Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ1992 Kaup og sala í handboltaheiminum Það kann að hljóma einkenni- lega nú í miðri sumarblíðunni en undanfarið hefur allt verið á ferð og flugi í handboltaheiminum. Reyndar er ekki tekist á inni á leikvellinum sjálfum, heldur fer baráttan fram við samningaborð- ið. í stað bolta eru komnir pen- ingar og það engar hversdags- legar upphæðir. Tilboðin hafa streymt fram og til baka undan- farið og allt verið í háaloít á milli félaga. Þá hefur verið verðbólga und- anfarið í handboltaheiminum þannig að tölur þar eru jafnvel að komast upp fyrir knattspym- una. Markaðslögmálin eru einn- ig að komast inn í körfuknatt- leikinn en hann á þó enn nokkuð í land með að ná hinum greinun- um. Atökin hafa verið svo grimmileg undanfamar vikur að inn á ársþing Handknattleiks- sambands Islands um síðustu helgi komu tvær tillögur sem beinlínis áttu að taka á þessu. Vegna þess hve verðlag á ís- lenskum leiktnönnum er orðið hátt komu Vestmanneyingar með tillögu um að leyfa tvo er- lenda leikmenn. Tillagan var felld en er táknræn fyrir ástand- ið; þetta er orðið eins og í knatt- spymunni þar sem ódýmstu leikmennimir fást erlendis. Hin tillagan felur í sér að nú er hægt að draga félagaskipti leng- ur ef ágreiningur kemur upp á milli liða vegna þeirra. Liðið sem er að missa leikmann getur nú „blokkerað" viðkomandi í 10 mánuði í stað 6 mánaða áður. Með því er „söluliöinu" fært nýtt vopn í hendur, nú getur það nán- ast haft heilt tímabil af viðkom- andi handboltamanni. Þetta fyr- irbæri er meira að segja komið með eigin slanguryrði, þetta er kallað að „sperra“ leikmann. Og það er kannski ekkert skrítið að þessi tillaga skyldi koma frá Frömmurum, sem einmitt eiga helstu gulldrengina núna, með Gunnar Andrésson fremstan í flokki. TITRINGUR í KRINGUM ÁSÓKNINA í GUNNAR Það geta flestir verið sammála um að Gunnar sé helsti vonar- peningur í íslenskum handknatt- leik. Því er ekki að undra að ásóknin sé mest í hann og upp- hæðimar hæstar. Hefur verið haldið fram að bæði Vfldngur og Stjaman hafi borið víumar í hann og jafnvel FH. Um slík til- boð getur hins vegar enginn sagt á opinberum vettvangi. I kringum kapphlaupið um Gunnar hafa verið nefhdar tölur frá 1,5 milljónum króna upp í 2,5 milljónir. Tala þama mitt á milli er þó ekki fjarri lagi eftir því sem komist verður næst. „Ef þeir ætla að borga honum slíka upphæð, plús það sem þeir þurfa að borga liðinu, er þetta komið upp í fjórar milljónir — það er auðvitað brjálæði," sagði stjóm- armaður, en bætti við að hugsan- leg sala til útlanda væri það eina sem gæti réttlætt þetta fjárhags- lega. „Astandið var orðið þannig að forráðamenn Fram höfðu á orði að fara inn í Garðabæ og bjóða í alla leikmenn Stjömunnar, bara til að hefna sín,“ sagði maður kunnugur í handknattleiksheim- Gunnar Andrésson: Hæstu upphæðirnar í kringum hann. inum. Það er vel skiljanlegt að Frammarar séu taugaveiklaðir yfir ástandinu, því þeir eiga sér- lega efhilegt lið og eftir miklu að slægjast í herbúðum þeirra. Meðal annars mun töluvert hafa verið sótt í þá Karl Karlsson og Jason Olafsson. En auðvitað em þeir ekki bamanna bestir, sjálftr búnir að krækja sér í Hallgrím Jónasson, markvörð ÍR-inga. BARÁTTAN UM PATREK ENDURTEKIN í fyrra vom KA-menn nærri því búnir að nappa Patreki Jó- hannessyni úr Stjömunni, en Garðbæingar náðu að stöðva það á síðustu stundu. í kringum það spunnust reyndar sögur um að Patrekur hefði verið beittur þrýstingi vegna landsliðsins — honum hefði verið gert ljóst að hann skyldi gleyma landsliðinu ef hann færi norður. Aftur sóttu KA-menn í Patrek og dramatísk saga þar um segir að stjómar- menn Stjömunnar hafi gripið hann þegar hann kom niður úr flugvélinni ffá Akureyri og boð- ið honum sömu upphæð og norðanmenn og þar með fest þennan efnilega leikmann. Ann- ar leikmaður Stjömunnar, Skútli Gunnsteinsson, fékk þrjú símat- ilboð en ntun hins vegar hvergi Jason Ólafsson: Var einnig eftirsóttur. fara. KA-menn hafa reyndar sótt stíft í leikmenn enda með metn- aðarfullan þjálfara þar sem er Al- freð Gíslason. Þar sem horfur em á að þeir séu að missa Stefán Kristjánsson hafa þeir leitað eftir vinstrihandarskotmanni. Meðal annars buðu þeir landsliðsmann- inum Bjarka Sigurðsyni að koma til sín og átti Bjarki að fá á milli 150.000 til 200.000 á mán- uði fyrir