Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 Boeing 747-vél frá Cargolux. Þeirrar gerðar var vélin sem flaug frá Tel Aviv í ísrael eftir krókaleið- um til Lima í Perú. Þar eiga Herkúles-herflutningavélar að hafa beðið þess að taka við viðkvæmum farmi sem fluttur var með vélinni. Mál þetta er umdeilt. ISLENDINGAR Það eru liðin tíu ár síðan Boeing 747-vél frá flugfélaginu Cargolux hélt áleiðis til Lima í Perú með afar umdeildan farm. Aðstoðarflugmaður vélarinnar telur að um ólöglega vopnaflutninga hafi verið að ræða en forsvarsmenn fyr- irtækisins vísa því alfarið á bug. Ferðin var farin þegar Falklandseyjastríðið stóð sem hæst. Fyrir nákvæmlega tíu árum, á þeim tíma sem átök milli Eng- lendinga og Argentínumanna um Falklandseyjamar vom í há- marki, er talið að íslenskir flug- menn hjá flugfélaginu Cargolux hafi farið leyniför til Lima í Perú með vopn og eldsneytis- tanka. Endanlegur áfangastaður farmsins var Argentína, en flug- vélin sem notuð var var af gerð- inni Boeing 747. Sleppitankam- ir, sem vom í farminum, vom ekki síður mikilvægir en vopnin sjálf, en tönkunum var ætlað að auka flugþol Skyhawk-ormstu- þota, sem Argentínumenn not- uðu gegn Bretum. Möguleiki er á að meðal vopnanna hafi verið hin illræmdu EXOCET-flug- skeyti, sem meðal annars grönd- uðu breska tundurspillinum HMS Sheffield og löskuðu önn- ur herskip illa. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að einungis hafi verið um radíó- tæki að ræða. Alþjóðlegar samþykktir bönnuðu alla vopnasölu til Arg- entínu vegna stríðsins og flestar þjóðir heims vpru aðilar að þeirri samþykkt. Israel stóð, eitt fárra ríkja, utan samkomulags- ins, en Tel Aviv var valinn upp- hafsstaður umræddrar ferðar. Það þykir víst að umrætt flug hafi verið farið en ekki liggja fyrir óyggjandi sannanir um að farmurinn hafi verið sá sem tal- ið er. Frásögn Páls Einarssonar aðstoðarflugmanns af ferðinni birtist í Vikunni í febrúar 1988. I framhaldi af því stefndi flugfé- lagið Cargolux í Lúxemborg honum fyrir rógburð og lygi en Páll var sýknaður af kæmnni ári síðar. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins kannast ekki við að farmur vélarinnar hafi á nokkurn hátt verið ólöglegur. FARMBRÉFIBREYTT Flugið var farið frá Tel Aviv í Israel 25. maí 1982, en þangað komu áhafnarmeðlimir frá Hong Kong með viðkomu í Dubtú, við Persaflóa og Kýpur. Frá Israel átti flugleiðin að liggja um Sevilla á Spáni og enda í Suður-Ameríku, í höfuð- borg Perú, Lima. Flugáætlun var síðar breytt. Var þá gefin íyrirskipun um að fljúga ætti til Lúxemborgar í stað þess að fara beint til Spán- ar, þar sem áhafnaskipti áttu að fara fram. Seinni áhöfnin flaug vélinni til endanlegs áfangastað- ar. Þegar í Hong Kong var flug- stjóranum, Einari Sigurðssyni, tilkynnt að farmurinn til Lima innihéldi .Jteavy water contain- ers“, sem eru tankar með „þungu vatni“. „Þungt vatn“ er eingöngu notað til kjamorku- vopnaframleiðslu eða kælingar kjamakljúfa, og ályktuðu flug- menn að ólíklegt mætti teljast að eitt fátækasta ríki Suður-Am- eríku hefði not af slíkum tönk- um. Þá þegar höfðu ákveðnar grunsemdir vaknað meðal áhafnarmeðlima. Farmurinn var síðar merktur „almennur vamingur" („general cargo“), en breyting þessi á farmbréfum styrkti þann grun flugmannanna að fljúga ætti með ólöglega sendingu. Ahöfn- in vissi ekki um annan áfanga- stað vamingsins en upp var gef- inn og því grunlaus um að hon- um væri ætlaður endanlegur staður í Argentínu. Áhafnar- meðlimir vom hins vegar afar óánægðir með að mögulega væm þeir með vafasaman vam- ing um borð í vélinni, sem bryti í bága við alþjóðlegar reglur og samþykktir. Vélin flutti farm sinn til Lima í Perú og var Ragnar Kvaran flugstjóri í þeirri fór. Sagt er að suðurfrá hafi argentínskar Hercules-flutningavélar beðið þess að flytja farminn áfram. EKKERT ÓLÖGLEGT „Flugið var farið til Lima,“ segir Einar Ólafsson, þáverandi forstjóri Cargolux. „Það var hins vegar ekki eins og Páll J. Einarsson segir frá því og ein- ungis flogið með radíótæki og annað slíkt. Ekki veit ég til þess að þetta hafi verið neitt annað. Það er mjög hæpið að þama haft verið um ólöglegan farm að ræða, þar sem flogið var í gegn- um Barbados, sem var umráða- svæði Breta. Þetta var leiguflug og ekkert óeðlilegt við það að mínu viti.