Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 smáa letrið / dag er uppstigningardag- ur. Hann er sjálfsagt aumast- ur margra aumra frídaga á íslandi. Þótt sumardagurinn fyrsti sé aumur hefur börnum þó dottiö í hug aö á þeim degi mætti iabba á eftir skát- um niöur í bæ. En á upp- stigningardag dettur engum neitt í hug. Hann er eins og 53. sunnudagur árslns og fólk eyöir honum á svipaöan hátt. Fer í Eden eöa í Perl- una eftir aö Eden var flutt upp í Öskjuhlíöina. Keyrir ef til vill niöur Laugaveginn og fær sér ís. Eöa sltur bara helma. Þetta er hátíöisdagur án þess aö nokkuö sé til aö halda upp á. Fyrir utan einstaka strang- trúaöa og krikjurækna menn eru íslendingar eins og út- lendingar I eigin landi á þessum degi. Þeim líöur eins og íslendingum í suövestur- ríkjum Bandaríkjanna á Ge- orge Washington-deginum. Þeir vita ekkert hvaö þeir eiga af sér aö gera. Hversu litla tilfinningu meö- al-íslendingurinn hefur fyrir uppstigningardegi má marka afþvi aö börnum er ófært aö bera nafniö fram fyrr en þau eru komin í menntaskóla. Sum þeirra halda aö dagur- inn heiti útstillingadagur og verslanir séu lokaöar til þess aö eigendur þeirra og starfs- fólk geti breytt um útstillingar í giuggunum. Sum halda aö dagurinn heiti uppstyttingar- dagur og sé haldinn hátíö- legur fyrir þaö aö einhvern tímann í fyrndinni hafi stytt upp þennan dag. Og ef þaö muni einhvern timann í framtíöinni stytta upp aö nýju veröi hann haldinn hátíölegur á ný. Á meðan enn rignir sé engin ástæöa til hátíðahalda. Þaö er hér með lagt til að uppstigningardagur, sumar- dagurinn fyrsti og hvíta- sunnudagur (bæöi fyrsti og annar) veröi aflagöir og þess í staö teknir upp dagar sem koma fólki í hátíðarskap. Til dæmis grilldagurinn fyrsti. Þá væri enginn í vafa um hvaö hann ætti afsér aö gera. Eins væri hægt aö halda upp á dag hjákvenna og hjámanna. Þau fengju að koma fram i dagsljósiö þenn- an eina dag og makar elsk- enda þeirra mættu alls ekki verða reiöir. Svona mætti sjálfsagt lengi telja. Og líklega kæmi seint aö því að ómerkilegri dagur en uppstigningardagur yröi nefndur. s e m - hvert ei9a VESTURBÆJARSUNDLAUG- ARINNAR er sérstaklega getið í Spartakus-ferða- handbókinni í flokki gufu- baða eða baðstaða fyrir homma þótt tekið sé fram að þar sé líka gagnkyn- hneigt fólk. Hið sama gild- ir um sundlaugina á LOFTLEIÐAHÓTELINU sem sögð er vera hvað áhuga- verðust um helgar. OG TVEIR er efstur á blaði af börum sem eigendum bókarinnar er ráðlagt að heimsækja. Sagt er að staðinn sæki bæði hommar og lesbíur og sérstaklega bent á danssalinn á efri hæðinni. GAUKS Á STÖNG er líka getið og sagt að þar megi finna bæði homma og lesbíur. Ennfremur er mælt með BÍÓBARNUM og sagt að hann sæki gjarnan hommar. útlendir feröamenn að fara i Reykjavik — ef þeir eru h0mmar?... „Kynmök milli fullveðja samkynhneigðra einstaklinga eru lög- leyfð. Lögaldur er átján ár. Félagslegt misrétti gagnvart hommum er þó talsvert á íslandi, að minnsta kosti í samanburði við Skandinavíu. Aðeins nýlega hafa fjölmiðlar tekið að fjalla um samkynhneigð. Á síðustu árum bar mikið á því að íslenskir hommar gerðust landflótta til hinna frjálslyndari Skandinavíuríkja, en undanfarið