Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2, APRÍL 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 43 samþykkja þessa nafngift okkar. En allt um þaö, þeir spila aö minnsta kosti saman og viö ábyrgjumst að þeir gera þaö vel. Annars er Thoroddsen og Ol- sen fínt nafn þótt þaö minni dálítið á norskt klæðskerakompaní eöa eitt- hvaö svoleiöis. • Súld og tyrkneski snillingurinn Hadji Tekbilek spila djass á Blúsbarnum í kvöld. Hadji spilar á furðulegustu ins- trúment sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur — úr bamaleikföngum til dæmis. • Ný dönsk spilar á Tveimur vinum á föstudagskvöldiö. Einhvern veginn finnst okkur eins og langt sé síöan joeir komu fram síðast og því tími til kom- inn. ■ BARIR • Rauöa Ijóniö á Seltjarnarnesi státaöi upþhaflega af því aö vera stærsti pöbb í heimi, en gler- (plast?) hvelfingin fyrir utan réttlætti þá fullyröingu. Fyrir vikiö var alltaf eins og á Þjóöhátíö í Eyjum undir hvolfinu. Nú er öldin önnur. Onnur eins rólegheita- stemmning finnst vart annars staöar á höfuðborgarsvæöinu. Fyrir utan einn og einn hávaðasaman KR-ing var ekkert að ske. Því miöur gekk ég ekki úr skugga um það hvort karaoke- apparat væri á staðnum, en ef svo er ekki, er enginn bar í gervöllu landnámi Ingólfs, sem frekar hæfir slíkri óberm- ismaskínu. POPPIÐ • Fressmenn veröa í góöu yfirlæti hjá Feita dvergnum á heimili hans viö Höföabakka í kvöld. Hamborgara- drengirnir af Hard Rock og félagar þeirra spila alveg ágætavel allt sem nöfnum tjáir aö nefna á allt sem nöfn- um tjáir aö nefna. Svo er nú þaö. • Thoroddsen og Olsen spila á Apr- íl í kvöld. Viö vitum aö vísu ekkert hvort James Olsen og Björn Thoroddsen Björgólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gosan „Þetta er 14498, hjá Þóru og Bjögga. Ekki heima. Skildu endilega eftir skilaboð eftir tón- merkið. “ „Það er kominn tími til að ljóðið nemi land í Perlunni," seg- ir Ragnar Halldórsson, sem stendur tyrir athyglisverðu ljóða- kvöldi í Perlunni á mánudags- kvöld. Þar koma fram m'u skáld og er þeim gert að lesa eitt ástar- ljóð, eitt trúarljóð og eitt harm- ljóð. Perluskáldin hafa öll skipað sér á bekkinn góða með öndveg- isskáldum og segja má að lands- liðið í ljóðlist komi fram nær fullskipað eins og listinn yfir upplesara ber með sér: Guðberg- ur Bergsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Nína Björk Amadóttir, Matthías Johannessen, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þór- arinn Eldjám. Þá mun sjálfur Sigfús Halldórsson flytja þrjú ný lög eftir sjálfan sig og söngvaramir Elín Sigur- vinsdóttir og Friðbjöm G. Jónsson taka nokkur lög. ,JÉg á ljóð við öll tæki- færi!“ sagði Þórarinn Eld- jám þegar hann var spurður hvort það velðist ekkert fyrir honum að þurfa að lesa ljóð úr ákveðnum „flokkum". „Mér finnst ágætt að fá svona ramma til að styðjast við. Eg á oft erfitt með að ákveða hvað ég les og stundum vel ég ekki ljóðin fyrr en ég sé áheyrendur." Þórarinn sagðist ekki eiga í erfiðleikum með að finna trúar- ljóð; hann hefði lítt ort innhverf strangtrúarljóð en á hinn bóginn ætti hann nóg í handraðanum af ljóðum sem fjölluðu um „ein- UN6T FOLK ÞINCAR Ljóð í Perlunni HARMUR GUÐBERGUR hverskonar trú einhverra á eitt- hvað“. VIGDÍS Skáldakvöldið er sem sagt á mánudagskvöldið 6. apríl kl. ÞÓRARINN 20.30 í Perlunni og miðinn kost- ar 450 krónur. Á laugardaginn lýkur Unglist ’92. Undanfama daga hefur Hitt húsið í Brautarholti verið undir- lagt af listfengum unglingum sem hafa dansað, leikið, sungið, haldið tónleika, sýnt málverk, framið gjöminga og gert svo margt, margt annað sem ekki veiður talið upp hér. Á laugardaginn verður haldið málþing í Hinu húsinu um menningu, listir og hagsmuna- mál ungs fólks. Þar verða meðal annars birtar niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerð var meðal 200 unglinga. „Við for- vitnumst svolítið um hvað ung- lingum finnst um ýmsa hluti. Þar á meðal fjölmiðla og á hvem veg þeim finnst að fjölmiðlar geri málum þeirra skil, hvort þeir em neikvæðir eða jákvæðir. Hvert unglingar leita til að koma mál- um