Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15.APRÍL1992 FLUGMÁLASTJÓRN ÚTBOÐ Flugstjórnarmiðstöð Reykjavík 3. áfangi — Pípulagnir Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í 3. áfanga byggingar nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Verkið er einkum fólgið í að leggja hitalagnir og hreinlætislagnir. Heildargólfflötur byggingarinnar er 3.100 m2, en heildarrúmmál er um 12.700 m3. Áætluð verklok eru í desember 1992. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræði- stofunni h.f., Fellsmúla 26 (4. hæð), Reykjavík, eftir kl. 13.00, miðvikudaginn 15. apríl 1992, gegn 1500 kr. gjaldi. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni h.f., Fellsmúla 26, Reykjavík, þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 14.00. Flugmálastjórn ATAK FYRIR AFRIKU MILLJÓNIR SVELTA! Þessi drengur þárffnast hjálpar þinnar. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum. HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR w lþýðuflokkurinn heldur ráð- stefhu á laugardaginn um velferðarkerf- ið í nútíð og framtíð. Ráðstefnan er augljóslega haldin að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra og vekur athygli að sjálf- ur formaður flokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson, flytur ekki ávarp, né heldur Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sighvatur sendir hins vegar aðstoðarmann sinn, Þorkel Helgason, á vettvang til að fjalla um breyttar þarfir í heilbrigðismálum... F JL orráðamenn Islensku óperunnar em þessa dagana að velta fyrir sér að fara til Blönduóss og Hafhar í Homa- firði til að setja upp Töfraflautuna. Til stóð að fara með 60 manna hóp til ísa- fjarðar í sama tilgangi og var haft sam- band við formann menningarráðs Isa- fjarðar í því skyni. Var þess farið á leit að ráðið annaðist móttöku hópsins um miðjan maí. Ráðið ræddi málið og ákvað að taka enga afstöðu fyrr en ljóst væri með kostnað af móttökunni og er skemmst frá því að segja að íslenska óperan hætti við ísafjarðarferðina... Þ egar „heilbrigðisdagur fjölmiðl- anna“ var haldinn um daginn lagði Sig- hvatur Björgvinsson sitt af mörkum með pistli í útvarpi ailra landsmanna. Glöggir menn tóku eftir því að strax á eft- ir pistli ráðherrans völdu dagskrárgerð- armenn útvarpsins að flytja lagið „Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín...“ Menn geta síðan dregið sínar eigin ályktanir um hvort um einskæra tilviljun hafi verið að ræða... Kolaportið 3 óra ó laugardaginn Afmælishátíð f karnivalstíl Kolaportsmarkaðurinn verður þriggja ára nú í apríl og að venju er haldið upp á afmælið með pomp og prakt laugar- daginn fyrir páska. Seljendur klæðast skrautlegum búningum og Kolaportið verður fagurlega skreytt í tilefni dagsins. „Markaðsstarfsemin verður auðvitað í fyrirrúmi," segir Jens Ingólfsson hjá Kolaportinu, „en við ætlum líka að skemmta okkur konunglega. Þarna verður fjöldi listamanna og dans- ara, en fyrst og fremst verðum við sjálf öll að koma með góðu hugarfari — hvort sem við tökum svo þátt í samba- dansinum eða ekki.“ Tvær milljónir gesta Á þessum þremur árum sem Kolaportið hefur starfað er talið að gestafjöldinn sé samtals kominn í um tvær milljónir, en samkvæmt skoðanakönnun sem íslenskar markaðsrann- sóknir gerðu nýlega hafa um 62% þjóðarinnar komið einu sinni eða oftar í Kolaportið og um 75% höfuðborgarbúa. „Við gerum ráð fyrir allt að 20.000 gestum á laugardaginn," segir Jens, „en nú sjáum við fram á að þeir gætu jafnvel orð- ið miklu fleiri því borgaryfin/öld hafa ákveðið að hafa nýja ráðhúsið til sýnis þennan dag og ekki ólíklegt að miðbærinn verði alveg iðandi af lífi.“ Sunnudagurinn ó mónudag Kolaportið verður lokað á páskadag en hefðbundinn sunnu- dagsmarkaður færist yfir á mánudag, annan í páskum, og þá verður hátíðahöldunum haldið áfram með ýmsum hætti. Á laugardag verður Kolaportið opið frá 10-16 og á mánu- dag frá 11-17. auglýsing N -L ^ ú er stórveisla borgarstjóra í ráðhúsinu afstaðin og hinn almenni borgari getur virt íyrir sér herlegheitin í ró og næði yfir hátíð- imar. Hvað undirbún- ing veislunnar varðar þá voru ekki allir á eitt sáttir um hvemig að honum var staðið. Sigrún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og eini fulltrúi minnihlutans sem fer með atkvæðisrétt í borgarráði, var stödd í veislu ekki alls fyrir löngu þegar ónefndur fulltrúi bæj- arstjómar utan af landi vatt sér að henni og spurði si svona hvort hún væri búin að ákveða hvemig hún ætlaði að vera klædd í veislunni. Sigrúnu brá í brún því ekkert hafði verið rætt um veislu- höldin í borgarráði en augljóslega var búið að bjóða bæjarstjómarfulltrúanum. Það kom því í hlut hans að upplýsa Sig- rúnu um að vígslan færi ffam um dag- inn og svo væri matarboð í Perlunni um kvöldið... Lausn á krossgátu á bls. 36 \AV\s\mpmsWo\KM \ry\mK\i ai AmrlM'rlmj mxasAtm □Baaaa Æ A. m Wmm nmrnaa m \A \m m mmm E3ESE9 rnmil B 'A L ro r 14 L \K i 1 01 UMfS^ £ Æ| 14 Á mjóu slitlagi (einbreiöu) þurfa báöir bflstjórarnir að hafa haegri hjól fyrir utan slitlagiö við KEW HOBBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! Hreinlega allt til hreinlæfis REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2-110 R vik -^Simar 31956-685554

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.