Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 Það hefur lengi loðað við lög- fræðistéttina, sérstaklega lög- menn, að þar sé að finna margan svartan sauðinn. Og mörgum hefur þótt sem siðferði lög- manna sé ekki alltaf eins og best yrði á kosið. Oft er spurt: Fylgja þessir menn ekki einhverjum siðareglum í störfum sínum, eða semja þeir sjálfir leikreglur eins og þeim hentar hverju sinni? „Þar sem ég er sjálfur ekki lögmaður hef ég litla löngun til að vera málsvari þeirrar stéttar í siðferðislegum efhum og réttast að þeir svari fyrir sig sjálfir. Rétt er þó að benda á að lögmenn hafa sfnar eigin siðareglur og oft- ast á siðferðisleg gagmýni í garð lögmanna ekki við rök að styðj- ast og byggist á lítilli þekkingu á störfum þeirra. Lögmenn eru flestir fullkomlega heiðarlegir menn og vinna störf sín af trú- mennsku. Annars hef ég stund- um í hálfkæringi kosið að orða það svo að lögmenn ættu að vera siðlausir í ákveðnum skilningi. Þá vísa ég til þess sem alkunna er, að lögmaður þarf stundum að vinna fyrir málstað sem hann sjálfur trúir ekki á. Þegar þannig stendur á verður hann að skilja á milli sinna eigin siðrænu við- horfa og þeirra markmiða sem hann er að reyna að ná fyrir skjólstæðing sinn. Við getum tekið sem dæmi verjanda í morð- máli. Hann getur haft hina mestu skömm á skjólstæðingi sínum og siðferði hans, en það væri rangt af honum að láta það koma niður á störfum sínum sem verjanda hans. Ef hann treystir sér ekki til að skilja á milli siðferðislegra viðhorfa sinna og hlutverks síns sem veijanda ætti hann að segja sig frá starfanum. Að öðru leyti þarf það ekki að koma á óvart þótt stundum heyrist af lög- mönnum sem hrasað hafa á vegi dyggðarinnar þar sem störf þeirra snúast svo mikið um pen- inga. Fátt er betur til þess fallið að kalla fram siðferðisbresti manna en peningar," segir Davíð Þór Björgvinsson, dósent við lagadeild Háskóla íslands. Nú síðustu vikurnar hafa innheimtuaðgerðir vegna Þjóðlífs verið ífréttum. Hvern- ig má það vera að fólk sem hefur borgað skuldir sínar er dœmt til að greiða þœr? Er ekki eitthvað meira en lítið bogið við þetta ketft okkar? „Ég verð að játa að ég hef ekki fylgst mjög vel með þess- um Þjóðlífsmálum. Ég held þó að það mál vitni fyrst og fremst um óheilindi mannanna sem að þessum innheimtum stóðu, en segi miklu minna um réttarkerfi okkar. Það er erfitt að haga hlutunum þannig að slíkt geti ekki gerst. Reglur þær sem við búum við gera ráð fyrir að enginn verði dæmdur án þess að honum sé gefinn kostur á að tala máli sínu. Reglur um stefnubirtingu eiga að tryggja að mönnum sé gef- inn kostur á að mæta fyrir dóm þar sem mál þeirra verður tek- ið fyrir. Ef þér er stefnt fyrir dóm og þú telur að kröfur séu rangar, þú hafir þegar greitt o.s.frv., geturðu ekki bara hent stefnunni í ruslafötuna og fuss- að og sveiað yfir frekjunni í þessum mönnum. Þú verður auðvitað að mæta, eða gera ráðstafanir til að láta mæta fyr- ir þig, til að koma sjónarmið- um þínum á framfæri. Ef þú gerir það ekki á dómarinn ekki annars kost en að dæma eftir framkomnum kröfum, ef öll- um réttarfarsskilyrðum er að öðru leyti fullnægt. Hér á landi falla árlega dómar í þúsundum skuldamála þar sem skuldar- inn mætir ekki. I yfirgnæfandi meirihluta tilfella mætir hann ekki vegna þess að hann hefur engar varnir aðrar en þær að hann er blankur og getur ekki borgað. Ef dómarinn þyrfti í hvert einasta skipti að rann- saka hvort skuldin væri ekki örugglega greidd