Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI1992 21 Hvao er á seyði hjá aksturs íþrottamönnum í sumar? RALL I ralli er keppt á sérleiðum með aðstoðarökumann í far- þegasæti sem gegnir hlutverki nokkurs konar siglingaffæðings. Notast er við nokkuð venjulega bíla og ekið allt upp í 350 kíló- metra. Akstursleiðin skiptist í sérleiðir, þar sem keyra má eins hratt og bíllinn leyfir á 5 til 11 kílómetra vegalengdum, og ferjuleiðir, en þar er aksturs- hraði takmarkaður. Fagmenn í bflaíþróttum vilja kalla rallið fjölskylduíþrótt því meðalaldur ökumanna er í hærri kantinum. 30. maí. Glóðar-rall. Aksturs- íþróttafélag Suðumesja. íslands- meistaramót á Reykjanesi, hefð- bundin sérleið. 27. júní. Rall. Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur. ís- landsmeistaramót sem hefst á Þingvöllum. 25. júlí. Rall. Bifteiðaíþrótta- klúbbur Reykjavfkur. íslands- meistaramót. 22. ágúst Hótel Áningar-rall. Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar. íslandsmeistaramót á Sauðár- króki, farið yfir Þverárfjall. 2.-4. október (hugsanlega seinkað um viku). Intemaúonal Kumho-rall. Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur. Islands- meistara- og Norðuriandamót í fyrsta sinn á íslandi. Von er á ffægum mönnum sem keppa á heimsmælikvarða. Þriggja daga keppni. 31. október (hugsanlega seinkað um viku). Dekkja-rall. Biffeiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur. Islandsmeistaramót. TORFÆRA Hver kannast ekki við láréttu sandveggina sem sjást ekki svo sjaldan á skjánum þar sem ofúr- hugar reyna að ná að því er virðist ómögulegu takmarki — að ná á toppinn. Og svo væla bílamir í baráttunni við sandinn og þyngdarlögmálið. Einar sex torfæmkeppnir em effir á þessu keppnisári. 6. júní. Flugbjörgunarsveitin Hellu. Islandsmeistaramót á Hellu. 20. júní. Bílaklúbburinn Start. Æfingakeppni á Egils- stöðum. 15. ágúst. Bílaklúbburinn Start. íslandsmeistaramót á Eg- ilsstöðum. 22. ágúst Bflaklúbbur Akur- eyrar. Æfingakeppni á Akur- eyri. 5. september. Björgunar- sveitin Stakkur. íslandsmeist- aramót í Grindavflc. 19. september. Jeppaklúbbur Reykjavíkur. íslandsmeistara- og bikarmót í Jósepsdal. RALLYCROSS Ein vinsælasta akstursíþrótt- in, ef tekið er mið af fjölda keppenda, er ,yally-cross“ sem á íslensku hefúr verið kallað tor- fæmrall. Því er skipt í nokkra flokka. Fyrst skal telja ódýra flokkinn, eða „krónuflokkinn", þar sem keppendur leggja nán- ast ekkert í bflana. Til að tryggja jafnræði em bílamir seldir fyrir 150 þúsund krónur effir hveija keppni. Næstur er flokkurinn þar sem bflamir em svipaðir og rallkermmar að undanskildum aðstoðarökumanninum. Þá er það „teppaflokkurinn", en hing- að til hafa eingöngu amerískir bflar keppt í þeim flokki. Bflam- ir em þyngri en í hinum tveimur flokkunum. Að lokum skal nefna „opna flokkinn" fyrir „buggy“-bíla og grindabíla. Rally-cross er brautakeppni, tel- ur fimm hringi og er hver þeirra sléttur kflómetri. 6. júní. Bíl-cross. Bifreiða- klúbbur Skagafjarðar. íslands- meistaramót á Sauðárkróki. 21. júní. Rally-cross. Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur. Islandsmeistaramót á Krísu- víkurvegi. 5. júlí. Rally-cross. Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur. ís- landsmeistaramót á Krísuvíkur- vegi. 11. júlí. Rally-cross. Bíla- klúbburinn Start. Æfingakeppni á Egilsstöðum. 19. júlí. Rally-cross. Bíla- klúbbur Akureyrar. íslands- meistaramót á Akureyri. 9. ágúst. Bfl-cross. Bifreiða- klúbbur Skagafjarðar. íslands- meistaramót á Sauðárkróki. 30. ágúst Bfl-cross. Biffeiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur. ís- landsmeistaramót á Krísuvíkur- vegi. 5. september. Rally-cross. Bílaklúbburinn Start. Æfinga- keppni á Egilsstöðum. 27. september. Rally-cross. Bflaklúbburinn Start. Æfinga- keppni á Egilsstöðum. SANDSPYRNA Sandspyrna er hröðunar- keppni þar sem lagt er af stað úr kyrrstöðu. Spymukaflinn sjálfúr er 92 metrar og hefur verið spændur upp á metttímanum 3.74 sekúndum. Náðst hefur 160 km hraði á þessum rúmu 90 metrum og reyni aðrir betur á 24 tommu breiðum og 36 tommu háum dekkjum. Ómögulegt reynist að hafa keppnisbrautina lengri þar sem hraðinn er það ógurlegur að ekki er hægt að tryggja farsælan endi á lengri spotta en 92 metr- um. I sandspymunni er einnig keppt í tveimur flokkum á mót- orhjólum, stærri og rrúnni hjól-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.