Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 10
10 PRESSAN 15. APRÍL 1992 UNDIR ÖXINNI * Arsreikningur Dagsbrúnar Elinborg Jonsdottir YFIRLJÓSMÓÐIR FÆÐINGARHEIMILIS REYKJAVÍKUR Þess vegna á að halda rekstrinum óbneyttum Heilbrigðisráðherra hefur lagt til þær breytingar á rekstri Fæðingar- heimilis Reykjavíkur að þar verði eingöngu sængurkvennadeild í fram- tíðinni. Allar fæðingar á að flytja yfir á Landspítalann og spara með því verulega fjármuni. - Hver eru rökin fyrirþvíað haida Fœðingarheimilinu opnu? „Fagleg og rekstrarleg rök hníga að því að efla einfaldar einingar fyrir konur án áhættu. Ef eitthvað er virðist það áliættuminna fyrir konur, sem ekki eru í áhættuhópi, að fara á minni fæðingarstofnanir þar sem síður verða inngrip í eðlilega fæðingu en á hátæknistofnun- um sem miðast við að meðhöndla veikar konur og böm. Fæðingardeild Landspítalans er byggð fyrir 2.200 fæðingar. Þar hafa verið allt að 2.800 fæðingar, þegar mest er, á ári. Það yrði mjög mikið álag á kvennadeild Landspítalans ef ætti að setja allar fæðing- ar sem hér fara fram þar inn með miklu minni mannafla en hér hefur verið. Fyrir þremur árum sendu ljósmæður Landspítalans frá sér bréf í kjölfar sumarlokunar Fæðingarheimilisins þar sem þær lýstu því yfir að vegna óhóflegs vinnuálags gætu þær ekki lengur tryggt ör- yggi móður og bams í fæðingu. Er það það sem stefnir í nú aitur? Það má einnig benda á að hátæknistofnanimar em alltaf dýrustu þjónustustofnanimar og erlendis er alltaf verið að auka áherslu á ein- faldari einingar, bæði af rekstarlegum orsökum og faglegum." - Þetta er þá hagkvœmara rekstrarform ? ,Já, en það þyrfti að efla þessa einingu og endurskipuleggja, því henni hefur ekki verið gert kleift að starfa sem skyldi vegna óvissu sem alltaf hefur ríkt um framtíð hennar. Framkvæmdir vom langt komnar þegar þær vom stöðvaðar í haust, en aðstaða hafði öll bam- að til mikilla muna, bæði fyrir starfsfólk og foreldra, og tekið hafði verið á ýmsum faglegum og rekstrarlegum þáttum svo spamaður náðist víða.“ - Það myndi þá að þínu mati ekki sparast fé ef fœðingar fcerð- ust yfir á Landspítalann eins og lagt hefur verið til? „Ekki nema þjónusta yrði lögð af eða skert að vemlegu leyti. Það hefúr ekki verið sýnt fram á það á raunhæfan hátt að hagkvæmara sé að skella þessu saman í eitt.“ - Er þetta ekki tilfinningaspursmál? „Mér finnst það jákvætt að konur skuli hafa uppgötvað eitthvað sem þeim finnst að skipti þær máli. Þekkingin hefur gefið okkur miklar upplýsingar en aftur á móti er heilbrigðisþjónusta ansi mikið læknis“dóminemð“. Þeir em fyrst og fremst aldir upp í að sjá um allt sem aflaga fer og er afbrigðilegt og em því mun uppteknari af þeim þáttum en dýnamíkinni í hinum eðlilega gangi fæðingar. Ráðamenn og skipuleggjarar hafa á hinn bóginn „tilfinningu" fyr- ir því að þetta verði ódýrara. Það em réttlætanlegar „tilfmningaf ‘ því þær em fyrir peningum, en okkar tilfinningar fyrir því að þetta sé eitthvað sem er rétt eða gott em neikvæðar. Peningaspámennskan er því líka á tilfinningaplaninu og dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Fjármunir sem þetta á að spara.em því afskaplega óljósir og á huldu." - En hver er í raun munurinn á að fœða á þessum tveimur stöðurp? „Fæðingarhcimilið er lítil heimilisleg eining með samfellu í þjón- ustunni sem hjálpar okkur mjög að ná faglegum markmiðum. Ró og friður em undirstöðuaúiði til að gera konuna ömggari í fæðingunni. Þá dregur úr ótta og kvíða innra með henni sem aftur hefur afar mik- il áhrif á öryggið í fæðingunni." - Er þá ekkert hœft í þeirri gagnrýni að lœknisfrœðilegu ör- yggi sé áhótavant á Fœðingarheimilinu? „Fyrir konur með áhættuþætti þá skrifa ég undir það. Fyrir konur án áhættu síður en svo.