Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 Reynir Stefán Gylfason heitir prýðisdrengur úr Hafn- arfirði. Nú nú, hann er 19 ára og því enn tiltölulega ungur og ferskur og nemur hin æðri fræði í Flensborg. Reynir er meyja og hann er ekki áföstu. Hvað borðarðu í morgun- mat? „Ég borða seríós með mjólk.“ Kanntu að elda? „Já, allt sem er auðveldara að elda en pylsur.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „í Bandaríkj- unum, ég bjó þar í ár og kynnt- ist landinu vel. Þetta er stór- kostlegt land.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Dökkhærðar með brún augu og ekki of há- vaxnar.“ Ertu daðrari? ,J2g er ótta- legur daðrari" Hvað er þér verst við? „Óheiðarleika." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, aldrei." Hefurðu lesið biblíuna? „Ég er á fyrstu blaðsíðunni." Ertu trúaður? „Ég er frek- ar trúaður.“ Hefurðu verið til vand- ræða drukkinn? „Ég held ég hafi aldrei verið öðrum til vandræða drukkinn." Hvaða rakspíra notarðu? „Obsession frá Calvin Klein.“ Ferðu einn í bíó? „Ég hef enn ekki farið einn í bíó.“ Við hvað ertu hræddast- ur? „Kvenfólk." Hvaða orð lýsir þér best? „Hreinskilinn." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að ná alltaf aðeins lengra.“ Reynir Stefán Gylfason dáðadrengur, ég þakka þér fyrir. „Það var ekkert.“ Ég er strax kominn með kvíðahnút í magann út afföstu- deginum. Það hefur verið sér- kennilegur maður sem fann hann upp. Það er bannað að vinna og það er bannað að drekka. Ekki veit ég hvað er œtl- ast til aðfólk geri. Fari á skíði? Hoifi á vídeó allan daginn? Til hvers er verið að gefa fólki frí í vinnunni ef það má ekki fara á barinn? Þetta er svipað og að gefa sjómanni frídag á hafi úti án þess að hleypa honum í land. Aumur brandari. Kaffibrúsakarlarnir. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi mynd var tekin, en brandararnir standa enn fyrir sínu. HORNSTEINN KAFFI- BRÚSAKARLANNA Steinar hf. hafa hafið endurút- gáfú á ýmsum gömlum plötum á geisladiskum. Utgáfu þessa kalla þeir hjá Steinum Homsteina ís- lenskrar tónlistar. Það kann kannski ýmsum að þykja það kyndugt en ein þeirra platna sem gefnar verða út á ný er platan Kaffibrúsakarlamir sem fyrst kom út 1973. Að sönnu er ekki ýkja mikið um tónlist á þeirri bráðfyndnu plötu en þeir kveðast að minnsta kosti á karlamir. Kaffibrúsakarlamir vom þeir Júlíus Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson og komu fyrst fram í sjónvarpinu árið 1972 í þætti sem hét Birtingur og slógu sam- stundis í gegn. Vom í raun fyrstu skemmtikraftamir sem slógu í gegn í sjónvarpi. Brandaramir þóttu góðir og húmorinn var nokkuð frábmgðinn því sem fólk átti að venjast, var á stundum fá- ránleikahúmor. En brandaramir vom yndislegir og lifa margir hverjir góðu lífi enn þann dag í dag. Að langsamlega stærstum hluta vom þeir fmmsamdir af Júlíusi og Gísla en einn og einn var tekinn annars staðar frá. „Það flaut náttúrlega með sem okkur þótti nýtilegt en ég held að það lífvænlegasta af þessu hafi allt komið ffá okkur,“ sagði Júh'us í örstuttu spjalli við PRESSUNA. Og eitt er það í þessu sem er svolítið merkilegt. Þegar Kaffi- brúsakarlamir komu fyrst ffam hétu þeir ekki neitt, persónumar hétu (og heita) ekki neitt og þeir kölluðu sig ekki Kaffibrúsakarl- ana. Það var nafngift sem al- menningur gaf þeim og festist rækilega við þá. ALLTSOTT ♦ ♦ „Þetta er voðalega hugljúf mynd um bemskuna. Mér sýnist það hafa heppnast að skila þessum tíma og bemsku- andrúmsloftinu í myndinni," segir Theódór Kr. Þórðarson, einn leikenda í sjón- varpsmyndinni Allt gotteftirDav- íð Oddsson for- sætisráðherra sem sýnd verður á páskadag. Theódór er ekki atvinnuleikari heldur er hann lögregluþjónn í