda eins og slæmur hjónaskilnaður. Harðar deilur standa um fjár- hagsuppgjör vegna skrifstof- unnar, sem var lögð niður um áramótin. Meðal deiluatriða eru launagreiðslur til Vil- hjálms Egilssonar og Ragnars Halldórssonar. I ráðningarsamningi við Vil- hjálm var tekið fram að hann mætti ekki starfa hjá öðrum án" samþykkis stprkaup- manna og neita þeir því að greiða sinn hluta af launum hans eftir að hann varð þing- maður. Deilur um laun Ragn- ars eru nýrri af nálinni, en hann er kominn til starfa hjá Verslunarráðinu til að safna félögum eða stöðva flóttann, eftir því hvernig á málið er lit- ið. Þann kostnað vilja stór- kaupmenn ekki bera heldur og líklegast er nú talið að gert verði út um deiluna fyrir dómstólum. ÖKNAR STOFNA C't'X'ó „Ég er eins og óperusöngv- ari sem er að ræskja sig rétt fyrir aríuna, og fyrstu tónarn- ir fara að koma á næstunni," segir Einar Thoroddsen, háls-, nef- og eyrnalæknir en hann er prímus mótor í svokölluð- um Vínskóla EB (Einars & Barkar) sem er að hefja starf- semi. Einar er vitaskuld einn nafntogaðasti vínsmakkari á norðurhveli, en félagar hans í skólahaldinu eru líka læknar, þeir Börkur Aðalsteinsson og Sigurður I. Sigurðsson. En skýtur ekki skökku við að læknar skuli með þessu móti hvetja til víndrykkju? „Nei, það þarf ekki að vera,“ segir Einar. „Svona fræðsla getur að vissu marki stuðlað að því að menn drekki minna og betur.“ í Vínskólanum verður nemendum meðal annars kennt að þekkja vín og meta það. Helsta kennslugagnið verður vín sem hægt er að kaupa hér í Ríkinu, enda myndi kennslan varla nýtast annars. En verður nám- skeiðsgjald þá ekki óhemju hátt? „Vínsmökkun er dýrt sport og ,,viðhald“ kostar nokkuð, en námskeiðin verða ekki óviðráðanlega dýr,“ segir Ein- ar. Ekki má gleyma varnögl- unum, svo reksturinn megi blómstra í framtíðinni: ráð- gjöf um vín, sérfræðiþjón- usta, sölustarfsemi og útflutn- ingur, sem reyndar er fjarlæg- ur draumur ... STEFÁN HEFUR ÖLL RÁÐ í HENDI SÉR Leikarar í Þjóðleikhúsinu sátu nýverið á fundi til að velja fulltrúa sinn í þjóðleik- húsráð. Flestum þótti miklu varða hver yrði valinn, enda hefur verið ófriðlegt í Þjóð- leikhúsinu síðasta árið, allar götur síðan Stefán Baldurs- son tók þar við stjórn. Niður- staða kosningar var sú að Tinna Gunnlaugsdóttir sit- ur áfram í ráðinu, og hafði fá- ein atkvæði umfram Rúrik Haraldsson. Tinna þykir hlynnt Stefáni, en þeir sem tala máli hinna brottreknu ní- menninga töldu að Rúrik yrði skilningsríkari í sinn garð, þótt engan veginn geti þessi „grand old man“ í leikhúsinu talist andstæðingur þjóðleik- hússtjóra. Mótherjar Stefáns telja því að hann haf i sem fyrr töglin og hagldirnar í ráðinu, enda séu þrír ráðsmenn af fimm starfsmenn leikhússins sem heyri beint undir hann og eigi því mikið undir hon- um. Það eru þau Tinna, Pálmi Gestsson leikari, sem er skipaður af Alþýðuflokki, og Þuríður Pálsdóttir, sem skipuð er af Sjálfstæðisflokki, en hún hefur leiðbeint um söng í húsinu. Hinir fulltrú- arnir tveir eru þau Haraldur Ólafsson frá Framsóknar- flokki og Guðrún Helga- dóttir frá Alþýðubandalagi. HELGI ÞÝÐIR KÓRANINN Það fer ýmsum sögum af því hvílíkur litteratúr Kóran- inn er. Sumir segja að þetta trúarrit múslima sé með allra leiðinlegustu bókum, en hinu verður ekki neitað að þetta er með áhrifamestu ritum, und- irstaða mikillar heimsmenn- ingar sem hefur verið mjög að sækja í sig veðrið síðustu áratugina. Því er kannski ekki seinna vænna en að ís- lendingar fái að þefa svolítið af Kóraninum. Þess er ef til vill ekki langt að bíða, því Helgi Hálfdan- arson stórþýðandi hefur fengist við að íslenska Kóran- inn upp á síðkastið. Það er náttúrlega ærið verk, því bókin er um það bil á stærð við Nýja testamentið, höfuð- rit kristinna manna, og ýms- ar greinar í henni þykja tor- skildar og tvíræðar. Því er lík- legt, ef af útgáfu verður, að henni fylgi margháttaðar skýringargreinar. Ekki mun Helgi snara bók- inni úr arabísku, heldur styðst hann við þýðingar á ýmsar aðrar heimstungur. PRESSAN hefur áður talið að Helgi Hálfdanarson hafi sett heimsmet í þýðingum með því að íslenska allan Shakespeare og öll varðveitt verk grísku harmleikjaskáld- anna. Um slíkt má náttúrlega þrefa, en víst er að Kóraninn yrði drjúg viðbót við starf Helga sem er ærið fyrir. helgi hálfdanarson. Islenskar Kóraninn þótt margir segi að hann sé frekar leiðinlegur aflestrar. tinna gunnlaugsdóttir Situr sem fastast í Þjóðleikhúsráði. rúrikharaldsson. Komst inn í gættina á ráðinu. diddú. Litháar voru ráðþrota. jónólafsson. Jón fór til Litháen og bjarg- aði málunum. christian roth. Starfsmenn álversins hlusta á sinfóníur í hádeginu. Magnús, hefði ekki verið nær að velja ann- an lit á parkettið? „Mér skilst aö parketiö sé rauöleitt. Ætli viö höf- um ekki viljaö þóknast minnihlutanum meö því aö hafa þetta allt meö rauöum blœ.