Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. Leggur fjandvini sínum Þorsteini liö. STURLA BÖÐVARSSON.Veröi frumvarpið aö lögum getur hann kannski keypt sér bjór á Akraborg- inni. STURLA OG ÖSSUR HJÁLPA ÞORSTEINI Dómsmálaráðherra, Þor- steinn Pálsson, lagði nýskeð fyrir ríkisstjórn frumvarp sem bindindisfrömuðir lcváðu vera lítt hrifnir af. Það felur í sér að bœtt verði í áfengislögin grein sem heimili dómsmálaráðherra að veita leyfi til áfengisveitinga um borð í loftförum og farþega- skipum í ferðum innanlands. Sem þýðir að hugsanlegt vœri að leyfa vínveitingar um borð í Akraborginni, Herjólfi eða stœrri flugvélum í innanlands- flugi. Ríkisstjómin lagði fyrir sitt leyti blessun yfir frumvarpið og kom svo til kasta þingflokka í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn var samþykkur þessari rýmkun, en í Alþýðuflokknum kom ann- að hljóð í strokkinn. Þingflokkur hans komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki fallist á að þetta yrði lagt fram sem stjómar- ffumvarp. Mun það einkum hafa verið Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra sem var fullur efa- semda og taldi að bindindis- menn hefðu nokkuð til síns máls. I gær vora síðustu forvöð að leggja fram frumvörp á Alþingi eigi þau að geta orðið að lögum í vor. Nú ber hins vegar svo við að umrætt frumvarp er lagt fram þrátt fyrir allt. Það era tveir þing- menn stjómarliðsins sem þar hlaupa undir bagga með dóms- málaráðherra, þeir Sturla Böðv- arsson úr Sjálfstæðisflokki og sjálfur formaður þingflokksins sem hafnaði erindinu, Össur Skarphéðinsson alþýðuflokks- maður. ÁRNI SNÝRÁ GRÉTAR Engir sérstakir kærleikar munu vera með þeim bíóstjóran- um Grétari Hjaltasyni og Árna Samúelssyni þessa dagana. Ástæðan mun vera Cape Fear, kvikmynd Martins Scorsese, sem þessa dagana er hvort tveggja sýnd í Laugarásbíói Grétars og Bíóborg Áma og hef- ur hlotið mikla aðsókn. Bíó- mynd þessi er framleidd af Urú- versal-kvikmyndafélaginu, en Laugarásbíó hefur umboð fyrir það á íslandi. Myndin hefði því að öllu jöfnu verið sýnd í Laug- arásbíói en ekki annars staðar. í samningum erlendis tókst Áma hins vegar að tryggja sér sýrúngarrétt á myndinni og varð Grétar að bíta í það súra epli að hún væri frumsýnd í bíóunum tveimur samtímis. Honum mun líka þykja súrt í broti að Ámi auglýsir að myndin sé sýnd með THX-hljóðkerfi, en einhver vafi mun leika á hversu miklu máli það skipúr í þessu tilfelli. ÓFRIÐARVINDAR BLÁSA í EUROVISION Það blæs víst ekki byrlega í Eurovision, eða þannig. Sam- skipú Sjónvarpsins við flytjend- ur og lagahöfunda í keppninni hafa löngum verið stirð og í ár virðist engin undantekning æúa að verða þar á. Þegar undan- keppnin fór ffam á dögunum var ófriðlegt milli ýmissa lista- manna sem þar komu fram og Björns Emilssonar upptöku- stjóra sem þykir nokkuð stífur á meiningu sinni. Mun málið meðal annars hafa komið til kasta yfirmanna innlendrar dag- skrárdeildar. Þessa dagana standa svo yfir upptökur á myndbandi sem er ætlað að kynna Já og nei, sigur- lagið eftir þá Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson sem er flutt af Sigríði Beintcinsdóttur og Sigríði Evu Ármannsdóttur. Upptökumar munu ekki hafa F Y R S T F R E M S T PAFI HUGSAR HLÝLEGA TIL ÍSLANDS KAÞOtJXA kJKKjiAMJitXV tWJ f- A fiteð Srtkup toUun tg fúhaimtnJWf H. ptii Ijfcítt