Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI1992 AKSTURSÍÞ R Ó T T I R um en 750 cc. 31. maí. Kvartmíluklúbbur- inn. íslandsmeistaramót í Jós- epsdal. 14. júní. Kvartmíluklúbbur- inn. fslandsmeistaramót í Jós- epsdal. 25. júlí. Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar. fslandsmeistara- mót á Sauðárkróki. 13. september. Kvartmílu- klúbburinn. íslandsmeistaramót í Jósepsdal. KVARTMÍLA Kvartmílumenn eiga eina braut og er hún í Kaplahrauni. Keppnislengd er 402 metrar fyr- ir alla bfla en þeir eru flokkaðir á fjóra vegu. Auðveldasti flokk- urinn er „bracket", þar sem keppendur leggja ekki allir af stað í einu. Þetta er svokallaður nákvæmnisflokkur þar sem öku- maðurinn skiptir meira máli en bfllinn. „Standardflokkur" er af fagmönnum talinn mjög erfiður og fylgja verður ströngum regl- um. Keppnisfyrirkomulagið er forskotakerfi og sáralitlar breyt- ingar leyfðar á bflum. Þá kemur götubflaflokkur en eins og nafn- ið bendir til eru í þeim flokki götuhæfir bflar. Leyfilegt er að dytta að farartækjunum og „- skreyta" með opnu pústi, „slikk- um“ og ,,nitro“ sem er glaðloft og talinn mikill og góður orku- gjafi. Lagt er af stað á jöfnu og kraftmesti bíllinn vinnur. í fjórða flokknum eru sérsmíðaðir keppnisbílar, 500-600 hestöfl og eru eingöngu byggðir fyrir hröðunarkeppni. Þessi tryllitæki ná hundraði á tveimur sekúnd- um. í kvartmflu byggist allt á að komast fyrstur í mark, án þess að þjófstarfa, Galdurinn er að taka af stað á réttum hundraðs- hluta úr sekúndu. 28. júní, 12. júlí, 9. ágúst og 23. ágúst. Kvartmíluklúbbur- inn. Islandsmeistaramót í Kap- elluhrauni við Straumsvík. MOTOCROSS f „moto-cross“ er keppt á mótorhjólum og fjórhjólum á hringlaga braut og þá gjaman á óskráðum og óskoðuðum farar- tækjum, en yfirleitt sérstökum keppnismótorhjólum. Brautin er um einn kflómetri að lengd. 18. júlí, 15. ágúst og 12. september. Moto-cross. Vél- hjólaíþróttaklúbburinn. íslands- meistaramót, hugsanlega í Jós- epsdal. MÓTORHJÓLAMÍLA Mótorhjólamílan er kvart- mílukeppni þar sem eingöngu mótorhjólamenn keppa og er keppnishaldið í höndum mótor- hjólafrömuða landsins, Snigl- anna. Mótorhjólamílunni er skipt í marga flokka og hefur hátíðinni einna helst verið líkt við ættarmót mótorhjólaáhuga- manna. I þessari keppni er not- ast við sömu braut í Kapellu- hrauni og kvartmflumenn gera. 16. ágúst. Mótorhjólamíla. Sniglamir, Bifhjólasamtök lýð- veldisins. Bikarmeistaramót í Kapelluhrauni við Straumsvík. KVARTMÍLA EKKI EFNI Á NEINUM MISTÖKUM Sigurjón Haraldsson „Adrenalínið byrjar svona að vætla tveimur, þremur dögum fyrir keppni og keppnisdaginn er maður orðinn mjög spenntur. Það er mikið kikk sem maður fær út úr þessu en það er ekki auðvelt að útskýra það,“ segir Sigurjón Haraldsson, núverandi Islandsmeistari í kvartmflu og sandspymu. I kvartmflunni em eknir 402 metrar og fljótustu bflamir em í kringum tíu sekúndur að fara þá leið. f sandspymunni fara þeir 92 metra og þeir bestu em um fjórar sekúndur að skjótast spottann. í ljósi þess hversu skamman tíma þetta tekur var næsta spuming náttúmlega svo- hljóðandi: Tekur þessu? „Spennan felst meðal annars í því hvað þetta er stutt. Á svona stuttri vegalengd hafa menn ekki efni á mistökum; ef þeir klikka