Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 PRESSAN Utgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 62 70 19 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreifíng 62 1395(60 1054), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Askriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Hver á að gæta alnæmissmitaðra? í PRESSUNNI í dag er rætt við fólk sem smitað er af al- næmisveirunni um sjúkdóminn, forvamir gegn honum og þann aðbúnað sem samfélagið býr þeim sem em smitaðir eða hafa fengið sjúkdóminn. Þrátt fyrir að alnæmi hafi verið þekkt í um tíu ár er enn langt í land með að forvamir gegn alnæmi geti talist nægar. Sjálf- sagt em einhvetjir fáanlegir til að deila um hvort svo sé. Það segir hins vegar sína sögu að stærstur hluti þess fólks sem er smitað af veirunni hefur ekki orðið var við þessar forvamir. Það sýnir bæði hversu gloppóttar þær em og til hvers það leið- ir. Það kemur fram í máli hinna smituðu að þetta fólk þarf að verja miklum tíma í glímu sína við kerfið. Þegar það sýkist og verður veikt þarf það að standa í stappi til að fá aðstoð frá hinu opinbera við að greiða húsaleigu og aðrar nauðsynjar. Þrátt fyrir að við íslendingar höfum ætlað okkur að smíða kerfi sem veitir lasburða stuðning virðist sem þeir sem reka kerfið eigi erfitt með að láta það laga sig að hinum veikburða. Stundum fær maður á tilfinninguna að þeir sem stjóma kerfinu vilji helst veita aðstoð í hlutfalli við það umstang sem hinir veiku leggja á sig en ekki eftir þörfum þeirra. Þess vegna fæst ekkert án erfiðis út úr kerfinu og þeir sem þurfa mikla aðstoð verða að leggja hart að sér til að fá hjálp. Eins og margir hópar sem eiga í erfiðleikum hafa þeir sem em smitaðir af alnæmisveimnni gefist upp gagnvart þessu kerfi og lagt traust sitt á frjáls félagasamtök; Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann. Og þannig er íslenska velferðarkerfið uppbyggt. Ríkið skaffar hátækni-læknisþjónustu og smávægilegan fjárhags- stuðning sem sjaldnast dugir til framfærslu. Það er hins vegar ekki fært um að byggja upp frekari þjónustu við hina hjálpar- þurfi. Frjáls félagasamtök sjá um hana. í sjálfu sér er ekkert að þessu íyrirkomulagi. Fijálsum fé- lagasamtökum er án efa miklu betur treystandi til að átta sig á raunverulegum þörfum hinna sjúku en ríkinu. Gallinn er hins vegar sá að flestir landsmenn standa í þeirri trú að þeir búi í velferðarríki þar sem rfldsvaldið sinnir þessum þörfum. Þeir sem fara með ríkisvaldið trúa því meira að segja sjálfir. Þeir styðja því ekki við félagasamtökin eins og þeir ættu að gera og bregða meira að segja stundum íyrir þau fæti. V I K A N AÐALMAÐUR VIKUNNAR Að sjálfsögðu er Markús Örn Ant- onsson inaður vik- unnar og í rauninni líka þeir 1.600 Reyk- víkingar og nær- svcitamcnn sem fengu að vígja ráð- húsið ineð honum. Hinir Reykvíkingam- ir 98.400 eru ekki menn vikunnar. Og verða sjálfsagt ekki menn neinnar viku það sem eftir lifir þessarar aldar. Fyrst þeir komu sér ekki í þessa veislu má ekki búast við neinum stórafrekum hjá þeim í framtíðinni. VARAMAÐUR VIKUNNAR Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefði orðið aðalmaður þessarar viku ef ekki hefði þurft að vígja ráðhúsið. Hann er hreint ótrúlega hug- myndaríkur í stöðuveitingum. Fyrst fann hann upp Heimi Steinsson, síðan datt honum í hug að bjóða leikaranemum upp á Gísla Alfreðsson, þá setti hann Guðmund Magnússon á Þjóðminjasafnið og loks gerði hann