k'ibvrrY* Xófi-i&y Alfreð Jolson, biskup kaþólskra á Islandi, var fyrir stuttu í Rómaborg þar sem hann sat ráðstefnu kaþólskra biskupa á Norður- löndunum. Um leið áttu hann og bisk- upamir fundi með hinum heilaga föð- ur, Jóhannesi Páli II. Páfi mun í einka- áheym biskups hafa rifjað upp kynni sín af íslandi síðan vor- ið 1989 og rætt um hlýjar móttökur, hversu við ættum fallegan forseta og hversu sér hefðu þótt íslensk ung- menni áliúeg. Hann hvatú líka til áffamhaldandi vináttu og samstarfs við lúterska. Biskupamir norrænu snæddu einnig hádegis- t»3>u *<f vi» 'tcíUsf}rtka, íiahs Jrildi vjálivrr ót •!- iKtaftkrjirwRttnii til prrfinrntftnn* i'tðun cj5jx>rfa. í Jsjkkjttjöfó i Otii rm sangSjm í*Ítrt*A»rnVu' 05 »«; rw tfvi mnútjvi i'ifSð tv»matsiu»d nttA hans Yv&fylÁili, ÍMtWrtí íýrff mnrif.ú S*3bií SntTUtit rKJ aSá Ui hL-jtcrjtjSÍns sáöra. J»ar K.'m nwnwgnsr SUrtikLiw RztwUx OrtaUtlurt píl* þýð.t jttojiti <1 pp I un * KÓJVJ. H» «31 i ÍK&aði Irvcqjum tynir sijr, I Jawa þckkir nú RiryV.p u{VurN-Á,up <«[ kyrnti *Vd Koítand nj> John. Mtkáron íjrrfr Mj jvclíi ror*> lckrt»r. Hsri* fór r6oj; lútl/Sast iti «wtir« hóp til «««(*»*, t kvcðjn&y 1« W£ÓI .SjiiimM-w# KkkpsvvrAtrUjjO) ö." verð með páfa þar sem var á borðum pasta, salat, kjötmeti, g r æ n m e t i, brauð, ostur, ávextir, kaffi, vín og ölkeldu- vatn að ítölsk- um hætti. Mun páfi hafa leikið á als oddi og gert að gamni sínu. Undir lok máltíðarinnar kvaddi Jóhann- es Páll svo ís- lenska biskup- inn með svo- felldum orðum: „Vesalings maðurinn, Is- land er svo kalt! Megi ísland vera blessað og allir íslendingar!" Dyr(v»r npxuti rf, mwú$t**tr Biytx ■ChtsUefriðw ioíx líl irAvnm IicOskí KtnFiSwteftir því Btér.tiir vt víiið tíibiÆs. lltmvpyrajnSjisnd 0$ n«n v-íí-r Jnd hw kílí tUnn hetarckkrrt gkrynu. hhw iaMi* fwíttAlajnuim hjí «!«m J»Jc»lirjpim<ilH IrA ítttcfityU hsser.v num eddur S Svoni tsl ungra þjfoHjftu f mtóósmii cg við kvéVirríWii***. ILntn er án*^IKir mJs *ð icnt SJ3S <»íí*r. Mao jáíivjnfta vf*t VvþéliVo TirVrxmrvir- i hv*» v*rft« t’ííds.'gní. viftáilu ufi ».<r"?kipU v»5 tóieiii.1 l'ca-Oiir 0* *y>»» 1 ■ N»i*ifw pti-iti lÍMVt tvkur v*3 Íví-fi tri HAupímjns yW*r. bit.'Kwr rvsiAw JrÚJirfmganjunijfMiuvldr^jiðiJifnwl M*«* hciíagjciki fciAir nng lit gL-fnv lílitvr. böjgnl fttob miý vt*m lum ifOÍÍMi oiHUþýiuH i&Úr nsm<»», íflllir »ér « my*«UIOL>ií fcv-fOut mð biuvljt.mdi tjfSmUs'i xj; Mmfilýkw viðþvsi jO inn fjcngw «t «r &Ttíagittfar. tO&imti ktitícHvtikrÁi 1ifl'h'j/s hsihj;* iöðw íytir Vtrkjwr ef, é&un (vJr»ding«ns - t.sr.nji Uim siw htdUgsrwg iw<a«D.«i thísrrduim afcíar. UlttftírtUfjítSB 29. Wwiuf cVXji Nt>>?urfí*vJitÞís>.ttf-*s pJfMuUR. OV.kur var WwO vlirfkuUMf ls«n» i.'x »1 »»1 vftfpt viiv sjrii *e»s vsr rMgt^ bCfbctjpru, Psð vvrv bif JOnciru vjf JfcyKr iUír >««tíf l*Á V«! biskup aitndaml) *tit umllriión nlluníi SeiUgVA*. 1 h*-i lv«Ug sitt ávdrnaitÍHKli. þarf v,sr lic-Jd u íði stm IVmfissítsa. Ng»r rsefbjKriliSaTT! v*r loi tii'Síufs ftírfiök ticrsNsrfanvUiWþKí va !«>»>» ixvbgtviL.i þcgu vsS j úttt£di)**ivs&Cifcgietkiil(t'.ir.. ri.