Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15.APRÍL1992 31 og velti fyrir mér hvemig ég gæti nálgast efnið. Það byrjaði með því að textinn varð smátt og smátt til í kollinum á mér, en fræið liggur hins vegar hjá Magnúsi Tómassyni. Þetta rímar svolítið við verk eftir hann sem var á kirkjulistasýningu á Kjar- valsstöðum. Mig minnir að það hafi heitið „Handhæga settið“, þar voru gaddavírskóróna og þrír naglar í svona handhægri tösku. Útfærslan kristallaðist svo einhvem veginn milli íyrirsagn- arinnar og naglanna þriggja. Þama em form sem maður kannast við úr kirkjum, naglam- ir minna kannski svolítið á ljósa- stiku, og svo er það talan þrír, heilög þrenning er þríein og það vom reknir þrír naglar í líkama Krists á krossinum. Ég tók þetta verkefni alvarlega og fannst þetta smella vel saman að lokum.“ Magnús Þór Jónsson 7 „Ég hafði heyrt það í kringum mig að margir ættu í miklum þrengingum, fólk væri að stytta sér aldur, og vildi finna ein- hverja leið til að nálgast það efni. Því stilli ég annars vegar upp þessu umferðarskilti úr nú- tímanum og hins vegar þessu gamla riti. Með þessu móti er kannski hægt að komast nær því að festa nafnið á Biblíunni í huga þeirra sem eiga bágt og eins genir umferðarskiltið sjálft — vegur sem þrengist — minnt á þennan boðskap. Þama nota ég líka 23. Davíðssálm sem er vin- sæll og veitir mikla huggun. Annars hefur kirkjan nánast ekkert notað þær aðferðir sem við notum til að ná til fólks í nú- tímanum. Það hafa verið afskap- lega stífar reglur um hvað má og hvað má ekki á því sviði. Það er alveg ástæðulaust; auðvitað ætti kirkjan að nota sömu aðferðir og em almennt notaðar til að tala við fólk, til að ná sambandi við það.“ 'Jnri < '/■• tf'ú r,Á-/.-,i? /.•srt.?.r,/cr//r)/,'/,,.?,} Á , v. v/v /,,/h' t„■/■/,) Sverrir Björnsson 8 ekki nauðsynlegt fyrir kirkjuna að taka sig alltaf svo hátíðlega." Jakob Jóhannsson 10 „Það hefur löngum verið dregin upp dálítið einhliða mynd af Biblíunni, klisjukennd mynd, hálfgerð helgislepjumynd. Ætli ég sé ekki að reyna að slá á þetta og vekja athygli á því að Biblían er fjölbreyttari bók en margur heldur og meira spennandi. í staðinn fyrir að nota þennan venjulega helgislepjutón ákvað ég að taka þveröfugan pól í hæð- ina og vekja athygli á því sem menn eiga síst von á að Biblían standi fyrir. Það þarf ekki að leita lengi í Biblíunni til að ftnna allt það sem nefht er í auglýsing- unni. Svo er þama líka leikur að annarri klisju, jólabókinni sem alltaf er verið að tala um; náttúr- lega er Biblían jólabókin og eng- in önnur bók. Svo hefði verið hugsanlegt að gera aðra auglýs- ingu til mótvægis við þessa. Þar hefði líklega verið minnst á kær- leikann og fleira í þeim dúr. Ætli auglýsingamar hefðu þá ekki birst til skiptis." í okkur en líkamlegar þarfir og aðrar þarfir sem em auglýstar og keppst er um að uppfylla. Þessi auglýsing mín vísar á vissan hátt í nýöldina, ég geri mér í hugar- lund hver útkoman yrði ef kirkj- an færi að beita sömu brögðum og þeir í nýaldarhreyfingunni. Það vakti fyrir mér að setja smá- húmor f þetta, enda er kannski „Frá mínum sjónarhóli er full alvara í þessu. Ég er ekki að fífl- ast, þótt einhverjum kunni að virðast það við lýrstu sýn. Ég geng út frá þeirri spumingu hversu langt sé hægt að ganga í auglýsingamennsku í sambandi við kirkjuna, hvað kirkjan geti slegið á létta strengi áður en far- ið er yfir strikið, hvar séu mörk- in áður en fólk tekur að móðg- ast. Það sama gildir um slagorð- ið „Þjóðkirkjan - trúlega best“, Ólafur Pétursson 9 , J>essi stofnun sem kemur fram þama á sýningunni er nátt- úrlega ekki til. Til að hún yrði eitthvað í líkingu við þetta þyrftu 'að verða talsverðar breytingar hjá kirkjunni. Auglýsingamar eiga semsagt ekki við þá stofhun sem við þekkjum í dag, en hins vegar þætti mér ekkert mæla á móti því að kirkjan auglýsti sig með einhveijum svona hætti. Þetta gefur ákveðna vísbendingu um það í hvaða átt hún gæti far- ið. Auglýsingar sem höfða til andlegrar leitar fólks eiga auð- vitað fullan rétt á sér, enda eru andlegar þarfir ekki síður sterkar VIÐ HRUM STAÐRÁÐIN IAÐ AUKA KIRK) USÓKN LANDSMANNA OG BKITATIl. !*ESSÖLLUMTILTÆKUM RÁOUAL ... Vegna þen að við viturn að 4 %ímu*r oq svatmaeUíMaK « tr.ikilvaegt \alna ðndHegum uytk tU «6 ni að vnúa vöt« í ióku. fyrvt oVkut tðkit búð út kseppu etum vlð jéfpJart itTi bO# tú hagsaeíd Spuimng um við beirum amlle^um ktöflu»i ~$Z ÞJOOKIKKÍAN BARNAMORÐ SIFJASPELL KROSSFESTÍNG H Ó R D Ó M U R FJÁRSVIK NAUÐGANHR DROTTINSVIK FRAMHJÁHALD ' IU M sem er svoh'tið á mörkunum og gæti virkað á ýmsa sem sprell. En ég er þeirrar skoðunar að ef kirkjan færi á annað borð út í að auglýsa sig ætti hún að taka skrefið til fúlls og leyfa sér jafh- vel að nota gam- ansemi til að auka aðdráttarafl sitt.