Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PKESSAN 28. MAÍ 1992 35 Þótt freistandi sé að draga þá ályktun af þessari samferð þeirra Davíðs og Eiðs að þeir séu svip- aðir pólitíkusar þá virðist svo ekki vera. Þannig fær Davíð mun meira af núllum en Eiður og líka oftar 10. Eiður fékk hins vegar oftar meðalgóða einkunn en Davíð. ÞRÍR RÁÐHERRAR FÉLLU I janúar féllu sex ráðherrar á prófinu; þ.e.a.s. fengu minna en 5 í meðaleinkunn. Nú eru það aðeins þrír sem falla, því Davíð Oddssyni, Eiði Guðnasyni og Olafi G. Einarssyni tókst að hífa sig upp fyrir 5 að þessu sinni. Hins vegar fá þeir Jón Baldvin, Sighvatur og Halldór Blöndal nú falleinkunn í annað sinn. Halldór fékk 4,8. Þrátt fyrir að það hljómi illa skal á það bent að Halldór fékk aðeins 3,9 í janúar. Hann hefur því bætt stöðu sína umtalsvert þótt það dugi ekki til að hann nái prófinu. Hann verm- ir ekki botnsætið lengur heldur hefur komist upp í það áttunda. Jón Baldvin Hannibalsson er enn sem fyrr með 4,5 í meðalein- kunn. Og í stað þess að hafa þá Halldór, Sighvat og Ólaf G. fyrir neðan sig fær nú aðeins Sighvat- ur veni útreið. Og eins og áður hefur verið lýst er sú útreið Sighvats slæm. Það er engum blöðum um það að fletta að hann er óvinsælasti ráð- herrann. Jón Baldvin Hannibalsson 60 % 50 40 30 20 10 - Á Hlutfall svarenda, sem gáfu einkunn á neðangreindu bili P2 0-4 5-7 8-10 Jón Sigurðsson 0-4 5-7 8-10 Jóhanna Sigurðardóttir 0-4 5-7 8-10 Sighvatur Björgvinsson 0-4 5-7 8-10 PRESSAN/AM NÆSTFLESTUMILLA VIÐ JÓN BALDVIN Ef lægstu einkunnimar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að Sighvatur fær flest núliin eða frá fjórðungi þátttakenda. Næstur kemur Jón Baldvin en 18 prósent gáfu honum núll. Sá þriðji er Davíð Oddsson, sem fékk núll frá 12 prósentum þátt- takenda. Og ef við höldum áfram að feta okkur eftir núllunum þá fékk Jón Sigurðsson núll frá 9 pró- sentum þátttakenda, þeir Halldór Blöndal og Eiður Guðnason fengu núll frá 8 prósentum og Ólafur G. Einarsson frá 7 pró- sentum. Eins og áður sagði fékk Jó- hanna fæst núllin eða aðeins frá 1 prósenti þátttakenda. Næstur kom Þorsteinn Pálsson með núll ffá 2 prósentum þátttakenda og svo Friðrik Sophusson, sem fékk núll frá 3 prósentum. ENNUM Samkvæmt þeim einkunnum sem þátttakendur í skoðana- könnun Skáís fyrir PRESSUNA gáfu ráðherrunum fyrir frammistöðu í starfi er Jó- hanna Sigurðardóttirí algjör- um sérflokki. Hún fékk 7,1 í meðaleinkunn, oftast 10 og sjaldnast núll. Enginn hinna ráðherranna kemst með tærnar þar sem Jóhanna hef- ur hælana og í raun geta þeir aðeins horft undir iljarnar á henni þar sem hún siglir hrað- byri upp til himna. □g á sama hátt og Jóhanna sker sig úr á toppnum er lök útkoma Sighvats Björgvins- sonará botninum einstæð. Hann fær aðeins 3,7 í meða- leinkunn. Það er lægsta ein- kunn sem nokkur hefur fengið í sambærilegum könnunum PRESSUNNAR. Sighvatur fær flest núllin og sjaldnast 10. OVINSÆLDIR... Ef við lítum á einkunnir á bil- inu 0 til 3 er stiginn svipaður. Sighvatur fékk svo lágar ein- kunnir frá 