eitthvað er enginn tími til að leiðrétta mistökin. Þetta veitir ákveðna spennu og það verður allt að ganga upp einn, tveir og þrír,“ svarar Sigurjón. Það er með bfladellu eins og aðra dellu að hún heltekur menn og tekur mikinn tíma. Verður ekki öll fjölskyldan að vera í þessu til að heimilisfriðurinn haldist skikkanlegur? „Fjölskyldan verður að minnsta kosti að skilja að þetta tekur sinn tíma — jafnvel þótt hún sé ekkert í sportinu sjálf. Þetta tekur mikinn tíma fjóra mánuði á ári, en yfir veturinn er rólegra. Á sumrin getur þetta verið svolítið stíft.“ En þegar menn fara að ná árangri fyllist þá ekki fjölskyld- an stolti og hvetur þá áfram? „Þegar maður eyðir svona miklum tíma í þetta þá fer nú fjölskyldan bara fram á árangur, krefst hans. Þannig að menn sem leggja mikið í þetta, bæði tíma og peninga en uppskera lít- ið, hljóta að vera í slæmum mál- um,“ svarar Sigurjón og hlær. Bfll Sigurjóns er upphaflega Ford Pinto. Vél og gírkassi em Sigurjón við Pintóinn sem búiö er aö breyta mikiö og er eingöngu notaöur í spyrnur. úr Chevrolet, bíllinn er allur smíðaður úr plasti og áli og burðargrindin er úr rörum. Hann er því mjög léttur, getur með manni verið léttastur 950 til 960 kfló, sem ekki er talið mikið. En er þetta ekki dýrt? „Það er dálítið dýrt að starta þessu en útgerðin er ekkert voðaleg — ekki ef maður verð- ur ekki fyrir einhverjum skakka- föllum. Ef maður sleppur við bilanir er þetta sáralítill tilkostn- aður, ekki meiri en í hverju öðm sporti." RALL Ólíklegustu bílar ná frábærum árangri þegar ekið er eftir nótum Ægir Armannsson auðveldlega misminnt í hita leiksins og mistök em nokkuð sem enginn hefur eíhi á að gera. Þau geta kostað dýrmætan tíma og skemmdir á bflum og, það sem verra er, slys á mönnum — reyndar er slysatíðni í keppni hérlendis núll. Keppnislega og frá öryggissjónarmiði er því skynsamlegra að nota nótur seg- irÆgir. Að sögn hans krefst það mik- illar æfingar að vera góður að- stoðarökumaður. Þegar menn hafa náð tökum á listinni hafa þeir meira en lítið um það að segja hver árangur næst. „Eg myndi segja að hlutur okkar sem sitjum hægra megin sé ekki minni en hlutur þess vinstra megin. Þeir sem þekkja sportið og vita út á hvað þetta gengur meta það sem við gerum og ég held að góður aðstoðarökumað- ur sé meira virði en tugir hest- afla. Þeir eru engin aukaþyngd í bflnum eins og margir virðast halda,“ segir Ægir. Af orðum hans má ráða að það er samvinnan sem skiptir máli ef verðlaun eiga að vinnast í keppni. Og hann segir kikkið ekkert minna af því að sitja í að- stoðarmannssætinu, það sé góð tilfinning að finna það á hreyf- ingum bflsins — aðstoðaröku- maður hefur aldrei tíma til að líta upp — að allt gangi vel og leiðbeiningamar komist til skila eins og best verður á kosið. 