“ FÉLAGSMÖNNUM NEFIABIIM AFRIT Hrein eign Dagsbrúnar 570 milljónir Hrein eign Dagsbrúnar, þ.e'. félagsins sjálfs og sjóða þess, var um síðustu áramót tæplega 570 milljónir króna og hafði aukist um nær 30 prósent að raunvirði á aðeins tveimur ár- um. Velta Dagsbrúnar og sjóða hennar var á síðasta ári 190 milljónir króna og skilaði félag- ið af sér liðlega 83 milljóna króna hagn- aði. Þá 'sýna reikningar félagsins að laun og launatengd gjöld vegna starfsmanna félagsins hafa hækkað'úr9,7 milljónum í 12,5 milljónir eða um 28,5 prósent á árinu. Nokkur óánægja er ríkjandi meðal félagsntanna í Dagsbrún, sem fengu ekki afrit af eða óheftan aðgang að ársreikning- um félagsins fyrir aðalfund þess, sent haldinn var í gær- kvöld, þriðjudagskvöld. Félagið auglýsti að ársreikningar þess lægju á skrifstofu félagsins, en þegar til kom fengu félagsmenn Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar. aðeins að skoða reikningana, en fengu ekki afrit til að kynna sér fyrir fundinn. Jóhannes Guðnason, fyrr- um formannskandídat innan Dagsbrúnar, tók undir þessa gagnrýni í samtali við blaðið í gær. „Mér finnst að það hljóti að brjóta í bága við lög félags- ins að láta ekki afrit af sund- urliðuðum reikningum af hendi fyrir aðalfund. Það tek- ur meira en eina litla dagstund að kynna sér málefni félagsins og ekki nóg að fá bara að renna augum yfir reikningana. Þetta var svona í fyrra, þegar miklar deilur stóðu yfir. Nú hefur náðst sátt og ég tek sæti í trúnaðarmannaráði félagsins, en samt gat ég ekki fengið af- rit af reikningunum.“ Sem fyrr segir voru heildar- tekjur Dagsbrúnar, þ.e. félags- sjóðs, vinnudeilusjóðs, fræðslusjóðs, styrktarsjóðs og orlofssjóðs, alls 190 milljónir á síðasta ári, en gjöld 107 milljónir. Hreinn hagnaður hækkaði á milli ára úr 52,5 milljónum í 83,3 milljónir króna. Af helstu útgjaldalið- um má nefna að útgáfu- og fundakostnaður hljóðaði upp á 7 milljónir króna, en þar af var tæp 1 milljón króna merkt kosningununt innan Dags- brúnar á síðasta ári. Þá mun símakostnaður ársins hafa numið tæplega 500 þúsund krónum. I samantekt sem félags- mönnum var boðið upp á síð- ustu daga fyrir fundinn kemur ekki fram hverjar heildareign- ir Dagsbrúnar eru, heldur að- eins greint frá hreinni eign, þ.e. samtölu yfir eignir um- fram skuldir. Þær voru sem fyrr segir um 570 milljónir króna. Ríkustu sjóðir Dags- brúnar eru styrktarsjóður með um 300 milljónir og vinnu- deilusjóður með um 130 millj- ónir. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur vaknað forvitni um hvort félagið hafi greitt símakostnað vegna stjómarkjörs innan Dagsbrún- ar í fyrra og svo símakostnað vegna prófkjörs Þrastar Ól- afssonar hjá Alþýðuflokknum fyrir síðustu þingkosningar. Þá lék mönnum forvitni á að vita hversu tekjur félagsins hefðu vaxið í kjölfar þess að nú er eitt prósent af öllum launum manna tekið í félags- gjöld, í stað eins prósents af dagvinnunni áður. Friörik Pór Uuömundsson Eftirmálar af kaupum Norðurvangs á Ópal-húsinu Borgarfógeti týndi veð- skuldabréfum Kaupþings Borgarfógetaembættiö. Eftir að Helgi Rúnar Magnússon og félapar í Norður- vangi keyptu eignina Skipholt 29 