Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRIL 1992 41 hins vegar varla hafa séð minni „mall“, þetta væri eins og deild í útlendum „malli“. Meira að segja Oslóbúar eiga tíu sinnum stærri „mall“. EUROVISION Ekkert á undanfömum ámm hefur slegið okkur jafnheiftar- lega út af laginu og Evrópu- söngvakeppnin í Bergen 1986. Ekkert. Við höfðum ekki efast um að íslenskt popp væri á heimsmæli- kvarða, þar skipti höfðatala engu máli. Við þyrftum bara að ná eyrum útlendinga og þeir myndu hrífast af lögunum efdr Fúsa, Jó- hann G., Gunna Þórðar og Magnús Eiríksson. Það þekktust varla betri dægurlög en Don’t try to fool me. í mörg ár höfðum við setið undir þessu Eurovision- gauli og haft gaman af. Við höfðum hlegið að keppn- inni. í Bergen var eins og allur þessi uppsafnaði hlátur steyptist yfir okkur sjálf. Við urðum hlægileg — í eigin augum. ULLIN Af allri þeirri oftrú sem Is- lendingar hafa fengið á sjálfum sér er ullin sjálfsagt geðveikust. Enginn Islendingur hefur nokkm sinni fengist til að klæð- ast ull næst sér. Ekki með góðu. Sámstu bemskuminningar hvers Islendings eru tengdar ullarbol- um. Og allir fslendingar vita að íslenskar lopapeysur em einnota. Að minnsta kosti getur sami maðurinn aðeins notað hverja peysu einu sinni. Þegar hún er þvegin hleypur hún um eitt núm- er. Fimm manna fjölskylda getur því notað hverja peysu fimm sinnum. Þrátt fyrir þetta töldum við að Leiðtogafundurinn Þegar íslendingar áttuðu sig á að það breytti engu þótt útlendingar kynntust landinu Þeim var jafnhjartanlega sama um það eftir sem áður ■■ ■■ ■■ ■« mw ■■ nn ■« ■■ ■■ ■■ ■■ fslendingar em ekki eins upp- litsdjarfir og forðum. Þar hefur kannski ekkert eitt atriði haft jafnmikil áhrif og leiðtogafund- urinn 1987. Þegar spurðist að Gorbatsjov og Reagan ætluðu að hittast í Reykjavík sáu íslendingar að hér lá mikið við. Nú var það komið, stóra tækifærið sem við höfðum beðið eftir. Þetta var ekkert í líkingu við að fá Norð- urlandaverðlaun í bókmenntum eða Magnús Magnússonar-þátt í BBC. Nú myndu augu ger- vallrar heimsbyggðarinnar beinast að íslandi. A undraskömmum tíma tjölduðu íslendingar flestu sem þeir héldu að enginn útlending- ur fengi staðist. Sett vom upp borð í leikfimisal Hagaskóla og þau hraukuð niðursoðnum fiski. Þegar útlendu blaðamennirnir litu þar inn var þeim boðið að éta eins og þá lysti og taka með sér í nesti. (Aður en lengra er haldið mú hugleiða að íslendingum sjúlf- um hefur alltaf verið í nöp við niðursoðinn fisk annarra þjóða. Það eru til dœmis örfú úr síðan þeir fóru að borða túnfisk að einhverju rúði og enn þann dag í dag hugsa þeir með hryllingi til hreinlœtisins í niðursuðu- verksmiðjunum í Portúgal. Það hefur heldur aldrei flögrað að þeim að borða sinn eigin niður- soðna fisk, ef undan er skilinn fiskbúðingur frú Ora, en hans neyta þeir ún þess að hafa hútt um. Ef Islendingi vœri boðinn niðursoðinn fiskur í útlöndum liti hann réttilega ú það sem móðgun.) Auk niðursoðna fisksins áttu erlendu blaðamennimir þess kost að sjá hópreið hestamanna að Melaskóla, þjóðdansasýn- ingar (elsti íslenski þjóðdansinn mun hafa verið fluttur inn frá Færeyjum upp úr 1960), Þjóð- minjasafnið, Amasafn og að sjálfsögðu Gullfoss og Geysi (en allir geyserar í heiminum em skírðir eftir honum þótt hann sé hættur að gjósa). Fáir útlendu blaðamannanna sýndu þessu áhuga. Þeim fannst Steingrímur Hermannsson meira spennandi. Hann var þó alltjent eini forsætisráðherrann í heiminum sem tók á móti blaða- mönnum fáklæddari en Mad- onna. Steingrímur var í laugun- um í viku. Þeim fannst líka gaman að heyra hann tala um ömmu sína, álfa, heimsfriðinn og Gorbatsjov-hjónin — allt í belg og biðu. Þegar leiðtogafundinum lauk fóm Reagan og Gorbatsjov til síns heima. Það var allt búið. Enginn sýnilegur árangur varð af fundinum. Vonir Islendinga um að ferðamenn flykktust hingað urðu að engu. Ferðamenn flykkjast ekki heldur til Maast- richt, þótt þar hafi líka verið haldinn frægur fundur. Eina endurminningin sem með góðu móti er hægt að oma sér við er þegar Morgunblaðið getur þess samviskulega í hvert sinn sem Gorbatsjov segir að víst hafi ár- angur náðst. Með leiðtogafundinum beið hnekki sú trú þjóðarinnar að við væmm æðisleg. Það eina sem vantaði væri að einhver tæki eft- ir okkur. Ef heimsbyggðin renndi hingað auga yrði hún ekki söm eftir. Hún myndi taka ástfóstri við okkur og allt sem íslenskt er. En