Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
PMESSAN
Útgefandi
Blaðhf.
Ritstjóri
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80
Faxnúmer: 64 3089
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjóm 64 30 85, dreiftng 64 30 86 (60 10 54),
tæknideild 64 30 87, slúðurlína 64 30 90.
Askriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með
VISA/EURO/SAMKORT
en 750 kr. á mánuði annars.
Jóhanna á að
bióða sig fram
Niðurstoour skoðanakönnunar sem birtist í PRESSUNNI í
dag ættu að vera hvatning fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur fé-
lagsmálaráðherra til að bjóða sig fram til formanns Alþýðu-
flokksins gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni. Samkvæmt
könnuninni nýtur Jóhanna fádæma vinsælda fyrir störf sín.
Enginn hinna ráðherranna þolir samjöfnuð við vinsældir
hennar. Einna síst Jón Baldvin Hannibalsson, sem fær fallein-
kunn samkvæmt könnuninni.
Virðing fólks fyrir Jóhönnu nær langt út fyrir Alþýðuflokk-
inn. Þrátt fyrir landlæga andúð á stjómmálamönnum gáfu að-
eins 10 prósent þátttakenda Jóhönnu falleinkunn; það er
minna en 4. Hins vegar fannst 43 prósentum þátttakenda að
Jón Baldvin ætti falleinkunn skilda. Aðeins 1 prósent þátttak-
enda gaf Jóhönnu núll. 19 prósent létu Jón Baldvin hins vegar
fá núll í einkunn.
Tæpur helmingur, 48 prósent þátttakenda, gaf Jóhönnu 8 til
10 í einkunn. 24 prósent gáfu Jóni Baldvini sömu einkunn. Og
13 prósent létu Jóhönnu fá 10 en aðeins 4 prósent Jón Bald-
vin.
Jóhanna Sigurðardóttir er vinsælasti ráðherrann og hún er
virtust þeiira fyrir störf sín. Og í raun er ólíklegt að nokkur
stjómmálamaður geti vænst betri útkomu úr svona könnun.
Jóhanna fær álíka háa einkunn hjá þjóðinni og prestar, læknar
og aðrar stéttir í guðatölu hafa fengið úr sambærilegum könn-
unum.
Jón Baldvin er hins vegar næstóvinsælasti ráðherrann. Að-
eins Sighvatur Björgvinsson nýtur minna trausts og virðingar
en hann.
Þessi niðurstaða er enn merkilegri fyrir það að öllum þátt-
takendum ætti að vera kunnugt um hugsanlegt framboð Jó-
hönnu til formanns gegn Jóni Baldvini. Niðurstaðan er því
hvatning fyrir hana um að láta verða af því.
PRESSAN leggur ekki dóm á hvort þjóðin fær betri Al-
þýðuflokk eða skárri rikisstjóm ef Jóhanna fer fram gegn Jóni
Baldvini og fellir hann. Það er hins vegar ástæða til að hvetja
Jóhönnu til að láta á það reyna hvort hún nær kjöri.
Jóhanna er búin að vera í óopinberri og stundum virkri and-
stöðu við Jón Baldvin og fylgismenn hans úr forystusveit
flokksins í mörg ár. Og hún er ekki ein á báti innan flokksins.
Fjöldi flokksmanna lítur til hennar sem forystumanns gegn
stefnu Jóns Baldvins.
Það er því ekkert eðlilegra en þessar fylkingar takist nú á
um völdin í flokknum. Það er óeðlilegt að formenn flokka sitji
lon og don, rúnir trausti eigin flokksmanna og annarra, í
trausti þess að flokksmenn séu hræddir við átök. Þess vegna
var eðlilegt að Davíð Oddsson byði sig fram gegn Þorsteini
Pálssyni í Sjálfstæðisflokknum og þess vegna er eðlilegt að
Jóhanna bjóði sig fram gegn Jóni Baldvini.
V I K A N
AF HVERJU EKKI DAVÍÐ
OG VATNIÐ?
Sjónvarpsþáttur Hilmars
Oddssonar um Friðrik Þór Frið-
riksson, Böm náttúmnnar og ís-
lenskar kvikmyndir var undar-
legur. Hann byrjaði með miklu
lofi um Friðrik, síðan beindist
lofið að Bömum náttúmnnar og
loks helltist það yfir íslenska
kvikmyndagerð og íslenska
kvikmyndagerðarmenn sérstak-
lega. Þegar áhorfendum fór að
verða illt af öllu þessu lofi sner-
ist þátturinn upp í hvatningar-
ræður til stjómmálamanna um
að láta fúlgur fjár í hendumar á
þessum kvikmyndagerðarmönn-
um. Ef marka má þá sem vitn-
uðu, bæði erlenda og innlenda
kvikmyndagerðarmenn, fer allt
til fjandans ef þeir fá ekki mikla
peninga og það fljótt.
I sjálfu sér er ástæðulaust að
láta þennan sérkennilega áróð-
ursþátt fara í taugamar á sér. Það
er ekki nokkur
ástæða til að trúa orði
sem þar var sagt. Ekki
frekar en fólk ætti að
trúa því að það sé
sniðugt að hafa tvær
Libby’s-tómatsósu-
flöskur í ísskápnum
hjá sér — eina gler-
flösku og eina plast-
flösku. Og ekki frek-
ar en fólk ætti að
leggja trúnað á hálf-
tímasjónvaipsþátt eft-
ir Davíð Scheving
Thorsteinsson um
gildi vatnsútflutnings.
