Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 29 NORÐUR- LANDAMÓT í KVARTMÍLU HÉR 1995 Kvartmíluáhugamenn eru Qölmargir hér á landi og geta farið að hlakka til ársins 1995. Það mun nefnilega vera komin beiðni um að Norðurlandamótið í kvartmílu verði haldið hér á landi það ár. Þetta hraðasport nýtur vaxandi vin- sælda í Evrópu, ekki síst á Norðurlönd- um. Svíar og Norðmenn munu vera búnir að spyma í nokkuð mörg ár en ekki eru nema þrjú ár síðan íþróttin nam land í Danmörku og baunamir uppgötvuðu sportið. Hvar hinar þjóð- imar í kringum okkur eru staddar höf- um við ekki hugmynd um, en þekki þær ekki kvartmílukeppni ætti að dn'fa í að kenna þeim, svo keppnin 1995 verði með mörgum þátttökuþjóðum og heppnist sem allra best. SAM- FESTINGS- TÝPURÁ KAFI í VÉLUM Bíladellukallar eyða megninu af tíma sínum í bflskúmm vítt og breitt um bæ- inn og liggja þá í vélum og spá í flækj- ur og knastása og hvað þetta nú heitir allt saman. Sumir vilja meina að það séu ákveðnar týpur sem ánetjast bfla- sporti, svokallaðar samfestingstýpur (orðið skýrir sig sjálft). Svo em aðrir sem segja hvem sem er geta lent í því að fá bílamaníu, — stétt og staða skipti þar engu máli. En allt um það. Þetta er tíma- og fjárfrekt sport sem krefst skilnings, velvilja og stuðnings eigin- konu og bama Við segjum eiginkonu, því fáar konur hafa enn sem komið er orðið helteknar af sjálfrennireiðum. Ein þeirra kvenna sem þó hafa fengið veir- una heitir Kristín Binui Garðarsdóttir, en hún smitaðist af manni sínum, Guð- bergi Guðbergssyni, sem er bílaáhuga- mönnum að góðu kunnur. Kristín Bima keppir í rallycrossi og þykir feikngóður bílstjóri — enda vinnur hún iðulega þegar hún tekur þátt í keppni. Guðberg- ur mun ekki ætla að keppa neitt í sumar heldur aðstoða Kristínu Bimu, sem ætl- ar að aka sem aldrei fyrr. Orðið er dregið af drullupytti, því oftar en ekki lenda menn í þeim ófáum á leiðum sínum. En orðið er gott. RÚMAR SIÖ MÍNÚTUR YF- IR LYNG- DALSHEIDI Á sérleiðunum í ralli er greitt keyrt og allt staðið í botni. Rallkappamir eru því oft á tíðum ekki lengi að skjótast vegalengdir sem venjulega tekur kannski háiftíma til klukkutíma að keyra. Sjálfsagt hafa flestir einhvem tíma ekið Lyngdalsheiðina — heiðin milli Þingvalla og Laugarvatns — og örugglega hugsað Vegagerðinni þegj- andi þörfma fyrir að geta ekki aulast til að halda heiðinni sæmilega ökuhæfri, aksturinn hefur því tekið tímann sinn. Rallmenn keyra aftur á móti hratt hvað sem tautar og raular og hraðametið yfir Lyngdalsheiðina mun vera sjö mínútur og átján sekúndur, sem er ekki mjög langur tími. Þess má einnig geta að hraðametið á leiðinni Grindavík/Krisu- vfk er átta mfnútur og sextán sekúndur. Það er því ekki fyrir neina sunnudags- bílstjóra að slá þessi met. Á hitt ber aft- ur að líta að rallkappamir em búnir að kortleggja leiðina nákvæmlega og vita hvað bíður handan við næstu beygju. Þeir þurfa auk þess ekki að óttast það að mæta neinum á leiðinni. OBOY! Tíu efstu keppendum í krónuflokkn- um í rallycrossi er gert skylt að selja bíla sína ef þeim em boðnar 150 þús- und krónur. Þetta er