46 prósentum þátttak- enda, Jón Baldvin frá 43 pró- sentum, Davíð frá 33 prósentum og Jón Sigurðsson frá 32 pró- sentum. Síðan kom Halldór Blöndal með 0 til 3 frá 28 prósentum þátttakenda, Eiður Guðnason frá 27 prósentum og Friðrik Sop- husson og Ólafur G. Einarsson ífá 24 prósentum þátttakenda. Þorsteinn Pálsson fékk svo lága einkunn aðeins ffá 11 pró- sentum þeirra sem tóku þátt í könnuninni og Jóhanna Sigurð- ardóttir aðeins frá 3 prósentum. ... OG MEIRA UM VINSÆLDIR Eins og áður sagði fékk Jó- hanna Sigurðardóttir oftast 10 eða frá 13 prósentum þátttak- enda. Næstur kom Davíð Odds- son, sem fékk 10 ffá 9 prósent- um og er hann því næstvinsæl- astur jafnframt því sem hann er einn af óvinsælli ráðherrunum. Síðan var röðin þessi og eru prósentutölur innan sviga: Ólaf- ur G. Einarsson (6), Jón Baldvin, Friðrik og Þorsteinn (4), Jón Sig- urðsson (3), Halldór Blöndal og Eiður Guðnason (2) og loks rek- ur Sighvatur lestina, en 1 prósent þátttakenda gaf honum 10 í ein- kunn. ... OG NÁNARUM VINSÆLDIR Og ef við skoðum hæstu ein- kunnimar, ffá 8 og upp í 10, er röðin þessi: Jóhanna fékk svo háa einkunn frá 48 prósentum, Ólafur G. Ein- arsson frá 30 prósentum, Þor- steinn Pálsson ffá 29 prósentum og Davíð Oddsson frá 28 pró- sentum. Síðan kom Jón Sigurðsson með 8 til 10 frá 25 prósentum þátttakenda, þá Eiður og Jón Baldvin með slíkar einkunnir frá 24 prósentum, Friðrik Sophus- son frá 20 prósentum, Halldór 19 prósentum og enn sem fyrr rak Sighvatur lestina, en aðeins 15 prósent gáfu honum svo háa ein- kunn. SJÁLFSTÆÐISMENN AÐ MEÐALTALIVINSÆLLI Þrátt fyrir feiknarlegar vin- sældir Jóhönnu Sigurðardóttur eru ráðherrar Sjálfstæðisflokks að meðaltali vinsælli en krata- ráðherramir. Meðaleinkunn sjálfstæðismannanna var 5,3. Krataráðherramir náðu hins veg- ar aðeins 5,1 í meðaleinkunn og eiga þeir Sighvamr og Jón Bald- vin stærsta sök á því að hafa dregið háa einkunn Jóhönnu nið- un________________________ Gunnar Smárí Egilsson K Y N L Alnœmisfor- dómar í garð tœ- lenskra kvenna Ekki alls fyrir löngu var sýndur í sjónvarpinu þáttur um útbreiðslu alnæmis í Tælandi. Brá mörgum í brún að heyra um þá hlið á þessu fagra og vinsæla ferðamannalandi. I þættinum var meðal annars sagt að margar vændiskonur væm HlV-jákvæðar. Stuttu eft- ir að umræddur þáttur var sýndur hringdi í mig kona úr heilbrigðisstétt til að forvitnast um hvort tælenskum konum sem flyttu hingað til lands væri gert skylt að fara í mótefna- mælingu. Öðm hverju heyrast þær raddir hér á landi að það eigi að mótefnamæla ákveðna hópa, eins og til dæmis ís- lenska ferðamenn sem ferðast til ákveðinna landa, alla homma eða innfluttar tælensk- ar konur eins og í umræddu til- viki. Því miður; það heftir ekki útbreiðslu alnæmis að láta mót- efnamæla vissa hópa, livorki tælenskar konur sem setjast hér að, hollenska ráðstefnugesti, jórdanskar sendinefndir í Reykjavík né íslenska ferða- ianga sem ferðast til annarra landa. Slíkar skyldumælingar hafa einungis óhemju kostnað og umstang í för með sér og erfitt um vik ef