Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2 APRÍL 1992 Hræringar á stjórnarheimilinu og búist við sagt í trúnaðarsamtölum við samstarfsmenn sína að Sigríður Anna sé líklegust til að hreppa hnossið. Þess er skemmst að minnast að hún naut nokkurs stuðnings sem hugsanlegur varaformaður Sjálfstæðisflokksins á lands- fundinum í fyrra. Hún er nú for- maður menntamálanefndar og þrátt fyrir að hún hafi ekki þótt aðsópsmikil í þingsölum til þessa er hún líklega vænlegasti eftirmaður Olafs sem mennta- málaráðherra. UMFANGSMIKIL SKIPTI Á RÁÐUNEYTUM Verði það úr, að tveir ráðherr- ar víki úr ríkisstjóminni á svip- uðum tíma, er gert ráð fyrir að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur skipti á nokkmm ráðu- neytum. Það væri liður í hinu óskrifaða heiðursmannasam- komulagi Jóns Baldvins og Davíðs. Þá léti Alþýðuflokkur af hendi iðnaðar-, viðskipta- og utanríkisráðuneyti en fengi í staðinn ráðneyti fjármála og sjávarútvegs. Gangi þetta eftir veiður Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra og Jón Baldvin sjávarútvegsráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir mundi þá að öll- um líkindum færa sig yfir í heil- brigðisráðuneytið. Gangi Karl Steinar inn í stjórnina fengi hann félagsmálin í sinn hlut, eins og til stóð um tíma á síðasta ári þegar verið var að skipta ráð- herrastólunum. STIRÐ SAMSKIPTIÞOR- STEINS OG KRATA Fái Sjálfstæðisflokkur utan- ríkisráðuneytið verður það í fýrsta skipti í áratugi sem flokk- ur forsætisráðherra í samsteypu- stjóm fer með utanríkismálin. Það sem helst stendur upp- stokkun af þessu tagi fyrir þrif- um er ósamkomulag Þorsteins Pálssonar og alþýðuflokks- manna í sjávarútvegsmálum. Það var glöggt dæmi um þá stífni sem einkennir samskipti Þorsteins og krata þegar Jón Baldvin neitaði að „lána“ Guð- mund Eiríksson þjóðréttarffæð- ing í nefndina sem Þorsteinn á að skipa til að fara ofan í saum- ana á stöðu Eðvalds Hinriksson- ar. ,AIeð þessu var Jón Baldvin einfaldlega að sparka aðeins í Þorstein," sagði þingmaður Sjálfstæðisflokks. Það er hæpið að Þorsteinn léti sjávarúlvegsráðuneytið af hendi fyrir neitt minna en utanríkis- mál, en það þýddi að Friðrik Sophusson yrði að taka við við- skipta- og iðnaðarráðuneyti. Ekki er talið að hróflað verði við Halldóri Blöndal landbún- aðarráðherra.______________ Hrafn Jökulsson. „ÚTSÉÐ UM AÐ JÓN SIG- URÐSSON VERÐIFOR- MAÐUR“ Bráðlega verður tekið fyrir á Alþingi frumvarp Jóns þar sem meðal annars er gert ráð fyrir breytingum á yfirstjóm Seðla- banka, og fela í sér að einn mað- ur verður yfirbankastjóri. Jó- hannes Nordal, sem orðinn er 68 ára, mun reiðubúinn að láta af embætti á þessu ári og þá verður Jón Sigurðsson að grípa tækifærið. „Það eru bara tvær leiðir fyrir jafnmetnaðarfullan mann og Jón. Annaðhvort að Samkvæmt traustum heim- ildum af stjórn- arheimilinu má vænta upp- stokkunar í rík- isstjórn Davíðs Oddssonar í haust. Gera má ráð fyrir að tveir ráðherrar láti af embætti og ríkisstjórnar- flokkarnir skipti á nokkrum ráðuneytum. Þetta mun ger- ast í kjölfar flokksþings Al- þýðuflokksins — en þar er jafnvel búist við mótframboði gegn Jóni Bald- vini Hannibals- syni, formanni flokksins. Fljótlega eftir kosningamar í fymt kom upp sá kvittur að Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefðu gert með sér samkomulag um að Jón hyríi af þingi á kjörtímabilinu og Guð- mundur Árni tæki sæti hans. Þetta var meginskýring þess að ekki fór fram prófkjör á vegum Alþýðuflokksins í kjördæminu en þar hefðu þeir barist um efsta sætið. Jón og Guðmund Áma greindi nokkuð á þegar fjöl- miðlar komust í málið, en sam- kvæml heimildum PRESS- UNNAR sættust þeir á sínum tíma á að Jón hætti árið 1993. ÁLMÁLIÐ HEFUR VEIKT JÓN SIGURÐSSON Lengi hefur verið gert ráð fyrir því