Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 F Y R S T HALLDÓR V. SIGURÐSSON. Fer til Brussel aö endurskoöa hjá NATÓ. SIGURÐUR PÓRÐARSON. Ekki ólíklegur kandídat í embætti Halldórs. HALLDORA LEIÐ TIL NATÓ Það er frágengið nema að forminu til að Haildór V. Sig- urðsson ríkisendurskoðandi taki við starfi endurskoðanda NATÓ með aðsetur í Brussel. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa I. ágúst. Staða hans hefur ekki ver- ið auglýst laus til umsóknar, en fastlega má gera ráð fyrir að einn umsækjenda verði núverandi vararíkisendurskoðandi, Sig- urður Þórðarson. Sigurður er gamalreyndur í kerfinu, fyrrum skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu og hefur gegnt starfi númertvö hjá Ríkisendurskoðun ífá því stofnunin var færð undir Alþingi. Hann er löggiltur end- urskoðandi, en reyndar mennt- aður sem loítskeytamaður. Hann hefur verið helsti tengiliður Rík- isendurskoðunar og fjárlaga- nefndar þingsins. SÆGREIFAR A SKÓLABEKK Helstu forystusprautur sjávar- útvegsins hafa verið að saftia sér púðri til að nota í harðnandi átökum um framtíð fiskveiði- stjómunar. Um síðustu helgi settust á skólabekk í fiskihag- fræði og stjómkerfi fiskveiða meðal annarra þeir Einar Odd- ur Kristjánsson, formaður VSÍ, Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ, Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiski- mannasambandsins, og Arthúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda. Námskeiðið var á vegum end- urmenntunardeildar Háskólans undir handleiðslu Rögnvaldar Hannessonar, prófessors í Björgvin, og Ragnars Árna- sonar, prófessors í fiskihag- fræði. Af öðmm nemendum má nefna þau Helga Hallvarðsson skipherra, sérstakan vemdara Nýfundnalandsþorsksins, og Agnesi Bragadóttur, sem væntanlega var sérstakur útsend- ari veiðileyfasinnanna á Mogg- HRAFN LÆTUR SVERFA TIL STÁLS Lögfræðingur Hrafns Gunn- laugssonar hefur sent ritstjómm Helgarblaðsins bréf þar sem er hótað málsókn vegna greinar sem birtist í öðm tölublaði Helg- arblaðsins. Er farið fram á að birtar verði viðamiklar leiðrétt- ingar og á jafnáberandi stað í blaðinu og hin upphaflega grein. Ef ekki verði orðið við þessum kröfum komi til málsókn. Undir yfirskriftinni „Ofríki Hrafns“ var umrædd grein for- síðuuppsláttur Helgarblaðsins 14. febrúar og birtist í miðopnu blaðsins. Greinin var skrifuð í kjölfar deilna vegna úthlutunar Kvikmyndasjóðs og klofnings í Samtökum kvikmyndaleik- stjóra, sem einnig var fjallað um hér í PRESSUNNI. Höfundur greinarinnar var Sigurður Á. Friðþjófsson, ann- ar ritstjóri Helgarblaðsins. í henni var fjallað vítt og breitt um umsvif og ítök Hrafns og meðal annars staldrað við úthlutanir Kvikmyndasjóðs til hans, völd hans í stofnunum sem tengjast kvikmyndagerð og meint nátt- úmspjöll sem orðið hafi af hans völdum. Hrafn sagði reyndar í viðtali við DV á dögunum að fréttir af slæmri umgengni hans úti í nátt- úmnni væm hreinn misskilning- ur og einnig rógburður óvildar- og öfundarmanna. Þar kvaðst hann einnig undirbúa málaferli á hendur nokkmm aðilum vegna þessa. &■ F R E M S T BJARNI ÓSKARSSON MEÐ BÍLSKÚRSÚTSÖLU Bjarni Óskars- son veitingamaður auglýsir að hann hafi „fullan bílskúr" af veitingavömm til sölu á heimili sínu Mosfellsbæ. Auglýs- ing þessi vekur eink- um athygli í ljósi þess að hann hefur misst að minnsta kosti tvö hlutafélög um veitingarekstur í gjaldþrot og var sjálf- ur gerður upp sumar- ið 1990. Bjami auglýsir í smáauglýsingadálk- um DV: „Veitinga- og verslunarmenn. Fullur bílskúr af hin- um ýmsu tækjum, t.d. sjóðsvélar, poppkomsvél, gufusuðupottar, ofnar, snitselvél, hamborgara- pönnur oil. o.fl." Gjaldþrot Matkerans, Ópem og Bjama sjálfs vom