Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15.APRÍL1992 Skoðanakönnun Skáfs fyrir PRESSUNA halda Flestir þátttakenda í könn- uninni töldu um fjórðung þjóðarinnar vera undir meðallagi greindan en að- eins rúm 2 prósent töldu sig tilheyra þeim flokki en þeir íslendingar eru þeirrar skoð- unar að 22% landsmanna séu undir meðalgreind — með öðr- um orðum: hreinlega heimskir. Hins vegar vilja einungis 2,4% gangast við því að þeir séu sjálfir undir meðalgreind. Langflestir, tæp 80%, telja sig meðalgreinda. En einn fimmti hluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að hann sé yfir meðalgreind. Þetta kemur íram í skoðanakönnun sem Ská- ís gerði fyrir PRESSUNA. Spumingar vom lagðar fyrir 518 karla og konur og langflestir svömðu. Fólk var beðið að segja álit sitt á því hversu margir Is- lendingar væm meðalgreindir og hversu margir þar fyrir ofan og neðan. Niðurstaðan var sú að svar- endur töldu að 52% landsmanna væru meðalgreindir, 25% væm fyrir ofan meðallag og 22% fyrir neðan. Þessar tölur stemma að nokkru leyti við niðurstöður rannsókna á tíðnidreifingu greindar, sem Sigurjón Björns- son birtir í bók sinni, Sálarl'ræði I. Þar er að vfsu byggt á erlend- um rannsóknum en fram kentur að um 23% fólks em undir með- algreind, 46,5% teljast meðal- greind og tæpt 31 % þar fyrir of- an. í skoðanakönnun Skáls var fólki látið eftir að skilgreina greind sjálft en í kokkabókum SJÁLFA SIG sálfræðinnar er greind skilgreind þannig að hún sé „hæftleikinn til þess að læra og nota nám sitt og þekkingu til þess að laga sig að nýjum aðstæðum og leysa ný verkefni". Þegar þátttakendur í skoðana- könnuninni höfðu skipt þjóðinni niður eftir greind vom þeir beðn- ir að svara spumingunni: Hversu greinda(n) telur þú þig vera? 96,7% aðspurðra tóku af- stöðu, sem er mjög hátt hlutfall, og er skemmst frá því að segja að niðurstaðan úr þessari spumingu var í ntiklu ósamræmi við hina fyrri. 78,2% töldu sig meðal- greinda, eða næstum því fjórir af hverjum fimm. 19,4% kváðust YFIR MEÐALGREIND Meðalgreindir Undir meðalgreind TELJA ÞEIR AÐRA telja sig meira en meðalgreinda, en einungis 2,4% — eða 12 af 501 — sögðust vera undir með- algreind. Þessar tölur em í algeru ósam- ræmi við niðurstöður úr fyrri spumingunni og á skjön við fyrr- greindar niðurstöður vísinda- manna. Það vekur vitanlega at- hygli að fólk taldi 22% lands- ntanna undir meðalgreind en að- eins 2,4% vildu telja sig til þess hóps sjálf. Mat á greind er æði persónu- bundið og ekki víst að allir skrifi undir þá skilgreiningu sálfræð- innar sem að frantan var getið. Það kom glöggt fram þegar PRESSAN leitaði til fjöTda manna og bað þá að tilnefna þá’ Islendinga sem þeim þótti skara fram úr að vitsmunum. Ekki hafa verið gerðar víð- tækar greindarmælingar á ís- lendingum ef undan em skildar rannsóknir dr. Matthíasar Jón- assonar á bömunt fyrir fáum áratugum. 1 niðurstöðum hans kom fram skýr fylgni á milli greindarvísitölu og námsárang- urs og jafnan var hægt að spá með nokkurri vissu um hvemig bömum gengi í námi í framtíð- inni. Á hinn bóginn hefur jafnan lítið verið gert til þess að finna litlu gáfnaljósin með það fyrir augum að hlúa að þeim. Gylfi Asmundsson sálfræðingur sem hefur mikla reynslu af greindar- mælingum sagði í samtali við PRESSUNA að sér virtist að skólakerfið hentaði þeim best sem hefðu slaka meðalgreind. Gylfi sagði enga ástæðu til að ætla að íslendingar væm greind- ari en aðrar þjóðir — þrátt fyrir að íslendingum virtist stundum finnast það sjálfum. Skoðana- könnun PRESSUNNAR rennir að vísu ekki stoðum undir þá kenningu að íslendingar líti stórt á sig að þessu leyti. En okkur finnst við ekki vera vitlaus. Að minnsta kosti viðurkennum við það alls ekki. Ekki nema 2,4% þjóðarinnar. Hratn Jökulsson Hvað voru Mozart & Napóleon klárir? Flestir hafa greindarvísitölu á bilinu 90 til 110 stig og teljast meðalgreindir, samkvæmt er- lendum rannsóknum sem eng- in ástæða er til að ætla að eigi ekki nokkurn veginn við ís- lendinga. 18,1% em á á bilinu 110-119 og teljast vel gefnir; 11,3% mælast með 120-139 stig og eru mjög vel gefnir. Að- eins um 1,5% ná 140 stigum eða meira og standa þar með á þröskuldi snilligáfunnar. Til- raunir hafa verið gerðar til þess að leggja mat á greind ýmissa þekktra manna úr mannkyns- sögunni án þess að þeir hafi nokkm sinni gengist undir þar til gerð próf. A meðfylgjandi töflu er áætluð greindarvísitala nokkurra frægra manna. Sir F rancis Galton 200 John Stuart Mill 190 Goethe 185 Samuel T. Coleridge 175 Voltaire 170 Alexander Pope 160 William Pitt 160 Lord Tennyson 155 Sir Walter Scott 150 Mozart 150 Longfellow 150 Victor Hugo 150 Lord Byron 150 Thomas Jefferson 145 John Milton 145 BenjaminFranklin 145 Disraeli 145 FrancisBacon 145 James Watt 140 Rubens 140 Alexander Dumas 140 Napóleón 135 Charles Darvvin 135 John Calvin 135 Edmund Burke 135 (Tekið úr bókinni Sálarfræöi I eftir Sigurjón Bjömsson, 1973.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.