Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 13 Stjórnendur Þjóðlífs Mestan hluta líftíma síns var fréttatímaritið Þjóðlíf rekið með verulegum halla. Þrátt fyrir það var útgáfurétturinn eignfærður upp á 42 milljónir króna, en hann fer fyrir lítið við gjaldþrot fyrirtækisins. Ljóst er hins vegar að stjórn- endur Þjóðlífs tapa verulegum upphæðum vegna persónulegra ábyrgða. MÁTU VIBSKIPIAVILD ÞJÓÐLÍFS Á 42 MILLJQNIR Fréttatímaritið Þjóðlíf er nú í gjaldþrotameðferð eftir að hafa komið út síðan 1985. Útgáfa blaðsins hefur einlægt verið tengd þeirri hugsjón hóps vinstrimanna að gefa út frettarit sem myndað gæti mótvægi við hægripressuna á Islandi. Var gjaman leitað fyrirmynda í hinu þýska Spiegel en þýddar greinar úr því prýddu oftar en ekki síður blaðsins. Þessi hugsjóna- mennska gerði að verkum að rekstur blaðsins fléttaðist að mörgu leyti inn í þau umbrot sem sjá mátti á vinstri vængnum á þessum árum. Upphaf útgáfu Þjóðlífs má rekja til þess að Auður Styrkárs- dóttir hætti á tímaritinu Mann- lífi. Hún og eiginmaður hennar, Svanur Kristjánsson prófessor, áttu síðan frumkvæði að því að setja Þjóðlíf á stofh en útgáfu- fyrirtækið hét Félagsútgáfan hf. Fyrst í stað var Auður ritstjóri tímaritsins en síðar var Oskar Guðmundsson fenginn til að rit- stýra því. Óskar hafði þá um skeið verið ritstjórnarfulltrúi Þjóðviljans. Þegar Óskar kom inn var útgáfufyrirtækið Svart á hvftu orðið aðaleigandi með 40% hlutafjár. HARÐSKEYTT ÁSKRIF- ENDASÖFNUN Áskrifendur Þjóðlífs hafa orðið að ákveðnum þjóðfélags- hópi að undanförnu, sem er kannski ekkert skrítið miðað við hvað lagt var á sig við öflun jreirra. Þjóðlíf treysti alltaf fyrst og fremst á áskrifendur, enda lausasala blaðsins óvemleg. Eft- ir því sem komist verður næst voru áskrifendur framan af á milli 2.000 og 3.000 talsins. Um 1987-’88 var þó búið að koma þeim upp í um 7.000 raunveru- lega áskrifendur. En stjórnendur blaðsins höfðu mikla trú á að hægt væri að auka enn frekar við þessa skrá og var fyrirtækið Amars- son og Hjörvar sf. (A & H) fengið til að safna áskrifendum. A & H hefur alla tíð verið ná- tengt Þjóðlífi, enda Hrannar Arnarsson, annar aðaleigend- anna, sonur Kristínar Ólafsdótt- ur, konu Óskars. Þá hefur Hrannar setið í stjóm Þjóðlífs frá 1990. Valt gengi A & H um þessar mundir er að nokkm talið stafa af nánum tengslum fyrir- tækjanna. Áskrifendasöfnun A & H fólst frekar í magni en gæðum, eins og einn fyrrverandi stjóm- armaður orðaði það. Mun áskrifendaskráin hafa komist upp í 10.000 til 12.000 áskrif- endur þegar mest var en þessi listi sagði í raun fátt. Áskrif- endasöfnunin kostaði nefhilega sitt því margskonar gylliboð vom í gangi — meðal annars að greiða eitt ár og fá annað frítt. Með því móti fengust inn ein- hverjir peningar en síðan var blaðið tekjulaust frá stórum áskrifendahópum í um tvö ár. ÖRLAGAÁRIÐ f KRING- UM BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGARNAR Þrátt fyrir aukningu á fjölda skráðra áskrifenda hélt staða blaðsins áfram að versna. Var það meðal annars af því að aug- lýsingasala náði aldrei neinu skriði og þá dróst gamall skuldahali með. Borgarstjómarkosningaárið 1990 reyndist mikið örlagaár fyrir Þjóðlíf. Vom þá reyndar pólitískar björgunaraðgerðir sem meðal annars fólust í að bjóða Alþýðuflokknum tímarit- ið. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, mun hafa tekið bærilega í það og hélt Þjóðlífsmönnum hálfvolgum um þetta framyfir kosningar. Hugmyndimar gengu svo langt að þáverandi stjóm Blaðs hf., sem þá gaf út Alþýðublaðið og PRESSUNA, fundaði nokkmm sinnum um málið og mætti nieðal annars Jóhann Antonsson á þá fundi. En eftir að reikningar Þjóðlífs höfðu verið skoðaðir féllu Alþýðublaðsmenn frá frek- ari þátttöku. „Mig minnir að skuldimar þá hafi verið um 50 milljónir," sagði maður sem kom að þessum santningum. Inn í þetta fléttast svo stofn- un Nýs vettvangs, en margt af því fólki sem tengdist Þjóðlífi starfaði ötullega fyrir Nýjan vettvang. Má þar nefna Svan Kristjánsson, sem af mörgum var talinn hugmyndafræðingur Nýs vettvangs, og Kristínu Ól- afsdóttur. NÝTT FÉLAG MEÐ GAMLAR SKULDIR I mars 1990 var stofnað nýtt félag, Þjóðlíf hf., sem tók yfir rekstur tímaritsins af Félagsút- gáfunni. Var hugmyndin sú að safna hlutafé, semja um skuldir og finna nýjan rekstrargrund- völl. Allt gekk þetta hálfbrösu- lega og sagði Kristinn Karlsson, stjórnarformaður Þjóðlífs, að eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að taka við skuldum Fé- lagsútgáfunnar. Nýja félagið hefði aldrei náð að rífa sig upp úr þeim. Stjórn Þjóðlífs hefur ávallt verið fjölmenn, enda var hug- myndin sú að hún hefði eitthvert ritstjómarvald. I mars 1990 vom eftirfarandi í stjóminni: Hrann- ar Arnarsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guð- mundsson, Halldór Grönvold, Guðmundur Ólafsson, Albert Jónsson, Kristinn Karlsson, As- geir Sigurgestsson, Svanur Kristjánsson og Jóhann Antons- son. Albert gekk þó fljótlega úr stjóm og Ásgeir í október 1991. Átti hún að halda reglulega fundi og móta þar ritstjómar- stefhuna. Nokkur óánægja kom upp í stjóminni með ritstjómarstefn- una í kringum borgarstjómar- kosningamar og fannst mönn- um sem blaðið fjarlægðist enn frekar það að geta kallast „fféttatímarit". í stað þess væri það farið að þjóna hugmynda- fræðilegum tilgangi hjá ritstjór- anum, Óskari Guðmundssyni, sem dreymdi um að tímaritið gegndi einhverju hlutverki við sameiningu vinstrimanna. 36 MILLJÓNIR í PER- SÓNULEGUM ÁBYRGÐ- UM En það voru fjármálin sem brunnu mest á mönnum. í tengslum við nafnbreytinguna var farið ffam á að stjómarmenn og hluthafar létu inn nýtt hluta- fé. Svömðu margir kallinu og greiddu inn frá 10.000 til 500.000 króna. Félagsútgáfan var skráð fyrir 6 milljónum króna. 20. mars 1990 var sam- þykkt heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár í félaginu í allt að 35 milljónum króna. I til- kynningu til Hlutafélagaskrár frá 12. mars síðastliðnum kemur fram að innborgað hlutafé í árs- lok 1990 nam 20,6 milljónum króna. Lyktir nafnbreytinganna urðu þær að nokkrir stjórnarmenn tóku á sig verulegar ábyrgðir. Vom það sérstaklega þeir sem mynduðu framkvæmdastjórn félagsins; Kristinn Karlsson, Jó- hann Antonsson, Svanur Krist- jánsson, Óskar Guðmundsson og Hrannar Amarsson. Að sögn Kristins em þessir einstaklingar í ábyrgðum fyrir um 36 milljónum af þeim 50 sem Þjóðlíf skuldar við gjald- þrotið. Örfáir einstaklingar í viðbót létu