% IH vsrðtiyufss i'iutór mcO páúi t»í< rcnnkað ts! him 2Ú!3 Ktui Vary v* 1223 ti.Vlcj’jv eti fiMcjv«sv»í?iii «ð «W>)ul<U 12W ÍJval., Þs*ð rcyr< ditt vfcfci wjm fvsftt því *ð tm>iS5jgfit* aslaii t.'nrsík urrtxt V>A VOttiitskMdifAf nvött. verftt úi Sinfns&si kaprHunr gengið áfallalaust fyrir sig. Ósætti er milli Bjöms og að- standenda lagsins og vilja þeir helst að einhver annar verði fenginn til að stjóma gerð mynd- bandsins. Stjómendur Sjón- varpsins taka það hins vegar ekki í mál. Svo verður náttúrlega farið til Svíþjóðar, í lokakeppnina. Þá er gert ráð fyrir að Bjöm fari með í hópi flytjenda og höfunda lags. Þeir munu hins vegar helst ekki vilja hafa hann með. En því verður varla breytt. SAMEINUMST UM AÐ MENNTAST Talsverð blaðaskrif hafa orðið vegna þeirrar fyriræúunar skóla- yfirvalda í Menntaskólanum við Hamrahlíð að leggja niður fom- málasviðið í skólanum. Grísku- kennsla yrði engin og latína ein- göngu valgrein. Einna harðvít- ugastur andstæðingur þessa hef- ur verið Hrafn Sveinbjarnar- son, nemandi í skólanum. Grein- ar hans í Morgunblaðinu hafa vakið mikla eftirtekt og kallað á svargreinar frá skólastjómar- mönnum, meðal annars ífá Örn- ólfi Thorlacius rektor. Nú hefur fommálasviðið fengið gálgafrest, að minnsta kosú, það fær að starfa í eitt skólaár enn og kannskj lengur. Og það sem meira er: Áhugi á fommálum hefur stóraukist. Undirskriftasöfnun í skólanum hefur leitt til þess að kenndur verður áfangi í raungreinalatínu á náttúmffæðisviði. I hann hafa skráð sig 32 nemendur. Að auki æúa 20 nemendur að hefja lat- ínunám á málasviði. Það er svo örðugt að dæma um hvort blaðaskrifin hafa ýtt undir latínuáhugann eða hvort það var áróðursherferð sem hóp- ur nemenda efndi til undir slag- orðinu „Sameinumst um að menntast". SKÓLAMÖNNUM LEIÐAST MARA- ÞONKEPPNIR Alls kyns maraþonuppákom- ur hafa verið útbreiddar í grunn- skólum landsins og reyndar venju ffemur á þessu skólaári. Þær em yfirleitt haldnar í fjáröfl- unarskyni, úl dæmis fyrir ferða- sjóði, og hefur PRESSAN spumir af því að í einum skóla hafi safnast hvorki meira né minna en 200 þúsund krónur í áheitum. Og eins og tíðkast í þessum aldursflokki apar einn skóli eftir öðmm. Mörgum skólastjómarmönn- um mun vera frekar í nöp við þessa maraþonáráttu. Þeir benda á að það geti varla verið hollt fyrir böm eða hálfstálpaða ung- Iinga að spila fótbolta eða iðka sleitulaust dans í heilan sólar- hring. Fólk á þessum aldri hafi ekki líkamsburði til þess, og væri jafnvel full ástæða til að slíkt maraþon færi ekki fram nema undir eftirliú læknis eða hjúkmnarffæðings. Enn eitt at- riði sem er nefnt er að skólamir hafi ekki fé til að láta kennara eða leiðbeinendur vaka heilu nætumar yfir svona uppákom- um. Meðal þeirra sem em lítt hrifnir af þessari tísku meðal skólanema er Sigurjón Fjeld- sted, skólastjóri í Fellaskóla. Sigurjón lagði fyrir skemmstu fram tillögu í skólamálaráði Reykjavíkur þess efhis að ráðið og fræðslustjóri Reykjavíkur- umdæmis mæltust til þess að maraþonkeppnir til fjáröflunar yrðu ekki haldnar í skólunum. Var samþykkt á fundi ráðsins að óska umsagna skólastjóra grunnskólanna. Sigurjón mun reyndar í eitt skipú hafa látið eftir þiýsúngi ffá nemendum sem vildu efna til maraþonuppákomu. Þá taldi Siguijón hópinn á að læra í sól- arhring. JÓN SIGURÐSSON. Lítið hrifinn af víndrykkju í farartækjum innanlands. BJÖRN EMILSSON. Eurovisionfólki þykir hann erfiður í samstarfi. SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR. Hópurinn vill helst ekki hafa Björn með ti! Svíþjóðar. HRAFN SVEIN- BJARNARSON. Mikill áhugi á latínu og