Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ1992 ÞRÁINN Bertelsson tók heldur betur flugið fram á sjónarsviðið í vikunni. Eftir allt saman reyndist hann vera rithöfund- ur og þegar sú staðreynd blasti við var hann umsvifa- laust valinn formaður eftir velheppnaða byltingu. Þráinn bað menn að gæta stillingar og hætta að skrifa í blöð (enda eiga rithöfundar helst að skrifa bækur) en eftir að Hrafn Gunnlaugsson hafði elt Þráin með stflvopninu úr kvikmyndaþrætunni yfir í rit- höfundaþrætuna tók Þráinn upp stflvopnið. Og þegar rit- höfundar taka upp pennann má almenningur vara sig. Sá eini sem gleymdi að skrifa var SIGURÐUR Pálsson, enda gleymdist að kjósa hann. En því miður fær þjóðin ekki tækifæri til að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur aftur því að rækjusölukonan hugrakka Sigrún Þorsteins- dóttir ætlar ekki að vera með í þetta sinn. Það er auðvitað hundfúlt því þjóðin hefur gott af því að kjósa öðm hvom og þá að fá að hafna einhverju í leiðinni. En um höfnun vik- unnar keppa tveir. Annars vegar GUNNAR Birgisson, sem vildi verða nýr bjargvættur hjá VSÍ, og hins vegar Ragnheiður Dav- íðsdóttir, sem vildi bjarga Menningarsjóði. Niðurstaðan verður hins vegar sú að Gunnar bjargar peningum Lánasjóðs og Ragnheiður fer í lögguna aftur. Það er hins vegar svo skrítið að í raun virðist flestum sama um nið- urstöður þessara mála, nema auðvitað fjölskyldum þeirra sem var hafnað. Reiðilestur vikunnar er hins vegar frá Jóni Sigurðssyni í jámblend- inu sem skammaði Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að kunna ekki að reikna. Enn annar sem tók fram reiknistokkinn er STEINÞÓR Skúlason, sem hefur skrif- að bændum bréf þar sem hann segist vera boðberi slæmra tíðinda — það þurfl nefnilega aðeins að breyta skipulagi „sauðfjárfram- leiðslunnar“ eins og Tíminn sagði frá (kannski þeir hætti að nota hrúta). En semsagt: Steinþór hafði eitthvað verið að fara yfir bókhaldið og tók eftir að kindakjötsneyslan hafði dottið niður! Þess vegna vill Steinþór bara svín héðan í frá. Skoðanakönnun Skáls fyrir PRESfVNA / FMMSONNA UPPUWEN AIIABAUAR Ríkisstj órnarf lokkarnir vinna báðir á og mundu halda meirihlutanum ef gengið væritil kosninga nú KKONURH MISSA FLKIB Framsóknarflokkurinn er í mikilli uppsveiflu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir PRESS- UNA um helgina. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 25,4 pró- sent mundu kjósa Framsókn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki fengið viðlíka góða útkomu úr skoðana- könnunum Skáís undanfarin fjögur ár, en hann komst þó nærri því í ágúst 1988. En á sama tíma og Framsókn eykst fylgi tapa bæði Alþýðu- bandalagið og Kvennalistinn fylgi. Nú mælist fylgi Alþýðu- bandalagsins í 13,9 prósentum og hefur flokkurinn því misst nokkuð fýlgi það sem af er þessu ári. I janúar var fylgi Alþýðu- bandalagsins 16,0 prósent og sömu sögu er að segja af Kvennalistanum. Nú mælist fylgi listans 9,6 prósent en var 12.5 prósent í mars. Báðir stjómarflokkamir bæta örlitlu við sig frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkur fær 35,7 pró- sent en var með 34,9 prósent í mars. Alþýðuflokkur fær 14,9 prósent en hafði 14,5 prósent í mars. En þótt fylgisaukning stjómarflokkanna sé lítil nægir hún til þess að þeir rétt merja meirihluta, samkvæmt þessari könnun. Samanlagt hafa þeir því 50.5 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst í fyrra sem stjómarflokkamir ná meirihluta í könnun. UNNIR OG TAPAÐIR ÞINGMENN Ef þingmönnum væri skipt á milli flokkanna samkvæmt nið- urstöðum könnunarinnar yrði niðurstaðan þessi: Sjálfstæðis- flokkur fengi 23 þingmenn. Hann hefur 26 þingmenn í dag og tapaði því þremur þingmönn- um ef gengið yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkurinn bætti við sig þremur þingmönnum og fengi 16 þingmenn. Alþýðu- flokkurinn fengi 9 þingmenn, tapaði einum. Kvennalistinn bætti við sig einni þingkonu og fengi 6. Alþýðubandalagið yrði eftir sem áður með 9 þingmenn. Stjómarmeirihluti sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks mundi því samanlagt tapa 4 þingmönn- um en héldi eftir sem áður meiri- hluta á þingi; fengi 32 þingmenn en stjómarandstaðan 31. UPPSVEIFLA FRAM- SÓKNAR Framsóknarflokkurinn hefur tilefni til að fagna niðurstöðum þessarar könnunar. Flokkurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig fylgi það sem af er árinu. I janúar var fylgi Framsóknar 21,2 pró- sent, í mars 22,9 prósent og núna mælist það í 25,4 prósentum. 1 nóvember í fyrra fór fylgi Framsóknar upp fyrir 20 prósent í könnun Skáls í fyrsta sinn síðan í september 1988. Frá þeim tíma og fram í nóvember í fyrra sveiflaðist íylgi flokksins ffá 15 og upp í 19 prósent. Síðan þá hefur hann haldist yfir 20 pró- sentum og er nú kominn með fylgi fjórðungs þeirra sem tóku afstöðu. I síðustu þingkosningum fékk Framsókn 18,9 prósent atkvæða og 13 menn kjöma. Flokkurinn hefur því bætt við sig 6,5 pró- sentustigum og þremur þing- mönnum síðan. FYLGISTAP SJÁLFSTÆÐ- ISMANNA STAÐFEST Allt þctta ár hefur Sjálfstæðis- flokkurinn mælst með minna fylgi í könnunum en hann fékk í síðustu kosningum. I janúar var fylgi flokksins samkvæmt könn- un Skáís 36,8 prósent, í mars 34,9 prósent og nú mælist það í 35,7 prósentum. I síðustu kosn- ingum fékk flokkurinn 38,6 pró- sent og 26 þingmenn kjöma. Þótt litlu muni á fylgi flokksins sam- kvæmt könnuninni nú og í síð- ustu kosningum nægir sá munur til þess að flokkurinn mundi tapa 3 þingmönnum ef niðurstaða kömtunarinnar gengi eftir. A tímabilinu frá miðju ári 1989 ffam að kosningum vorið 1991 mældist fylgi Sjálfstæðis- flokks um og lengst af yfir 50 prósent í könnunum. Eftir kosn- ingar hefur fylgið tínst jafnt og þétt af flokknum. Þessi könnun er sú fyrsta ffá kosningum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi, en það er í raun svo lítíð að niðurstaða könnunarinn- ar staðfestir aðeins fylgishrunið. Reynslan sýnir að fylgi Sjálf- stæðisflokksins hefur iðulega mælst mun meira í könnunum en kosningum. Yfirleitt hefúr mun- að um 5 prósentustigum og jafn- vel meira. Ef þetta hefur ekki breyst ættu niðurstöður þessarar könnunar að gefa þá vísbend-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.