MAÐUR VIKUNNAR
er líklega Þröstur Ólafsson.
Ekki fyrir eitthvað sem hann
gerði eða sagði, heldur fyrir að
hafa tekist að hefja fféttatíma
Ríkisútvarpsins á mánudags-
kvöld og tala í tíu mínútur um
skoðanir sínar á sjávarútvegs-
málum. Hann er því tákn um þá
gúrku sem grípur fjölmiðlana
efdr að Alþingi er farið í fh' og
hættir að skaffa skemmtiatriði
sem duga í marga fréttatíma á
dag. Þótt Þröstur sé í endurskoð-
unamefnd rikisstjómarinnar um
sjávarútvegsmál skipta skoðanir
hans litlu. Ef þessi nefnd mun
einhvern tímann skila ein-
hverju af sér verður það sam-
bræðingur ásættanlegra niður-
staðna fyrir hagsmunaaðila í at-
vinnugreininni. Þótt Þröstur tali í
þúsund ár munu skoðanir hans
ekki hafa áhrif þar á.
LAUSN Á BYGGÐA-
VANDA
Fmmlegasta tilleggið til
lausnar byggðavandanum kem-
ur frá bæjarstjóm Neskaupstað-
ar. Eins og kunnugt er felst þessi
vandi í að íbúum á landsbyggð-
inni fækkar of ört. Því hefur
bæjarstjómin ákveðið að hafa
kirkjugarðinn á staðnum svo lít-_
inn að ekki sé pláss fyrir fleiri.
Norðfirðingar geta því ekki
lengur dáið og má búast við
fólksfjölgun þar á næstu árum.
HVERS VEGNA
Erkvóti ekki eign?
GUNNAR RAGNARS, FORSTJÓRI ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA, SVARAR
í mfnum huga felur kvótinn
fyrst og ffemst í sér afhotarétt-
indi. Kvótinn er augljóslega
samkvæmt lögurn eign þjóðar-
innar, en þjóðin hefur falið
ákveðnum aðilum að nýta þessa
auðlind. Því h't ég á þetta sem af-
notaréttindi. Og ég tel ekki rétt
að þar verði breyting á, að
minnsta kosti ekki fyrr en eftir
nokkum aðlögunartíma, 5 til 10
ár, ef ekki meira.
Það em skiptar skoðanir um
það, á hversu löngum tíma af-
skrifa eigi kvótann. Ég tel eðli-
legt, út frá beinhörðu reiknings-
haldi, þannig að það gefi sem
réttasta mynd af rekstrarlegri og
eignalegri stöðu fyrirtækjanna,
að afskriftin fari ffam á 5 árum.
Mér finnst ekki rétt að afskrifa
þetta á einu ári og er þá ekki fyrst
og ffemst að hugsa um skatta-
lega hlið málsins, heldur að rétt
mynd fáist af rekstrinum. Það
má deila um hver tíminn eigi að
vera, en 10 til 12 ár finnst mér
fulllangur tími. Ég tel sem sagt
að 5 ár gefi raunsönnustu mynd-
ina.
Inn í umræðuna unt eignar-
hald á kvóta hefur komið sú
spuming hvort kvótinn sé að
þjappast á of fáar hendur. Eitt af
höfuðmarkmiðum laganna um
stjóm fiskveiða var að úr yrði
hagræðing. Það var augljóst áður
en til skerðinganna kom og varð
enn augljósara eftir að veiði-
heimildir vom skertar. Að öðr-
um kosú blasú við sú staða að öll
fyrirtækin yrðu rekin með tapi.
Sú hagræðing sem orðið hefúr
er augljóslega af hinu góða. Fyr-
irtæki hafa sameinast. Og þótt
hinir fjársterkari hafi bætt stöðu
sína má ekki gleyma því, að ef
færri og stærri aðilar eiga á ann-
að borð að taka við þá er ekki
óeðlilegt að það séu hinir fjár-
sterkari, sem geta notað fjár-
magn sitt til að gera hluti, sem
annars kynnu að lenda á ríkis-
valdinu. Við þekkjum það
hversu miklir fjármunir hafa
mnnið úr ríkissjóði úl að halda
þessum reksúi gangandi. Það er
auðvitað spuming hvort menn
vilja áframhald á slíku. Málið er
í raun einfalt; við vomm með of
stóran fiskiskipaflota og allt of
margar vinnslustöðvar. Það er
bamabókardæmi, að þegar
veiðiheimildir em skertar hlýtur
slíkt að koma einhvers staðar
niður. Það er ekki hægt að halda
öllu gangandi nema menn vilji
borga fyrir það með lélegri lífs-
kjörum.
Kvótinn er aug-
ljóslega sam-
kvæmt lögum
eign þjóðarinnar,
en þjóðin hefur
falið ákveðnum
aðilum að nýta
þessa auðlind.
Því lít ég á þetta
sem afnotarétt-
indi
CC
þÍP ViTií) fÁ HVERT HÞ FAPie> fiVFyföT
NRFÍP Hfc At> FÁ HÝTM LfarAtK •
h'P VERÞÍD SÓTTin FEfiflft R&ÞW
AP YlcRuR.! BflRA j-----------
p.6cec.ip. ka-HA-HA-HA 11
TSjitPDrLHUll((SP/l } FáUR
VoR
Á Hi>aniam..
AHH HALFVW (AGG-Í
— , p ti VCukoaaIHHÍ
/'Þer. a EFTi’R
AD í-fefl VEL
. Hjá OKktVJ.