Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 39 — hefur sungiö meö mörgum þeim frægustu í bransanum — og sjálfsagt veröur enginn fyrir vonbrigöum með flutning hennar. Djasscombóiö skipa, auk Siguröar, Þórir Baldursson, Tóm- as R. Einarsson og Pétur Grétarsson. • Skriöjöklar eru farnir aö mjakast af staö á nýjan leik og á föstudags- og laugardagskvöld veröa þeir á Gaukn- um. Skriðjöklarnir eru landsbyggöar- hljómsveit og PRESSAN er orðin landsbyggðarblað. No kidding, viö er- um flutt í Kópavoginn og því komin í nýtt kjördæmi. En hvaö um þaö. Skriö- jöklarnir spila enn listavel. Og einn fremsti gítarleikari landsins er genginn í raðir þeirra, nefnilega Kristján Edel- stein. Sótarinn er líka alltaf fjörugur. • Berglind Björk syngur með Vinum Dóra á Púlsinum á laugardagskvöldiö. Berglind hefur verið í óðaönn aö meika það undanfarið og sungiö víöa viö góöar undirtektir. Henni og Dóra verður varla skotaskuld úr því að gera þetta skemmtilegt. • Stálfélagiö spilar í Grjótinu hvort- tveggja á föstudags- og laugardags- kvöld. Rokkiö er i fyrirrúmi hjá þeim kumpánum í þiessu félaginu og allt gott um joaö aö segja svo sem. VEITINGAHÚS • Frakklandi er maður laus við plágu sem tröllríður íslenskum veitingahús- um. Þjónninn kemur aldrei og spyr: „Hvemig smakkaöist maturinn?” Slíkt athæfi yröi talið argasti dónaskapur og ungþjóni sem léti svona á Brasserie Bofinger á Rue de la Bastille í fjórða hverfi í París yröi umsvifalaust spark- Valseir Matthías Baldursson knattspyrnukappi og nemi Hvað ætlarðu að gera um helgina Valli? „A föstudagskvöldið œtla ég að slappa af fyrir fram- an sjónvarpið. A laugar- daginn fer ég á Selfoss að keppa ífótbolta með Stjörnunni. A laugardags- kvöldið er það síðan út- skriftan’eislan hjá unnust- unni. Og á sunnudaginn er ég mikið að spá í að fara í bíó að sjá Osýnilega mann- inn. “ aö út um bakdyrnar. Og ef hann bæri á borö reikning eins og tíökast á ís- lenskum veitingahúsum teldist kúnn- inn sjálfsagt vera í heilögum rétti aö sparka fast í rassinn á honum. Bofin- ger er annars elsta og viröulegasta brassería í París, stofnuö 1864, en innréttingarnar þar hafa veriö óbreyttar síöan aldamótaáriö 1900, enda þaö allt vemdaö meö reglugerð: hvelfingin úrsteindu gleri, leöurstólamir, handrið- in úr bronsi, veggjamálverkin, spegl- arnir og kristalsljósin. f þessu glæsi- iega umhverfi dansa um kjólklæddir þjónar sem koma fram við alla gesti eins og þeir séu kóngafólk, en eru svo fimir og háttprúöir aö maður varla tek- ur eftir því aö þeir séu á jiönum milli boröa. Og á Bofinger þarf heldur ekki að vera dýrt aö boröa: Þríréttuð máltíö (til dæmis ostrur, andasteik og dýrind- is ostakaka) með hálfflösku af ágætu Bordeaux-víni kostar 1.500 kall ís- lenskar á mann. Þeir sem eru ögn kaldari geta svo fengið svínakjöt, inn- yflamat og súrkál — dæmigert brass- eríufæði að hætti Alsace- búa. Fínt fyr- ir túrista sem staldra viö i París í sum- ar. Þeir koma þó varla auga á fræg- asta fastagest staöarins. Francois Mitterrand hætti eiginlega alveg aö koma á Bofinger eftir aö hann var kos- inn forseti 1981. KLASSÍKIN • Gösta Winbergh syngur á opnun- artónleikum Listahátíðar. Hann er sænskur tenórsöngvari sem hefur ver- iö líkt viö forvera sína Nikolai Gedda og Jussi Björling. Annars kvaö Win- bergh helst vera Mozart-maður og á þessum tónleikum syngur hann verk eftir þann Ijúfling, en líka eftir ítalina Útlit manna breytist með tímanum. En stundum þarf ekki tím- ann til. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur til dæmis breyst úr „enfant terrible" þeirra frjálshyggjumanna í settlegan háskóla- kennara á launum hjá ríkinu. Hið villta glott er horfið og í stað þess hrannast bækumar upp lyrir aftan hann og ein þeirra er meira að segja komin upp í hendumar á honum. Hið púritanska umhverfi uppreisnarmannsins hefur vikið. Þess í stað er Hannes kominn með heilan bókaskáp á herðamar og líklega þyngri í vöfum að sama skapi. BARIR • Keisarinn er bar með ólíkindum og vel þessi viröi að heimsækja. Þarna inn viö Hlemm hafa veriö reknir ýmsir barir undir ýmsum nöfnum, en hafa flestir (ef ekki allir) átt það sammerkt aö vera í skuggalegasta lagi. Fyrir ókunnugan er stemmningin innan dyra þannig að maður gæti trúaö því að í dyrunum sé aldrei fariö fram á nafnskírteini, heldur sakaskrá. Og sé hún styttri en þrjár síður er engin von til þess aö sleppa í dýrðina. Mestmegnis ern gestimir jöó frekar meinleysislegir (oröiö ,sakleysislegir“ á einhvem veg- inn ekki viö) og bera þess merki að hafa lifaö margt. Kunningi jæss, sem þetta ritar, hafði reyndar á oröi aö tannleysi væri aðaleinkenni gestanna. Á sumum börum geta fastir og góöir kúnnar fengið aö skrifa eitt og eitt glas ef illa stendur á. Keisarinn er hins veg- ar fyrsti barinn, sem barrýnir PRESS- UNNAR sækir heim, þar sem sérstök bók er til fyrir þá sem skrifa. Svona rétt eins og í Gullabúð til forna. Keisarinn er afar auðveldur bar aö stunda, því það er engin krafa um aö maður haldi með tilteknu fótboltaliði, sé í tilteknum aldurshópi, tilteknum tekjuhópi eða hlusti á þessa tegund tónlistar en ekki hina. Á þennan bar kemur fólk í (jeim tilgangi einum aö drekka áfengi og mikið af því. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona „Þetta er hjá Margréti Helgu, ég er ekki við sem stendur en efþú vildir gera svo vel að lesa inn skilaboð eftir að hljóðmerkið heyrist þá mun ég hafa samband eins fljótt og ég get. Takk fyrir að hringja, bless. “ POPPIÐ • Jón Páll Bjarnason mun vera einn af fremstu djassgítarleikurum sem við Islendingar eigum. I kvöld ætlar hann að spila djass á veitingahúsinu Jazz í Ármúlanum. Þótt Jón Páll sé flinkur í spileríinu ætlar hann ekki aö gera allt einn. Nei nei. Með honum veröa Ást- valdur Traustason, Þóröur Högnason og Einar Valur Scheving. Allt saman sprenglærðir tónlistarmenn og færir á sínu sviöi. Þessir strákar ætla að byrja aö spila klukkan hálftíu og spila til miö- nættis. • Leiksviöiö og Rut+ spila í Grjótinu í kvöld. Þetta Leiksviö kenndi sig einu sinni viö fáránleika en ku nú vera hætt því. Rut+ er víst búin að fá nýjan ÓPERAVIÐ ALVÖRU- LAU5T KVÆÐI Smáópera, söngleikur, tón- verk. Allt þetta í senn. Hjálmar Helgi Ragnarsson, sem er hættur að