Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 E R L E N T „Ég held aö þaö séu ekki til nógu miklir peningar í enska ríkisbankanum til aö bæta fyrir allt þaö sem viö fórum á mis viö.“ I október 1974 voru sex Irar handteknir og ákærðir eftir að írski lýðveldisherinn, IRA, sprengdi öfluga sprengju á krá í Birmingham. Alls slösuðust 160 manns og 21 lét lífið, að mestu ungt fólk og sumt af írsku bergi brotið. Mennirnir sex sem handteknir voru sættu líkamlegu ofbeldi jafnt frá hendi lögreglu sem í fangelsi. Við tók 16 ára fangelsisvist, en allan þann tíma héldu mennirnir fram sakleysi sínu. I einka- viðtali PRESSUNNAR við Jerry Hunter, einn mannanna sex, segir hann frá einstakri lífs- reynslu sinni og áfellisdómnum sem breska réttarkerfið sætir í dag. Undir exi breska réttarkerfi Hugh Callaghan, Jerry Hunter og Billy Power. Fimmtudaginn 14. mars árið 1991 gengu sex menn út úr Hæstarétti í London á vit frelsis. Long barátta var að baki og nýtt líf í þá mund að hefjast. Menn- imir voru Patrick Hill, Hugh Callaghan, Johnny Walker, Ri- chard Mcllkenny, Billy Power og Jerry Hunter. Saga þeirra er einstök og átakanleg, en þrátt íyrir það er talið að enn gisti um 700 saklausir fangar enskar fangageymslur. Sextán árum áður voru þeir rangir menn á röngum stað, óheppnir menn sem spiluðu á spil og drukku á krá sem nokkrir óæskilegir einstaklingar sóttu. Þeir tóku ferjulest á leið til fr- lands klukkan 19.55, sprengjan sprakk klukkan 20.17. Lögregl- an handtók þá þegar lestin nam staðar vestast í Lancashire á Norður-Englandi. „Við vorum á leiðinni til ír- lands á föstudegi þegar lögreglan stöðvaði alla og spurði spum- inga. Hún lét okkur bíða. Paddy Hill var þá þegar kominn um borð í bátinn. Einni og hálfri klukkustund síðar sögðu þeir okkur að sprengja hefði spmngið í Birmingham og báðu okkur að koma á stöðina til að taka af okk- ur sýni. Tilganginn sögðu þeir vera að útiloka okkur frá ífekari rannsókn. Við féllumst á það, enda höfðum við ekkert að fela og bentum þeim á að Paddy væri kominn um borð. Þeir færðu okkur á stöðina og tóku sýni klukkan þrjú um nóttina. Löngu seinna var vísindalegu gildi þessarar sýnatöku hnekkt. Samkvæmt niðurstöðum áttu tveir okkar að hafa meðhöndlað sprengiefni. Lögreglan missti áhugann á neitunum okkar og vildi sakfella okkur, fá ffá okkur einhvers konar játningu að minnsta kosti. Þeir hófu að beija okkur og hóta með byssum. Við vorum fluttir til Birmingham þar sem okkur var haldið til mánu- dags. Við vomm látnir standa teinréttir í klefanum alla nóttina og fengum hvorki að sofa né borða. Allt og sumt sem ég fékk þessa helgi var vatnssopi. Þar á ofan héldu þeir áfram að berja okkur. Lögreglan tók einn okkar niður í kjallara, miðaði á hann skotlausri byssu og tók í gikk- inn.“ - Höföuð þið aðgang að lög- frœðingi? „Nei. A mánudeginum feng- um við lögífæðing sem rétturinn útvegaði. Mistök þeirra lágu í því að taka okkur úr gæsluvarð- haldi og láta okkur yftrgefa rétt- arsvæðið. Þá hefðu þeir átt að hafa lækni því það var augljóst að við höföum verið beittir lík- amlegu ofbeldi. Við vorum skelfingu lostnir. Allt var um seinan þegar í fangelsið kom því þá vomm við barðir aftur af fangavörðum og föngum." - Mœttuð þið mikilli fyrirlitn- ingu hjá hinum föngunum? ,Já, en það er skiljanlegt eins og ástatt var. Mikil almenn reiði ríkti í garð íra og þeir sættu of- sóknum í Birmingham. Fólk neitaði að vinna með írum, nokkrar írskar krár vom sprengdar með bensínsprengjum og fólk fjölmennti á útifúndi og krafðist þess að hengingar yrðu lögleiddar á ný. Þetta vom erfiðir „Ég vlssi að ég varfrjáls og það var erfitt að skílja það. Ég held ég hafi verið að bíða eftir því að vakna í fangelsinu og að þetta værl allt saman draum- ur,“ lýsírJerry Hunter fyrsta deginum sem frjáls maður eftir sexlán ára fangelslsvist. tímar fyrir íra og þeir þurftu að láta lítið á sér bera. Við vomm aftur þungamiðjan í þessu og fengum að kenna á því hjá lög- reglunni, fangavörðum og föng- um.