“ Einar kannast ekki við að al- þjóðlegar samþykktir hafi verið brotnar. „Kassamir vom ílangir og fór ekkert á rnilli mála hvað í þeim var,“ segir Páll J. Einarsson, sem var aðstoðarflugmaður í umræddri ferð. „Kassamir vom settir niður í „belly“ (farangurs- geymsluna) en tankarnir vom inni í vélinni. Þeir vom löðrandi í olíu og við vomm afar hræddir við sprengihættu ef eldur kæm- ist í þá. Við vomm sannfærðir um að lýsing farmsins ætti að breiða yfir raunverulegt eðli hans.“ SÝKNAÐUR AF RÓGBURÐI Skömmu fyrir áðumefnt flug hafði Air Umguay, sem Cargo- lux var hluthafi í, gerst brotlegt um ólöglega vopnaflutninga. DC-8- vél félagsins flaug með sendingu til Argentínu sjötta og sjöunda dag maímánaðar en breskur starfsmaður Cargolux, Neil Millet, ljóstraði því upp. Hann var umsvifalaust rekinn frá fyrirtækinu en atburðurinn vakti talsverða athygli í blöðum ytra. Cargolux hlaut vítur frá stjómvöldum og breska sendi- ráðið fordæmdi ferðina. Endur- tekið brot hefði getað leitt til þess að Bretar endurskoðuðu flugleyfi félagsins til Hong Kong, sem var mikilvægasti lendingarstaður þess. ,Jú, það var talsvert hafarí út af þessu flugi en þetta var ekki okkar flug þó að við værum hluthafar," segir Einar. „Þetta var allt annað mál, en það var í raun vesen út af öllu á þessum tíma. Þetta vom afar erfiðir tím- ar.“ Forsvarsmenn Cargolux töldu sig ekki hafa vitað um eðli farmsins og var veitt áminning, en aðrar voru aðgerðir gegn þeim ekki. Þegar seinna flugið bar á góma sögðu forráðamenn fyrirtækisins að ekki hefði verið um annað flug að ræða en þetta eina sem þegar væri fram komið og var sú skýring tekin gild bæði af stjómvöldum og fjöl- miðlum. ,J>essum tveimur flugferðum var alltaf mglað saman,“ segir Páll. „Þeir gátu skýlt sér á bak við það allan tímann og bæði stjórnvöld og fjölmiðlar trúðu þeim. Til dæmis lét forsætisráð- herra Lúxemborgar, Jacques Santer, hafa það eftir sér að þama væri átt við fyrra flugið og væri því aðeins „gamall hatt- ur“. Þetta var þaggað niður að mestu í fjölmiðlum og einungis DV birti þetta af íslenskum fjöl- miðlum. Það var þó sagt frá þessu í blöðum ytra. Cargolux- menn em hins vegar það kænir að þeir viðurkenna aldrei að eitt- hvað óeðlilegt hafi verið við þetta flug. Cargolux var aldrei tekið á beinið um þetta." Sex ámm eftir að flugið var farið upplýsti Páll um hið ólög- lega flug í viðtali. Hann var ásakaður um rógburð og lygi og Cargolux stefndi honum vegna þessa. Ári síðar, 1989, var Páll sýknaður af dómstólum í Lúx- emborg og Cargolux því ekki stætt á ásökunum sínum. Einar Ólafsson var á þeim tíma hættur sem forstjóri fýrirtækisins. „Það er langt um liðið síðan þetta var og er best gleymt," segir Einar. „Ég hef eiginlega ekkert meira um þetta að segja. Ég vil ekki styðja fólk sem er aðallega að gera sér fé úr kjafta- sögum og legg því ekki lið.“ TVÖFALT SIÐGÆÐI VOPNA VIÐSKIFI A Alþjóðlegir staðlar fyrir vopnasölu em ekki til og setur hvert land sínar eigin reglur. Samþykktir milli landa á ófrið- artímum em hins vegar algengar svo og viðskiptahöft af ein- hveiju tagi. Árlega fara um 160 milljarðar dollara, sem jafngildir 9.280 milljörðum íslenskra króna, í vopnaviðskipti. Styrjaldir á borð við Falk- landseyjastríðið og átökin við Persaflóa hafa enn á ný vakið upp spumingar um tvöfalt sið- gæði og réttlætingu alþjóðlegra vopnaviðskipta. Þykir sýnt að vopnasölumenn séu afar ákafir í viðskiptum sínum og þau löngu komin úr höndum hinna póli- tísku afla. Markmið með sölu vopna em misjöfn. Stórveldin hyggjast þannig auka áhrif sín meðal þriðjaheimsríkjanna en smærri vopnaframleiðendur telja að sal- an geti styrkt efnahagslíf þeirra. Milligönguaðilar sem stunda slík viðskipti gera það eingöngu með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. 