upp á 63 milljónir að núvirði, en ekki fúnd- ust eignir upp í kröfur. Síðan hefúr Bjami verið viðloðandi rekstur Berlínar. Núverandi eigandi staðarins er Bikar hf„ en þar situr einmitt í stjóm eiginkona Bjama. í bílskúr þessa húss auglýs- ir Bjarni Óskarsson að veit- ingavörur séu til sölu. En hvaðan komu tækin í bílskúmum? Fann Bjami vömr sem fulltrúum skiptaréttar sást yfir? „Nei, það er alrangt," segir Bjami. „Þetta er einfaldlega ýmiss konar dótarí sem safnast hefúr upp í rás tímans, sem ég og aðrir eiga, en stendur nú til að losna við. Maður hefur verið að braska með svona drasl og ekkert ólöglegt við það. Þama er meðal annars ýmislegt sem féll til þegar verið var að innrétta Berlín.“ JON ARASON END- URBORINN? Loki heitir klúbbur eða eins konar málfundafélag karla sem hafa gaman af að tala. Félags- skapurinn kemur saman annað veifið og ræðir ýmisleg þjóð- þrifamál. Um síðustu helgi hitt- ust Lokamenn og hlýddu á Örn- ólf Árnason sem hafði fram- sögu um kolkrabbann svokall- aða og ítök hans í íslensku þjóð- lífi, en um það eíni hefur Ömólf- ur skrifað heila bók. Var gerður góður rómur að máli Ömólfs og vom flestir sem tóku til máls sammála um að þyrfti að setja lög til höfuðs ein- okun og fáveldi. Thor Vilhjálmsson fór þó út í nokkuð aðra sálma. Hann talaði af mælsku um þá vá sem steðj- aði að íslendingum í líki Evr- ópubandalagsins og útmálaði það svörtum litum. Og þar eign- aðist Hörður Sigurgestsson, Eimskipafélagsforstjóri og meintur höfuðpaur kolkrabbans, nokkuð óvæntan bandamann þegar Tltor sló því fram að kannski væri Hörður okkar helsta von gegn þessu erlenda valdi, eins konar Jón Arason nútímans. Ekki mun neinn hafa heyrst andmæla þessu, að minnsta kosti heyrðust ekki þau mótrök að Evrópubandalagið væri helsta von Islendinga gegn kolkrabb- anurn Herði Sigurgestssyni. Það má svo fljóta með, svona í ffamhjáhlaupi, að Thor er ekki alveg ókunnugur innviðum Eimskipafélagsins, því faðir hans, Guðmundur Vilhjálms- son, var þar forstjóri forðum tíð. STUDENTAR MATU- LEGA HLIÐHOLLIR HOMMUM OG LESBÍUM Tveir nemendur í félagsvís- indum, Marteinn Tryggvason og Bryndís Kjartansdóttir, hafa gert könnun á viðhorfum háskólastúdenta til homma og lesbía. Þar kemur meðal annars fram að konur séu jákvæðari gagnvart slíku fólki en karlar og einnig skipti máli hvort viðkom- andi þekki einhvem úr hópi homma og lesbía. Könnunin var gerð í Ijórum deildum, félagsvís- indadeild, guðfræðideild, laga- deild og verkfræðideild. Ekki kom fram marktækur munur á viðhorfum milli deilda, en þó voru nemendur í félagsvísinda- deild öllu jákvæðari í garð sam- kynhneigðs fólks en nemendur í guðífæðideild. Spurt var hvort samkyn- hneigðir ættu að njóta sömu rétt- inda og gagnkynhneigðir og voru 90 prósent aðspurðra þeirr- ar skoðunar. Hins vegar töldu 67 prósent þátttakenda að samkyn- hneigðir ættu ekki að fá leyfi til að ættleiða böm, en aðeins 13 prósent töldu að svo mætti vera. Einnig kom ffam að um 32 pró- sent stúdenta töldu að samkyn- hneigðir ættu ekki að fá að ala upp sín eigin böm. Um 19 prósent töldu að ekki ætti að leyfa samkynhneigðum að skrá sig í sambúð og 47 pró- sent töldu að ekki ætti að leyfa þeim að ganga í hjónaband. I könnuninni var einnig spurt hvort stúdentum þætti kyn- hneigð homma og lesbía eðlileg. Rúmlega 52 prósentum fannst samkynhneigð óeðlileg. Þar af sögðu 70 prósent að hún stríddi gegn lögmálum náttúmnnar, en 10 prósentum fannst samkyn- hneigð ekki samræmast trúar- skoðun sinni. RAGNAR ÁRNASON. Kennir sægreifum fiskveiðistjórnun. KRISTJAN RAGNARSSON. Situr á skólabekk með Einari Oddi og Agnesi Bragadóttur. HRAFN GUNNLAUGSSON. Vill leiðréttingu en fer ella í mál við