Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI 1992 AKSTURSÍÞRÓTTIR „Nei, ekki sem ég veit um,“ svaraði Þorsteinn Marel, betur þekktur sem Steini Tótu, er PRESSAN spurði hann hvort það mótorhjólasport væri til sem hann hefði ekki pmfað. Steini lifir og hrærist í mótor- hjólum. Lifibrauð sitt hefur hann af rekstri Kawasaki-um- boðsins og mótorhjólaverkstæð- is og frístundimar fara í hjólin líka. Sem engan skyldi undra, því Steini á átta mótorhjól. Af þeim eru fimm gangfær og hann þeysir á þeim til skiptis, eftir því sem ástæða þykir til. Að sjálfsögðu er Steini í Sniglunum og situr þar reyndar í stjóm. „Annars emm við gras- rót, — það er enginn formaður og ekki neitt,“ segir hann. En hvers konar ástríða er þetta eiginlega? „Astríða já .. .þetta er eigin- lega lífsstíll og draumur um ffelsi. Þetta er einstaklingshóp- íþrótt...“ Bíddu við, einstaklingshóp- íþrótt? „Jú, þú ert aleinn og tekur þínar eigin ákvarðanir og svífur um heiminn á þínu mótorhjóli í takt við púls vélarinnar og sum- arið í kring. En síðan verðurðu að hafa hópinn í kringum þig til að það sé hægt að bera saman og segja frá.“ Steini segir að það sé gífurleg nautn að þeysa um á vélfákun- um frjáls og engum háður og það er svo sem auðvelt að gera sér í hugarlund að það sé rétt. Slæm fmynd hefur fylgt mótor- hjólamönnum í gegnum tíðina erlendis, hefur hún verið vanda- mál hér? „Þetta hefur verið áberandi erlendis en lítið héma á íslandi miðað við þar. Hér eru ekki þessi gengi sem em annars stað- ar. En ég held að Sniglamir hafi breytt ímyndinni í jákvæða átt. Bifhjólasamtökin em landssam- tök og við viljum líka kalla okk- ur íþróttasamtök, — við stund- um íþróttir af miklum móð. En jú jú, við höfum gert margt til að breyta þessari ímynd, enda er þetta bara venjulegt fólk og í samtökunum em mslakallar og þingmenn og allt þar á milli.“ Þingmenn? „Já, Ámi Johnsen er Snigill númer 500“ Mótorhjól em kraftmikil tæki sem ná gríðarmiklum hraða og hluti af sportinu hlýtur jú að vera að aka hratt. En það er bannað að aka eins og tækið þolir hér. Að sögn Steina bregða menn sér því í eins konar píla- grímsferðir út íyrir landsteinana til að geta ekið eins og þá lystir. Sumir fara á hraðbrautimar í Þýskalandi, þar sem hámarks- hraði er enginn, aðrir fara á sér- hannaðar kappakstursbrautir og svo framvegis. En það geta ekki allir farið ut- an og Steini segir nauðsynlegt að bifhjólamönnum verði gert kleiff að reyna með sér á lokuð- um svæðum hér á landi. I hitteð- fyrra reyndu samtökin að fá leyfi til að loka iðnaðarsvæði uppi á Höfða einn sunnudags- eftirmiðdag og reyna með sér. Allir hlutaðeigendur, þar á með- al borgarráð og umferðarráð, tóku vel í erindið og lögðust ekki gegn því. Það er að segja allir nema einn; lögreglustjórinn í Reykjavík gaf ekki leyfi. En ekki dugir að gefast upp. „Nú stefnum við að því að fá að keppa í Fífuhvamminum í Kópavogi sem er óbyggður, en þar eru komnar götur," segir Steini. Hann segir sárlega vanta aðstöðu fyrir bifhjólafólk þann- ig að það geti reynt með sér. Hraðakstur í venjulegri umferð skapar mikla hættu og alltaf er einn og einn sem ekki getur hamið sig. Draumurinn er nátt- úrulega kappakstursbraut, en það er dýrt fyrirtæki. — En nú á Landssamband íslenskra akst- ursíþróttamanna fulltrúa í Um- ferðarráði svo og Sniglarnir. Heimur batnandi fer fyrir mót- orhjólaidjót. M0T0RCR0SS LIFSSTILL 0G DRA U Steingrímur Bjarnason „Þegar þú kemst upp brekkur sem virtust algjör- lega ófærar áður en þú lagðir af stað er það ólýsan- Ieg tilfinning. Þetta er ögr- un. Svo er það félagsskap- urinn; það er enginn rígur á milli manna, allir eru vinir. Það er rosalega góður andi í kringum