Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15.APRÍL1992 25 ‘Þjóoráð til að þraufca pásfcana Páskarnir eru helgustu dagar í kirkjuári kristinna manna. Fyrir þá afslappaðri eru þeir kœrkomið forskot á sœlu sumarfrísins. Dagar sem eyða má í vellystingum, gleði og notalegheitum. Hér eru nokkrar tillögur sem stuðlað geta að góðri nýtingu. ‘TiCtitssemi og fcctr- teifcur Bankaðu upp á hjá einhverj- um árla á páskadag og reyndu að útskýra fyrir honum hvað það væri sniðugt ef fólk sýndi gagn- kvæma tillitssemi og kærleik í daglegri umgengni. Ef að líkum lætur muntu senn komast að því hvemig Frelsaranum leið á gönguför sinni upp Hausaskelja- hæð — að krossfestingunni slepptri. (jafcjfcjufram af nágrönnunum Haltu geðveikt toga-partí á föstudaginn langa með tilheyr- andi áfengisneyslu, flugelda- skothríð og siðspillingu til að komast að raun um hversu guð- hrædda nágranna þú átt. ðfátbryjð sát í heit- 6rigoum tífcama Stuðlaðu að heilbrigðara líf- emi fjölskyldunnar og komdu bömunum skemmtilega á óvart með því að gefa þeim venjuleg hænuegg, sem þú málaðir sjálf(ur), í stað hinna hefð- bundnu súkkulaðieggja. Stunctaðu testur guðspjattanna Lestu 13. kapítula Jóhannes- arguðspjalls og áfram allt til loka guðspjallsins. Það er langfalleg- asta lýsingin á tilurð hinnar kristilegu páskahátíðar. ðíattugrittveistu Taktu forskot á sumarið og haltu grillveislu í garðinum — hvemig sem viðrar. Þú átt þá bara eftir að brosa að því að ári. Lagaðu tit í (ófctiatd- inu Notaðu tímann til að gera fjöl- skyldubókhald, sem þú heitir að færa inn í reglulega héðan í ffá. Það er ekki víst að fjárhagsstað- an batni til muna fyrir vikið, en hún versnar að minnsta kosti ekki. Oíjátpaðu ‘Matta ‘Bjarna Farðu upp í Rituhóla ásamt fjölskyldunni og gerðu bjölluat heima hjá Áma Johnsen. Ef hann býðst til að heilsa þér að sjómannasið segist þú aðeins vera að gera Matta Bjama greiða. Stetctu máístiáttum Steldu öllum málsháttamiðum úr páskaeggjum, sem þú á annað borð nærð í, og límdu þá á eitt blað. Blaðið hengir þú svo á ís- skápinn ásamt frómri beiðni til fjölskyldumeðlima um að hver og einn gefi hverjum málshætti einkunn ffá 1 upp í lOeftirþví hvað jreir era skynsamlegir. Reiknaðu svo út meðaleinkunn allra málsháttanna. Ef hún er 5 eða hærri er ástæða til að senda allt slektið í greindarpróf. Settu fitutina í annað samhengi Farðu ein(n) í helgarferð til Akureyrar. Það setur hlutina í annað samhengi. Sýnctu spitagatctra Eftir matinn á páskadag skaltu biðja um athygli allra viðstaddra vegna þess að þú ætlir að sýna nokkra spilagaldra. Mældu ást og virðingu fjölskyldunnar á þér með því að telja hversu marga spilagaldra þú getur sýnt áður en hún gefst upp. (Allt fýrir ofan 10 bendir til sjúklegrar dýricunar á þér.) 'Vertu vinnuctýr Farðu í vinnuna og kláraðu verkefni, sem hafa dregist fram úr hófi. Þá hefúr þú vinnuvikuna á þriðjudegi með hreint borð. Láttu þig ctreyma Sestu niður með allrabesta vini þfrtum og ræddu hvað þig dreymir um að gera og hvemig þú getir komið því í fram- kvæmd. ‘Þrífðu gtugga Farðu út og þrífðu gluggana. Það er farið að sjá til sólar og þú munt aldrei ffnna heppilegri tíma til að sinna svona leiðindaverki. Sfcrifaðu 6réf Skrifaðu gömlum vini langt bréf. Lestu cevintýr Lestu ævintýri H.C. Ander- sens eða Grimms-bræðra. Þau svíkja aldrei. ‘Efcfci gera fcreint Eftirláttu öðram að gera páskahreingeminguna heima hjá þér. Farðu frekar í vinnuna og reyndu að gera vinnustaðinn vistlegri, t.d. með því að hengja upp skemmtilega mynd, koma fýrir blómapotti og þrífa í hom- um og krikum, þar sem aldrei er annars þrifíð. Senctu 6örnin í 6ústað Sendu bömin með „eftirsjá" með vinum í sumarbústað eða skíðaferð og engstu um í hláturs- kasti um leið og hutðin lokast á eftir þeim. Sofðu það sem eftir er dags. ‘Þambaðu 6orðvín Farðu á veitingastað á lög- boðnum afgreiðslutíma. Svertu friðhelgi dagsins eftirminnilega og drekktu eins mikið borðvín og þú getur í þig látið. 