Helgarblaðið. THOR VILHJÁLMSSON. Varpaði því fram að þjóöin gæti átt sér skjól í Herði. HÖRÐUR SIGURGESTSSON. Er honum ætlað svipað hlutverk og Jóni Arasyni? SVEINBJÖRN BJÖRNSSON. Háskólastúdentar hafa blendnar tilfinningar í garð homma og lesbía. Geturðu ekki tekið að þér að versla fyrir fólk? „Ég heffengið fyrirspurnir um það fráfólki hvort það megi koma með mér að versla því verð virðist vera lœgra þegar ég kem. Fara hara hópferð. “ ísak Örn Sigurösson, blaöamaður á DV, hefur komiö upp um þann leik Miklagarösmanna aö lækka verð á matvöru fyrir verökannanir blaösins og hækka þaö á ný aö könnunum loknum. af tittlingaskít LÍTILRÆÐI Allur hinn siðmenntaði heim- ur, og jafnvel ltka vanþróaðir, binda gífurlegar vonir við ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin verður í Ríó de Janeiro 3.-14. júní í sumar. Ráðstefnufulltrúar munu verða eitthvað um tíuþúsund, en ef aðstoðarmenn og konur, um- hverfisvemdarsinnar, þrýstihóp- ar og eiginkonur em taldar með má reikna með einhverjum tugum þúsunda sem allir þurfa að láta ljósið sitt skína um um- hverfismál almennt eða í þrengri skilningi. Kostnaður við að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu er, eftir því sem umhverfis- málaráðherra kemst næst, „tittl- ingaskítur". Tittlingaskítur er semsagt forsenda þess að hægt sé að sækja þessa ráðstefnu og telst því vistvænn. Á undirbúningsfundi í New York á dögunum var borin firam tillaga um að bann yrði sett á veiðarfæri sem væru hættuleg umhverfi sínu og voru reknet þar sérstaklega tilgreind. Flutningsmenn tillögunnar munu hafa gefið sér það að nánasta umhverfi veiðarfæra væm fiskamir í sjónum. íslendingar beittu sér gegn þessari tillögu og töldu öngvan- veginn sannað að reknet væm hættuleg umhverfi sínu. Þá settu Bandaríkjamenn inní homklofa ákvæði um bann við að sturta geislavúkum úrgangi í sjó og töldu að þras um það mætti bíða betri tíma. Hinsvegar þótti brýnna að einbeita sér að rannsóknum á hugsanlegum leiðum til úrbóta á þeim vanda sem samfara er aðferðum við dreifingu drykkj- arvatns til vanþróaðra. ísland flutti tillögur um umhverfisvemd á höfunum í styijöldum og munu þær tillög- ur studdar þeim rökum að hkur séu á því að kjamorkukafbátar og aómsprengjur gætu undir vissum kringumstæðum ógnað umhverfinu, ekki síður en reknet. Og auðvitað er bakþankinnn í þessum tillögum sá að aðkall- andi sé að beina því til þeirra sem hyggja á taugagas-, sýkla- eða kjamorkustyijöld, að ganga snyrtilega um, taka til eftir sig og umfram allt að eyða ekki ósonlaginu með úðabrúsum. Þessar tillögur fslendinganna fengu lítinn hljómgrunn á undir- búningsráðstefnunni í New York og fulltrúar nokkurra at- kvæðamestu ríkjanna lýstu því yfir að gereyðingarstyrjaldir yrðu ekki á dagskrá á umhverf- isráðstefnunni í Brasilíu og þá væntanlega vegna þess að gereyðingarstyrjaldir og um- hverfisvemd em, að þeirra dómi, óskyldir hlutir. Það sem íslendingar munu leggja megináherslu á, á ráð- steíhunni, er að hvetja til þess að í stað kola, olíu og jarðgass verði heimsbyggðin rafvædd með orku fallvatna og híbýli jarðarbúa hituð upp með hvera- vatni. Hvergi á jarðkringlunni munu unnin hrikalegri umhverfisspjöll en í Brasilíu og til gamans má geta þess að í Ríó de Janeiró em utangarðsböm leidd kerfisbund- ið tíl slátmnar. Það er því vafalaust vel við hæfi að heiðra Brasilíumenn með því að efita þar til þessarar stórmerku ráðstefnu um aukna náttúmvemd og umhverfisbæt- ur. Og vonandi tekst íslensku fúlltrúunum, eiginkonum þeirra og fylgdarliði að sannfæra þing- heim um það að reknet séu ekki bara hættulaus umhverfi sínu, heldur beinlínis vistvæn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.