þetta sport,“ segir Steingrímur Bjarnason, Is- Enginn rígur á milli manna í tor- landsmeistari í götubíla- færunni, segir Steingrímur Bjarna- son. flokki í torfæru. Munurinn á götubíla- flokki og sérútbúna flokknum er sá að jeppamir í götubflaflokkn- um eru á númerum. Þótt þeir séu mikið breyttir frá því sem upphaflega var eru þær breyt- ingar allar innan löglegra marka. Torfærukeppni er mjög vin- sæl og fyrir skemmstu sóttu fleiri þúsundir manna slíka keppni í Jósefsdal og skemmtu sér konunglega. í torfærunni eru mikil átök og mikið að gerast; bflar velta, stökkva og endast- ingast í tilraunum sínum til að komast heldur lengra en hinir. Fyrir nokkrum árum var tor- færan heldur í lægð og vinsældir hennar ekki nándar nærri eins miklar og í dag% En þá kom maður að nafni Arni Kópsson fram á sjónarsviðið. „Torfæran kom upp afitur með Áma þegar hann birtist með fyrstu Heima- sætuna. Hún hafði verið í smá- lægð en náði aftur vinsældum með grindunum og er búin að vera vinsæl síðan og verður það vonandi áfram,“ segir Stein- grímur. TORFÆRA ÞETTA RALLÝCROSS • • r ORUGGARA EN I UMFERÐINNI Sigmundur Guðnason „Það ganga margir nteð þá grillu að þetta sé spumingin um að vera með stærstu vélina, en það er ekki svo. Þetta byggist að mörgu leyti upp á tækni, það þarf að taka beygjumar rétt og það er spuming um hvað maður missir margar sekúndur í beygj- unum. Fjöðrunin er einnig mjög mikilvæg," segir Sigmundur Guðnason, ökuþór í svokölluð- um krónuflokki í Rallycross. Rallycross er bara hreinrækt- aður kappaksmr á þar til gerðum brautum. Keppt er í Rallycross- flokki, teppaflokki og krónu- flokki. í Rallycrossflokkinum em bílar sem búið er að breyta og bæta eftir kúnstarinnar regl- um. Teppaflokkurinn er flokkur amerískra bíla eða bíla yfir 1.300 kíló að þyngd, krónu- flokkurinn er síðan aftur á móti sá flokkur sem á að vera ódýr- astur fyrir þátttakendur — eins og nafnið ber reyndar með sér. Reglumar fyrir krónuflokkinn segja að tíu efstu keppendunum sé skylt að selja bflinn sinn fái þeir 150 þúsund króna tilboð í hann. Þetta er gert til að jafna aðstöðu keppenda og koma í veg fyrir að þeir fari að leggja mikið fjármagn í bflana. Menn veigra sér við að eyða einhveij- Sigmundur stefnir ótrauður að því að verða íslandsmeistari í ár, en í fyrra hafnaði hann í þriðja sæti. Sigmundur er að vfsu ekki sá sem situr á húddinu, heldur er hann falinn við stýrið. um hundruðum þúsunda í bíl sem þeir missa jafnvel fyrir skit- inn 150þúsundkall. Vinsældir Rallycrossins em alltaf að aukast og á síðustu keppni komu til dæmis 3.000 áhorfendur. Sigmundur segir fjölmiðla enn einblína svolítið á torfæruna, en kveðst vona að þeir fari að sýna öðmm greinum meiri áhuga. Sigmundur leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að ör- yggisbúnaðurinn sé í góðu lagi og segir að sé hann í lagi þá þurfi menn ekki að vera hrædd- ir. „Þegar menn eru búnir að fara eina veltu og læra að treysta öryggisbúnaðinunt hafa þeir engar áhyggjur," segir hann og tekur ennfremur fram að sér finnist hann ömggari á hraðferð í brautinni en í venjulegri um- ferð. HVRfl DETTUR ÞÉRÍHUG ÞEGRR ÞÚ HEVRIR MINNST L. KERTI ? ■ Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður „Kósíheit... rómantík.“ Guðrún Valdimarsdótt- ir flugfreyja ,,Rauðvínsflaska.“ Sigurður Jónasson bifvélavirki „Endalausar viðgerðir.“ Sigríður Árdal útlitshönnuður „Rómantískur kvöldverður." Hilmar Þórarinsson nuddari ,Uogi.“ Ævar Petersen , Jólin aðallega.“ Hafliði * Arnason verslunarmaöur , JDýrlegur kvöldverður með fagurri konu.“ Guðbrandur Örn Arnarson heimspekinemi „Rafmagnsleysi og róm- antík.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.