Hannes Hólmstein Giss- urarson að formanni þýðingar- sjóðs. Allt eru þetta mætir menn og mundu ábyggilega pluma sig vel á öðrum stöðum. Heim- ir væri til dæmis ágætur á Þjóðminjasafninu og Hannes Hólmsteinn er ágætur leikari. BESTUR STARFSTITILL UNGRA MANNA Eins og áður sagði var Guð- mundur Magnússon settur á Þjóðminjasafnið. Hann var ekki skipaður heldur settur þar til tveggja ára. Hann er nú 35 ára. Eftir tvö ár verður hann 37 ára. Þá getur hann sett starfstitilinn fyrrverandi þjóðminjavörður í símaskrána. EINELTI í SKÓLUM Þar sem Hannes Hólmsteinn hefur verið nefndur til sögunnar er ekki hægt að komast hjá því að undrast hvers vegna skólayf- irvöld í Háskólanum hafa ekki tekið á agavandamálum þar. I hverri greininni af annarri hefur Hannes lagt samkennara sína í einelti; Svan, Þorbjöm, Þórólf og Þorvald. Einelti er alvarlegt_ vandamál og það ágerist ef ekki er gripið strax í taumana. HVERS VEGNA Er hœgt að skylda fólk til að vera ístéttarfélögum? GUNNAR JÓHANN BIRGISSON LÖGMAÐUR SVARAR ,,Það eru til ýmis lög sem ná til aðila sem ekki eru í stéttarfé- lögum. í vinnulöggjöfinni frá 1938 segir: „Samningar ein- stakra verkamanna við einstaka atvinnurekendur em ógildir að svo miklu leyti sem þeir bijóta í bága við samninga stéttarfélags við atvinnurekanda." Lög frá 1980 kveða á um að „laun og önnur starfskjör sem aðildar- samtök vinnumarkaðarins semja um skulu vera lágmarkskjör íyr- ir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á því svæði sem samningurinn tekur til. Samn- ingar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en almennir kjarasamningar segja til um skulu ógildir". Strax með þessum ákvæðum er ljóst að kjarasamningar sem í gildi em binda nokkuð samn- ingsfrelsi manna um annað en það sem í kjarasamningum kem- ur fram. Síðan gerist það að í samningum milli atvinnurek- enda og stéttarfélaga er að finna svokölluð forgangsréttarákvæði þar sem kemur fram að félags- menn viðkomandi félags sem er að semja skuli hafa forgang að vinnu á viðkomandi félags- svæði. Þetta þýðir það auðvitað að það er ákaflega erfitt fyrir menn að standa utan félaga. Á flestum sviðum þjóðlífsins em menn skráðir í stéttarfélög án þess að vera spurðir, enda litið svo á að þetta sé hið eina rétta. Hitt er svo spumingin hvort þetta stenst stjómarskrárákvæði um félagafrelsi og þær alþjóð- legu samþykktir sem við íslend- ingar emm aðilar að. Um það snýst deilan. Óháð sérífæðinganefnd telur að þetta brjóti í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna en Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að í félagafrelsi felist ekki að menn ráði hvort þeir séu í félagi eða ekki. Það em reyndar ekki allir sáttir við þá túlkun. Stéttar- félög segja þetta vera gmndvöll starfsemi sinnar og telja þetta þar af leiðandi standast. Síðan er þetta spuming um hverra hagsmunir þetta em, fé- lagsmanna eða samtakanna sjálfra. Félagsmenn stéttarsam- taka hljóta að þurfa að sjá hag í félaginu til að vilja vera aðilar að því. Ef svo er ekki er félagið annaðhvort hætt að skila hlut- verki sínu eða það stendur sig ekki nógu vel.“ Hitt er svo spurningin hvort þetta stenst stjórnar- skrárákvæði um félagafrelsi og þær alþjóðlegu sam- þykktir sem við íslendingar erum aðilar að. O O i§ co < OG- STÓRA EiMAPS ER MEÞ RtMTveRtó) SEM HIRPFflTAHÖAJNiAfc iaR- AUTi' PlATfCAMSitOS 06- StkS/UVúAP- »A.A. fcÁNi'F&A Á STDE^JErTÍR Cnfifr Ag/VA£

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.