Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2APRÍL1992 13 Hjón með tvö börn GHAGRÆTT HÁLFA MILLJÓN AADSKIU Vegna þeirra styrkja sem ein- stæðir foreldrar njóta frá Trygg- ingastofnun, skattinum, dagvist bama og Lánasjóði íslenskra námsmanna hafa hjón mikinn hag af því að skilja á pappírun- um og fá þessa styrki. Hann get- ur numið tæplega 50 þúsund krónum á mánuði og vel rúm- lega hálfd milljón á ári. Það er þekkt staðreynd að fólk hefur brugðið á þetta ráð. Eins er það algengt að einstæðir foreldr- ar sem fara í sambúð haldi áffam að vera einstæðir á pappírunum. Það fylgir því einfaldlega of mikið tekjufall að gefa eftir styrkina til einstæðra foreldra. VELÞEKKTSVINDL Fyrir skömmu gekk hópur fólks á fund nokkurra ráðherra og greindi þeim ffá því hvemig fólk hefði misnotað stuðnings- kerfi einstæðra foreldra. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, að- stoðarmanns Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra, mun fjármálaráðuneytið skoða þessi mál á næstu vikum. Steingrímur benti hins vegar á að fátt væri til vamar fyrir kerfið. Það gæti reynst þungur róður að sanna sambúð á fólk sem vildi ekki gera hana opinbera. Bergur Felixson hjá Dagvist barna sagði að sitt starfsfólk yrði alltaf vart við að fólk sem væri í sambúð nyti kjara á við einstæða foreldra. Dagvist barna væri hætt að reyna að gera eitthvað í þeim málum fyrir utan hvað forstöðumenn dagheimilanna reyndu að tala um fyrir fólki. Ef það léti ekki segjast væri ekkert hægt að gera. Sömu sögu sagði starfsfólk Lánasjóðs íslenskra náms- manna og Tryggingastofnunar í samtölum við PRESSUNA. Það sagði alla þekkja dæmi af svona sambúð sem ekki væri til á pappírunum. SKILNAÐUR EYKUR TEKJURNAR UM 28 ÞÚS- UND En hvaða hag hefur fólk í sambúð af að skilja? Tökum fyrst dæmi af hjónum með tvö böm sem hafa sitthvorar 90 þúsundimar í mánaðarlaun. Annað bamið er yngra en sjö ára og eldra bamið ekki enn orðið sextánára. Hjónin hafa samtals 180 þús- und krónur í tekjur af vinnu sinni. Þau fá rúmlega 65 þúsund krónur á ári í bamabætur eða 5.447 krónur á mánuði. Auk þess fá þau 40.500 krónur í bamabótaauka og það gerir um 3.376 krónur á mánuði. Með þessu verða tekjur hjón- anna tæplega 189 þúsund krónur á mánuði. Ef hjónin ákveða að skilja verða atvinnutekjur þeirra þær sömu eftir sem áður. Bamabætur þess sem heldur bömunum hækka hins vegar upp í tæplega 167 þúsund krónur á ári eða um ! 3.882 krónur á mánuði. Bama- mæðra- eða feðralaunum eru samanlagðar tekjur hinna frá- skildu hjóna orðnar rúmlega 217 krónur á mánuði. Það er 28.360 krónum meira en þau höfðu milli handanna áð- ur en þau skildu. A einu ári gerir þessi mismunur rúmlega 340 þúsund krónur. UM TUTTUGU ÞUSUND- UM MINNA í DAGVIST FYRIR BARNIÐ En með þessu er ekki öll sag- an sögð af þeim hag sem hjónin hafa af því að skilja á pappírun- um. Samkvæmt reglum um dag- vist hafa einstæðir foreldrar for- gang að gæslu á dagheimilum. í raun þýðir þetta að þeir fá einir inni með bömin sín, þar sem dagheimilispláss er mjög af skomum skammti. Hagur hjóna af skilnaði HJÓN MEÐ TVÖ BÖRN Atvinnutekjur Frá skattinum ....180.000 kr. 8.823 kr. ALLS: ...188.823 kr. FRÁSKILIN HJÓN MEÐ TVÖ BÖRN: Atvinnutekjur 180.000 kr. Frá skattinum 24.993 kr FráTryggingastofnun Niðurgreidd barnagæsla 12.191 kr. 19.600 kr. ALLS: ...236.784 kr. TEKJUAUKI EFTIR SKILNAÐ:.. ...575.532 kr. á ári bótaaukinn vex einnig og verður rúmlega 133 þúsund krónur á ári eða 11.111 krónur á mánuði. Þessu til viðbótar fær síðan sá sem heldur bömunum mæðra- eða feðralaun frá Trygginga- stofnun. Þau em með tveimur bömum 12.191 króna á mánuði. Sá sem hefur forræðið fær einnig meðlag frá fyrmrn maka sínum, en