9ííaðu á auraapa Farðu í bíltúr um Amamesið og híaðu á öll ósmekklegu húsin til að stmnfærast enn eina ferðina um að margur verður af auram api. Lteimscefctu cettingja Nú er tækifærið til að heim- sækja ættingja sem þú hefur van- rækt um langt skeið. Ekki síst er heppilegt að heimsækja ein- hvem ættingja á gamals aldri, sem kynni þá að muna betur eftir þér í sambandi við erfðaskrána. í því sambandi er rétt að rifja upp helstu afrek ættingjans og stærstu stundir ættarinnar. Lestu SLfþingistíðincti Fáðu þér vænan bunka af Al- þingistíðindum fyrir páskana og skoðaðu hvað þingmennimir era í alvöra að segja. Kynntu þér t.d. umræðumar um ósoneyðandi efhi, samskipti ráðherra og sendimanna eriendra ríkja, greiðslu umönnunarbóta, stöðu íslensks landbúnaðar, hagræð- ingarsjóð sjávarútvegsins, já eða um „Bandorminrí*. Hringdu svo í þingmann úr kjördæminu og tjáðu þig um málið í smáatrið- um. átugsaðufattega Ástundaðu kristilegan kærleik og reyndu að hugsa hlýlega til tollþjónustunnar nokkrar sek- úndur. ‘Borðaðu gras Gerðu allt það, sem stendur hér fyrir ofan, og farðu svo í þriggja vikna fií á heilsuhælið í Hveragerði. íA[otaðu ftið ónotaða Farðu í skoðunarferð um heimilið og gerðu þér far um að nota ýmsar þær eigur þínar sem þú hefur ekki notað um alllangt skeið eða jafrível ekki neitt. Hér gæti verið um að ræða ýmis tæki, nú eða spil sem þú hefur einhvem tímann fengið í jólagjöf en aldrei nennt að kynna þér. Mátaðu gömfufötin Skemmtu þér konunglega við að grafa upp gömlu buxumar, jakkana og/eða kjólana og reyndu að komast í dulumar. Það er að segja ef þú ert ekki bú- in/n að gefa allt draslið í ein- hvetja söfríunina. Settu munctirnar í atbúm Það er eitt að taka myndir og láta framkalla þær. Annað er að koma þeim þannig fyrir að þær verði ekki fyrir varanlegum skemmdum. Dríföu þig í búð og keyptu albúm. Þótt vericið sé ef til vill leiðigjamt út af fyrir sig vekja margar myndimar án efa upp góðar minningar. Nú eða slæmar, þær eiga sinn rétt líka. Ódýrirpásfcar Gleymdu að kaupa inn, leggstu upp á fólk, borðaðu mat- inn þess, drekktu vfriið þess, horfðu á sjónvarpið þess, fáðu lánaðan bílinn þess og umfram allt ekki gleyma að borða páska- eggin þess. LKjfctu áfjármátfeim- ilisins Nú er rétti tíminn til að fara í allar hirslur og skápa heimjlis- ins, sortera reikninga og kvittan- ir, ganga snyrtilega frá því sem við á en henda hinu. Gera rekstr- ar- og efríahagsreikning. Uncíir6úðu 1. maí - gönguna Það er ekki nema hálfur mán- uður í árleg hátíðahöld veika- lýðshreyfíngarinnar. Æföu þig með því að fara í röskar göngu- ferðir með flagg eða spjald í hendi og rifjaðu upp gömlu góðu slagorðin. Kynntu þér málefríi og frammistöðu stéttarfélags þíns. !Dettu í það með vini Ef þú smakkar það á annað borð er kjörið tækifæri um pásk- ana að fara á heimafyllerí með gömlum og kannski vannýttum vini. Rifja upp gamla daga og svoleiðis. Qónctu á myncí6önct Farðu snemma á myndbanda- leiguna til að forðast örtröð. Taktu nokkrar myndir með köppum á borð við Steven Segal og Amold Schwarzenegger til að eyðileggja stemmningu dags- ins. Mundu þó að ekkert er tóm- legra en sú tilfinning sem situr í manni eftir gegndarlaust mynd- bandagláp. Bónaðu 6ítinn Án athugasemda. tfarðu ípásfca- eggjaieifci Feldu páskaeggin úti í garði og gerðu það svo vel að það taki bömin og makann marga klukkutíma að finna þau. Það má leggja sig á meðan og njóta frí- dagsins í botn. Lofcgðu þig inni Hafðu dregið fyrir gluggana og taktu sönann úr sambandi. Þú vilt ekki fá óvænta gesti til að trafla friðinn. Síattu pásfcg Leggstu á stutta bæn og reyndu að upplifa trúarlegt inni- hald hátíðarinnar. Rifjaðu líka upp með fjölskyldunni hvað gerðist um páskana. Lfþúfinnur efcfcert 6etra Mælt er með að hlustað sé á æsispennandi spumingakeppni fjölmiðla á Rás tvö. Lestu Odattctór Halldór Laxness er níræður á sumardaginn fyrsta. Gott tilefríi til að lesa safn meistarans. Otaítu vetur eða vor Láttu það fara í taugamar á þér að nú er vor-vetrar-töninnn genginn í garð. Passaðu þig á því að láta ekki neinn firéttatíma framhjá þér fara, því þar færðu upplýsingar um hvort það er vor eða vetur þann daginn. í frarn- haldi af því er ekki úr vegi að taka með sér skíðagallann í tennis. Lestufyrir 6örnin Lestu Klukkuþjófmn Króka fyrir bömin. Athugaðu hvort spenningurinn er meiri hjá þér eða þeim. %auptu btóm Kauptu vönd af páskaliljum handa þér og þeim, sem þér þyk- ir vænst um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.