hópurinn er stór. Þá em mælingamar hæpn- ar siðferðislega og veita þeim sem standa fýrir utan hópinn falskt öryggi um að nú sé búið að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins — „gera eitthvað". Árið 1987 skylduðu yfirvöld í Búlgaríu almenning til að gangast undir mótefnamæl- ingu. Rúmlega þrjár milljónir manna vom mótefnamældar. Ef fólk sýndi ekki samvinnu átti það á hættu að verða sektað eða stungið í steininn. Af öllum þessum fjölda greindust áttatíu og þrír með alnæmisveimna í blóðinu. Mótefnamælingin í Búlgaríu kom ekki í veg fyrir útbreiðslu alnæmis heldur var einungis stikkpmfa á það hversu margir vom hugsanlega smitaðir. Mælingin segir ekk- ert til um það hvemig fólk kemur til með að haga sér dag- inn fyrir eða eftir mótefnamæl- inguna. Það getur líka liðið allt að sex mánuðum frá smiti þar til hægt er að mæla mótefni gegn alnæmisveirunni í blóð- inu. Alnæmi breiðist nú hratt um þjóðir Austur-Evrópu, þar sem þær em ekki eins einangr- aðar og þær vom, eins og fólk virðist þó ennþá halda. Til dæmis vilja þeir, sem kaupa sér sex hjá vændisstrákum á jám- brautarstöðum í Vestur-Evr- ópu, frekar stráka ffá Austur- Evrópu. Það undrar kannski einhvem að Bandaríkin skuli vera meðal nokkurra þjóða heims sem setja ferðahöft á HlV-jákvæða ferðamenn til landsins. Sjö- undu alþjóðaalnæmisráðstefn- una átti að halda í Boston í Bandaríkjunum í sumar, en vegna ferðahafta þarlendis var ákveðið að flytja ráðstefnuna til annars lands og verður hún haldin í Amsterdam í Hollandi að þessu sinni. Þessi ferðahöft Bandaríkjamanna á HlV-já- kvæða inn í landið eru kald- hæðnisleg, því hvað flest tilfelli alnæmis hafa einmitt greinst þar í landi. Það að skylda ákveðinn hóp manna, til að mynda tælenskar konur sem flytja til Islands, til að gangast undir mótefnamæl- ingu stríðir gegn grundvallar- mannréttindum. Öll höfum við rétt til að ferðast, mennta okk- ur, vinna, njóta bestu niögu- legrar heilbrigðis- og félags- legrar þjónustu sem völ er á, ganga í hjónaband og stofha til fjölskyldu svo eitthvað sé nefnt. Gefum okkur að tælensk kona greinist HlV-jákvæð. Það Alnœmi breiðist nú hratt um þjóð- ir A ustur-Evrópu, þar sem þœr eru ekki eins ein- angraðar og þœr voru, eins og fólk virðist þó ennþá halda. Til dœmis vilja þeir, sem kaupa sér sex hjá vœndisstrák- um á járnbraut- arstöðum í Vest- ur-Evrópu, frekar stráka frá Austur- Evrópu. myndi ekki firra okkur hin ábyrgð í að hefta útbreiðslu al- næmis. í sambandi við ein- angrun ætti frekar að vemda hina smituðu gegn þeim sem eru ósmitaðir. Ónæmiskerfi HlV-jákvæðra er afar við- kvæmt þegar lengra líður á sjúkdóminn og þá viðkomandi í meiri hættu að fá ýmsar sýk- ingar. Nei, það á ekki að skylda tæ- lenskar konur né neinn annan til að fara í mótefnamælingu. Fólki á að finnast hagur í að lála mótefnamæla sig. Ein að- alástæðan er sú að því fyrr sem smit uppgötvast því meiri eru lífslíkumar, og strax hægt að koma við lyfjagjöf sem dregur úr framgangí sjúkdómsins. Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.