Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 Páll Helgason í Vestmanna- eyjum hefur kært samkeppn- isaðila sína fyrir róg. Páll hærir menn fyrir róg- burð Sérslæð málaferli eru nú farin af stað úti í Vestmannaeyjum, ef marka má TV, nýtt fréttablað þar. Hefur Páll Helgason ferða- málafrömuður kært þá Kristin Kristinsson og Hörð Guðjóns- son hjá Ferðamiðstöð Vest- mannaeyja fyrir rógburð. Telur Páll að frá þeim félögum sé kominn söguburður sem um hann hefúr gengið í eyjunni. Til að komast fyrir uppruna hans hefúr Páll nú lagt inn kæru. Hann segir í samtali við TV að hann hafí orðið fórnarlamb meiðandi sögu sem særi vini, kunningja og fjölskyldu sína. Upphaf sögunnar rekur hann til samkeppnisaðila úr ferðaheim- inum í Vestmannaeyjum. Mikil umshipti í afkomu Eignar- haldsfélags Verslunarbank- ans Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans var á síðasta ári rekið með aðeins 20 milljóna króna hagnaði, miðað við 124 milljóna króna hagnað árið áður. Hagnað- ur ársins fór hins vegar upp í 181 milljón með hagnaði Verslunai- lánasjóðs og sölu sama sjóðs til Islandsbanka. Minnkandi hagnað Eignar- haldsfélagsins má fyrst og fremst jekja til versnandi af- komu Islandsbanka, þar sem hagnaðurinn minnkaði milli ára úr 448 milljónum niður í 62 milljónir króna. Reyndar var sjálfúr íslandsbanki rekinn með 10 milljóna króna tapi og hagn- aður ársins íyrst og fremst fólg- inn í góðri útkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga, einkum Kred- itkorta og Glitnis. 400 milijónir töpuðust með gjaldþroti Stál- vikur Skiptalok urðu nýverið í þrotabúi skipasmíðastöðvarinn- ar Stálvíkur í Garðabæ. 3,7 millj- ónir greiddust upp í 33 milljóna króna forgangskröfur, en ekkert fékkst upp í almennar kröfur upp á 370 milljónir króna. Gjaldþrot Stálvíkur fól reynd- ar í sér hærri kröfur. Iðnlánasjóði vom slegnar ýmsar fasteignir og tæki félagsins og dótturfyrir- tækja á 35 milljónir í árslok 1990, en eignir þessar höfðu ver- ið metnar á 190 milljónir og vom veðsettar fyrir enn hærri upp- hæð. Af almennum kröfunt vom þær hæstu ffá Landsbankanum, 220 milljónir, Gjaldheimtu Garðabæjar, 47 milljónir, og Ríkisábyrgðarsjóði, 32 milljónir. Stjómendur og stjómarmenn Stálvíkur og dótturfélagsins Ræktar gerðu sjálfir umtalsverð- ar kröfur í þrotabúin en þær kröf- ur náðu ekld fram að ganga. Ottó Schopka stjómarformaðurkrafð- ist tæplega 12 milljóna, en fékk samþykkta 3,7 milljóna for- gangskröfu. Jón Sveinsson for- stjóri var með almennar kröfur uppá lOmilljónir. Hverjir eiga Egilsstaði? Ríkið og Kaupfélag héraðs- búa eiga allar lóðir sem lagðar hafa verið undir byggð á Egils- stöðum. Egilsstaðir em eina bæj- arfélagið á landinu sem ekki á einn hektara þess lands sent bær- inn er reistur á og fær ekki krónu fyrir lóðagjöld, sem alla jafna renna til sveitarfélaga. Arlegar tekjur ríkisins af lóðagjöldum ffá íbúum bæjarins em um átján hundmð þúsund krónur. 330LÓÐIR Það er líkast því að lesa götu- heitaskrá Egilsstaðabæjar þegar litið er y fir eignir ríkisins á Egils- stöðum í nýútkominni eignaskrá ríkisins. Þar er listi yfir lóðir í ríkiseigu upp á ellefu þéttskrif- aðar blaðsíður og benda hús- númerin til þess að ekki hafi ver- ið byggt hús á Egilsstöðum nema á ríkisjörð. Lauslega talið eru lóðirnar alls um 330, að verðmæti tæpar eitt hundrað og áttatíu milljónir króna. Þetta em þær lóðir sem em í umsjá Jarð- eigna ríkisins, en til viðbótareiga ýmsar ríkisstofnanir um sextíu lóðir að verðmæti tæpar hundrað milljónir. Það sem ríkið á ekki af landi á Egilsstöðum er í eign Kaupfé- lags Héraðsbúa, um sjötíu lóðir alls. Ef mat á þeim er svipað og á lóðum ríkisins er þar um að ræða fjömú'u milljóna króna eign. EIN MÁNAÐARLAUN í LÓÐAGJÖLD Lóðagjöld, sem ríkið inn- heimtir af lóðum í þéttbýli, nema einu prósenti af fasteignamati