það gerðist ekki. Utlendu blaðamennimir létu ekki glepjast af niðursoðna fisk- inum. Þeir flýttu sér ekki heim til að flytja fréttimar af þessum óuúlega fiski og þessari kostu- legu þjóð. Þeir em hins vegar ekki búnir að gleyma því hvað var rosalega dýrf að vera héma. Þeir koma varla hingað aftur nema fyrir- tækin borgi. Og eftir að þau hafa fengið reikninginn er varla mikil von til þess. útlendingar væru tilbúnir að borga morð fjár til að komast yf- ir þessar peysur. Við byggðum verksmiðjur til að anna eftir- spum á heimsmarkaði. Við reist- um smærri verksmiðjur í hverju kjördæmi og hverju héraði. Það var ekki miklu seinna að við skildum að enginn vildi kaupa. Peysumar hlóðust upp á lagemum hjá Álafossi. Fólk í neyð vildi ekki einu sinni þiggja ullarteppin. HREINT LAND, FAGURT LAND Það fékk á þjóðina þegar hún áttaði sig á því að það þurfti að halda landinu hreinu. Hún hafði alltaf talið að ísland væri í eðli sínu hreint land og fagurt land. Og í raun trúir hún því varla enn að hér séu fjömr sóðalegri en annars staðar í Vestur-Evrópu, að fáar þjóðir aðrar láti skólp liggja við fjömborð og að flestar aðrar þjóðir brenni sorpi þannig að það gangi ekki af næsta um- hverfi dauðu. Það er með mengunina eins og margt annað hjá okkur Is- lendingum. Þótt við vitum að við emm ekkert betri en aðrir og jafnvel verri, þá viljum við ekki trúa því. GÁFUR Líkast til misstum við trúna á að við væmm gáfaðasta þjóð í heimi þegar varð opinbert að há- skólanemar vom varla skrifandi á íslensku og kannski ekki læsir heldur. Og um leið urðum við stórlega efasemdafúll um að við væmm best menntaða þjóð í heimi og að menntakerfið hér væri alveg frábært. RÍLAFLOTINN Okkur fannst gott til þess að hugsa að þama kepptum við um heimsmet við sjálfa Bandaríkja- menn. Það væm varla neinir sem ættu fleiri bíla en íslendingar. Nú er ekki einu sinni víst að það sé rétt. Við töldum nefnilega með gamlar dráttarvélar og önnur af- lóga landbúnaðartæki. RÍKIR FERDAMENN Við höfum látið okkur dreyma um ríka og eyðslusama ferðamenn. Þeir hafa ekki látið svo lítið að koma. Landið virðist ekki freista neins nema þýskra bamakennara og fátækra náms- manna með bakpoka. Þetta fólk tímir ekki að kaupa mjólk héma heldur lifir á sömu femunni og það keypti um borð í Norrpna. SKÁKIN Við höfum lengi vonast eftir stórsigmm í skákinni, aðeins tal- ið það tímaspursmál. En því fleiri sem smásigramir verða því minni fullnægju veita þeir. Og fimm til sex stórmeistarar í milli- þyngdar-flokki er ekki það sem þjóðin telur sig eiga skilið. F1SKELDI, LODDÝR OGORKA Hvílík vonbrigði. Ef fyrirheit- in um fiskeldið, refi og stórfellda orkusölu hefðu ræst værum við rík og hamingjusöm. I staðinn misstum við hálfpartinn trúna á að við gætum séð okkur far- borða. Við sáum að okkur lét best að reka myndbandaleigur, sjoppur og sólbaðsstofur. MANNRÉTTINDl Ekki hefur það orðið til að efla sjálfstraust þjóðarinnar að mann- réttindadómstólinn skuli sífellt vera að setja út á lagagreinar sem okkur hafa þótt í hæsta máta eðlilegar, en útlendingar telja að minni á myrkar miðaldir. SÍLDIN Það er ekki nema einn maður sem hefur ennþá trú á sfldinni. Það sýnir kannski best hversu lágt risið er á þjóðinni. Þetta er Jakob Jakobsson. Hann trúir enn á nýtt ævintýri. Aðrir landsmenn eru fullir efasemda. Þá grunar að eftir að sfldin hvarf hafi lágstétta- fólk í Norður-Evrópu vanið sig á að éta annan mat en sfld. Ef sfld- in gengi affur upp í fjörur mundi hún ekki færa þjóðinni annað en kostnaðinn við að fjarlægja hana. SÉRSTARA MEÐAL MODA í raun eru allir nema Stein- grímur Hermannsson hættir að álíta að það sem á við í útlöndum eigi ekki við hér. Hann reyndi að sanna þetta með hagstjóm sinni og allir vita hvemig það endaði. Þrátt fyrir allt erum við ósköp lík öðrum þjóðum. Vandamál okkar eru þau sömu og lausnim- ar þarafleiðandi líka. Við eigum hins vegar erfitt með að sætta okkur við þetta og því sitjum við lengur uppi með vandann en flestar þjóðir. ÓSKAR Það er með Óskarsverðlaunin eins og önnur verðlaun sem við teljum okkur vís. Við missum af þeim á lokasprettinum þegar það á einungis að vera forsmatriði að fara utan og ná í þau. Eftir á verður allt umstangið eitthvað svo hjákátlegt. Eins og kosningavaka kvikmyndagerð- armanna á Púlsinum á mánu- dagsnóttina. Gunnar Smári Egilsson og Egill Helgason

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.