fornmáladeildin fær gálgafrest. ÁRNI SAMÚELSSON. Keypti bíómyndina sem Grétar taldi sig eiga einan. SIGURJÓN FJELDSTED. Taldi nemendur sína á að læra í sólarhring. Hvað vilt þú að Viðeyjar- kirkja geri fyrir pening- ana, Þórir? „Það er ekki tímabært að bera upp þessa spurn- ingu. “ Hallur Magnússon var dæmdur til að greiða Þóri Stephensen staðarhaldara í Við- ey 150 þúsund krónur í miska- bætur vegna greinar sem Hallur skrifaði í Tímann. Hallur vildi að peningamirrynnu til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar en Þórir gaf þá til Viðeyjarkirkju. LÍTILRÆÐI affirringu Sálfræðingar, félagsfræðing- ar, atferlisfræðingar, uppeldis- fræðingar, umhverfisfræðingar, geðbrigðaífæðingar, sálkynlífs- fræðingar og kynsálarlífsfræð- ingar, hómópatar og hugvís- indamenn úr félagsvísindageir- anum og aðrir atvinnuhugsuðir hafa um langt árabil verið í því dægrin löng að reyna að komast til botns í því hvað valdi hinni ógnvænlegu „firringu“ sem að margra dómi er eitt mesta böl sem hrjáir hinn upplýsta nútíma- mann. Margir halda að firring sé það þegar karlinn hættir að nenna að hlusta á kellinguna sína og hún nær fram grimmilegum hefnd- um með þvf að neita að festa í hann tölur. Þessi djúpi ágreiningur, eða bági, valdi síðan firringu. En mér skilst að málið sé ekki alveg svona einfalt. Mér er nær að halda að firring sé það þegar allir missa sam- band við alla. Þetta upplifði ég einmitt á árs- hátíð um daginn. Til að upplifa firringu í sjón og raun ættu félagsvfsindamenn að bregða sér á árshátíð eftir að hljómsveitin er farin að leika fyrir dansi. Ef það er rétt tilgetið hjá mér að firring sé það þegar allir era búnir að missa samband við alla, þá get ég lýst því yfir umbúða- laust að firringin verður alger FLOSI ÓLAFSSON meðal árshátíðargesta á því and- artaki sem hljómlistarmennimir hefja leik sinn. Hávaðinn er slíkur að von- laust er með öllu að nokkur nái sambandi við nokkum og má þá einu gilda hve firrtir gestimir vora fyrir. Ég hef slæðst inná fjölmargar árshátíðir, þorrablót og góugleð- ir í vetur og alltaf sama sagan. Salemi, skúmaskot, gangar og aðrir afkimar þéttskipaðir fólki sem er á flótta undan hljómlisúnni og á enga ósk heit- ari en að sigrast á firringunni og hefja mannleg samskipti með því einfaldlega að tala saman þar sem ffæðilegur möguleiki er á því að heyra mælt mál fyrir ærandi eymanauðgun velmein- andi en heymarskertra tónlistar- manna, sem halda að þeir séu að leika lýrir dansi en em í raun og vem kvöld efúr kvöld að eyði- leggja hverja samkomuna eftir aðra með óbærilegum skarkala. Margir leggja á flótta og fara heim að sofa eða finna sér frið- sælli stað en aðrir reyna að grát- bæna tónlistarmennina að draga niðurí ærandi hávaðanum en allt kemurfyrirekki. Ég leyfi mér að kalla þetta vit- firringu. Ég er sannfærður um að ef mannlegum samskiptum er að verða ábótavant, þá er það öðm fremur ærandi hljóðmengun að kenna. I hinu upplýsta og siðmennt- aða samtímasamfélagi er nefni- lega helst ekki hægt að heyra neiúíýrirhávaða. Hávaða sem er einsog sér- hannaður til að valda firringu. Og gerir kannske ekkert til, eða einsog segir í þulunni: Það var guð sem gafmér eyra svo gœti ég í ró unað við að heyra og heyra hark og korríró Nú er ég hœttur að heyra meira held sé komið nó.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.