Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 ^nnntii ttúntíntníiifliinn? Leiínr Hauksson útvarpsmaöur „Ég trúi á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, faeddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatus- ar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum... situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, sam- félag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen.“ Dagur Bergþóruson Eggertsson , inspector scholae „Ég trúi á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, sem getinn var af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, kross- festur, dáinn og grafinn, reis á fjórða degi aftur upp frá dauðum, steig niður til helj- ar, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs og mun þaðan koma að dæma lifend- ur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, sam- félag heilagra... upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.“ Brynjólíur Jónsson, Binni, ljósmyndari „Ég trúi á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn... Æ, það er svo langt síðan ég fermdist, ein 17 ár, ég man þetta ekki.“ Stefón Jónsson leikari „Ég trúi á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílat- usi, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, sam- félag heiiagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.“ Siguröur Olafsson, veitingamaöur á Hressó „Ég trúi á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist hans einkason, sem getinn var af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, kross- festur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, steig upp til himna, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum og situr við... hlið Guðs föð- ur almáttugs... Ég trúi á heilagan anda, heiiaga almenna kirkju, sam- félag heilagra... upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.“ POSTULLEGA TRÚARIÁTNINGIN eins og hún birtist í Handbók islensku kirkjunnar, útg. 1981: Ég trúi á Guð föður almátt- ugim, skapara himins og jarð- ar., Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatus- ar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, sam- félag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen. Anna Har. Hamar fara að eiga bamið hann bróður minn. Þetta var á páskum 1978 í lok mars, en hann kom í heiminn 20. apríl. Ég var svolítið upptek- inafþví. FERMINCIN SVIPUÐ OC BÍLPRÓFID Ég held að fermingin sé á vissan hátt manndómsvígsla, eitthvað svipað og þegar maður fær bflpróf eða verður tvítugur. Við erum kannski aðeins of ung á þessum árum til að skynja þelta almennilega, okkur vantar örlítinn þroska til að skilja hvað viðerum að ganga í gegnum. Ég geri ráð íyrir að hlutimir séu svolítið öðmvísi í dag og meira gert fyrir krakkana. Bróðir minn er að fermast í ár og krakkamir em alltaf að hittast og ræða málin. Kannski mér finnist þetta því ég er orðin eldri og þroskaðri. Ég ætlaði alltaf að fermast og held ég hafi einfaldlega litið á ferminguna sem fastan þátt í líf- inu. Það stóð mikið til og margt að gerast. I dag líður mér mjög vel í kirkju og skynja það sem er að gerast þar. Trúin er mér mik- ils virði og ég bið mínar bænir. Mér líður vel þegar ég hugsa til þessa tákns sem er þama uppi, — hvort sem það er hún eða hann.“ Þorvaldur Halldórsson söngvari fermdist í Siglufjarðar- kirkju árið 1957, þar sem séra Ragnar Fjalar Lárusson var sóknarprestur. Þorvaldur „á sjó“ starfar í dag innan Þjóðkirkjunn- ar. Hann hefur sett saman lítinn hóp um trúarlega tónlist sem hann kallar ,Án skilyrða“. „Fermingardagurinn var há- tíðlegur og ég man að það var al- veg sérstaklega fallegt og gott veður. Þetta var stór hópur eða rétt um 80 krakkar, einn stærsti fermingarhópur á Siglufirði fyrr og síðar. Presturinn var að reyna að kenna okkur sálma og við höfðum lítið kver um gmndvall- aratriði kristinnar trúar, sem ég held að hafi farið frekar gmnnt inn