Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 38
RÍKISSJÓNVARPIÐ VERÐLAUNAÐ FYRIR FRUMLEGA DAGSKRÁRGERÐ Fékk sérstök verötaun fyrir að sjónvarpa þætti um menn að horfa á breskt kosningasjónvarp Þetta er nýr kafli í sjónvarpssögunni sem opnar ótrúlega möguleika. Fólk þarf ekki lengur aö hafa fyrir því sjálft aö horfa á sjónvarpiö, -r- sagöi Bent Danielsen, formaöur úthlut- unarnefndar sjónvarpsverölauna. 350 tannlæknar hættir störfum ÉG MUN SJÁLFUR VINNA VERK ÞESS- ARA MANNA segir Sighvatur Björgvinsson heii- brigðisráðherra sem hefur látið setja upp tannlæknastól ískrifstof- unni sinni. Ég boraöl aðeins í Jón Sæmund I gær og ég held aö þaö hafi gengiö ágætlega. Aö minnsta kosti hef ég ekki séö hann síöan, svo hann getur varla haft alvarlegar kvartanir fram aö færa,“ KOM MÉR Á ÓVART HVAÐ ÞAÐ ER MIKIÐ AF GÖMLU DRASLI HÉRNA segir Guðmundur Magnússon eftir fyrsta dag sinn í starfi þjóðminjavarðar. Hann ætlar að henda gamla draslinu út og færa Þjóðminjasafnið í nútímabúning. Þaö er eins og maður sé staddur eftir Hrafn Gunnlaugsson gengur um ganga safnsins 15. TÖLUBLAÐ. 3. ÁRGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR MIÐVIKUDAGURINN 15. APRÍL Árni Johnsen féll naumlega í Newcastle. Bresku kosningarnar ÁRNIJOHNSEN FÉLL AF ÞINGI Vissi ekki af því að ég væri á breska þinginu en þetta er áfall engu að síður, — segir Árni. Lonclon, 14. apríl Arni Johnsen alþingis- maður missti þingsæti sitt fyrir noröurhverfin í New- castle í bresku kosningunum á fimmtudaginn í síðustu viku. „Já, ég var að frétta af þessu,“ sagði Ámi þegar GULA PRESSAN náði tali af honum í morgun. ,,Ég vissi satt að segja ekki til þess að ég heföi átt sæti á breska þinginu en Jxstta er áfall engu að síður.“ Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR mun Scott Kimberley, þingmaður austurhverfanna í Newcastle, hingað til hafa greitt atkvæði fyrir Áma á breska þinginu. Kimberley féll líka af þingi svo óvíst er hvað gerst hefði ef Ámi hefði náð kjöri. Hugsan- legt er að hann hefði sjáifur þurft að mæta. „Það vom aldrei nein óþæg- indi af Áma,“ sagði Kimberl- ey. „í raun fannst mér heiður að því að greiða atkvæði fyrir hann og ég veit að svo er einn- ig um þá sem greiða atkvæði fyrir hann í öðmm Evrópu- löndum.“ Maður í gæsluvarðhald eftir nágrannaerjur í Mosfellsbæ ✓ GERÐI NAGRANNA SINN AÐ ÁSKRIFANDA ÞJÓÐLÍFS Þegar svona er komið verður lögreglan að grípa inn í og reyna að koma á friði, — segir Böðvar Bragason lögreglustjóri Mosfellsbæ, 15. april „Þegar svona er komið geta lögregluyfirvöld ekki setið að- gerðalaus hjá. Ef ekki verður gripið strax inn í þessar deilur hijóta þær að enda með meið- ingum,“ sagði Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík, eftir að lögreglan handtók miðaldra mann í Mosfellsbæ og setti hann í gæslu varðhald. „Það hefur verið ófriður í þessu húsi lengi vegna deilna um reyniviðarmnna í garðinum. Við vitum til þess að nágrannamir hafi pantað kalt borð hvor í ann- ars nafni og eins lét annar þeirra reisa 900 þúsund króna sólskýli fyrir ífaman stofuglugga hins á meðan sá var í sumarfríi á Spáni. En við höfum ekki séð ástæðu til að grípa inn í fyrr en nú að annar maðurinn greip til þess ráðs að gera hinn að áskrifanda Þjóð- lífs.