Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRIL 1992 E R L E N T S L Ú Ð U R Lizafturíbíó Elizabeth Taylor, hin sextuga kvik- myndastjama, er að snúa aftur á hvíta tjaldið eftir alllangt hlé. Á síðasta áratug lék hún aðeins í tveimur myndum, en var fyrst og ffemst fræg fyrir að vera fræg. Það er helst að hún hafi beitt sér í þágu alnæm- issjúkra, auglýst ilmvatn og verið trúnað- arvinkona Michaels Jackson. Myndin, sem hún leikur í, heitir Faith- ful og mun hlutverkið hafa verið skrifað með hana í huga. Jeltsín edrú Stjómarandstæðingar í Rússlandi gera nú harða hríð að Borís Jeltsín, forseta landsins. Meðal þess, sem þeir gagnrýna forsetann fyrir, er slök stjóm efnahagsmála, ofríki og annað það sem stjóm- málamenn em gagnrýndir fyrir. Á bak við tjöldin tala menn hins vegar mun meira um diykkjuskap forsetans, enda engum blöðum um það að fletta, Loksins edrú að honum þykir sopinn góður. Hafa ótrúlegustu sögur af næturævintýrum Jeltsíns gengið fjöllum hærra í Moskvu. Erlendur fréttaritari reyndi á dögunum að fá einhvem botn í þetta og spurði einn aðstoðarmanna Jeltsíns hvað hæft væri í þessu. Aðstoðar- maðurinn hugsaði sig greinilega ekki nógu vel um, því hann svaraði: „Af hverju spyrðu hann ekki bara sjálfan? Hann eródrukkinn núna.“ Hversu djúpt er hægt að síga? Þeir, sem fylgdust með Oskarsverðlaunaafhendingunni, hafa vafa- lítið orðið varir við mótmæli homma og lesbía við kvikmynd Pauls Verhoeven, Basic Instinct, en í henni þólti þeim sem of einsleit og fordómafull mynd væri dregin upp af kynvillingum. Fyrir meðaljóninn vestanhafs em það þó fýrst og ffemst djarf- leg atriði, sem athygli vekja, ástaratiot lesbía og bólfimi Michaels Douglas. Kan- amir sjá þó ekki nema brot af því, sem er í hinni evrópsku útgáfu myndarinnar... nema þeir bíði eftir mynd- bandinu, sem verður óklippt. Winnie út f huldann Winnie Mandela, sem menn líktu við móður Teresu fyrir ekki löngu, hefur verið sett út í kuldann, því hún og Nelson, leiðtogi Afríska þjóðar- ráðsins í Suður-Afríku, ætla að skilja. Ástæðumar munu vera margvíslegar, en fyrst og fremst mun Nelson telja hana verða of þungan bagga í pólitísku vafstri. Talið er að mestu valdi nýjar upplýsingar um morðskipanir Winnie til lífvarða sinna, drykkjuskapur og ítrekaðar yfirlýsingar hennar til stuðnings ofbeldis- verka. Abú Tungulipurð Michaels Douglas er rómuð Liz og hr. Liz Gabriel gefur myndbandstökuvélar % Genesis-rokkarinn fyrrverandi Peter Gabriel hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður mann- réttindabaráttu. Fram að þessu hefur hann látið sér nægja að afla fjár til mannréttindasamtaka ýmiss konar, en nú er hann farinn að móta baráttuaðferð- imar líka. Sem popptónlistarmaður hefur hann lengi vitað að öllu máli skiptir að kunna að koma Peter Gabriel s£r a framfæri og hefur komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindahópar geti nýtt sér sömu tækni. Þcss vegna hefur hann sett á fót sjóð til þess að kaupa tölvur, faxtæki, myndbandstöku- vélar og önnur vígtól fjölmiðlastríðsins fyrir mannréttindasamtök. Auk Gabriels munu Sigoumey Weaver, Jonathan Demme, Martin Scorsese, Laurie Anderson, Spike Lee og Wim Wenders ætla að leggja hönd á plóginn. Lœgðin er á enda Bandarískir þingmenn urðu fyrir enn einu áfallinu í síðustu viku og trúðu vart eigin eymm, þegar þeim var skýrt frá því að efnahagurinn væri einn og óstuddur að rétta úr kútnum. Þetta átti ekki að geta gerst að mati snillinganna í Washington, sem vom sannfærðir um að Bandaríkin kæmust ekki úr „krcppunni" án þess að ríkið kæmi til skjalanna. Þrátt fyrir það virðist nú einmitt þetta vera að gerast um gervöll Bandaríkin án þess að peningaskilvindan