á upp- boði af Helga Rúnari og félögum í Stelk hf. gaf hjpröurvangur út veöskuldabréf [MJiandá Kaupþingi. Borgarfógeti týndi bréfunum. Veðskuldabréf, sem Norður- vangur hf. gaf út til handa Kaupþingi til að standa skil á uppboðsandvirði vegna nauð- ungaruppboðs á fasteigninni Skipholti 29, hafa ekki fundist hjá embætti Borgarfógeta þrátt fyrir mikla leit. Um er að ræða aíls 16 milljóna króna bréf sein Norðurvangur skyldi greiða Kaupþingi eftir að hafa yflrboð- ið verðbréfafyrirtækið á nauð- ungaruppboði í fyrra. Eins og PRESSAN greindi nýverið fra var fasteignin Skip- holt 16, Ópal-húsið svonefnda, slegin á uppboði á síðasta ári. f fyrstu var fasteignin að mestu í eigu Bjarna Arnasonar í Brauð- bæ, en liann seldi hana fyrirtæk- inu Stelk, sem aftur gerði 10 ára leigusamning við Bjama. Stelk- ur er fyrirtæki Helga Rúnars Magnússonar lögfræðings og Sigurðar R. Sigurjónssonar. A uppboðinu keypti Norðurvangur alla fasteignina á 25,5 milljónir. Kaupþing bauð 18 milljónir í hluta fasteignarinnar, en Norð- urvangur bauð 18,1 milljón. Helstu eigendur Norðurvangs eru helgi Rúnar og fyrirtækin hans Stelkur hf. og Rúnar hf. í kjölfar upp- boðsins vom fjögur samhljóða skulda- bréf, upp á 4 millj- ónir hvert, gefin út af Norðurvangi, en upphaflegur kröfuhafi var Rúnar hf. Bréfin höíðu verið framseld Hávöxtunarfélaginu, sem Kaup- þing rekur, en þau skyldi nota til að greiða Kaupþingi af upp- boðsandvirðinu. Uppboðshald- ari tók að sér að gefa út afsal og þinglýsa bréfunum, sem og var gert, en bréfin bárust aldrei til baka og hafa ekki fundist hjá Borgarfógeta þrátt fyrir mikla leit. Kaupþing hefur höfðað ógildingarmál vegna þessa. * Armann Reynisson skrifar formanni útvarpsráðs Vill láta rannsaka fréttaflutnlng Vísar í grein Heimis Steinssonar máli sínu til stuðnings í útvarpsfréttum tveimur dögum áður en hún var birt honum á löglegan hátt og að dómur Sakadóms í málinu hafi verið kynntur í fréttum áður en lög- manni Ármanns hefði gefist tóm til að kynna honum dóminn. Þá er vísað til þess að Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður hafí átt fjánmuni hjá Ávöxtun og kunni afskipti hans af málinu því að hafa stangast á við fimmtu grein siðareglna blaðamanna, þar sem varað er við hagsmunaárekstr- um blaðamanna. Með bréfi Ármanns til for- manns Útvarpsráðs eru alls sjö íylgirit, þar á meðal nýleg grein Heimis Steinssonar útvarps- stjóra í Morgunblaðinu, „Þegar níðið eitt er eftir". Ármann Reynisson vill að útvarpsráð fari ofan í saumana á mörgu sem tengist fréttaflutningi af Ávöxtun. Armann Reynisson, fyrr- um eigandi Ávöxhinar, hef- ur skrifað formanni útvarps- ráðs bréf þar sem farið er fram á að kannaður verði fréttaflutningur Ríkisútvarps- ins í Ávöxtunarmálinu svonefnda. Sér- staklega vill Ármann að könnuð verði „misnotk- un“ Ólafs Ragnars Grt'ms- sonar á frétta- s t o f - unni, enda hafi hann verið upp- hafsmaður að ,Jielfor“ gegn Ár- manni og persónu hans sem með ólíkindum megi telja. í bréfi sínu fer Ármann einnig fram á að fréttaflutningur af Ávöxtunarmálinu og nafnbirt- ingar í því verði borin saman við hliðstæð mál og sakamál fram til dagsins í dag. Ármann segir burðarás frétta RÚV um málið hafa verið níð og rógburð um störf hans, sem hljóti að flokkast undir mannorðsmorð. I fylgiskjölum með bréfinu rekur Armann dæmi um frétta- fluming RÚV. Þar segir að hann hafi heyrt af ákæm á hendur sér

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.