það. Þetta urðu Víking- ar að jafna til að halda Bjarka. Reyndar var Bjarki einnig nefhdur í kringum Stjömuna, en þar sem ljóst er að vinstrihandar- skyttan Magnús Sigurðsson fer ekki til Þýskalands varð ekkert úr því. Þetta er auðvitað stór biti fyrir Víkinga, sem búa ekki við allt of góða fjárhagsstöðu fyrir. Þar að auki er þetui metnaðarfullt félag sem alltaf stefhir á íslandsmeist- aratitil. Maður úr þeirra herbúð- urn sagði að liðið þyrfti að minnsta kosti tvo eða þrjá leik- menn fyrir næsta tímabil til að eiga raunhæfa möguleika. Það er bara spuming hvort þeir hafa efhiáþví. ÞJÁLFARARNIR Á RÁÐ- HERRALAUNUM „Þetta er orðið það mikið Skúli Gunnsteinsson: Fékk þrjú símatilboð. stress og álag að ég myndi aldrei taka þetta að mér fyrir minna en 150.000 til 200.000 krónur,“ sagði þjálfari í 1. deild þegar hann var spurður um þær upp- hæðir sem þar er um að ræða. Það er vitað mál að þessar greiðslur em inntar af hendi í ýmsu formi — með því að út- vega íbúð, bíl eða jafnvel hag- stæð lán. Þá em flest lið komin með aðstoðarþjálfara og „... þeir bera ekki vatn fyrir ekki neitt“ eins og stjómarmaður orðaði það. Meira að segja þjálfarar yngri flokka fá gjaman 20.000 til 25.000 krónur á mánuði, en það er oft hluti af leikmannasamn- ingi þeirra. Hæst launuðu þjálfaramir em líklega þeir Kristján Arason hjá FH og Einar Þonwðarson hjá Selfossi. Hjá Selfossi er síðan hæst launaði leikmaðurinn, Sig- urður Sveinsson, en lfldega kosta hann og Einar Selfossliðið um 400.000 krónur á mánuði. Ásóknin í Sigurð var svo mikil að tilboðin vom farin að streyma til hans í miðri úrslitakeppni. Selfyssingar vom hins vegar for- sjálir því þeir sömdu við sinn mannskap strax daginn eftir að úrslitakeppninni lauk og tókst því að afstýra flótta úr liðinu. Er ljóst að menn eins og Einar Patrekur Jóhannesson: KA- sjónarspilið endurtekið. Gunnar Sigurðssoit hefðu feng- ið freistandi tilboð að öðrum kosti. Þá gera metnaðarfullir þjálfar- ar oft samning um að leikmenn verði keyptir í liðið, eins og til dæmis Eyjólfur Bragason, sem verður með HK. Liðið hefur nú þegar tryggt sér nokkra leik- menn, þar á meðal GuðmundAl- bertsson úr Gróttu og Frosta Guðlaugsson úr IR. Einnig munu HK-menn hafa sótt fast að Hans Guðmundssyni, sem fýrir vikið náði nýjum samningi við FH! FÉLÖGIN REISA SÉR HURÐARÁS UM ÖXL Niðurstaðan af þessu öllu er að flest félögin em að reisa sér hurðarás um öxl. Þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa í þessum viðskiptum. Sem kunnugt er er fjárhagsstaða HSI nú neikvæð um 35 milljónir og það eftir langvarandi björg- unaraðgerðir. Flestir viðmæl- endur blaðsins segja að staða fé- lagsliðanna sé ekki síður vafa- söm — jafnvel íslandsmeistarar FH séu ekkert of sælir af sínu þrátt fyrir ríkulega innkomu eftir úrslitakeppnina. Því er haldið fram að flest lið- in í 1. deild þurfi að greiða á milli 5 og 10 milljónir króna vegna leikmanna og þjálfara meistaraflokks liðanna. Þetta er afrakstur þróunar sem enginn sá í raun fyrir. Að sögn stjómar- manna sem við var rætt er ástandið orðið óviðunandi. Fjár- hagslegar skuldbindingar séu orðnar svo viðamiklar að í raun standi fá félög undir þeim miðað við núverandi tekjuöflun. Og metnaður liðanna er slíkur að það þykir orðið sjálfsagt að senda þá sem standa sig í sumar- frí til Spánar að afloknu keppnis- tímabili, eins og raunin varð með leikmenn FH og Selfoss. Auk þess er rætt um bónus til þjálfara. Þá segjast stjómarmenn sjálftr vera þrotnir að kröftum við að afla fjár fyrir deildimar, þar sem þeir í sumum tilvikum em einu áhugamennimir sem eftir em — allir hinir orðnir launaðir starfs- menn. Þá er auðvitað óvíst hvaða áhrif það hefur á félagsandann þegar leikmenn búa svona aug- ljóslega við mismunandi kjör: Hreinir atvinnumenn við hliðina á áhugamönnum og stundum er þar um að ræða pilta sem hafa gengið saman upp í gegnum alla yngri flokkana. Og svo er það skatturinn! „Það hlýtur að fara að líða að því að skattyfirvöld líti á þessi mál,“ sagði stjómannaður 1. deildar liðs og bætti því við að hann vonaði að hann yrði kominn úr stjóm þegar sá dagur rynni upp. Iþróttafélög em ekki framtals- skyld þannig að það hefur verið auðvelt að hafa greiðslur undir borðið. Það ástand getur hins vegar tæpast varað um alla ei- lífð. Siguröur Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.