þar sem makinn greið- ir það fellur það niður í þessum útreikningi. Plúsinn er jafnstór og mínusinn. En með atvinnutekjum, bamabótum, bamabótaauka og Gjald fyrir eitt bam á dag- heimili tyrir einstætt foreldri er 8.600 krónur á mánuði. Hjón sem hafa bam í gæslu hjá dag- mömmu þurfa hins vegar að borga allt upp í 28.200 krónur. Ef einstætt foreldri fær ekki inni á dagheimili með bam sitt og þarf að leita til dagmömmu greiðir Dagvist bama mismun- inn á 8.600 krónum og 28.200 krónum. Einstætt foreldri þarf því aldrei að borga meira fyrir gæslu bamsins en þessar 8.600. Eins og áður sagði eiga hjónin í dæminu hér að ofan tvö böm, þar af er annað það ungt að það þarfnast gæslu. Fyrir skilnað þurfa þau að greiða 28.200 krón- ur fyrir gæsluna. Þau höfðu 189 þúsund krónur í mánaðartekjur. Eftir að þau hafa greitt gæslu fyr- ir bamið sitt eiga þau 160.800 krónur eftir. Ef þau skilja lækkar kosmað- urinn vegna gæslunnar hins veg- ar um 19.600 krónur. Tekjur hjónanna efitir skilnað vom eins og áðursagði 217 þúsund krónur á rnánuði. Eftir að dagvistar- gjaldið hefur verið greitt halda þau eftir 208.400 krónum. Mismunurinn fyrir og eftir skilnað er nú kominn í 47.600 krónur á mánuði. Það em rúm- lega 570 þúsund á ári. NAMSMENN BÆTA LIKA STÖÐUNA VIÐ SKILNAÐ Tökum dæmi af öðmm hjón- um. Annað hjónanna er í námi og á rétt rúmíega 48 þúsund króna láni samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra náms- manna. En þessar 48 þúsund krónur em hámarkslán og skerð- ast ef viðkomandi námsmaður hefur eigin tekjur umfram það sem nemur þessari sömu upp- hæð á meðan hann er í fríi frá námi. Sömuleiðis skerðist lánið ef hann hefur tekjur af vinnu með námi. Og það skiptir máli í þessu dæmi; lánið skerðist jafn- framt ef maki námsmannsins hefur tekjur umfram þessa upp- hæð. Ef námsmaðurinn á bam verður hámarkslánið 60.076 krónur og ef hann á tvö böm get- ur hann fengið 72.092 krónur í lán. Þessar upphæðir eru jafn- framt það hámark sem sumar- tekjur námsmannsins mega verða án þess að lánið skerðist. Ef maki námsmannsins hefur 90 þúsund krónur á mánuði, eins og bæði hjónin í dæminu hér að ofan höfðu, skerðist lán makans sem er í nárni. Samanlagðar at- vinnutekjur annars makans og námslán hins verða því ekki nteiri en um 145 þúsund krónur ef hjónin eiga tvö böm. Ekki nema hjónin ákveði að skilja á pappírunum. Ef námsmaðurinn heldur Fólk sækir í styrki til einstæðra foreldra Hjón með tvö börn geta bætt hag sinn um hálfa milljón á ári með því að skilja á pappírunum og fá með því þá fjárhagsaðstoð sem einstæðum foreldrum er ætluð. Það er alkunn staðreynd meðal þeirra sem til þekkja að fólk svindlar með þessum hætti á kerfinu. bömunum hækkar lán hans upp í rúmar 96 þúsund krónur. At- vinnutekjur hins haldast óbreytt- ar. Samanlögð innkoma vegna vinnu og námslána verður því um 186 þúsund krónur á mánuði eða um 41 þúsundi meira en áð- ur en hjónin ákváðu að skilja. LITIÐSEM RIKIOG SVEITARFÉLÖG GETA GERT TIL VARNAR Eins og sjá má af þessum dæmurn em það verulegar upp- hæðir sem hjón geta fengið með því að skilja á pappírunum. Á sama hátt sýna þessar upphæðir hvað einstætt foreldri tapar á því að skrá sig formlega í sambúð. Það er því ef til vill ekki furða þótt þess séu mörg dæmi að fólk snúi með þessum hætti á kerfið. Og eins og Steingrímur Ari benti á er fátt sem ríki og sveitar- félög geta gert. Fyrir fáeinum ár- um sendi sænska ríkið vegna samskonar vanda út fyrirspuma- lista til fólks til að kanna raun- verulega hjúskaparstöðu þess. Þessi listi varð tilefni til hat- rammra árása á ríkisvaldið fyrir persónunjósnir og hann skilaði engum árangri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.