Borgamesi og þar þekkja hann allir sem Tedda löggu. Hann hefur starfað mikið með leik- deild Ungmenna- félagsins Skalla- gríms í gegnum tíðina. Bæði leikið og leikstýrt á veg- um hennar. Hrafn Gunn- laugsson leik- stýrir verkinu en Theódór hefur áður leikið í kvikmyndum hans. Lék meðal annars í Óðali feðranna og einnig í Reykja- Wrigley’s tyggigúmí, dönsk epli og önnur merki innreið- ar spillingarinnar í barns- hjartaö spiiar stóra rullu í Öllu góöu. Og Teddi lögga fer líka meö sína rullu. víkurmynd Hrafns. Fyrir nokkrum árum leikstýrði The- ódór einþáttungi eftir Hrafn sem heitir Flugumar í glugganum. Þá tókust með þeim nokkur kynni og í framhaldi af því léku nokkuð margir Borgnes- ingar í Oðali feðranna. Þar steig til að mynda Sveinn M. Eiðsson fram fyrir myndavél- ina í fyrsta sinn. Sveinn hefur leikið í velflest- um myndum Hrafns og er öll- um ógleyman- legur er séð hafa. „Ég fékk ung- ur leiklistarbakt- eríuna og hef alltaf haft mjög gaman af að leika. Maður slær ekki hend- inni á móti því sem áhugavert er ef hægt er að koma því við vegna starfsins að sinna því,“ segir Teddi lögga og leikari að lokum. HROSS VERÐA LIST „Þetta em minningabrot af náttúmfyrirbæmm þar sem sam- spil efnis og áferðar er mikil- vægur þáttur. Ég vinn með ull, hör og hrosshár, ullina og hörinn lita ég til að ná ffam meiri breidd í litavali. Hrosshárið spinn ég á fijálslegan hátt og þannig næ ég fram villtum þræði,“ segir Þor- björg Þórðardóttir veflistar- kona. Á laugardaginn opnaði Þor- björg sýningu á myndvefnaði í Norræna húsinu. Sýningin verð- ur opin alla páskadagana og stendur til 26. apríl. Þetta er fyrsta einkasýning Þorbjargar en hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði hérlendis og er- lendis. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla fslands 1972 og var á ámnum 1972 til 1974 í námi við Konstfack-skólann í Stokkhólmi. Hún var einn stofnenda Gall- erís Sólons Islandus og Gallerís Langbrókar og var einnig um nokkurra ára skeið kennari við Myndlistaskólann. Nú í maí verður Þorbjörg einn þátttakenda í farandsýningunni Form Island II, sem hefúr göngu sína í Bergen sem hluti íslenskr- ar menningarviku. DINNER Inga Hildur Haraldsdóttir leikkona PRESSAN bað Ingu að velja gesti í draumakvöld- verðinn þessa vikuna. Eiríkur Guömundsson sem veislustjóri Laurie Anderson honum til aðstoðar og ögmnar Jeanette Winterson til að segja okkur af dansandi prinsessum Louiz Bonfa °g Stan Getz til að fremja sömbu Roberto Benigni til að skemmta uppi á borðum yfir ísnum Lisa Hobongwana því hlátur hennar opnar öllum leiðina inn á annað tilvistarstig Sigga vinkona því ég sakna hennar og hún yrði svo skemmtilega agndofa Neil Kinnock því hann þarf á uppörv- un að halda Sarah Vaughan til að syngja alla í svefn Stephane Grapelli til að vekja alla og leiða inn í bjarta nóttina lendingar stundum veriö jákvæð þjóð þegar menningin er annars vegar. Oft er þetta einlæg hrifning, en á tíöum er þetta eins og þegar menn halda ákaft með fótboltaliði — það eitt að liðið skuli vera til veitir ákveöinn sæluhroll. Á þennan hátt hafa ýmsir hafið þessa sýningu Óperusmiðjunnar upp til skýj- anna, næstum eins og hún markaöi timamót í óperunautninni. Svoleiðis lof er náttúrlega harla innantómt. Stað- reyndin er auðvitað sú að þetta er prýöileg sýning, einlæg og kröftug, eins og er að vænta af reynslulitlum flytjendum sem eru á mörkum þess að vera áhuga- og atvinnufólk. Borgar- PLATAN JESUS AND MARY CHAIN HONEY’S DEAD JMC eru komnir aftur og af meiri krafti en á síðustu plötu, „Automatic", sem þótti slöpp en það þarf ekki að hlusta nema einu sinni á fjögur fyrstu lögin á þessari til að sannfærast um að JMC em aftur orðnir ein besta