Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 4T Viðskipti Úlfars Nathanaels- sonar hafa verið í sviðsljósinu að undanfömu og þá sérstaklega í tengslum við fyrirtækið Inn- heimtur og ráðgjöf og Þjóðlífs- málið svokallaða. Fyrirtækið er aðeins ein af mörgum svika- myllum sem Úlfar hefur skipu- lagt á ferli sem spannar 30 ár og hefur leitt til fjölda dóma og enn fleiri kæmmála. Ein umfangsmesta svika- myllan var í tengslum við stór- felld bílakaup. Þar vom 13 bflar keyptir út á verðlausa pappíra sem vom útgefnir af húsgagna- versluninni Rúminu hf. Þegar fórnarlömbin áttuðu sig voru bflamir seldir öðm fyrirtæki í umsjón Úlfars, Bílaleigunnni Höfða hf. Það var síðan var gert gjaldþrota. Þriðja fyrirtækið, Drangur hf., var svo einnig milligönguaðili við sum kaup- anna. Þaðan dreifðust bflamir út um land með þeim hætti að selj- endunum var ókleift að ná þeim til sín, taka veð í þeim eða yftr- leitt leita réttar síns. Þótt margir þeirra hafi leitað til Rannsóknar- lögreglunnar og sumir kært virðist enginn hafa áttað sig á umfangi svikanna. Þar að auki virðist Úlfari hafa tekist að fá virðisaukaskatt af bflunum end- urgreiddan í krafti þess að hann væri að stofnsetja bflaleigu. KEYPTU 13 NOTAÐA BÍLA Á SKÖMMUM TÍMA Með stjómarsamþykkt hjá húsgagnaversluninni Rúniinu hinn 11. júní 1990 er ákveðið að hefja rekstur bílaleigu. Þá var fyrirtækið í eigu Úlfars Nat- hanaelssonar og var téður stjómarfundur haldinn á heimili hans í Mávanesi 2 á Amamesi. Að sögn Úlfars sáu menn mikla framtíðarmöguleika í því að stofna bílaleigu með notaða bfla. Á eins og hálfs mánaðar tímabili voru 13 notaðir bílar keyptir og fengu eigendur þeirra greiðslur með víxlum og skuldabréfum útgefnum af Rúminu. Fyrsti bíllinn var keyptur 6. júlí en sá síðasti 25. ágúst. Þeir sem sáu um kaupin vom Valdimar T. Þorvaldsson, Heiðar Guðmundsson og Jó- hannes Jóhannesson. Enginn þeirra seljenda, sem haft hefur verið samband við, efast þó um að Úlfar standi á bak við kaupin og telja þeir að þessir menn hafi einungis verið leppar hans í við- skiptunum. Úlfar segir að kaupin skýrist af því að nýr aðili hafi tekið við Rúminu og ekki viljað reka bfla- leigu. Því hafi ekkert annað ver- ið að gera en að flytja bflana yfir á nýtt fyrirtæki. Það var maður að nalhi Magnús Grétar Gísla- son sem keypti Rúmið. Frá Bílaleigunni Höfða dreifðust síðan bílamir í burtu og verður reyndar ekki séð að íyrirtækið hafi náð að vera með milljónir króna upp úr krafsinu. í síðustu viku greindum við frá viðskiptum með þrjá af þess- um bflum. Þau Ingibjörg Ein- arsdóttir og Smári Gunnarsson á Hellu seldu tvo bfla, Daihatsu Charade, árgerð 1988, og Mazda 121, árgerð 1988. Bfl- amir vom seldir á 500 þúsund krónur hvor og áttu 200 þúsund að greiðast við undirritun. Það var Valdimar T. Þorvaldsson sem stóð að kaupunum og reyndist ávísunin sem greitt var með innstæðulaus. Þau Smári og Ingibjörg hafa því aldrei fengið neitt fyrir bflana. Hermann Clausen Hlöðversson seldi MMC Colt, árgerð Hondan sem stendur í hlaöinu heima hjá Úlfari á Arnarnes- inu var meöal annars keypt fyrir einn af bflunum 13. ALLIR BÍLARNIR SELDIR NÝJU FYRIRTÆKIÁ SAMA DEGI 26. september 1990 em allir bílarnir seldir Bílaleigunni Höfða, fyrirtæki sem hafði verið stofnað tveimur dögum áður í Mávanesi 2 og var í eigu sömu aðila. Stofnendur þess vom eigin- kona Úlfars, Ásdís Erlingsdóttir, og synir þeirra, þeir Olafur Helgi Úlfarsson og Erlingur Pétur Úlfarsson. Einnig var Jó- hannes Halldórsson hjá Inn- heimtum og ráðgjöf stofnandi og Anton Ingimarsson, en hann má finna í ýmsum viðskiptum sem tengjast Úlfari. Sömuleiðis vom fyrirtækin Innheimtur og ráðgjöf og Rúmið meðal stofh- enda. Bílaleigan Höfði er nú gjaldþrota samkvæmt úrskurði frá 24. janúar síðastliðnum. Engar eignir fundust í búinu. neina starfsemi svo heitið geti. í upphafi árs 1991 eignast Barði Guðmundsson, bróðir