Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 15 starfsemi. Er RLR í stakk búin til aðfjalla um slíkt? „Rannsóknarlögreglan er að rannsaka slík tilvik, fleiri en eitt og fleiri en tvö. Þau verða opin- ber áður en langt um líður.“ Eru það þá dcemi um skipu- legaglœpastarfsemi? „Eg er ekki að segja glæpa- starfsemi — það eru þín orð. Ég er að tala um fjárplógsstarf- semi,“ sagði Bogi. HVAÐ VARÐ UM VIRÐIS- AUKASKATTTNN? Samkvæmt heimildum sem PRESSAN hefur aflað sér virð- ist einnig ljóst að eigendur Bfla- leigunnar Höfða hafi fengið endurgreiddan virðisaukaskatt. Bflaleigur geta fengið virðis- aukaskatt endurgreiddan sem innskatt og samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR mun Úlfari og félögum hafa tekist það. Þannig hafi þeir fengið endur- greiddar um tvær milljónir króna af bflaflotanum sem þó var aldrei greiddur. Hjá Skattstjóraembætti Reykjaness fengust ekki önnur viðbrögð en að engin svör væri hægt að gefa um rannsókn ein- stakra mála. EINN LEPPURINN TELUR AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ SVIKAMYLLA Eins og áður sagði tók Valdi- mar T. Þorvaldsson á sínum tíma að sér að kaupa fjölda bfla íyrir Rúmið. Lfldega hefur hann verið afkastamestur leppa Úlfars í því efni. Valdimar sagði í sam- tali við PRESSUNA að á þeim tíma hefði hann talið að þetta fyrirtæki ætti einhverja framtíð fyrir sér. Nú segist hann hins vegar gera sér grein íyrir að það hafi verið byggt á tómum blekk- ingum. Valdimar sagðist hafa orðið gjaldþrota af þessum sökum og hafi líklega 4 til 6 milljónir króna fallið á hann vegna þess- ara viðskipta. Sumir kaupendanna halda því fram að þetta haft alla tíð verið svikamylla? „Eg get vel trúað því og ég er langt frá því stoltur af þessum viðskiptum. Ef ég hefði verið í aðstöðu til að bæta fyrir það sem ég gerði þá hefði ég gert það,“ segir Valdimar sem kveðst hafa breytt lífsháttum sínum frá því þetta átti sér stað. Síðan þá segist hann engin af- skipti hafa haft af viðskiptum Úlfars. ÚLFAR SEGIR AÐ KAUP- ENDUR RÚMSINS HAFI EKKIGREITT Úlfar segir að þegar hann hafi gengið út úr Rúminu hafi hann gert kaupsamning um að skilinn yrði eftir lager sem var metinn á tvær milljónir króna. „Og síðan voru skilin eftir bréf og annað upp á 4,9 milljón- ir og það ætlaði Rúmið að nota til að greiða bflana með. Það átti fyllilega að dekka greiðslur á þessum bflum. En þeir sem tóku við þessu hafa ekki greitt eins og átti að gera,“ segir Úlfar. Hann vísar semsagt sökinni yfir á Magnús Grétar Gíslason, en ekki tókst að ná tali af honum til að bera undir hann frásögn Úlf- ars. Um leið ítrekar Úlfar að hann hafi farið verst út úr þessum viðskiptum sjálfur og bendir á eigið gjaldþrot því til staðfest- ingar. Éf hins vegar eru skoðað- ar kröfumar við gjaldþrotameð- ferð hans hjá skiptaráðanda í Hafnarfirði kemur í ljós að skuldimar em tilkomnar vegna annarra mála. Má þar meðal annars finna háar kröfur frá bankastofnunum. FJÖLSKRÚÐUGUR FER- ILL í OKRIOG SVHOJM Fyllsta ástæða er til að draga frásagnir Úlfars í efa — sérstak- lega vegna þess hvemig ferli hans er háttað. Eins og áður er komið fram hefur hann verið kærður til RLR vegna þátttöku í málum Innheimta og ráðgjafar. Sömuleiðis vegna afskipta sinna af bflamálinu. Þá er vert að minnast á þá starfsemi sem hann hefur verið hvað þekktastur fyrir. Það eru okurviðskipti. Hann hefur tví- vegis verið ákærður fyrir okur- brot, fyrst 1985 og aftur árið 1989 er hann var dæmdur fyrir að hafa veitt Hermanni Björg- vinssyni peningalán í ein átján skipti. Þótti sannað að Úlfar hefði tekið hærri vexti en lög- legt var. PRESSAN hefur á þeim stutta tíma sem mál Úlfars hafa verið til umfjöllunar rætt við fjölda fólks sem telur sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna hans. Þar kemur hvort tveggja við sögu lánastarfsemi hans og við- skipti við önnur fyrirtæki hon- um nákomin. 