sig hafa það að gangast í ábyrgðir, en ekkert í líkingu við það sem framantald- ir einstaklingar gerðu. Kristinn er með háar ábyrgðir á sínum herðum en vildi ekki tjá sig ná- kvæmlega um upphæðir í því sambandi. HUGSJÓNAMENNIRNIR HITTA „GLÆPAMENN- INA“ Forráðamenn Þjóðlífs gældu lengi vel við að unnt yrði að ganga frá nauðasamningum en að sögn Kristins varð „inn- heimtumálið" til að eyða slQcum möguleikum. Þeir samningar sem_ gerðir vom á milli Þjóðlffs og Úteyjar um áskrifendaskuldir timaritsins hafa leitt til einstakr- ar atburðarásar. Tildrög málsins munu hafa verið þau að Agnar Agnarsson vann fyrir Þjóðlíf við að inn- heimta kröfur og leitaði síðan eftir að kaupa þær til sjálfstæðr- ar innheimtu. Kristinn fellst þó ekki á þá skilgreiningu Jóhann- esar HaUdórssonar, fram- kvæmdastjóra Innheimtna og ráðgjafar, að Agnar hafi verið starfsmaður Þjóðlífs. Agnar hafði hins vegar ekki fjármagn til að kaupa kröfumar og fékk Útey og Ulfar Nathana- elsson til að gangast í kaupin, en Úlfar hefur sagt í samtali við PRESSUNA að hann hafi aug- lýst eftir kröfum í smáauglýs- ingum DV. Átti Þjóðlíf að fá um tvær milljónir króna fyrir þær (kröfur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi), en að sögn Kristins fengu þeir aldrei nema um 1.200.000. „Afgangurinn var ónýtir víxlar frá Úlfari sem við fengum í hausinn aftur,“ sagði Kristinn. Samningagerðin á milli Út- eyjar og Þjóðlífs er dæmigerð fyrir það hvemig ekki á að gera samninga, enda var það að nokkm gert í gegnum telefax- tæki. Nánast strax eftir undirrit- un samningsins vom tvær útgáf- ur hans í umferð — með og án 9. greinarinnar, sem bannaði málshöfðun vegna krafnanna. Hafa báðir aðilar kært samn- ingagerðina til Rannsóknarlög- reglu ríkisms. ÚTGÁFURÉTTURINN SKRÁÐUR Á RÚMAR 42 MILLJÓNIR En það er margt í reikningum Þjóðlífs sem kemur á óvart. Ekki liggur ljóst fyrir hvemig árið 1991 hefur komið út, en þá var útgáfan reyndar orðin stop- ul. Eftir því sem komist verður næst var tapið verulegt. Tap Þjóðlífs 1990 var upp á 18.395.638 krónur og þar af var rekstrartap tæpar 12 milljónir króna. Tap af útgáfunni hafði einnig verið verulegt árin á und- an þegar Félagsútgáfan rak blaðið. Árið 1988 tapaði Félags- útgáfan 15,5 milljónum á útgáf- unni og 1989 var tapið upp á tæpar 13 milljónir króna. Þegar skipt var unt útgáfufé- lag vom heildarskuldir Félags- útgáfunnar 62,1 mjlljón króna. Þjóðlíf yfirtók mikrð af því og voru heildarskuldir Þjóðlífs skráðar tæpar 50 milljónir í árs- lok 1990. Eignarstaðan er þó kannski enn forvitnilegri, en í ársreikn- ingi 1990 hefur „útgáfuréttur" verið eignfærður upp á 42,1 milljón króna. Hafði hann þá verið færður lítillega niður, eða úr 44,8 milljónum þegar hann var í höndum Félagsútgáfunnar. Að eignfæra útgáfurétt er ákaf- lega sjaldgæft, en mun þó hafa verið gert af Frjálsu ffamtaki. í! þessu tilviki væri nær að ræða um „viðskiptavelvild", en í ljósi síðustu atburða hefur þessi „eign“ verið fljót að gufa upp. Siguröur Már Jónsson Þjóölíf var staösett í Vallarstræti 4 undir þaö síöasta, en þaö hús er í eigu Björnsbakarís hf. sem er ættarfyrirtæki Kristins Karlssonar, stjórnarformanns Þjóölífs.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.