Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 VIIWIMINIR ERU AB REYJA VENJULEGIR, UNGIR allskonar sjúkdómum, jafnvel kvef getur reynst mér lífshættu- legt. Mér finnst aróður hins opin- bera ómarkviss. Kynlíf á ís- landi hefur alltaf verið frjáls- legt og það þarf að reka miklu harðari áróður fyrir notkun á smokknum. Fólk sýnir alls ekki næga aðgát þegar skyndi- kynni eru annars vegar. Það er eins og allir hugsi: Það kemur ekkert fyrir mig. Það sem hefur hjálpað mér einna mest eru fundimir sem haldnir eru einu sinni í viku í ,jákvæða hópnum“. Sjúkdóm- urinn er byrði sem erfitt er að bera einn. Á fundunum hittist fólk sem hefur greinst með HlV-veiruna, yfirleitt um 20 manns. Við styðjum hvert ann- að og ffæðumst um allar hliðar sjúkdómsins, ekkert síður hinar félagslegu og fjárhagslegu. ISLHVRIIHGAR * Að jafnaði greinist einn Islendingur á mánuði með HlV-smit. Fórnarlömb alnæmis segja að litið sé á þau sem annars flokks borgara — og annars flokks sjúklinga. Þau gagnrýna stjórnvöld harð- lega fyrir aðgerðaleysi í forvarnarstarfi og slæman aðbúnað alnæmissjúklinga. PRESSAN talaði við þrjá unga íslendinga sem eru með alnæmi. Að þeirra mati eru fordómar allsráðandi og ennþá litið á alnæmi sem „hommasjúkdóm“ en ekki banvænan sjúkdóm sem allir geta smitast af. Þau segja að hálfkák stjórnvalda hafi kostað mannslíf. „Mér svíður einna sárast áhugaleysi yfirvalda um hagi þeirra sem eru smitaöir Mikið af fólki sem hefur greinst með veiruna upp á síð- kastið hefur ekki haft samband við hópinn, það virðist vera hrætt og einangrað og ég skil það vel. En það að geta talað við einhvem sem skilur hvem- ig manni líður er rosalega mik- ilvægt. Og eins og ég sagði: Ég er sannfærð unt að það er fullt af smituðu fólki sem ekki hefur farið í alnæmispróf. Það ein- faldlega þorir ekki.“ MIKID AF FOLKI SMITAD Áfll ÞESSADVIIA ÞAÐ „Ég held að mikið af fólki sé smitað af alnæmi án þess að vita það. Ég veit um fullt af fólki sem ekki hefur farið í alnæmis- próf þótt full ástæða sé til. Al- nænii fer ekki í manngreinarálit, hver sem er getur fengið þennan sjúkdóm. Ég held samt að ung- lingar séu í mestri hættu, sér- staklega þeir sem eru að fikta með sprautur en raunar ekkert síður þeir sem eru kærulausir í kynlífi," segir 26 ára stúlka sem smitaðist af alnæmi vegna sprautunotkunar. Upp á síðkastið hefur hún þurft að vera í stanslausum lyfjagjöfum á Borgarspítalan- um, sex klukkustundir á dag. Síðustu mánuði hefur hún tvisv- ar fengið lungnabólgu sem er mjög hættuleg alnæmissjúkling- um. Hún er búin að missa mest- alla sjón á öðru auganu og á á hættu að niissa sjónina alveg. „Ég hef horft upp á vini mína deyja úr þessum sjúkdómi; ungt, gáfað og hæfileikaríkt fólk. Ég veit ekki hvenær röðin kemur að mér. Sjúkdómurinn er vofa sem fylgir mér,“ segir hún. „Vinir mínir hafa staðið með mér og fylgst með hvemig sjúk- dómurinn þróast. Þeir vilja vita sannleikann á hverjum tíma. Þegar ég fékk lungnabólguna síðast kom vinkona mín upp á spítala og spurði mig hvað væri að gerast. Ég spurði hana hvort hún vildi í raun vita sannleikann og hún játti því. Ég sagðist þá ekki geta leynt hana því að þetta þýddi að ég væri gengin enn lengra inn í sjúkdóntinn. Ég get ennþá barist en ég þakka guði fyrir hvem dag sem ég lifi. Ovissan er verst. Þegar ég varð vör við