í hug okkar. Ég man eftir því að við rædd- um þetta ekki mikið á milli okk- ar félagamir, en fyrir mig per- sónulega þá fann ég löngun til jress að þetta væri allt saman satt og gott, og langaði til að vera sannur í þessu. Hitt er annað mál að efndimar vom ekki miklar. At> SJÁLFSÖÚÐU DRACFÍNN OC ÁNÆCÐUR Fermingin var öll vel skipu- lögð og gekk vel fyrir sig. Ég var að sjálfsögðu dragfínn og býsna ánægður með nýju jakkafötin. Mér fannst ég vera maður með mönnum. Við vomm klæddir í einhneppt jakkaföt með tveimur tölum, sem þá vom í tísku og þóttu ægilega smart. Heima á Siglufirði var mjög sterk hefð fyrir fermingunni og þar fermd- ust allir, hver og einn einasti. Þetta var sjálfsagt atvik sem beð- ið var eftir og þá fannst manni maður vera orðinn mikill maður. Ég tók lífið til endurskoðunar „Hárgreiöslan var aftur á móti hrikaiega óklæöileg, ég var eins og settleg gömul kerling meö spöng í háu uppsettu hárinu,“ segir Vala Matt um fermingarhárgreiösluna. þá staðreynd við fermingarhóp- inn, ekki nema með góðum tíma og efni, sem verið er að reyna að gera í dag. „Ég held aö ferm- ingin sé á vissan hátt manndóms- vígsla, eitthvaö svipaö og þegar maöur fær bílpróf," segir Guörún Möll- er sem fannst hún líkust prinsessu á fermingardaginn. kirkjunni, því þeir báru mig eig- inlega ofurliði. Þeir voru svo rosalegir og ég enginn stórgripur. Dagurinn er mjög yndislegur í minningunni, sérlega skemmti- leg og fín veisla og allt fullt af gestum. Ég á þrjá eldri bræður, sem komu allir, en það hafði ekki gerst í mörg ár að öll fjöl- skyldan næði saman." FÓR RADDLAUS MED TRÚARIÁTN- IN6UNA „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól," var við- kvæðið hjá Skúla Gauta- syni, Sniglabandsmanni og leik- ara, þegar tíðindamaður PRESS- UNNAR truflaði morgunlúrinn um miðjan dag. Skúli fermdist í. Dómkirkjunni fyrir nítján árum hjá séra Oskari Þorlákssyni og fékk einn lúxorlampa og heil- mikið af peningum í fermingar- gjöf. „Það kom dálítið fyrir mig á fermingardaginn sem hefur aldrei komið fyrir mig aftur á ævinni," sagði Skúli. „Þegar ég var kom- inn í kyrtilinn, búinn að greiða mér, fínn, strokinn og tilbúinn að ganga inn kirkjuna, þá missti ég allt í einu röddina. Eg gat varla hvíslað því ég var alveg stein- þegjandi hás. A bak við fór ég þar sem mæðumar stóðu í hnapp. Þær þuldu í kór góð húsráð við hæsi og sulluðu í mig heitum drykk. Síðar þuldi ég trúarjátn- inguna upp við altarið, en hvoiki ég né aðrir heyrðu stakt orð. Röddina fékk ég um leið og ég var fermdur, rétt eins og stór hönd hefði snert í mér raddböndin. KALLALEGURMEO STÓRA SLAUFU Ég var mjög fínn og fagur þennan dag, í jakkafötum með ákaflega viðamikla flauels- slaufu, eins og tískan var þá. Hárið náði niður á herðar og þótti flott. Reyndar var ég frekar íhaldssamur, því jakkafötin vom svört á sama tíma og flestir voru í lituðum fötum. Mér fannst ég svolítið kallalegur og ekki alveg í rétta tískugúnum. Ég held ég haft aðallega látið ferma mig af því ég var svo ung- ur og lítið að spekúlera í athöfn- inni sem slíkri. Satt best að segja hef ég ekki velt þessu mikið fyrir mér, enda ekki trúaður maður. Ég get varla verið sammála því að fermingin sé manndóms- vígsla, því ekki öðlaðist ég manndóminn við ferminguna." Það er sólskin í minningum Valgerðar Matthíasdóttur, Völu Matt, þegar hún lítur til baka til fermingardagsins árið 1968. ,J minningunni er sterkust tál- „Ég uppgötvaöi seinna að Guö er kærleiksríkur, hann fyrirgefur, hann er miskunn- samur,“ segir Þorvaldur Hall- dórsson. finning hátíðleika og friðar innra með mér,“ sagði Vala um hátíð- lega fermingarathöfn í Laugar- neskirkju. „Án allrar væmni þá fannst mér ég finna á yndislegan hátt til nálægðar við almættið. Ég man að mér fannst eins og ég væri að staðfesta það að ég ætl- aði að reyna af öllum mætti að fylgja boðskap kristninnar og hafa að leiðarljósi umburðar- lyndi og fylgja