1982 hlaut Úlfar einnig dóm í Borgardómi Reykjavíkur fyrir afskipti sín af fyrirtækinu Bjarg- ey hf„ en það varð gjaldþrota 1981. Þá hafa viðskipti annarra fyrirtækja sem honum tengjast vakið athygli. Má þar nefna Isey hf„ Útey hf. og Rolf hf. Virðist ekki einleikið hversu skjótt þau leggja upp laupana eftír að þau fara úr eigu Úlfars. Siguröur Már Jónsson ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni. Sumarið 1990 keypti fyrirtæk- ið Rúmið hf. 13 bíla víðsvegar að. Fyrir þá var greitt með víxlum og skuldabréfum sem reynst hafa verðlaus, en um leið var bílunum komið undan með margvíslegum hætti. Ná- lægt kaupunum hafa komið mörg fyrirtæki og einstakling- ar sem með einum eða öðrum hætti tengjast „viðskiptaveldi“ Úlfars Nathanaelssonar. Þrátt fyrir kærur og fyrirspurnir til Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur engin skipuleg rannsókn farið fram á málinu. Um leið hafa borist margvíslegar upp- lýsingar um viðskiptahætti Úlf- ars sem spanna 30 ára tímabil. EINAR Benediktsson sendiherra er bú- inn aÖ endurheimta Grágás þeirra laganema, sem norskir fé- lagar þeirra stálu í ölæði fyrir skömmu. Þeim norsku var boð- ið á árshátíð laganema og laun- uðu það með því að stela nærri öllum munum íslensku gestgjaf- anna, þ.e.a.s. Grágás, fundar- hamrinum og fundargerðabók- inni. Annars heiði verið nær að senda Ólaf Sigurgeirsson (Óla steika) eftir gæsinni, því það var hann sem jgaf Orator gæsina fyr- ir stuttu. Oli er mikill veiðimað- ur og hefði sjálfsagt ekki látið sig muna um að veiða nýja Grá- gás. En úr gæsahamnum yfir í vaðmálið. Fatafrík vikunnarer FRIÐRIK Rúnarsson, þjálfari Njarðvfk- inga. Friðrik er bamungur þjálf- ari og eiginlega svo ungur að hann ætti ekki að þjálfa nema af því að það gengur svo vel. Þar fyrir utan er hann gífúrlega vel klæddur en hefur Itins vegar engan Uma fyrir heimilisstörfm, segir unnustan. — Til að bæta gráu ofan á svart heldur hann svo eiginlega með hinu liðinu. Enn einn eiginleiki hans birtist á sjónvarpsskjánum þar sem hann klippti gullkortið hans Þor- steins Gunnarssonar aikitekts, sem var að leika í Mcijas. En nú er fegurðardrottningavertíðin og hún RAGNHILDUR Sif Reynisdótir er fegurst Reykjavíkurmeyja þetta árið. Ragnhildur reyndist í bestri þjálfun og átti auðvelt með að koma fram bæði í sundbol og ballkjól og það jafnvel þótt hún yrði að gera það tvisvar. Það er annars einkennilegt að það hitt- ist aldrei svo á að fegursta stúlk- an sé líka besta ljósmyndafyrir- sætan. Það er skiljanlegra að hún skuli aldrei vera kosin vin- sælasta stúlkan. En annar ís- lendingur sem á við svipað vin- sældavandamál að sm'ða er PÁLL Pétursson, sem satt best að segja er dálítið villuráfandi þessa dag- ana. Bæði það að Framsókn er ekki lengur við völd og einnig það að norrænt samstarf er í hættu. Það er ekki nema von að Páli þyki tilveru sinni ógnað, því hann cr jú norrænt samstarf í hnotskum —já, jafnvel í sinni fegurstu mynd. Með öðmm orð- um; veldissól Páls er að hníga til viðar eftir að hafa á tímabili náð yfir fimm tímabelti. Um tíma héldu mcnn jafnvel að skand- inavíska Páls yrði að heimsmáli, en líklega mun hún bara heyrast á Höllustöðum f framtíðinni. Um leið mun Páll skrifa trega- fullar greinar um norrænt sam- starf í Tímann svo lengi sem báðir lifa.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.