sínum á framfæri. Hvenær þeir dmkku síðast vín og hvað þeir hafa dmkkið oft ffá áramót- um. Og um viðhorf þeirra til menningar og lista,“ segir Sveinn M. Ottósson, starfsmaður Hins hússins og tilsjónarmaður með Unglist. Á laugardagskvöldið verður síðan stórdansleikur með hljóm- sveitinni Júpíters, en þá lýkur Unglist formlega. Sveinn I Hinu húsinu hvetur fólk til að gefa málþinginu gaum. 5ENJORÍTAN HERA , J>etta var þáttur í stykki sem við sömdum fyrir árshátíð Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Þar lék ég spænska senjorítu sem hét Juanita og þá varð ég að sjálf- sögðu að syngja á spænsku,” seg- ir Hera Björk Þórhallsdóttir, tví- tugur nemi á tónlistarbraut í FB. Hera er stúlkan sem söng svo undurfallega lagið Mujer contra mujer eða kona gegn konu í þættinum Gettu betur, föstu- dagskvöldið 20. mars. Hera söng af miklu öryggi og ekki annað að heyra en þama væri stúlka á ferðinni sem kynni spænsku reiprennandi. En Hera segist ekki tala spænsku. ,Hg fór einu sinni til Spánar og keypti þar spólu þar sem á var þetta lag. Ég Hera ætlar aö starfa við tón- list í framtfðinni og undrar engan sem heyröi í henni í sjónvarpinu. heillaðist af því og lærði það strax,“ útskýrir hún. Hera segist hafa sungið ífá því hún man eftir sér. Hún hefur lok- ið þriðja stigi í söng, en enn sem komið er hefur hún lítið sungið opinberlega. Hún tók þó þátt í Söngvarakeppni Suðurlands 1988 og vann hana og á síðasta ári varð hún í öðru sæti í Söng- keppni framhaldsskólanna. Svo er hún í hljómsveit, nánar tiltekið þeirri ágætu sveit Orgli. Hún er reyndar ekki eina söngkona Or- gils, þvf sveitin skartar þremur söngkonum. „Það verður tónlist sem ég legg lyiir mig í ffamtíðinni, það held ég að sé nokkuð ljóst," seg- irHera. • KGB. Þeir kaldastríösdrengir ( því merka bandi verða á Blúsbarnum á föstudagskvöld. Til marks um þíðuna hafa þeir fengið til liös viö sig fiðluleik- arann Dan Cassidy frá hinum kapital- isku Bandaríkjum og ætla aö spila djass. • Sjöund frá Vestmannaeyjum er komin í meginlandsreisu og kemur við á Dansbarnum á föstudagskvöldiö. Það er gott til þess aö vita að einhverj- ir Vestmanneyingar skuli sjá sér fært að koma hingaö og skemmta okkur með hljóöfæraslætti og söng nú þegar Ámi Johnsen er búinn að týna kassa- gítarnum og oröinn rammvilltur í tækniveröld þingsins. • Fjórir fjórðu eru eitthvert mjög hresst band sem veröur á Staöið á öndinni á föstudags- og laugardags- kvöld. Meira er okkur ekki kunnugt, en aftur á móti gat þessi hljómsveit ekki komiö fram á betri tíma, því nú man ég allt í einu eftir manneskju sem á af- mæli þann fjóröa fjóröa og ég má ekki gleyma. • Hljómsveit Ingimars Eydal. Skoda-eigandinn landskunni er kom- inn suður yfir heiöar ásamt föruneyti og er sennilega bara orðinn vinur Hafnarfjaröar. Aö minnsta kosti ætlar hann aö spila á Firðinum föstudags- og laugardagskvöld. Þarna veröur líka Þorvaldur Halldórsson. Á sjó. • Stálfélagiö veröur meö risarokk mikiö á Hótel Borg á laugardagskvöld. ( þessu félagi eru Jóhannes Skær- ingsson, Guðlaugur Falk og fleiri. Eins og önnur stálfélög er þetta í endur- vinnslunrii og endurvinnur lög Guns’n Roses, Skidrow, Metallica og fleiri góöra sveita. • Fókus er big-band frá Noregi sem ætlar að skemmta gestum Púlsins á sunnudagskvöld. Liösmenn Fókuss hafa það fyrir vana aö fara á hverju ári ásamt velunnurum sínum í feröalag og spila og skemmta sér. 1987 fóru þeir til dæmis til Kanarí og skemmtu sér og öörum og nú er röðin komin aö Islandi. Sem sagt hressir og kátir Norsarar og við þorum aö veöja aö Ingólfur Hannesson lætur sig ekki vanta. Heia Norge. Auður Þorkelsdóttir nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands Hvað ætlar þú að gera um helgina Auður? „Á föstudagskvöldið ætla ég að vera heima og slappa af yfir sjónvarpinu. Á laugardaginn ætla ég að læra en um kvöldið fer ég í partí til vinafólks míns. A sunnudaginn ætla ég síðan að fara í fermingar- veislu.