“ - Voruð þið einfaldlega vald- ir? , Já, einmitt. Þeir þurftu söku- dólga. Þeir sögðu að heimili okkar væru umkringd af öskr- andi ólátaskrfl og fjölskyldur okkar væru í hættu, þeir gætu ekki flutt þær á ömggan stað fýrr en við heföum skrifað undir yfir- lýsingu um sekt okkar. Á þennan hátt vomm við þvingaðir með hótunum." - Skrifuðuð þið allir undir yfirlýsingu? „Ég og Paddy Hill gerðum það ekki. Aftur á móti vomm við varaðir við, þegar handtakan átti sér stað, að allt sem við segðum væri hægt að nota sem sönnunar- gögn. Þetta var það eina sem þeir höföu á mig í réttinum og þegar lögreglan vitnaði átti ég til dæm- is að hafa sagt: „Við drápum ekki nógu marga, við heföum átt að drepa fleiri." Lögreglan sveifst einskis til að sverta mann- orð mitt.“ - Funduð þið jyrir stuðningi eða fordœmingu almennings á meðan á fangelsisvist ykkar stóð? ,J4ei. Fjölskyldur okkar máttu heimsækja okkur í 15 mínútur á degi hverjum og við fengum eitt bréf á viku. Við höfðum vitni sem vildu ekki koma fram því haft var í hótunum við þau. Ef venjulegir írar hefðu heimsótt okkur heföu þeir sætt ofsóknum og leit verið gerð á heimilum þeirra. Við vorum allir ákærðir fyrir morð klukkan tvö á sunnudegin- um. Um klukkan sex þann sama dag var haldinn fréttamanna- fúndur þar sem einn valdamesti lögregluforingi í Birmingham lýsti því yfir opinberlega að lög- reglan heföi í haldi mennina sem bæru ábyrgð á sprengingunni. Þetta var, sjáðu til, áður en við komum fyrir rétt og kallast ,jrétt- lát réttarhöld", og er dæmigert fyrir meðferðina sem við feng- um á þessum fyrstu vikum. Lögfræðingamir sem við fengum — sorglegt en satt — voru einfaldir byrjendur og höföu aldrei rekið mál af þessu tagi áður. Þegar í réttinn kom var lítinn stuðning af þeim að hafa. Við skýrðum ffá því að við hefö- um verið barðir. Dómarinn sendi þá kviðdóm út af örkinni til að rannsaka þetta atriði frekar. í heila viku bárum við vitni og lögreglan gerði hið sama. Að því loknu gaf dómarinn út yfirlýs- ingu þar sem hann sagði að ljóst væri að hér bæri mikið á milli og að hann hallaðist að því að trúa lögreglunni. Hann ógilti því allar vitnaleiðslumar. Síðan þá hefur annað komið í ljós og nú er búið að ákæra fjóra lögregluforingja fyrir samsæri um misnotkun á rétti. Ef fjórir þeirra voru ákærðir þá hlýtur viðamikið samsæri að hafa átt sér stað milli allra lög- regluforingjanna." - Trúðuð þið á þessum tíma að réttlœtið myndi sigra að lok- um? „Við trúðum að við myndum vinna og fá fullt frelsi. Þegar þær vonir brustu treystum við því að áfiýjun myndi færa okkur frels- ið. En það brást líka. Þá gerðum við okkur grein fyrir að fram- undan væri fangelsisvist, kannski þrjú til fimm ár. Þegar hér var komið sögu höfðu fjölskyldur okkar hafið upplýsingaherferð í þeim til- gangi að vekja athygli á sakleysi „Lögreglan mlssti áhug- ann á neitunum okkar og vildi sakfella okkur, fá að minnsta kosti frá okkur einhvers konar játningu. Þeírhéfu að berja okkur og hóta með byssum.