lóðarinnar. I þessu tilfelli er því aðeins um að ræða um átján hundruð þúsund sem koma í Ríkið á allar lóðir á Egilsstöðum, utan nokkrar sunnan Fagradalsbrautar sem eru í eigu Kaupfélags Héraðsbúa. ríkiskassann á ári. Það em hundrað og fimmtíu þúsund á mánuði eða þokkaleg mánaðar- laun, sem landbúnaðarráðuneyt- ið innheimtir beint frá Reykja- vík, en ekki liggja á lausu upp- lýsingar um hversu mikinn kostnað í mannafla og pappírs- vinnu ráðuneytið þarf að bera vegna innheimtu á borð við þessa. Það mun vera einsdæmi á landinu að bæjarfélag eigi ekki eina einustu lóð sem það úthlutar undir húsnæði til bæjarbúa. Ástæðan er sú að þegar Egils- staðabær var stofnsettur með lögum árið 1946 keypti ríkið til þess jarðeignir í Eiða- og Valla- hreppi, meðal annars hluta jarðar bæjarins Egilsstaða, sem enn stendur fyrir sunnan bæinn. Þetta gerðist reyndar víðar á landinu, en munurinn er sá að önnur bæj- arfélög keyptu jarðnæðið aftur af ríkinu, fengu yfir því ráðstöfun- arrétt og fá tekjur af lóðagjöld- um. Egilsstaðabær hefur úthlutað þessum lóðum í untboði ríkisins, en alla samninga þarf að senda til Jarðeigna ríkisins í landbúnaðar- ráðuneytinu til undirskriftar og samþykktar. Lóðum Kaupfé- lagsins hefúr einnig verð úthlut- að í umboði þess. Allar fram- kvæmdir sem hafa orðið til að auka verðmæti lóðanna, svo sem við skipulag og gatnagerð, hafa farið fram á kostnað bæjarfélags- ins og íbúanna, en tekjur af þeim verðmætum renna til ríkisins og Kaupfélagsins. Gerðar hafa verið nokkrar til- raunir til að kaupa lóðimar af rík- inu, en af ýmsum ástæðum hafa þær farið út um þúfur. Síðast vom samningar í gangi skömmu fyrir þingkosningar á síðasta ári, en þeir gengu til baka á síðustu stundu. Nú hefur verið skipuð nefnd á vegum bæjarins til að taka upp þráðinn, en eiginlegar viðræður em ekki í gangi. Að sögn forráðamanna Kaupfélags- ins hefur bæjarfélaginu staðið lengi til boða að kaupa lóðimar, en af þeim viðskiptum hefur ekki orðið. Kan i n. birgisson NKB OG KAUPRUGH EIGA ALLAR LÓBIRNAR Egilsstaðabær á ekki einn fermetra af þeim lóðum sem úthlutað hefur verið bæjarbúum síðustu áratugi. Ríkið og Kaupfélag Héraðsbúa eiga allt land undir bænum. Þráinn Bertelsson er nýkjðrinn formaður Rithöfundasambands (slands, en hefur ekki sfður sinnt kvikmyndagerð en ritstörfum „Hann er húmoristi og sér ævinlega spaugilegu hliðamar við tilvemna — eða reynir það. Hann hefur lifandi hugmyndaflug og auðuga frásagnargáfu. Stjómsamur er hann — góður stjómandi þegar hann hefur verið í þeirri aðstöðu — og kann að vera hæfi- lega afskiptalaus,“ segir Gunnar Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og vinur. „Mér finnst hann skemmtilegur og úrræðagóður,“ segir Marín Magnúsdóttir kvikmyndagerðarmaður. „Hann er hugmyndaríkur og á mjög létt með að semja texta,“ segir Jón Hermannsson, kvikmyndaframleiðandi og fyrrum samstarfsmaður. „Hann er með fyndnari pennum á Islandi og er ótrúlega skemmtilegur mað- ur,“ segir Guðný Halldórsdóttir kvikmyndastjóri. „Það er mjög gaman að vinna með honum, hann er einstakur húmoristi og ljúfur í samvinnu,“ segir Ragnheiður Elfa Arnardóttir leikkona. Þráinn Bertelsson „Aðalgalli hans er að hann er latur við að fara á bak hestum sínum, latur að moka skítinn undan þeim og líka latur að fá sér í glas með manni. Svo finnst mér alveg makalaust hvað hann talar alltaf vel um annað fólk,“ segir Gunnar Gunnarsson. „Hann reykir. Er þó að reyna að hætta en gengur víst brösótt Hann talar líka of hægt, segir Marín Magnúsdóttir. „Hann er skapmaður," segir Jón Hermannsson. „Hann er ákaflega snakillur þegar sá gáUinn er á honum," segir Guðný Halldórsdóttir. „Hann mætti skrifa fleiri barnabækur, þær eru svo ansi skemmtilegar hjá honum,“ segir Ragn- heiður Elfa Amardóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.