Heiðars, fyrirtækið, en hann hefur verið leppur fyrir Úlfar í mörgum málum. Barði þessi rekur nú veitingastað í Suður-Afnku. Þriðja fyrirtækið, Drangur hf., sem var einnig hluti af veldi Úlfars, eignaðst síðan nokkra af bflunum. Meðal stofhenda þess var Jóhannes Halldórsson hjá Innheimtum og ráðgjöf og bróð- ir hans, Hafsteinn Halldórsson. HAFA HAFT 6 TIL 8 MILLJÓNIR UPP ÚR KRAFSINU Eigendur bflanna em misvilj- ugir að láta nafns getið, meðal annars vegna þess að þeir em enn að reyna að fá Úlfar til að greiða fyrir bflana. Þrátt fyrir það er hægt að áætla að Úlfar og félagar hafi haft á bilinu 6 til 8 Jóhannes Haildórsson hjá Innheimtum og ráögjöf hf. er meö próf í stæröfræöi og hefur veriö kallaöur „reikni- meistari" Úlfars. Hann keyrir um á einum bílanna 13. 1987, og þar Valdimar sömu- leiðis fulltrúi Rúmsins. Sölu- verðið var 550 þúsund krónur og fékk hann 100 þúsund krón- ur staðgreiddar. Eftir mikla eftirgangsmuni tókst honum að fá Úlfar til að greiða víxil upp á 147 þúsund krónur. Afganginn, 303 þúsund, hefur hann ekki fengið ennþá. Bfllinn er hins vegar í eigu Inn- heimta og ráðgjafar og keyrir Jóhannes um á honum. Magnús S. Olafsson átti Lödu Sport 1600, árgerð 1987. „Það kom hingað maður eftir að ég hafði auglýst jeppann til sölu. Hann kom vel fyrir og eftir að ég hafði athugað fyrirtækið virt- ist vera allt í lagi að taka við víxlum ftá því,“ segir Magnús. Hann bætir við að síðan hafi hann fengið víxlana aftur í haus- inn. „Ég fór til Rannsóknarlög- reglunnar og þeir sögðu mér að þetta væri svikamál, en ég yrði að fá mér lögfræðing til að ann- ast þetta.“ Söluveið jeppans var 450 þúsund krónur. Hann hefur ekkert séð af þeim peningum. ,Ætli láti ekki nærri að skuld- Bogi Nilsson rannsóknar- lögreglustjóri: Segir aö fjöl- mörg mál tengd skipulegri fjárplógsstarfsemi séu til rannsóknar. in við mig standi í 660 þúsund krónum,“ segir ung kona sem ekki vill láta nafhs getið að svo stöddu. Hún hefur fengið 170 þúsund út úr sínum bflaviðskiptum við Rúmið, sem aðeins brot af því tjóni sem viðskiptin hafa valdið henni. Þessi kona sagðist reynd- ar hafa kært málið til RLR en ekkert heyrt af því síðan. FÓR HEIM TIL ÚLFARS MEÐ FJÖLDA MANNA OG FÉKK GREITT „Ég fékk 80 þúsund út og hitt á tveimur 125 þúsund króna víxlum. Þá hef ég aldrei fengið greidda og svo var mér sagt um daginn að málið væri fymt,“ segir Jóna Agústa Gísladóttir sem seldi Rúminu bíl sinn, Citroen AX, þegar hún fór utan til náms. Eftirstöðvamar, 250 þúsund krónur, hefúr hún aldrei fengið greiddar. Hún leitaði til RLR með sitt mál. PRESSAN hefur reyndar heimildir fyrir því að einn þeirra sem seldu Úlfari bil hafi fengið greitt. Það hafi þó ekki verið fyrr en hann fór með hópi manna heim til Úlfars og nánast þvingaði hann til að greiða sér. Þess má svo geta að einn bfl- anna var látinn upp í kaup á bfl sem Úlfar ekur þessa dagana. Það er Honda Accord MR 480. Sá bfll er reyndar skráður á eig- inkonu Úlfars, en sjálfur var hann úrskurðaður gjaldþrota 13. febrúar síðastliðinn. Þá mun vera uggur í mörgum þeirra sem nú eiga umrædda bfla. Þeir óttast að hægt sé að ganga að þeim vegna þessara mála. Eftir því sem næst verður komist hafa núverandi eigendur greitt bflana að fullu. ALLIR FARA TIL RLR EN EKKERT GERIST Öll framantalin fómarlömb svikanna leituðu til Rannsóknar- lögreglu rfldsins. Að sögn fólks- ins voru viðbrögðin þar yfirleitt mjög neikvæð og báru vott um áhugaleysi. Það er nokkuð kyn- legt ef það vekur ekki forvitni hjá RLR að fjöldi fólks skuli kvarta undan sama fyrirtæki og hafa nær samhljóða sögu að segja. Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri sagði aðspurður að hann gæti ekkert tjáð sig um einstaka aðila. Hann gæti því ekki staðfest hvort viðkomandi mál væri til rannsóknar. Þetta mál allt vekur grun- semdir um skipulega refsiverða

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.