í Washington kæmi nærri. Allir efhahagsvísar em á eina leið. Þrennt kemur til, sem vekur bjart- sýni öðra ffemur: I fýrsta lagi hefur útflutningur aukist mjög og nemur nú um 12% framleiðslunnar innanlands. Og vaxtarbroddurinn er mestur í útflutningi til nýrra markaða á borð við rómönsku Ameríku. I öðm lagi hefur framleiðni aukist mikið. Bandaríkin hafa um áratuga- bil verið langt á undan öðmm (líka Japan) í ffamleiðni í framleiðslu- greinunum. Nú virðist sem framleiðni sé að taka stökk fram á við í þjónustugreinum líka. Þriðja og síðasta ástæðan til þess að hafa trú á góðum efnahagsbata er sú, að flestir hagspámenn telja hann ekki vera í kortunum. 30. mars birtu 100 þekktir hagffæðingar vestra — þar af sex Nóbelsverðlauna- hafar — opið bréf til Bush-stjómarinnar og Bandaríkjaþings þar sem þeir kröfðust aukinna ríkisútgjalda og skattafsláttar tii framleiðslu- greinanna, ella myndi alger stöðnun grípa um sig. Áhugamenn um breskan efnahag minnast þess hins vegar að fýrir áratug skrifuðu 365 hagfræðingar til The Times og héldu því fram að efnahagsstefna Margaretar Thatcher myndi gera landið gjaldþrota. Þeim skeikaði ekki um einn mánuð, því að bréf þeirra markaði upphaf lengsta vaxt- arskeiðs bresks efhahagslífs eftir seinna stríð. Karlinn í brúnni fiskar en hvert skal haldið? Og hið óvænta gerðist, sem enginn spáði — ekki einu sinni PRESSAN — að íhaldsflokkurinn sigraði í kosningunum á Bretlandi. Það þarf vitaskuld ekki að orðlengja það, að allir skoðanakannar landsins reyna hver sem betur getur að skýra hvers vegna enginn spáði rétt um úrslitin. En það gæti orðið jafnörðugt að spá um framhaldið. Menn hafa að vísu bent á að stór hluti kjósenda var óákveð- inn til síðasta dags og þegar til kastanna kom virðast fleiri hafa minnst slæmrar reynslu af stjóm Verkamannaflokksins en búist hafði verið við. Ekki síst eftir að hagspekingar fóm að reikna og komust að þeirri niðurstöðu að úrræði Verkamannaflokksins nú myndu þýða enn meiri skattpín- ingu en nokkm sinni í fyrri stjómum þeirra. Þrátt fýrir tölu- verða óánægju vildu menn frek- ar reiða sig á stöðugleika og að- hald ríkisstjómar Johns Major en óvissu og skattheimtu Verka- mannaflokks Neils Kinnock. Kjörsókn var líka í mesta lagi eða um 77% Sumir stjómmálaskýrendur hafa undirstrikað hvemig úrslitin á Bretlandi virðast á skjön við pólitíska þróun á meginlandi Evrópu. í Frakklandi, Italíu og Þýskalandi hafa kjósendur lýst yfir megnri óánægju sinni með ríkjandi ástand og veitt nýjum stjómmálaöflum brautargengi. Þetta stendur vitaskuld í sam- hengi við hinar ógnarhröðu breytingar í álfunni. Árið 1992 er mnnið upp og Evrópusammninn Kaupmannahöfn einstæðingaborg Danska hagstofan liefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupmannahöfh sé borg ein- stæðinga. Hvorki fleiri né færri en 259.278 fjölskyldur í borginni hafa aðeins einn full- orðinn innan vébanda sinna. Þetta em um 79% allra fjöl- skyldna í höfuðborginni. Þá var það einnig upplýst að efnafólk væri farið að flýja borgina í hrönnum og sækti í nágrannasveitarfélög og svefnbæi. Fyrir vikið óttast yfirvöld í Kaupmannaliöfn að enn muni kreppa að borginni fjárhagslega og var staðan þó ekki beysin fyrir. er innan seilingar. Samt sem áð- ur finnst Vestur-Evrópubúum einhvem veginn sem stemmn- ingin sé ekki til staðar. Bæði er, að lýðræðisbyltingin í Mið- og Austur-Evrópu hefur „stolið sen- unni“ af EB-samrunanum og eins hitt að slappt efnahags- ástand og aukin óvissa fremur en léttir vegna falls kommúnismans hafa dregið mjög úr trú almenn- ings á hæfni hinna hefðbundnu stjómmálaafla til að finna við- eigandi lausnir á nýjum vanda. En þrátt fýrir að Bretar glími