gert til að menn leggi ekki of mikið í bfiana og aðstaða keppenda verði sem jöfnust. Það gerist ekki oft að tilboð komi í bfiana og því var það að einn keppandinn f fyrra ákvað að taka sénsinn og lagði tíma og mikið fé í sinn bíl í trausti þess að ekk- ert tilboð bærist. Hann vann keppnina en það ótrúlega gerðist; tilboð kom í bílinn og hann mátti horfa á eítir hon- um fyrir skitinn 150 þúsund kall. Varla þarf að taka fram að þetta er eini bílinn fyrr og síðar sem selst hefur eftir keppni. KRANABILAÞJONUSTA allan sólarhringinn.676700 VARAHLUTASALA676860 DEKKJAÞJÓNUSTA677850 -0PNUM LÆSTA BÍLA - Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreida Útsölustaðin Bilanausthf. Flest bifreiðaumboð Málmsteypan HELLAhf. KAPLAHRAUNI 5 • 220 HAFNARFJORÐUR • SÍMI 65 1022 BRETTAKANTAR VÖRUBÍLSBRETTI Mitsubishi pickup L-200, M. Pajero, Toyota Hilux, double cab, extra cab, LandCruiser, Fox, Lada. Skyggni á Pajero og Lödu. Útvegum og framleiðum vörubíla- bretti og skyggni á flestar tegundir. Uppl. alla daga í síma 91-670043 - 677006 PRESSAN PRESSAN HEFUR FENGIÐ NÝ SÍMANÚMER PRESSANer flutt Nýtt heimilisfang blaðsins er Nýbýlavegur 14. Og eftir helgi verður PRESSAN með nýtt símanúmer: 64 30 80 Eftir iokun skiptiborðs er hægt að ná í ýmsar deildir blaðsins í eftirtöldum símanúmerum: Ritstjórn:.................64 30 85 Dreifing:..................64 30 86 Tæknideild:................64 30 87 Auglýsingar:...............64 30 88 Nýtt faxnúmer verður 64 30 89 Og slúðurlína PRESSUNNAR verður með vakt allan sólarhringinn í númerinu 64 30 90 RALLADUR RÆIARSTJÚRI Það mun vera siður í rallflokknum í rallycrossinu að vera með einn gestabfi. Einhveijum þckktum manni úr þjóðfé- laginu er þá boðið að keppa og honum útvegaður bfil. í fyrstu æfingakeppninni í vor, sem haldin var á brautinni við Hafnarfjörð, var gesturinn Guðmimdur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Guðmundur Ámi fór víst frekar varlega af stað en eftir að hann hafði lent í nokkrum ákeyrslum á vagninum kom keppnisskapið upp í honum og hann þótti keyra alveg fantavel undir lokin. Einhver hafði á orði að hefði bæjarstjórinn náð að velta eins og einu sinni og orðið virkilega illur hefði hann sennjlega bara unnið keppnina. AFPYTTUM Þorsteinn Marel eða Steini Tótu lifir og hrærist í mótorhjólum, eins og kem- ur reyndar fram á öðrum stað hér í blaðinu. Eitt af því sem Steini gerir mikið af er að aka á Enduro- hjólum troðninga og vegleysur hálfgerðar. Enduro-hjól eru torfæruhjól en eru á skrá, þeim má sem sagt einnig aka í umferðinni. Steina fannst Enduro allt of mikil útlenska og kom þess í stað með orðið Pyttari og nú er svo komið að þetta orð er orðið ráðandi meðai áhuga- manna í fþróttinni og talað er um að fara að pyttast þegar ferðir eru famar. Nú pyttast menn semsagt á Pytturum. mrn Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi. FAG kúi u- og rúllulegur TIMKEN Keilulegur Ásþétti oprtbelt (onlineníal Viftu- og tímareimar precision Hjöruliðir SACHS Höggdeyfar og kúplingar P’íggrfH Bón- og bílasnyrtivörur Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.