hefur vaxið úr grasi kynslóð lesbía og homma sem búa yfir mun meira sjálfstrausti. Að hluta til er þetta að þakka „Samtökunum 78“, félagi homma og lesbía, sem nú hefur starfað í meira en tíu ár. Eftir talsverða byrjun- arörðugleika hafa samtökin loks fengið stuðning hins opinbera." Þessi orð má lesa á fimm tungumálum — ensku, þýsku, ffönsku, spænsku og ítölsku — í nýútkom- inni bók sem fæst í bókabúðum í Reykjavík. Á ensku heitir hún „Spartacus - intemational gay gui- de“, sem útleggst „Spartakus - al- þjóðleg ferðahandbók fyrir homrna". Þetta er þykkt rit og mikið, rúmar þúsund síður, enda em þama leiðbeiningar um hvem- ig samkynhneigðir karlmenn geta bjargað sér og notið lífsins í einum 140 ríkjum heimsins. Sum þeirra em fjarskalega fijálslynd, eins og til dæmis Holland og Danmörk, önnur gjalda varhug við samkyn- hneigðum eða ofsækja þá, líkt og til dæmis fjöldamörg ríki í þriðja heiminum. Þetta mun vera tuttugasta og fyrsta útgáfa þessarar ferðahand- bókar sem er gefin út af Bruno Gmiinder-forlaginu í Berlín. Bók af þessu tagi miðast náttúr- lega mjög við þarfir og lífshætti samkynhneigðra. Plássi er ekki eytt í upplýsingar sem hægt er að finna í öllum ferðahandbókum, orði er ekki vikið að dómkirkjum, listasöfnum eða náttúmundmm, heldur eingöngu dvalið við staði þar sem samkynhneigðir eiga sér athvarf öðmm fremur og þangað sem þeir kynnu að þurfa eða vilja leita. Og litla Island, það er þama með, eins og reyndar líka í síðustu út- gáfu Spartakus-ferðahandbókarinnar, þvf em helgaðar tæpar tvær síður (Þýskalandi heilar hundrað og fimmtíu). Þama em gefin upp ýmis gagnleg heimilisfong fyrir homma — þar sem þeir kynnu ef til vill að rekast á íslendinga sem em svipaðrar náttúm. Nágrannalöndin Grænland og Færeyjar em hins vegar ekki með, ekki ennþá. Tveir veitingastaðir í Reykjavík fá þá einkunn að þeir séu vinsælir meðal homma. Það eru PÉTURSKLAUSTUR við Laugaveg og ÞRÍR FRAKKAR við Baldursgöt- una. ISLENSKI LEÐURKLUBBURINN. Gef ið er upp sima- Staðir þar sem strákar ná sér í stráka — ætli það sé ekki nokkuð nákvæm þýð- ing á enska heitinu „cruis- ing areas". Samkvæmt handbókinni eru þessir staðir einkum ÖSKJUHLÍÐIN, sem er sögð kjarri vaxin hæð nærri Loftleiðahótelinu; allar inni- og útisundlaugar, en sérstaklega þó SUNDLAUG VESTURBÆJAR; auk þess „strætisvagnastöðin" — ætli þar sé ekki átt við HLEMMINN... numer og pósthólf MSC lceland" sem er f lokkaður með klúbbum fyrir ahugamenn um leður. Það er einnig tekið fram að klúbburinn haldi ár lega hátíð úti í sveit — allir séu velkommr. MOULIN ROUGE Eini skemmti- staðurinn í Reykjavík sem fær þá einkunn að vera einungis fyrir samkyn- hneigða karlmenn. (sama húsi er KEISARINN. Um þann stað er sagt að þar séu hvort tveggja homm- ar og lesbíur, en hins veg- ar er sérstaklega tekið fram að ekki sé mælt með Keisaranum. TUNGLIÐ er sagt vera vin- sælasta diskótekið meðal homma. Það hefur þó varla verið nógu vinsælt því starfsemin þar liggur niðri þessa dagana. Líklegt er að samkynhneigður ferðalang- ur leiti í staðinn í CASABLANCA, en samkvæmt hand- bókinni er talsverður hluti gesta þar samkynhneigður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.