vera ungtónskáld og kominn í hóp megintónskálda, er höfund- ur fyrstu tónanna sem fluttir verða á Listahátíð. Það er verk sem hann hefur samið fyrir þetta tækifæri, ópera í tíu stuttum þátt- um sem hann byggir á dálítið geggjuðu kvæði — Rhodymenia Palmata — Halldór Laxness orti það fyrir margt löngu þegar hann var fiillur af ungæðishætti og gáska. Tónsmíð Hjálmars er að sögn viðlíka alvörulaus og kvæði Nóbelskáldsins. Verkið verður frumflutt í Þjóðleikhúsinu, sjálfan opnunar- daginn klukkan tvö. Þama verða hljómsveit og kór, en athygli vekur að einsöngvaramir tveir hafa ekki langa eða stranga tón- listarmenntun að baki, þótt bæði hafi þau reyndar tekið lagið við ýmis tækifæri. Þetta eru leikar- amir góðkunnu, Edda Heiðrún Backman og Jóhann Sigurðar- son. Leikhúsið frú Emilía tekur þátt í flutningnum, en leikstjóri er Guðjón Petersen. söngvara. Þarna veröur framin músík af krafti, svo mikiö er víst, en hvorug hljómsveitin þykir vera með neitt hálf- kák í flutningi sínum. • Deborah Davis ætlar aö syngja djass á Púlsinum í kvöld og meö henni leikur Djasscombó Siguröar Flosason- ar. Stelpan er víst fjári góð söngkona Listahátíð í Reykjavík var þjófstartað í gærkvöldi þegar frönsku sígaun- arnir í Gipsy Kings léku við fögnuð í Laugar- dalshöll. Sjálf Listahá- tíðin, sú sem er haldin í sumarbyrjun annað hvert ár, byrjar svo á laugardag, verður sett í miðbænum, á Lækjartorgi. Stendur í rúmar þrjár vikur, fram til 19. júní. Við gerum ráð fyrir að bæjarbragurinn verði með besta móti þann tíma, líkt og endranær á Listahátíð. KÚLTÚR- KLÚBBURÁ HRES5Ó nú þegar sú tólfta gengur í garð. Auk þess munu einhveijir lista- menn troða upp á Lækjartorgi — það verður eins konar ffamleng- ing á lífinu í klúbbnum. Ymsar listaspírur úr aðskiljan- legum greinum troða upp á Hressó þessar vikur — það yrði of langt mál að nefna þær allar, en af þeim sem koma fram nú um helgina má nefna stórhljóm- sveitina Stalla hu frá Vest- mannaeyjum, Hljómsveit Jóns Páls og Ama Scheving, Low- Life Theatre Company, Leik- konukrílin, Sjón og uppáhalds- hljómsveit menningarvitanna í Reykjavík — það er Júpíters. Yfirumsjón með klúbbnum hef- ur Benóný Ægisson, rithöfundur og æskulýðsffömuður. Svo er spuming hvort ung- mennin sem skemmta sér flest kvöld á Hressó telji sig þurfa að flýja eitthvert annað undan ásókn kúltúrliðsins. feldningslegar, fyndnar, glaðleg- ar og líklegar til vinsælda. Þess vegna hlýtur að vera óhætt að álykta að sýning á verk- um þessa Spánverja sem lést í hárri elli fyrir einum tíu árum verði sótt af miklu fjölmenni á Listahátíð. Hingað á Kjarvals- staði kemur sýningin frá því þekkta Maeght-listasafni í Suð- ur-Frakklandi; miklum sögum fer af því hversu listaverkin em rándýr og tryggð fyrir óskapleg- ar fjárhæðir. Það skiptir auðvitað öngvu máli — aðalatriðið er að horfa og njóta. Sýningin verður opnuð á sunnudag. Þama eru aðallega málverk, en líka höggmyndir og teikningar. Líkt og síðast, fyrir tveimur ámm, hefúr klúbbur Listahátíðar aðsetur á þeim síunga Hressing- arskála, sem nú heitir Hressó. Þar vom látlausar uppákomur bjarta sumardaga 