þeim góða og já- kvæða boðskap sem þar er að finna. Mér finnst eins og það hafi verið sólskin þennan dag, — kannski það sé bara ljóminn frá minningunni. HRIKALEGA ÓKLÆÐI- LEG HÁRGREIÐSLA Tískan var á þessum tíma dá- lítið spaugileg. Það er sniðugt að sjá að í dag er þetta allt komið í tísku aftur; stuttu kjólamir og slöngulokkar og uppsett hár. Ég man að mér fannst kjóllinn minn mjög fallegur. Stuttur, hvítur kjóll úr indversku silki með mynstri úr gylltum þræði. Hár- greiðslan var aftur á móti hrika- lega óklæðileg, ég var eins og settleg gömul kerling með spöng í háu uppsettu hárinu! Úff, og ég man að á þessum tíma fannst mér ég dálítið mikið ómöguleg, eins og oft vill verða á þessum viðkvæmu unlingsárum. Þar sem ég fermdi sjálf dóttur mína Tinnu í hitteðfyrra og Skúli Hansen vinur minn sá um stór- kostlegar veitingar fyrir mig sá ég hvað liggur oft á bak við svona veislur. Þess vegna finnst mér ennþá stórkostlegra hvað móðir mín var mikil hetja að slá upp veislu fyrir tvö böm, því Ól- afur bróðir minn fermdist um leið og ég. Allt var heimatilbúið þrátt fyrir að hún hefði um nóg annað að hugsa, því við erum sex systkinin og mamma vann á fullu sem kennari þessi ár. Ég tek því ofan fyrir henni. Hún er hetja í mínum augurn." eyru unglinganna í dag í stað þess að setja þeim reglur til að fara eftir.“ í dag þeytist hún um Efstaleit- ið ffá níu til fjögur en þann 27. mars 1974 þeyttist hún upp allar tröppumar að Akureyrarkirkju og alla leið að altarinu þar sem hún fermdist með „hrúgu af krökkum". „Ég tók ferminguna mjög alvarlega og hugsaði út í boðskapinn,“ sagði Margrét Blöndal. „Ég var búin að velta þessu mikið fyrir mér áður en stóra stundin rann upp og ætlaði að segja já svo hátt að heyrðist vel. Aftur á móti var ég svo rosalega feimin að svarið heyrði náttúrlega ekki nokkur maður. GUÐ GAMALL STRANÚUR KARL Sem strákur hélt ég að Guð væri einhver gamall strangur karl sem væri að reyna að kom- ast að því þegar maður gerði eitt- hvað vitlaust og refsa manni fyr- ir. Það er svolítið önnur trúar- áhersla á guðsmyndina í dag, en hún var frekar óljós í kirkjunni sem heild á þeim tíma þegar ég fermdist. Það sem vantaði var áherslan á kærleika Guðs, per- sónulega eiginleika hans sem Kristur boðar, því það er opin- berunin um Guð. Ég uppgötvaði seinna að Guð er kærleiksríkur, hann fyrirgefur, hann er miskunnsamur. Þetta var það sem náði ekki til okkar og nær kannski ekki svo mikið til unglinga sem eru galsafengnir og ekkert að hugsa um þessa hluti, nema einstaka bam sem á í sálarkreppu. Við erum öll að leita eftir því að vera samþykkt og elskuð. Kærleiki Guðs opnar „Þegar ég var kominn í kyrtiiinn, búinn aö greiöa mér, fínn, strok- inn og tilbúinn aö ganga inn kirkjuna, þá missti ég allt í einu röddina," segir Skúli Gautason sem uppliföi sviös- skrekkinn í eitt skipti fyr- ir öll á fermingardaginn. „Ekki gekk aö þjóna tveimur herrum, Guöi og Mammon, sem var í formi trommu- setts," segir Hilmar Örn Hilm- arsson sem lét ferma sig út frá viöskiptalegu sjónarmiöi. eftir að árin færðust yfir og þá komst ég að vissum staðreynd- um um kristindóminn, sem mér vom ekki ljósar á fermingardag- inn. Það er mjög erfitt að nálgast ALDREI AFTURRÚLL- UR Þetta er í eina og vonandi síð- asta skipti á ævinni sem ég þarf að sofa með rúllur. Ég var aldrei uppreisnargjöm en samt vildi ég ekki vera með slöngulokka því mér fannst þeir ljótir. Ég vildi bara smákrullur. Síðan fannst mér hallærislegt að vera með nelliku í hárinu og mig minnir að ég hafi þess í stað verið með blóm í sálmabókinni. A þessum tíma var í tísku að vera í skóm með þykkum skó- hælum. Hjördís mágkona mín átti alveg rosalega flott leðurstíg- vél sem vom miklu hærri en Ið- unnarstígvélin og í jseim fermd- ist ég. Þá var ég f meira lagi grobbin. Hins vegar var ég ííraun ekkert annað en kyrtill og skór í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.