sjóntruflanir varð ég mjög hrædd. Ég vissi að maður getur búist við öllu: Ég get misst sjónina alveg, lamast. „Nafnleyndin er þver- brotin. Þaó veit hver einasta skúringakona á Borgarspítalanum hverjir eru smitaöir fengið heilablóðfall. Ég er við- búin dauðanum við hvert skref sem ég geng. Það er skrýtið að vera svona ung, í blóma lífsins, og sitja í sjúkrarúmi að skrifa erfða- skrána; skrýtið að vera svona ung og líta í spegil og horfast í augu við dauðann í sjálfri sér. En þessi sjúkdóntur herjar íyrst og fremst á ungt fólk. Von- in er eina vopnið: ég veit að um allan heim eru menn að reyna að búa til lyf gegn alnæmi.“ Hún getur misst sjónina vegna augnvímss sem allt heil- brigt fólk er með. En þegar búið er að brjóta niður ónæmiskerfið getur vírusinn orðið virkur. Sjúkdómurinn vinnur gegn _______T-frumunum, sem byggja upp ónæmis- kerfið. I heilbrigðum manni em um það bil 600-1.200 T-frumur. Þegar tala þeirra fellur niður fyrir 300 er ónæmiskerfið í hættu að verða mjög brengl- að. „Ég var komin niður í 90 T-fmmur en fór upp í 335 þegar ég var sett á gömul krabba- meinslyf sem notuð hafa verið gegn alnæmi. Það jók fram- leiðslu T-fmmanna um tíma en síðan hrapaði fjöldi þeirra niður í 60, síðan 40, þá 20 og alveg niður í 7. Nú em þær 11. Sjúk- dómurinn þróast á misjafnan hátt eftir fólki. Sumir lifa ámnt saman eftir að þeir greinast með sjúkdóminn — aðrir deyja á skömmum tíma. Áður vissi ég mjög lítið um alnæmi. Ég vissi að hommar og eiturlyfjasjúklingar vom í mestri hættu. Það hvarflaði ekki að mér að ég væri smituð enda sprautaði ég mig aðeins í örfá skipti. Ég hélt að maður gæti smitast af HlV-veimnni og lifað langa ævi. Þetta er einn af fáum banvæn- um sjúkdómum sem em smit- andi. Mér fannst hryllileg til- hugsun að kannski hefði ég smitað einhvem. Jú, fordómamir em talsverðir. Ég finn samt ekki mikið fyrir þeim, nema helst í formi kjafta- gangs í fólki sem ég þekki ekki neitt. Yfirleitt held ég að fólk sé mjög illa upplýst um eðli sjúk- „Þaö er eins og allir hugsi: Þetta kemur ekki fyrir mig.“ dómsins. Staðreyndin er sú að ég er í meiri hættu að smitast af heilbrigðu fólki en það af mér. Alnæmi smitast ekki nenta með sæði eða blóðblöndun. Vegna þess hins vegar að ónæmiskerfi mitt er í molum get ég smitast af FORDÚMARNIR ENGU MINNI HJÁHOMMUM EN ÖDRUM „Ég man þegar sambýlis- maður minn og ég lágum sam- an uppi í rúmi og lásum grein um alnæmi í erlendu tímariti. Þetta var árið 1983, minnir mig, og mér fannst þetta tjarlægt eins og hver önnur amerísk della sem ég tók ekki almennilega mark á. Síðan gerðist allt rnjög snöggt,“ sagði 33 ára karlmað- ur. Tveimur árum síðar greindist hann með HlV-veiruna. Þá var hann 26 ára. Sama ár dó sam- býlismaður hans úr alnæmi. „Læknir tilkynnti mér að ég væri HlV-smitaður, sagði mér að vona það besta en sjúkdóm- urinn væri bráðdrepandi. Síðan klappaði hann mér á öxlina og sagði bless. Mér var ekki boðið upp á neina hjálp, ekki einu sinni upplýsing- ar, — ekkert. Þetta var hræðilegt áfall sem ég þagði algerlega yf- ir fyrst í stað. Ég sagði að vísu mömmu frá þessu. Enn þann dag í dag get ég ekki talað um sjúkdóminn við fjölskyldu mína. Alnæmi er of mikið feimnismál, fólkið mitt getur einfaldlega ekki horfst í augu við það, þótt ég sé orðinn af-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.