ný- bylgjuhljómsveitin í dag. Þess má reyndar geta að þijú af þessum fjómm em aðal- lögin á þremur fyrstu smá- skífunum. Fær 7 af 10. leikhús mán. kl. 20. KLASSÍKIN • Matteusarpassían. Mótettukórinn var að enda við að syngja Jóhannes- arpassiu Bachs og nú bætir kór Lang- holtskirkju um betur og syngur Matte- usarpassíu Bachs, sem er álitin enn stærra og viöameira verk. Þetta er semsagt heilbrigð samkeppni og góð. Það er Jón Stefánsson sem stjómar kómum eins og endranær, en einnig ern í hópi flytjenda bamakór, kammer- sveit og einsöngvarar. Hátíðlega páskalegt — og göfgandi. Gott fyrir ungar og galopnar sálir. Langholts- kirkja fim., fös. & lau. kl. 15. MYNDLIST • Kristján Guömundsson. Krístján hugsar stórt en vinnur smátt. Hann virðist fjarska ihugull og alvörugefinn listamaöur, en yfirleitt er ekki djúpt á gamansemi, sem raunar tekst oft að villa á sér heimildir. Myndirnar hans em oftast nær smágenrar og krefjast talsverðrar skoðunar, og ættu að fara vel á veggjunum á Galleríi 11, sem er lítill salur og látlaus. Þar sýnir Kristján teikningar, sem hann kallar svo. • Kees Visser. Kees (sem þrátt fyrir hollenskan uppruna er eiginlega orð- inn (slendingur) ætlar að opna sýningu í Nýló á skirdag. Þetta eru ekki mál- verk og ekki skúlptúrar, kannski eitt- hvað mitt á milli; kannski innstallasjón, kannski konkretverk - - eöa allt þetta. Verkin eru sérstaklega sköpuð meö húsakynni Nýlistasafnsins í huga, sum eru eintóna og önnur fjalla um liti, ell- efu liti sem er meðal annars hægt aö fá hjá málingarverksmiðjunni Hörpu. ÓKEYPIS • Messur eru alsendis ókeypis og auövelt í að komast þegar allar kirkju- dyr standa upp á gátt um páskana, en flestar aðrar dyr eru harðlæstar. Þær eru náttúrlega misjafnlega skemmti- legar — sumir spyrja reyndar ekki að því — það fer væntanlega dálítiö eftir því hvort prestamir eru poka eða ekki. Trúarhitinn er svo auðvitaö mismikill, allt eftir smekk; Þeir sem vilja milda þjóðkirkjukrístni geta bara labbað sig út i næstu kirkju. Þeir sem vilja eld og brennistein ættu að leggja leið sína í Krossinn þar sem er lofað „páska- lambi, steiktu í eldi heilags anda“. Þeir sem vilja meiri hátíöleika og serimón- íur geta svo farið í Kristskirkju á Landakoti, miðnæturmessur þar eru fjarska vinsælar, líka hjá þeim sem að- hyllast ekki pápísku. • Ráöhús Reykjavlkur. Ráðhúsiö var víst ekki ókeypis, en það er kostar ekkert að fara og skoöa. Allt stefnir reyndar i umferðaöngþveiti við Tjöm- ina um páskana. Að minnsta kosti tólf þúsund Reykvíkingar ætla að fara þangað niöureftir og kanna máliö, hneykslast eða kætast, gægjast á gluggana eða verður liöinu kannski hleypt inn? SJÓNVARP • Söngkeppni framhaldsskól- anna. Hér er spannað breitt sviö. Sem fyrr eru söngvararnir ungu líklega allt frá því að vera hroðalega falskir, óviö- bjargandi, og út í það aö vera hinar þroskavænlegustu söngpípur, glaðar og fallegar. Hallærislegir kynnar hafa sett leiðinlegan svip á keppnina und- anfarin ár, kannski stendur þaö til bóta.Sjónvarpið miö. kl. 22.35. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: lamlóði 2 vitrum 11 skot 12 þyngd 13 sníkjudýrið 15 forlað 17 nafar 18 íhugi 20 svik 21 stingur 23 hláka 24 rösk 25 hjarir 27 glampi 28 mát 29 hávær 32 tíma 36 hvita 37 ótti 39 kássa 40 kista 41 ástæða 43 birtu 44 leggi 46 ágóði 48 þrenging 49 minnki 50 hærri 51 undi LÓÐRÉTT: 1 teygjudýrið 2 átök 3 egg 4 umstang 5 lýsislampi 6 stubbur 7 ýtni 8 klípa 9 gat 10 vit 14 hest öðlumst 19 skafrenn- ings 22 grind 24 sáðlöndum 26 dans 27 yrki 29 ístöðulaus 30 okkar 31 kjörkrið 33 nöldrið 34 tusku 35 bjartir 37 grunaði 38 bitru 41 féfletting 42 léleg 45 samvistir 47 ofna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.