Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 17 u m síðustu helgi var Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, áberandi á forsíðu DV. Viðskiptavinir Mikla- garðs tóku eftir því að DV hafði verið stillt upp á óvenjuleg- an hátt í blaðarekkum búðarinnar. Ekki ein- asta sneri bakhlið blaðsins út, heldur var það líka á hvolfi. Greinilega komin fu- lasta alvara í samkeppnina... v ▼ eitingahúsið Berlín hefur gengið í gegnum tíð eigenda- og leigjenda- skipti á undanfömum mánuðum. í síð- ustu viku tók við staðnum með leigu- samningi Torfi Geir- mundsson. Hann er hárgreiðslumeistari, en ætlar að prufa veitingabransann. Aður hafði staðurinn verið lokaður í þrjár vikur. Torfi leigir af þeim Gísla Gísla- syni lögfræðingi og Bjarna Óskars- syni veitingamanni, sem stofnuðu hlutafélagið Bikar hf. cg tóku við staðnum um síðustu áramót. Frá miðj- um júní 1991 til 31. ágúst sama ár var reksturinn í höndum Reykvískra veit- inga hf„ en fyrir því félagi vom skráðir þeir Ulfar Örn Valdimarsson, Þor- lákur Einarsson og Sigurjón Björns- son. 1. september tók við hlutafélagið Hinir vammlausu. Stofnendur þess voru skráðir þeir Sveinn Eyland Garðarsson og Stefán Ingi Guð- mundsson. Það var hins vegar Gísli Gíslason sem tilkynnti hlutafélagaskrá um stofnun félagsins. Það dæmi virðist ekki hafa gengið því Reykvískar veit- ingar tóku við staðnum á ný 15. nóv- ember og ráku hann þar til Bikar tók við. Þeir Gísli, Bjami og Sveinn E. Úlfarsson byrjuðu ballið með Berlín hf., sem síðar fékk nafnbreytingu og var skírt Róm hf. og einhvem tímann á Werner Rasmusson apótekari að hafa blandast inn í málin... u m síðustu helgi var haldin á Naustinu árshátíð Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, sem eru leifamar af Bandalagi jafnaðar- manna og öðrum Vimmavinum sem gengu til liðs við Al- þýðuflokkinn. Þama var þó samankominn breiðari hópur fólks, allt frá nýfrelsuðum kommúnistum á borð við Össur Skarphéðinsson og Guð- mund B. Ólafsson upp í réttboma eð- alkrata eins og Sigfús Jónsson, fyrrnm bæjarstjóra, og sjálfan Gylfa Þ. Gísla- son, sem flutti hátíðarræðuna. Mesta at- hygli vakti þó tónlistarflutningur þar sem Ingólfur Margeirsson og Guð- mundur Einarsson slógu gítarstrengi. Þeim til aðstoðar við Donovan- og Bítlalög var enginn annar en Jón Ás- bergsson, forstjóri Hagkaups. Hann er ekki frjálslyndur jafnaðarmaður, heldur sjálfstæðismaður, en fékk að vera með á þeim forsendum að hann væri fijáls- lynduraðjafnaði... menntaðir áhugamenn um stjómmál. Þetta mun líka hafa vakið athygli Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra, sem gerði athugasemdir við að „þrír krataf ‘ fengjust við að útskýra bresku kosning- amar fyrir Islendingum. Til athugunar er að taka þennan íhaldsmannaskort til umræðu á næsta fundi Útvarpsráðs... eir sem fylgdust með kosninga- sjónvarpi BBC í gegnum Sjónvarpið í síðustu viku sáu að Jón Óskar Sólnes hafði fengið sér til liðsinnis Ólaf Þ. Harðarson og Guð- mund Einarsson, I enda báðir bresk- Þ, að kom sem kunnugt er flestum á óvart þegar Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra setti Guðmund Magnússon í stöðu þjóðminjavarðar. Hingað til hafa sjálfstæðismenn nefhi- lega ætlað Guðmundi að rýna í ffamtíð- ina, en hann sat í „Aldamótanefnd“ flokksins jxgar hún var sett á laggimar 1988... u m síðustu helgi var landsmót lögreglumanna í innanhússknattspymu haldið á Selfossi. Mótið þótti heppnast með ágætum vel en það voru Keflvík- ingar sem báru sigur úr býtum. Mörgum lögreglumönnum er farið að þykja nóg um velgengni Keflvíkinga á þessum mótum, því þetta er fjórða árið í röð sem þeir sigra... HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á Isveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. HONDA gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lifið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru vfðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.