1990, á elleftu Listahátíðinni, og framhald þar á BUREN ERSTORT NÚMER Daniel Buren er ífanskur nútímalistamaður, súperstjama í heimi listanna, sem setur upp útilistaveric við Listasafn Islands og Gallerí 11 á Skólavörðustíg í tílefni Listahátíðar. Þeir sem gerst þekkja segja að Buren hafi yfirleitt unnið með rendur (já!) sem em nákvæmlega 7,8 sentímetrar á breidd. En við vitum ekki vel hvað hann ætlar að gera hér í Reykjavík — kannski eitthvað allt annað. Listffótt fólk segir líka að hann sé afar stórt númer — kannski stærri en Míró, segja sumir. RANÞYRTOC 5KEMMTILECT Hann var alveg sérdeilislega geðþekkur listamaður, Juan Mi- ró. Að minnsta kosti myndimar hans sem em engu líkar; afstrakt en samt ekki afstrakt, bamslegar án þess að vera einfaldar eða ein- Að vöruverð í fríhöfninni verði mælt í íslenskum krón- um það er náttúrlega hámark plebbaskaparins að það sé í doll- umm og líka óþægilegt Að verð á bjór lækki eða er hann ekki svo dýr að landinn er að gefast upp á að drekka hann? Rómantískum göngutúr kringum Ráðhúsið til að hitta hin pörin sem em líka að kela undir ráðhúsveggn- um Hótel Valhöll silungi, kældu hvítvíni og miðnæturgönguferð meðfram Þingvallavatni Mótorhjólastígvél. Það er í tísku að vera svolítið tætingsleg- ur í klæðaburði, nostursamlega vanhirtur, sérstaklega meðal unglinga sem vom að byrja að taka út kynþroskann á tímanum þegar snyrtimennskan tröllreið öllu. Slíkt yfirbragð getur villt mörgum sýn. Það ber alls ekki vott um fátækt eða efnaleysi, því fötin sem við fyrstu sýn gætu virst dmsluleg geta allt eins ver- ið rándýr. Tökum til dæmis mót- orhjólastígvélin ökklaháu sem farin em að sjást á fótum reykv- ískra ungmenna, ekki síst jieirra sem eiga ekkert mótorhjól og langar ekki einu sinni í svoleiðis grip. Varla kosta þau minna en tíu þúsund krónur parið og lík- lega talsvert meira ef þau em ekta, amerísk (varist eftirlíking- ar), sérstaklega styrkt með stáltá og svoleiðis. Við spáum því að mörg pen smápían sem leggur land undir fót tif útlanda í sumar korni aftur heim skartandi ansi hreint vígalegum mótórhjóla- stígvélum. Kúrekastígvélin, þessi hæla- háu og támjóu, em alls staðar á útsölu, rétt eins og nýja platan hans Bmce Springsteen. Allir jieir sem hæstánægðir hafa spíg- sporað í svoleiðis skófatnaði flýta sér að koma honum fyrir lengst inni í geymslu eða á haug- unum — það er best. í staðinn fá þeir sér sómasamlega fótlagaskó eða reyna að vera ungir í anda og svissa yfir í mótorhjólastígvél. I útlöndum sést varla neinn með svonalagað á fótunum lengur (nema kannski í borgum eins og Amsterdam og Kaupmannahöfn sem hvort sem er hafa alltaf ver- ið tíu til fimmtán árum á eftir tískunni). Og þó. Kúrekastígvél- in munu lengi enn eiga dygga aðdáendur í ákveðinni útgáfu af Svíum og Þjóðverjum — þið þekkið týpuna og eigið ábyggi- lega eftir að hitta hana á Beni- dorm í sumar: Alltaf með kirfi- lega blásið hár, puntulegt yfir- varaskegg, með bringuhárin laf- andi upp úr skyrtuhálsmálinu og lítið men til að fullkomna heild- armyndina. í kúrekastígvélum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.