yrðu dóm- stólar hér á landi óstarfhæfir." Davíð hefur á undanförnum misserum vakið athygli fyrir skrif sín um ýmis lögfræðileg deiluefni sem verið hafa til umfjöllunar í þjóðfélaginu. Samhliða lögfræðináminu stundaði Davíð nám í heim- spekideild háskólans og lauk þaðan BA-prófi í sagnfræði með heimspeki sem aukagrein. Eftir lögfræðinámið lagði hann stund á réttarheimspeki í Bandaríkjunum og þaðan lauk hann LLM-prófi. ERFITT AÐ FÁ LÖG- FRÆÐINGA f MÁL ÞAR SEM EKKIERU PENING- AR í SPILINU Þrátt fyrir að á hverju ári út- skrifist mikill fjöldi nýrra lög- frœðinga hefur málum lengi ver- ið þannig háttað að eiftt hefur reynst að fá lögfrœðinga til að sinna málum þar sem fjárhags- legir hagsmunir eru litlir. Oftast heyrir maður nefnd í þessu sam- bandi mál sem lúta að forsjá barnaog slíkmál. „Það er nokkuð til í þessu og gerist stundum í málum eins og t.d. bamavemdarmálum og í for- sjárdeilum og málum þar sem fjárhagslegir hagsmunir em ekki miklir. Það em ýmsar skýringar á því hvers vegna menn em treg- ir til að sinna slíkum málum. I fyrsta lagi er oft óvissa um greiðslur. Lögmenn em oft með dýran rekstur og fæstir þeirra geta leyft sér þann munað að sýsla við slík mál í algerri óvissu um hvort og hvenær greiðslur fást. Þannig að út af fyrir sig er þetta skiljanlegt en jafnframt nokkurt vandamál vegna þess að það er mikilvægt að unnið sé vel að slíkum málum. Það þarf að tryggja að fólk, sem hefur lítil fjárráð, njóti opinberrar aðstoðar við slíkan málarekstur. Þá má einnig nefna að þessi mál em oft mjög langvinn og erfið. Oftar en ekki em menn e.t.v. frekar í hlut- verki sálusorgarans en lögfræð- ingsins. Mönnum líður' senni- lega misvel í því hlutverki og mjög margir vilja líklega vera al- veg lausir við það, jafhvel þótt greiðslur væm tryggar. Annars held ég að menn verði að varast að gera of mikið úr þessu vanda- máli.“ Á undanfömum ámm hefur Davíð m.a. sinnt kennslu í sifja- rétti, en það er sú grein lögfræð- innar sem fjallar um hjúskapar- mál, lagalegt samband foreldra og bama o.fl. A síðustu vikum hafa barna- verndarmál verið mikið til um- rœðu í fjölmiðlum og hafa þar fallið mörg stór og þung orð. Er það kannski vegna þess að lög- gjöfin á þessu sviði er ófullkom- in? „Ég vil nú ekki taka undir að þessi málaflokkur sé í miklum ólestri, a.m.k. ekki á helstu þétt- býlisstöðum. Málflutningur allur hefur verið fremur einhliða og fjölmiðlunum sem hlut eiga að máli ekki til sóma. Annars er rétt að benda á að nú er í gangi end- urskoðun á löggjöf um þessi efni, en þar em á margan hátt settar skýrari reglur en nú gilda og margt fært til betri vegar.“ GRUNNLAUN HÁSKÓLA- KENNARA BRANDARI! Á undanförnum misserum hafa málefni Háskóla Islands verið í brennidepli, ekki síst vegna þrengri fjárhagsstöðu lians. Hver eru helstu vandamál- in sem háskólinn sem stofnun glímir við um þessar mundir að þínumati? „Ég held að við ættum að byrja á að líta á björtu hliðamar á þessu máli. Við getum að öllu jöfnu verið stolt af þessum há- skóla og hvað hann er miðað við smæð þjóðarinnar og peningana sem úr er að spila. Ef við horfum til þess hvert sé stærsta vanda- mál háskólans þá em mér mjög ofarlega í huga launakjör há- skólakennara. Miðað við kröf- umar sem eru gerðar til þeirra manna sem skipa hér föst kenn- araembætti og þá menntun sem þeir hafa em launakjör þeirra ffá- leit og raunar oft ekki annað en hlægileg. Lektor sem hingað kæmi til starfa t.d. með doktors- próf yrðu boðnar um 80 þúsund krónur í laun á mánuði sem er auðvitað ekkert annað en brand- ari ef út í það er farið. Þessi laun þyrfti að mínu mati að hækka um 70-80% áður en ástandið gæti kallast eðlilegt. Kjör há- skólakennara em sönnun jress að hefðbundin kjarabarátta hefur al- gerlega brugðist. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál fýrir háskólann og muni í næstu ffam- tíð leiða til þess að hingað fáist ekki til starfa hæfasta fólkið, en það er sú krafa sem háskólinn hefur hingað til gert. Það má bæta við þetta að hér innan há- skólans em sjóðir sem hægt er sækja í ef menn em að vinna að stórum rannsóknarverkefhum og með því bæta við þessi laun að einhveiju marki. Launakjör hafa líka leitt til þess að margir þeir kennarar sem hér em hafa ffeist- ast til að taka að sér ýmis verk- efni utan háskólans til að drýgja tekjumar. Með slíku móti má hafa af þessu þokkalega afkomu og maður þarf svo sem ekkert að kvarta miðað við ýmsa aðra, en það breytir því hins vegar ekki að meðan menn em að sinna slíkum verkefnum sinna þeir ekki rannsóknum sem háskólinn á að vinna að. Þetta kemur niður á háskólanum þegar til lengri tíma er litið, því miður.“ FRELSIÐ DÝRMÆTAST En hvernig stendur þá á því að þú, sem hefðir möguleika á miklu betur launuðu staifi á al- mennum markaði, hefur valið að farafrekar í kennslu en að sinna staifi sem gœfi betur af sér? , ja, ég held nú að það sé alls ekki alltaf þannig að lögfræðing- ar á hinum almenna markaði, sem svo er kallaður, séu í mjög hátt launuðum störfum, auk þess sem ekki er hægt að gefa sér að ég ætti kost á þeim. Það er að vísu rétt að menn sem praktísera hafa margir allgóða afkomu fyrir mikla vinnu. Auðvitað hefurmér stundum dottið í hug að slíkt væri það eina rétta. En starf við háskólann hefur ótvíræða kosti og það sem skiptir mig mestu er það mikla ffelsi sem maður nýt- ur hér. Það em forréttindi að geta sjálfúr skammtað sér verkefhi og hér er enginn sem segir manni fyrir verkum. Kennsluskyldan er hófleg og maður hefur tíma af- lögu til að sinna hugðarefnum stnum í greininni. Þetta eru ein- faldlega þeir kostir sem ég met mest, auk þess sem mér finnst háskólinn vera skemmtilegur vinnustaður." Fréttir af miklu falli í al- mennri lögfræði í lagadeild eru árviss viðburður. Fallið síðast mun hafa verið um 85%. Hvernig er hœgt að skýra svo háa fallprósentu, eru svona lé- legir kennarar í lagadeild? „Eflaust myndu margir af þeim sem hafa fallið vilja skýra árangurinn með lélegri kennslu og sjálfsagt má lengi bæta sig í því efhi. Ég held þó að skýringamar séu fleiri. í fyrsta lagi má nefna að lág- markseinkunn í þeirri grein sem þú nefndir er 7, sem er hátt. Hlutfall þeirra nemenda sem fá 7 og yfir í sumum greinum í öðrum deildum há- skólans er síst hærra en í al- mennri lögfræði. Þá má nefna að margir nemendur eru mjög illa undir háskólanám búnir. Þá skal fúslega viðurkennt að námið er erfitt og miklar kröf- ur gerðar og því stendur ekki til að breyta." Er lögfrœðin skemmtileg? „Fólk gerir sér mismunandi hugmyndir um störf lögfræð- inga. Sumir sjá fyrir sér Matlock þar sem tilþrif eru dramatísk og ekkert minna en mannslíf undir, aðrir sjá fyrir sér gráðuga rukkara og enn aðrir menn sem grúfa sig yfir þykkar lagaskruddur í leit að rökum til að rugla andstæðing- inn í ríminu. Lögfræðin er sennilega þelta allt og margt fleira, oft injög skemmtileg, en líka stundum óttalega leiðin- leg.“ Björn E Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.