“ VEITINGAHÚS • Þaö eru til veitingahús sem vekja ekki hjá manni neinar kenndir, hvorki til eöa frá. Þau bara eru þarna. Ef maöur á eitthvert erindi í hverfiö getur hugs- ast að maöur detti þangað inn. En þaö getur alveg eins verið aö maöur sleppi því og fari eitthvaö annaö. Á svona stööum er þjónustan yfirleitt í ágætu meðallagi og maturinn líka. Þar inni gerist semsagt ekkert sem er sérstak- lega vont og ekkert sérstaklega gott. Þar er ágætlega þægilegt aö sitja en samt ekkert sérstakt. Maöur fer þang- aö inn og snæðir af þeirri ástæöu einni aö maöur er svangur eöa kannski ein- faldlega vegna þess aö maöur er van- ur að neyta matar á ákveönum tímum dags. Jafnskjótt og maöur stígur út er maður svo eiginlega búinn aö gleyma hvar maöur boröaöi. Þetta er kannski ekki beinlínis meöalmennska, miklu fremur fullkomiö hlutleysi. Dæmi um veitingahús af þessu tagi: Pizza Hut á Hótel Esju, Pizzahúsiö við Grensás- veg og Grilihús Guömundar I Tryggvagötu. Þau tvö fyrrnefndu mega þó eiga þaö að þar kemur vel kældur og frískandi bjór úr krana, vel yfir meðallagi. LEIKHÚS • Elfn, Helga, Guöríöur.Leiksýning sem vill ekki alveg ganga upþ. Hún er byggö á þremur raunasögum sem all- ar sþegla napurlegt hlutskipti kvenna fyrr á öldum. Gallinn er sá að þaö er talsvert misvægi milli sagnanna, þær eru mislangar og hreint út sagt mis- góöar. Þegar sögumar renna saman í lokin er svo eins og sýningin leysist upp. Þaö er svo ekki heldur til bóta aö höfundurinn heldur með konunum líkt SL § K U M Y ö I N Fyrir tuttugu árum var unglingatískan svo mögnuð að það reis upp heil stétt ftéttaskýrenda sem hafði að aðalatvinnu að greina hana og útskýra íyrir þeim sem voru of gamlir til að tolla í henni. Einn af þeim var Ómar Valdimarsson. Hann var á mörkum tveggja heima. Með skegg en ekki of villt. Með hár en ekki of sítt. Enn í dag er hann á milli tveggja heima og sér um kynningar- og auglýsingamál. í þeim heimi blandast saman traust og smáýkjur. Því er skeggið þama ennþá, en örlítið grárra - upp á traustið. Vlf> MÆLUM MEÐ Að fólk gægist ofan í moldina það eru farin að spretta upp blóm — heita þau ekki krókusar? Að fólk haldi dagbók það er svo gaman að hnýsast i' þær Að fólk kyssist það er að vísu nokkuð frumstæð athöfn, en skemmtileg Að fólk kaupi ódýrar ferming- argjafir ekki endilega til að spæla ung- lingana, heldur til að nota pening- ana í eitthvað skemmtilegra, til dæmis flug og bíl INNI í blöð um Evr- Alveg sama hvað eða hvort þar er yfir- leitt eitthvert vit. Bara að vera með í umræðunni, fá myndina af sér í blaðið, „leggja sitt lóð á vogarskál- amar“, „láta rödd sína heyrast". Flóðið er rétt að hefjast, áður en yf- ir lýkur (með aðild eða engri aðild) á þorri þjóðarinnar eftir að skrifa grein í Morgunblaðið um kosti eða ókosti aðildar. Vinsælir frasar eiga eftir að verða ennþá vinsælli: við verðum spurð hvort við ætlum að „- fóma fullveldinu á altarinu í Brússel" eða hvort við viljum vera með „í stefnumótun framtíðarinn- ar“. Við fáum að heyra að útlend- ingar „ásælist íslenska dali“ en líka að við séum að „einangra okkur úti í hafi“. Það verður mikið hrópað og kallað og lítið talað saman, en ef eitthvað gott leiðir af þessu öllu ntunu verða nógir til að eigna sér heiðurinn... Bruce Springsteen. Á sama tíma og amerískir karlmenn sem eiga í vandræðum með sjálfsímyndina kveikja elda í skógarrjóðrum og blóta með hinni nýju karlahreyf- ingu er Bruce alveg sérstaklega mikið úr tísku. Þetta í raun furðuleg þversögn; allir nýju karlmennimir eru nefnilega klæddir eins og Bruce, í rifnum gallabuxum, köfl- óttri verkamannaskyrtu, bol, með tóbaksklút um hálsinn og kúreka- stígvél á fótunum. Kannski er nýja karlahreyfmgin líka frekar hallæris- leg og klæðaburðurinn einkennis- búningur steríótýpu sem er orðin dálítið þreytandi. Það er svo til marks um hvað Bruce hefur fallið í verði að í nýlegri skoðanakönnun komu amerísk ungmenni sér saman um að „Born in the USA“ væri versta rokklag allra tíma. Kaup- mönnum þykir líka heldur ólíklegt að þeir geti selt nema lítið af nýju plötunni hans. Og eins og þetta sé ekki nóg er það að vera kallaður „bossinn" á einhvem hátt ósegjan- lega halló...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.