við lengstu efnahagslægð sína allt frá fjórða áratugnum unnu íhaldsmenn fjórða kosningasigur sinn í röð. Og það þrátt fýrir að Verkamannaflokkurinn hafi kú- vent ffá fýrri markmiðum, losað sig við megnið af kommunum og boðað stefnu, sem að mörgu leyti var ekkert ósvipuð þeirri, sem íhaldsmenn hafa fýlgt. „Tap Verkamannaflokksins staðfestir hina dýpkandi tilvistar- kreppu sósíaldemókrata og sósí- alista í Vestur-Evrópu,“ sagði Carl BildL forsætisráðherra Svía, um úrslitin, en hann talar af sætri reynslu eftir að hafa ýtt sósíal- demókrötum úr áratugalangri stjómarsetu í september síðast- liðnum. Og það kann nokkuð að vera til í því, að minnsta kosti þegar litið er til þeirrar stað- reyndar að aðeins um 2% fýrmm kjósenda Ihaldsflokksins virðast hafa stutt Verkamannaflokkinn að jsessu sinni og Verkamanna- flokknum tókst ekkert sérlega vel að kalla út sína eigin „traustu“ kjósendur. Major neitar því ekki að fjöldi kjósenda lýsti yfir óánægju með stefnu hans, en hann hét því að gæta hagsmuna allra kjósenda, burtséð frá því hvort þeir studdu hann eða ekki. Á Skotlandi hefur þetta verið túlkað sem óbein játning um að eitthvað þurfi að gera í málefnum Skota, sem hafa um langt árabil nær ffyst ihalds- menn úti, en síðan ávallt setið uppi með stjóm þeirra. En þegar grannt er skoðað — bæði á Bretlandi og á megin- landinu — má ef til vill merkja sömu hneigð, sumsé þá að vax- andi óánægju er farið að gæta með „gömlu flokkana“ og menn em í auknum mæli famir að snúa sér til hinna nýrri. Oft gera menn sér litlu meiri vonir um að þeir hafi betri svör við úrlausnarefn- um breytts þjóðfélags, en það er nærtækasta leiðin til að koma á framfæri vonbrigðum sínum með óbreytt ástand. í Bretlandi hagar bara þannig til að kjör- dæmaskipulagið vinnur miklu meira gegn nýjum stjómmála- öflum en annars staðar í Evrópu. Þegar rýnt er í atkvæðatölur ffemur en þingsætaskipan kemur glögglega í ljós að þjóðemis- hyggja skiptir marga Breta orðið mun meira máli en fýrir nokkr- um ámm. Verkamannaflokkur- inn sá fram á að tapa miklu fýlgi til skoskra þjóðemissinna og tók í skyndingu upp þá stefnu að Skotar skyldu fá sitt eigið þing. En hvað tekur nú við hjá Maj- or? Major hét því í sigurræðu sinni að leiða Bretland út úr efhahagslægðinni og stefha í átt til stéttlauss Bretlands. Þrátt fýrir að gleði hans yfir úrslitunum leyndi sér ekki var hann þó ekki vígreifur og talaði um nauðsyn sáttar meðal þjóðarinnar. , AHar ríkisstjómir þessa lands hafa ríkt yfir kjósendum, sem kusu stjómarandstöðuna. Það er skylda mín sem forsætisráðhena að gæta ltka hagsmuna þeirra þegar ég móta löggjöfina og ákveð stefnu stjómarinnar.“ Hann ítrekaði til dæmis að hann hefði alls ekki í hyggju að einka- væða heilbrigðisþjónustuna líkt og Verkamannaflokkurinn hafði haldið fram í kosningabarátt- unni. Breytingar Majors á ríkis- stjóminni tala líka sínu máli, því hann skipti út flestum af hinum gömlu ráðhermm Margaretar Thatcher. Flestir róttæklingar hennar munu nú halda sig á aft- ari bekkjum þingsalarins en hey- brækumar (wets) sitja framar. Major þarf þó að halda vel á spöðunum, því ekki mega meira en 11 þingmenn bregðast honum til að þingmeirihlutinn sé í voða. En jafhvel þó svo allt gangi að óskum er ósennilegt að stjóm Majors sitji út kjörtímabilið. Að þessu sinni sat Major eins lengi og honum var unnt til að sanna sig í embætti og í von um að efnahagslífið rétti úr kútnum fýr- ir kosningar. Ef að líkum lætur vill Major meira og takist honum með afgerandi hætti að koma efnahagnum á réttan kjöl á ný er ekki ósennilegt að boðað verði til kosninga árið 1994. Andrés Magnússon

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.