“ K Y N L f F JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hjónalíf Hjónalíf er eitt af þessum gömlu orðum, voða indælt, hlýlegt og sakleysislegt. Eitt sinn kom út bók hér á landi með samnefndum titli og fjall- aði hún um samlíf hjóna. Fast „Algengur mis- skilningur hjá pari er að kynlíf- ið verði bara gott af sjálfu sér. A einhvern undraverðan hátt veistu bara allt í einu allt sem þú þarft að vita um kynlíf um leið og hringurinn er dreginn upp á baugfingurinn. Því miður, þetta er ekki svona einfalt...“ samband — hvort sem um er að ræða hjónaband, sambúð eða elskhugasamband — er það samskiptaform þar sem leyfilegt er að fá kynferðisleg- um þörfum sínum fullnægt. Okkur gengur samt misvel að fá þarfir okkar uppfylltar í nán- um samböndum. Algengur misskilningur hjá pari er að kynlífið verði bara gott af sjálfu sér. A einhvem undraverðan hátt veistu bara allt í einu allt sem þú þarft að vita um kynlíf um leið og hringurinn er dreginn upp á baugfingurinn. Því miður, þetta er ekki svona einfalt. Það er engin furða að fjölskylduráð- gjöf kirkjunnar skuli hafa komið auga á að óleyst kynlífsvandamál geti ein sér eða ásamt öðmm vanda rústað nánum samböndum. Ástæðan fyrir því að hringur er settur á baugfingur er sú að í gamla daga var álitið að bein braut lægi frá baugfmgri til hjartans. Það er verið að tengjast hjart- anu við þessa athöfn. Hjartað virðist samt verða útundan þegar við búum okkur undir lífið. Við emm harla fáfróð hér á landi um forvamargildi hjónalífsfræðslunnar. Við emm skikkuð til að taka bílpróf til að aka um á blikkbeljum svo umferðarsamskiptin gangi snurðulaust fyrir sig, við öflum okkur jjekkingar ef við ætlum að reka fyrirtæki en við gerum nákvæmlega ekki neitt þegar við stofnum lífstíðar- „fyrirtækið“ hjónaband. Margar orsakir er hægt að tína til sem valda þessari skiln- ingstregðu. Allt of margir em haldnir rómantískri glýju þegar kemur að „hjónalífinu“ „Bara ef hann/hún elskar mig þá verður allt í lagi.“ Það er tími til kominn að „byrgja brunninn áður en hjónin detta ofan í“ svo ég snúi nú út úr orðatiltækinu eins og Bibba kellingin. Rómantíski hugsun- arhátturinn í hjónalífi hefur engu bjargað. Það að verða ástfanginn og vilja deila lífinu með annarri manneskju gerir þig ekki sjálfkrafa að góðum elskhuga eða ófeimnari við að tjá langanir þínar. Við þekkjum of mörg tilvik þar sem pör hafa slitið föstu sambandi þrátt fyrir mikla ást hvort til annars. Óskýr kynhlutvcrk eða rétt- ara sagt endurskoðun þeirra hefur líka spillt fyrir í sumum samböndum. Parið er þá ósátt við hlutverk sitt sem karls og konu í sambandinu. Karlinn fer í vöm um leið og hún minnist á kúgun kvenna eða hún í fýlu ef hann segir að hún geti sjálf skipt unt dekk á bílnum. Jafn- réttisfyrirbærið er orðið að vopni í höndunum á báðum. Óraunsæjar væntingar til kynlífsins em firekar algengur efniviður hjónalífsvonbrigða. Reyndar misskilja sumir aukna umræðu um „betra kynlíf‘ á þann hátt að bólfarir geti aldrei verið misgóðar. Þær eigi bara að verða betri og meira full- nægjandi. En eins og með aðra ntannlega reynslu lærir fólk um kynh'fið út frá andstæðum. Til að takast á við kynlífskvíða er nauðsynlegt að þekkja hvenær slíkur kvíði lætur á sér kræla. Fyrst þá er hægt að draga úr honum og stuðla að slökun til að auðvelda kynferðislega örv- un. Enn aðrir álíta að tíðni kyn- maka segi til um hjónavellíðan en því fer fjarri. Hér eins og annars staðar eru það gæðin sem skipta máli en ekki magn- ið. Málhöft vegna bælingar eigin þarfa eða blygðunar- kenndar geta líka gert það að verkum að parið þróar vissa rútínu í hjónalífinu sem annað hvort eða bæði verða óánægð með með ámnum. Það er ekki ætlun mín að þylja upp ástæður fyrir brestum í stoðum hjónalífsins enda gæti ég haldið áífam marga pistla í viðbót. Ég hef einungis minnst á fáein atriði sem em slæmt veganesti fyrir hjónalífið. Ef skilningur væri fýrir hendi að búa hjónakom betur undir lífið væm ef til vill fleiri pör í betri samböndum. Við verðum bæði að huga að því að safna góðum sprekum í ástareldinn áður en við kveikjum hann og kunna að halda lífi í glóðunum. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlif c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.