“ Keypt verða ný fundarborð í borgarstjórnarsal ráðhússins fyrir um 20 milljónir króna. Ekki var hægt að nota gömlu borðin, þótt salurinn sé svip- aður og sá gamli og má ráða af svörum aðstoðarborgar- verkfræðings að það sé vegna þess hvernig parkettið á gólf- inu er á litinn. Forseti borgar- stjórnar skýrir málið. L í T I L R Æ Ð I af plokkfisklist Ég er alveg rosalegur list- unnandi. Dægrin löng hald- inn óslökkvandi þorsta í hin- ar ýmsu listgreinar: tónlist, batíklist, konseptlist, æðri list, alþýðulist, kvennalist, list fyrir lamaða og fatlaða, leiklist, ljóðlist, umfjöllunar- list, hreyfimyndlist og mynd- hreyfilist, gjörninga, happ- eninga og uppákomur, blandaða tækni, þungarokk, létta alþýðutónlist, myndlist- armyndbandamyndlist, tón- listarmyndabandalist, ein- söng, tvísöng, kvartettsöng og kórsöng, grafík og kvennaloðvefjalist með list- rænum dónalegum brúsk- um útúr vefnaðinum. Góbe- lín með loðnum þríhyrning- um á tvist og bast um vegg- teppin einsog skapahár úr merarsterti vil ég endilega hafa uppum alla veggi til að undirstrika sérstöðu kvenna í karlasamfélaginu og svala óslökkvandi listþorsta mín- um. Stundum, þegar ég hef ekki annað að gera, lofa ég guð fyrir að mér skuli í lista- musterum þjóðarinnar standa öll þessi mikla list til boða, en þegar ég kemst ekki yfir að drekka alla þessa dásemd í mig, flytja fjölmiðlar mér, á öldum Ijós- vakans, eða í blöðunum „umfjallanir" um herlegheit- in eða krítík þar sem vel- meinandi, listelskir og vitrir menn og konur segja mér hvað mér finnst að mér eigi að finnast um alla þessa dá- samlegu og frjóu list sem streymir inní vitund mína og allrar þjóðarinnar með ein- um eða öðrum hætti. Og ég er einmitt núna að hugsa um það hvað margt er líkt með listinni og plokk- fiski. Ekki er nokkur vafi á því að hægt er að matreiða jafn mörg tilbrigði af plokkfiski einsog listgreinarnar eru margar. Dæmin sanna að lengi má blanda í listina einu og öðru sem hvorki ber lystugan eða listrænan keim og víst er að listina má þynna endalaust, án þess hún hætti að heita list. Þessu er eins farið með plokkfiskinn. Hann er hægt að þynna útí hið óendanlega — einsog listina — og halda áfram að kalla blönduna plokkfisk, jafnvel eftir að hún er orðin blávatnið eitt. Ef nógu lengi er nuðað á því að vatn sé plokkfiskur, þá dregur að því að allir fara að kalla vatn plokkfisk. FLOSI ÓLAFSSON Heiðarlegar húsfreyjur hella vatni í glösin og segja glaðlega: — Má bjóða manninum plokkfisksopa með matn- um? Og menn fá sér vænan slurk úr glasinu til að svala þorstanum en segja svo: — Alltaf er hann nú bestur blessaður kranapiokkfiskur- inn. Og á endanum eru svo all- ir búnir að gleyma því að vatn hafi nokkurntíma heit- ið annað en plokkfiskur. Ljóðabálkur Steins fer að heita „Tíminn og plokkfisk- urinn“ og menn fara að ræða það sín á milli að mikill plokkfiskur hafi nú runnið til sjávar síðan Sinfóníuhljóm- sveitin flutti „Plokkfisksvít- una“ eftir Hándel eða ís- lenski dansflokkurinn „Svanaplokkfiskinn" eftir Tsjækofskí. Og eftir veislur þar sem frelsarar úr helgum bókum hafa breytt plokk- fiski í vín fara veislugestir út- undir húsvegg og kasta af sér piokkfiski. Eins er þetta með listina. Hana má þynna út endalaust og halda samt áfram að kalla fyrirbrigðið „list" löngu eftir að blandan er orðin svo þunn að hún er farin að leka viðstöðulaust í gegnum hvað sem er, af því að hún er þynnri en allt sem þunnt er. Stundum þegar listþorst- inn er mig lifandi að drepa hugsa ég: Ég er alveg ásgepisst hef ekkert nema plokkfisklist.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.