“ okkar. Aðeins örfáir þingmenn Verkamannaflokksins sýndu þessu áhuga. Hvorki íhaldsmenn né kirkjunnar menn höfðu áhuga. Það tók 11 ár að vekja áhuga almennings á því óréttlæti sem við höföum sætt. Seinna voru ákæmr á 14 yfir- fangaverði ógiltar og þar með vomm við sviknir aftur. Við fór- um þá í mál við lögregluna, sem var áfrýjað. Denning lávarður, sem þá var annar valdamesti dómari landsins, sagði í réttar- höldunum að „nógum peningum heföi nú þegar verið eitt í þessa menn. Ef þeir vinna málið þýðir það að lögreglan er sek um vald- beitingu. Þetta er rangt því þá þarf innanríkisráðherra að veita mönnunum frelsi. Það má ekki eiga sér stað. Betra er að saklaus- ir menn sitji í fangelsi en að heiðarleiki réttarkerfisins sé dreginn í efa“.“ - Þú hlýtur að vera bitur þeg- ar þú hugsar um breska réttar- kerfið. “ „Ég kýs að kalla það breska óréttlætiskerfið. Síðan mennimir fjórir frá Guilford vom lámir lausir hefur lögreglan átt undir högg að sækja þannig að fólk er einnig að missa trúna á hana og réttarkerfið. Nú er svo komið að kviðdómarar em tregir til að dæma fólk sem hefur verið ákært fyrir hryðjuverk, því undir niðri er hræðsla við að fólkið sé sak- laust og að ekki sé fullt mark tak- andi á lögreglunni." -Hvernig varfangelsisvistin? „Fyrstu þrjú árin voru ansi slæm, þar sem við mættum mik- illi fyrirlitningu hjá föngunum. Smám saman breyttist þetta og á endanum trúðu því allir að við væmm saklausir. Það spurðist út um allt kerfið að það væm ekki bara við heldur Guilford, MacGuiers og Judith Ward, sem öll em írsk tilfelli. Það var stöð- ugt verið að flytja okkur á milli staða, við gistum ein átta fang- elsi — hámarksöryggi. Ég segi ekki að síðustu árin hafi verið auðveld, en það er auðveldara þegar þú hefur marga vini í kringum þig sem em boðnir og búnir að aðstoða þig.“ - Það er eifitt að bœta fyrir frelsissviptingu. Ertu búinn að fá j'ullar bœtur? “ „Við fengum 3.700 krónur daginn sem við vomm látnir lausir og höfum fengið nokkrar greiðslur síðan. Ég held hins vegar að það séu ekki til nógu miklir peningar í enska ríkis- bankanum til að bæta fyrir allt það sem við fórum á mis við. Fullar bætur höfum við enn ekki fengið en talað er um 1,2 millj- ónir íyrir hvert ár.“ Hvernig eyddirðu fyrstu dög- unum semfrjáls maður? (hlær...)„Með fjölskyldu og vinum. Ég man þó mest lítið, þetta hefur þurrkast út. Ég var mjög hátt uppi, adrenalínið streymdi um lflcamann. Ég vissi að ég var fijáls og það var erfitt að skilja það. Ég held ég hafi verið að bíða eítir því að vakna í fangelsinu og að þetta væri allt saman draumur." - Hvernig gengur lífið í dag?“ „Ég nýt þess. Það er erfitt að útskýra það en þegar maður hef- ur einu sinni verið sviptur frels- inu kann maður virkilega að meta það. Hver dagur er fullur gleði og það er gott að vera til. Þegar við komum út úr réttin- um var fjölskyldan á vinstri hönd og heimsfjölmiðlar efst í göt- unni. Okkur var ætlað að kunna „Mér líkar hað ekki en sannleikurinn er sá að við urðum að stórstjöm- um.“ á fjölmiðla, eins og við heföum aldrei gert neitt annað. Mér líkar það ekki en sannleikurinn er sá að við urðum að stórstjömum. Þetta var hræðileg lífsreynsla um leið og við nutum þess. Ég skildi við konuna mína efit- ir þrjá mánuði. Ég held að við höfúm allir upplifað sama hlut- inn; að vera utangarðs í fjöl- skyldunni. Það var mjög erfitt að taka við hlutverki föður og eigin- manns eftir 16 ára fjaiveru, það gekk ekki upp. Þrátt fyrir allt er samband mitt við fyrrverandi konuna mína mjög gott í dag.“ - Ertu búinn að fara qftur til Birmingham?" ,Já, en það er mjög sár tilfinn- ing að upplifa daglega amstrið þar. Að morgni dagsins þegar ég var handtekinn fór ég með böm- in mín í skólann. Þegar ég sá konumar gera slíkt hið sama skáut öllum slæmu minningun- um upp. Ekki misskilja mig, mér þykir mjög vænt bæði um fólkið og bæinn. Ég myndi bara ekki vilja setjast þar að aftur. Ég bý í London, lifi einn dag í senn og nýt þess.“ Anna Har. Hamar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.