Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 02.04.1992, Blaðsíða 29
AÐ KOMA BEINT AÐ EFNINU í BÆN Bænir þurfa ekki að vera langar og flóknar og það að biðja til Guðs þarf ekki að taka mikinn tíma (enda má svo sem segja að enginn eigi að vera það tímabundinn að hann hafi ekki tíma til að ræða við Guð sinn). Bænir geta allt eins verið einfaldar og kom- ið beint að efninu. Samanber þessa borðbæn — sem er að finna í Ferm- ingarkveri séra Páls Pálssonar — og hljóðar svo: Guð blessi matinn. I Jesú nafni. Amen. AFMÆU KIRKJUNNAR Guð telst hafa stofnað kirkjuna. Það gerðist á hvítasunnunni og því má segja að kirkjan eigi í raun afmæli á hvítasunnunni. Fyrsta hvítasunnu- daginn voru lærisveinar Jesú saman- komnir, þá sendi Guð þeim Heilagan anda og kirkjan var ( raun stofnuð. Biblían lýsir þessum atburði þannig: Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvem og einn þeirra. Þeir fylltust allir heil- ögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. PÉTUR POSTUU FYRSTIBISKUPINN Árið 2000 verða kirkjan og kristin- dómurinn 2000 ára. Þá verður einnig 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Is- landi. Árið 2000 verða liðin 460 ár frá því siðbótin svokallaða eða lút- BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar herskan kom til sögunnar. Jesús stofnaði kirkjuna en hann fól Pétri postula fyrsta leiðtoga- og forystu- hlutverkið í henni. Embætti Péturs var í raun biskupsembætti og því má segja að Pétur postuli hafi verið fyrsti biskup kirkjunnar. DYMBLAR TIL AD DEYFA HLJÚÐ Kirkjan hefur sitt sérstaka ár, svo- kallað kirkjuár. Kirkjuárið hefst með jólaföstu eða aðventu fjórum sunnu- dögum fyrir jól. Aðalhátíðir kirkju- ársins eru þrjár; jól, páskar og hvíta- sunna. Vikumar sjö fyrir páska nefn- ast einu nafni fasta. Pálmasunnudag- ur er ávallt síðasti sunnudagur fyrir páska. Með pálmasunnudegi hefjast bænadagar eða dymbilvika. Orðið dymbill er þannig til komið að forð- um daga tóku menn málmkólfana úr kirkjuklukkunum og settu trékólfa í staðinn til að klukknahringingamar röskuðu ekki ró manna eða yrðu of háværar í dymbilvikunni. I.N.R.I. Á krossinum sem Jesús var kross- festur á var latneska skammstöfunin I.N.R.I. Það þýðir: Jesus Nazarenus Rex Judaeorum eða Jesús frá Nasar- et, konungur gyðinga. Þetta vom þær sakargiftir sem Pílatus lét skrá á krossinn og fyrir þetta var Jesús krossfestur. Skammstöfunin I.H.S. er sömuleiðis latnesk og stendur fyrir: Jesus Hominum Salvator eða Jesús, frelsari mannanna. Ertu að missa afódýrustu fermingar myndatökunni ? 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.