'l elma L. l Omasson Páll J. Einarsson flugmaður segir að íslenskir flugmenn hjá Cargolux hafi flogið með ólöglegan varning, vopn og elds- neytistanka, á tímum Falklandseyjastríðsins. Fyrir nákvæm- lega tíu árum. Techaid International Náin tengsl í vopna- og njósnaheiminum Fyrirtækið Techaid Intema- tional, sem Loftur Jóhannesson er sagður hafa starfað fyrir, virðist hafa komið víða við í sölu á vopnum og tækniþekk- ingu, samkvæmt upplýsingum bandarískra sérfræðinga sent PRESSAN hefúr rætt við. Blaðið leitaði upplýsinga hjá stofnunum og einstaklingum sem fylgjast með njósna- og vopnasölumálum í Bandaríkj- unum, svo og hjá opinberum stofnunum. Enginn viðmæl- enda kannaðist við nafn Lofts, en nafn Techaid virðist ágæt- lega þekkt í þessum heimi. Það er sagt eitt nokkurra fyrinækja sem skutu upp kollinum í jtess- um bransa f byijun níunda ára- tugarins, en þá gerðist hvort tveggja í senn að Bandaríkin juku mjög urnsvif sín í þessum viðskiptum og margir fyrrum starfsmenn CIA og hersins „einkavæddust", fóru út í slík viðskipd sjálfir eða sem „verk- takar" Bandaríkjastjómar. Fyrirtækið hefur skrifstofu í Norður-Virginíu, rétt fyrir utan Washington, á stað sem er vin- sælt aðsetur fyrirtækja sem kenna sig við ráðgjöf í alþjóða- öryggismálum (international security consultants), steinsnar írá höftiðstöðvum CIA í Langl- ey. Hjá firmaskrá í Virginíu er tilgangur Techaid sagður hug- búnaðarþjónusta og „tímabund- in verkefni". Móðurfyrirtæki þess heitir Technical Áid Cor- poration og er með höfuðstöðv- ar í Massachusetts-fylki. Ekki er greint frá útibúum erlendis, en þýska tímaritið der Spiegel sagði fyrirtækið hafa haft skrif- stofur f Lundúnunt og Panama. Á skrifstoftr Techaid könnuðust viðmælendur blaðsins ekki við að Loftur Jóhannesson væri starfsmaður jtess. Heinrildamenn PRESSUNN- AR, meðal þeirra fyrrum starfs- menn CIA, tengdu nafn Tech- aid einkum samstarfi við kan- adísk fyrirtæki sem þekkt em úr mörgum njósna- og vopnasölu- málum sem koniu upp í Banda- ríkjunum á dögum Reagan- stjómarinnar. Meðal þeina em I.P. Sharp, sem starfaði rnikið fyrir Þjóðaröryggisráðið þar til árið 1982, en þá breyttist nafn þess í PromiSystems Canada. Það hafði milligöngu um sölu á vopnum og tækniþekkingu, einkum til Miðausturlanda, og komu starfsmenn þess víða við í íran-kontra-málinu svokall- aða. Meðal annarra mála sem PromiSystems tengist er svo- kallað Inslaw-mál. Fyrirtækið Inslaw seldi PromiSystems hugbúnað sem endurseldi hann meðal annars til bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Inslaw hefur höfðað mál á hendur ráðuneytinu fyrir þjófnað á búnaðinum, en saga málsins hefur verið með ólfkindum. Dómsmálaráðuneytið hefur lagt sig fram unt að tetja framgang þess og borið við öryggishags- munum Bandaríkjanna. Lög- maður Inslaw, Elliott Richard- son, fyrrnm dómsmálaráðherra, heldur ffarn að ráðuneytið vilji hylja þann hlut sem það hefur átt að vopnasölu til Miðaustur- landa. Inslaw-málið vakti þjóð- arathygli í Bandaríkjunum í fyrra þegar blaðatnaður, sem hafði rannsakað það, fannst lát- inn á hótelherbergi í Vestur- Virginfu. Eigandi PromiSystems er Kanadamaður, Earl Brian að nafni, og er sagður hafa haft ná- ið samband við háttsetta ráð- gjafa Reagans forseta, ekki síst Ed Meese, þáverandi dóms- málaráðherra. Brian er fyrrum eigandi sjónvarpsstöðvarinnar Financial News Network og átti stóran hlut í fréttastofúnni UPI. Káli TfiiWrgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.