að Jón leysti Jóhannes Nordal af hólmi í Seðlabankan- um. Innan Alþýðuflokksins var hins vegar vilji fyrir því í ákveðnum hópum að Jón Sig- urðsson tæki við formennsku í flokknum af Jóni Baldvini. Staða Jóns Sigurðssonar hefur hins vegar veikst til muna síð- asta misserið, aðallega eftir að álmálið klúðraðist. Þá er óánægja á Reykjanesi og víðar með slælega uppbyggingu iðn- aðar., J>að verður að segjast eins og er, að menn einblíndu á ál- verið og allt annað sat á hakan- um,“ sagði bæjarstjómarmaður Alþýðuflokksins á Suðumesjum í samtali við PRESSUNA., Jón Sigurðsson er hæfur maður en sem iðnaðarráðherra ber hann því miður mesta ábyrgð á því hvemig komið er.“ Sigríöur Anna Þóröardóttir og Ólafur G. Einarsson á landsfundinum í fyrra. Nú er taliö aö hún veröi eftirmaöur hans. Hún nýtur töluverðs stuönings innan flokksins og var meöal annars kandídat sjálfstæöiskvenna til varaformennsku. Karl Steinar, Guðmundur Árni og Össur Skarphéöinsson vitja stóls Jóns Sigurðssonar. Einn þeirra veröur líklega eftirmaöur hans. „Bara tvær leiöir fyrir jafnmetnaöarfullan mann...“ verða formaður Alþýðuflokks- ins eða yfirbankastjóri Seðla- bankans,“ sagði einn af þing- mönnum flokksins. „Og það er útséð um að hann verði formað- uríbráð." GUÐMUNDUR ÁRNIFAR- ENNAFSTAÐ VEGNA FLOKKSÞINGSINS Davíð Oddsson mun frekar andvígur því að missa Jón Sig- urðsson úr ríkisstjóminni og af Alþingi. Þar kemur tvennt til. Annars vegar hefur tekist með þeim ágætt samstarf, en sam- skipti þeirra voru frekar stirð áður. í annan stað finnst forsæt- isráðherra lítið tilhlökkunarefhi að fá varamann Jóns á þing — og jafnvel alla leið inn í ríkis- stjóm. Guðmundur Ámi Stefánsson barðist gegn samstarfi við Sjálf- stæðisflokk og gagnrýndi ríkis- stjómina óspart fyrstu mánuðina eftir að hún var mynduð. Til hans er litið sem foringja „vinstra megin“ í flokknum, sem ásamt Jóhönnu Sigurðar- dóttur myndar mótvægi við Jón Baldvin og Jón Sigurðsson. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR era Guðmundur Ámi og stuðningsmenn hans famir að búa sig undir flokksþingið í haust og hugsanlega hallarbylt- ingu. BANDALAG GEGN JÓNI BALDVINI í samtali við blaðið vildi Guðmundur Ámi ekki þvertaka fyrir að hann hygði á mótffam- boð gegn Jóni Baldvini. Annar möguleiki er, að hann styðji Jó- hönnu í formannsslag en gefi sjálfur kost á sér til varafor- mennsku. „Milli okkar Jóhönnu er ákaflega gott samband," sagði Guðmundur Árni um þetta atriði. „Eg er reiðubúinn að styðja hana til allra góðra verka.“ Þrír era einkum taldir koma til greina sem eftirmenn Jóns Sigurðssonar í ríkisstjóm: Guð- mundur Árni, Karl Steinar Guðnason alþingismaður og Össur Skarphéðinsson, for- maður þingflokksins. Þá er Rannveig Guðmundsdóttir einnig inni í myndinni, en hún er ekki talin eiga raunhæfa möguleika. ÓLAFILÍKLEGA SKIPT ÚT Yfirgefi Jón Sigurðsson ríkis- stjómina er búist við að sjálf- stæðismenn noti tækifærið og skipti út Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Forystu- mönnum flokksins þykir hann hafa staðið sig slælega í embætti og ekki bætir úr skák að hann var helsti andstæðingur Davíðs Oddssonar í formannskjörinu. Fari Ólafur úr ríkisstjóm verður honum hins vegar tryggt gott embætti, hugsanlega sendiherra- staða. Fyrsti kostur Davíðs Odds- sonar sem eftirmaður Ólafs er Björn Bjarnason, en fyrirsjá- anlegt er að þingflokkurinn sætti sig ekki við hann. Þá stæðu sjálfstæðismenn á Reykjanesi líka uppi án ráðherra og ljóst að eftirmaðurinn verður að koma þaðan. Þar eru þingmenn þau Salome Þorkelsdóttir, forseti sameinaðs Alþingis, Árni Mat- hiesen, Árni Árnason og Sig- ríður Anna Þórðardóttir. Ljóst er að þau Salome og Ami Ámason eiga ekki mögu- leika og hefur Davíð Oddsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.