“ Samkvæmt heimildum GULU PRESS- UNNAR hefúr ná- granninn sem var gerður að áskrif- anda ekki mætt í vinnu undanfama daga og tilkynnt sig veikan. Hann mun hafa fengið vægar hjartsláttar- tmflanir og er ráð- lagt að halda sig ffá vinnu. Fréttaskýring GULU PRESSUNNAR ÍSLENDINGAR EIGA HUNDRAÐ OG FIMMTÍUFALT Böövar Bragason segist óttast aukiö ofbeldi í samfélag- inu og segir Þjóö- lífsmáliö I Mos- fellsbæ til marks um þaö. „Það er auðséð að ofbeldi fer vaxandi í þessu samfélagi okk- ar,“ sagði Böðvar. , Jfyrst komu bareflin, síðan hnífamir og nú þetta. Við í lögreglunni höfum miklar áhyggjur af þessu." FLEIRISÓLGLERAUGU EN NÆSTA ÞJÓÐ ef miðað er við sólgleraugnaeign sem hlutfall af sólarstundum. Reykjavík, 15. apríl „Menn hafa horft allt of mikið á offjárfestingu hjá fyr- irtækjum. Offjárfesting heim- ilanna er mun stærra vanda- mál,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, meðal annars í fróðlegri fréttaskýringu GULU PRESS- UNNAR á blaðsíðu 34 í blað- inu í dag. I henni kemur meðal annars fram að eign þjóðarinnar á sól- gleraugum er ótrúleg. Alls á þjóðin um 1,3 gleraugu á mann sem jafngildir því að hver lands- maður eigi um 0,23 gleraugu fyr- ir hverja sólarstund. „Þetta er fáránleg eign. Ef miðað er við sólarstundir á Flór- ída jafngildir þetta því að hver íbúi fylkisins eigi um 347 sól- gleraugu. Það sjá allir hvurslags bomlaus vitleysa þetta er,“ segir Þórður. I máli hans kemur fram að hann vill leggja til að takmörk verði sett á innflutning sólgler- augna. , J raun hefur þjóðin aðeins um tvennt að velja: Annars vegar að halda áfram að kaupa gleraugu eða að taka þau niður og vonast eftir að kreppunni linni," segir Þórður. Hlutfallsleg eign landsmanna á sólgleraugum jafngildir því aö hver íbúi Flórída ætti 347 gleraugu. Leiðrétting f GULU PRESSUNNI fyrir tveimur vikum var sagt að Eyj- ólfur Komáð Jónsson hefði gengið til liðs við skosku hljóm- sveitina Jethro Tull í kjölfar við- ræðna um kaup Ians Anderson, höfuðpaurs sveitarinnar, á fisk- eldisfyrirtækinu ísnó. Þetta er ekki alveg rétt. Hið rétta er að sonur Eyjólfs Konráðs fór á tón- leika með sveitinni og skemmti sér vel. Þetta styður ífétt GULU PRESSUNNAR af tengslum Eyjólfs Konráðs og Ians Ander- son. GULA PRESSAN stendur því við öll meginatriði hennar og furðar sig jafhífamt á áhugaleysi annarra fjölmiðla, sem virðast hafa ætlað að þaga þessa ffétt í hel. í.i nMHWn aS»:sa VORFERÐ TIL MALLORCA A G J AFVERÐI Frabnr ibúðahótel á eftirsóttum stöðum, og Santa Brottför 15. 12 dagar Brottfor 27. aprfl 4 vikur Verð ffrá kr. fararstjór- og fjölbreyttar skemmti- og skoð- unarferðlr (- Ij. L. «/■« Beínt fflug tll Mallorca miðvikudag ffyrlr skírdag, komlð heim sunnudagskvöldið 26. april. Aðelns 4 vinnudagar. 620066 .................■........................ i__——__

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.