4X4 Menn endurnærast Árni Páll Árnason Oft virðist manni sem hlutur aðstoðar- ökumanna í rallinu sé ekki talinn merki- legur. Það ber að minnsta kosti lítið á þeim og einhvern veginn hefur maður litla hugmynd um hvað þeir gera. Eru þeir kannski bara þama upp á jafrivæg- ið? Eða til að þyngja bílinn? „Við náttúrulega ráðum öllu um það hvemig keyrt er, ég hef sagt þetta áður og stend á því,“ segir Ægir Armannsson, sem hefur tekið þátt í keppni sem aðstoðar- ökumaður í 12 ár. „Þetta á sérstak- lega við þegar keyrt er eftir nótum. Þá em leiðirnar skrifaðar upp, hver einasta beygja og hver einasti metri leiðarinnar. Síðan les aðstoðarökumaðurinn þetta upp fyrir ökumanninn. Við skulum segja að þú sért að keyra veg sem er mjög hlykkj- óttur og með blindhæðum og þú veist ekkert hvað kemur næst. Þá les aðstoðarmaður beygjum- ar, segir þér hversu krappar þær em, hvað þú mátt fara þær hratt. Og þegar kemur blindhæð segir hann þér hvemig á að fara yfir hana. Ef hinum megin er beinn vegur þá er hægt að keyra yfir hana á fullu án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Ólíklegustu bflar ná ffábæmm árangri þegar ekið er eftir nótum.“ Sumir rallarar reyna að leggja leiðina á minnið í stað þess að skrifa hana niður. Ægir segir að það segi sig sjálft að menn geti „Það spila ýmsir þættir inn í þetta og ýmislegt sem fær fólk til að fara af stað. Komast úl í náttúruna, út í víðáttuna, í snjóinn, og félagsskapurinn hefur mikið að segja. Menn ferðast í hópum og em miklir vinir, hittast í skálum á kvöld- in og spjalla og^ slappa af,“ segir Arni Páll Arnason, for- maður Ferðafélagsins 4x4. Hjá þeim hálendisfömm fer engin keppni fram, en dellan er söm, þótt engin séu veitt verðlaunin. 4x4 em einskonar hagsmunasamtök fyrir jeppa- menn, félagsmenn em vakandi fyrir öllum nýjurn reglugerð- um sem snerta þá svo og öllu öðm sem snertir jeppamenn á einhvem hátt. Innan félagsins er til að mynda starfrækt tækninefrid, en helsta hlutverk hennar er að vinna með Bif- reiðaskoðuninni og fylgjast með því sem er að gerast og snertir jeppaeigendur beint. En er þetta ekki firra að fara að berjast í byl uppi á hálendi að lokinni erfiðri vinnuviku í stað þess að vera heima í hlýj- unni og hvflast? „Menn endumærast. Það er farið af stað kannski sjö eða átta á föstudagskvöldi og keyrt til eitt, tvö að komið er í skála og þar er slappað af. Löngunin til að komast er svo sterk, dell- an er svo mikil að menn bara verða að fara,“ segir Árni. Hann kveðst sjálfur koma hress, kátur og úthvíldur til vinnu á mánudegi þótt hann hafi dvalið á fjöllum alla helg- ina. Við komumst loks að þeirri vísindalegu niðurstöðu að þetta sé ekkert erfiðara en ein góð helgi á öldurhúsum borgarinnar — sennilega bara auðveldara. Svona jeppamennska er sjálfsagt ekki ódýrasta sport sem hægt er að stunda, en að sögn Áma fara flestir sér hægt í byrjun. Með tímanum koma þeir sér upp bfl með þeim bún- aði sem hugur þeirra stendur til. Jeppamönnum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að skeyta lítt um öryggi og náttúr- una. Gana bara á fjöll á striga- skónum nánast, keyra yfir allt sem fyrir verður og láta svo hjálparsveitir um að draga sig heim. Ámi segir þetta eiga við lítil rök að styðjast og bendir á að ekki hafi þurft að senda hjálp til neinna félaga klúbbs- ins síðasta vetur. „Við brýnum mjög fyrir okkar fólki að gæta fyllsta öryggis og vera með allan nauðsynlegan búnað, en þegar eitthvað kemur fyrir er fólk mjög fljótt til að dæma það sem óaðgæslu. Auðvitað geta óhöpp alltaf orðið í jeppa- ferðum sem og annars staðar, en þar er yfirleitt ekki gáleysi um að kenna," segir Ami að lokum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.