Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI 1992 F Y R S T F R E M S T GUÐNÝ HÖSKULDSDÓTTIR. Ábyrgðasjóður lögmanna greiddi hátt í 12 milljónirlil skjólstæðinga hennar. SKÚLI SIGURÐSSON. Ábyrgðasjóðurinn tæmdist síðan þegar kröfur frá skjólstæðingum hans tóku að berast. GUÐNÝ OG SKÚLI TÆMDU SJÓÐINN Nú er ljóst að lögmenn ætla ekki að greiða sérstaka aukaupp- hæð í eigin ábyrgðarsjóð honum til bjargar. Ekkert nema gjald- þrot blasir því við sjóðnum vegna hárra upphæða sem hann hefur orðið að greiða út vegna tveggja lögmanna, þeirra Guð- nýjar Höskuldsdóttur og Skúla Sigurðssonar. Eftir því sem komist verður næst þurfti sjóðurinn að greiða hátt í 17 milljónir króna til skjólstæðinga þeirra vegna vörslufjár sem þau höfðu undir höndum. Upphæðin var töluvert hærri vegna Guð- nýjar eða um 12 milljónir króna. Þá er það hald manna að fleiri gjaldþrot lögmanna eigi eftir að kalla á greiðslur úr sjóðnum, sem nú er tæmdur. SIGMUNDUR GEFST EICKI UPP í Háskólanum eru ennþá til menn sem láta sig dreyma um háskólasjónvarp. Þar er í farar- broddi Sigmundur Guð- bjarnason, fyrrum rektor og formaður sjónvarpsnefhdar Há- skólans. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur hins vegar verið mátulega hrifmn af háskólasjónvarpi á sama tíma og alls staðar er skorið niður. I viðtali við nýútkomið Stúd- entablað segist Sigmundur al- deilis ekki ætla að gefast upp. Fræðslusjónvarp á borð við þetta sé framtíðin. Skilningsleysi virð- ist hins vegar mikið og útbreitt. Þannig mun Sjónvarpið ekki hafa haft neinn áhuga á að end- urvarpa þessu efni, og stærstu fyrirtæki landsins hafa gefið af- svar, vilja ekki styðja þetta fram- tak. Sigmundur rekur það til orða menntamálaráðherra, þau hafi torveldað starfið mjög. En Sigmundur heldur ótrauð- ur áfram. Sjónvarpsnefndin hef- ur sótt um leyfi til að reka sjón- varpsstöð hjá útvarpsréttar- nefnd. Nefndin hefur ekki veitt leyfið og vill fá að vita hvort það samrýmist lögum um Háskóla Islands að reka sjónvarpsstöð. Samt verður haldið áfram að leita eftir fjármagni, í þeirri von að hægt verði að hefja tilraunaút- sendingar á kennslufyrirlestrum í haust. Nefndin vinnur semsagt kappsamlega og er stefnt að því að skila áliti til Háskólaráðs 1. júlí. Það ræðst svo af áliti ráðsins hvemig málið æxlast. SAMKOMULAG HJÁ MAGNÚSI OG ÞRESTI Tvíhöfða nefndin um endur- skoðun sjávarútvegsstefhu, sem Þröstur Ólafsson og Magnús Gunnarsson stýra, hefur fúndað stíft síðustu vikiunar. Svo virðist sem töluvert hafi þokast í sam- komulagsátt og setti óvænt flokksþing Alþýðuflokksins strik í reikninginn. Nefndinni, ekki síst sjálfstæðismönnum, er sem sé í mun að koma saman einhverjum drögum að sam- komulagi áður en kratar koma saman og samþykkja ályktanir sem myndu skerpa enn á skilun- um á milli flokkanna í þessu við- kvæma máli. Nefndin á að skila af sér í haust. BORGUÐU NORSKIR ÚTGERÐARMENN MÁLSKOSTNAÐ MAGNÚSAR? Eins og alþjóð veit var Magn- ús Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður að hluta til fundinn sekur fyrir bæjarþingi Osló- borgar í máli Greenpeace gegn Sakadómur í Reykjavík hefur gert Gísla Böðvarssyni, til vinstri á myndinni, að greiða fjársekt vegna meintra brota um félagaskyldu, en starfsfé- lagi hans, Grétar Kjartansson, hlaut sýknu af sama ákæru- atriöi. Annar dæmdur, hinn sýknaður Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt sendibfl- stjóra vegna meintra brota á félagaskyldu, en hefur einnig komist að gagnstæðri niðurstöðu og sýknað annan sem var kærður fyrir sömu sakir. Er dæmda gert að greiða 30 þúsund króna sekt en sá sem var sýknaður er að vonum laus allra mála. Málavextir eru þeir að sendibifreiðastjóramir Gísli Böðvarsson og Grétar Kjartansson voru kvaddir í yfirheyrslu til lögreglu vegna kæru sem til hennar barst frá sendibílafélaginu Trausta um ólöglega gjaldmæla, þar sem sendibflastöðin 3x67 hækkaði ekki gjald sitt um 2 prósent eins og verðlagsstjóri hafði heimilað. Flest ákæmat- riði duttu fljótlega upp fyrir en eftir stóð kæran um að mennimir væm ekki félagar í Trausta. ,T>að ríkir samkeppni í þessu eins og öðm, það er að segja ef hún fær að ríkja,“ segir Grétar. „Það var fyrst kært út af allt öðm en það datt síðan upp fyrir. Síðan snerist þetta einungis um það að vera ekki í Trausta. Þeir hafa sjálfsagt verið að þreifa fyrir sér í fyrstu.“ Dómarar komust að sitt hvorri niðurstöðunni og dæmdu Gísla til fjársektar en Grétar var sýkn- aður á þeim forsendum að „dómurinn telur skylduaðild að ákveðnu stéttarfélagi, til að njóta tiltekinna atvinnuréttinda, vera slíkar hömlur á atvinnufrelsi manna að ekki sé hægt að leggja þær á nema með lögum sbr. 69 grein stjómar- skrárinnar". Vonandi er með þessum dómi búið af létta af þeim hömlum sem gera mönnum skylt að vera aðilar að stéttarfélagi. honum. Magnús var dæmdur til að greiða 300 þúsund króna miskabætur fyrir óviðurkvæmi- legt orðalag í myndinni, máls- kosmað og málsvamarlaun verj- anda síns, Eriks Johnsrud. í blaðinu Lofotposten birtist um daginn frásögn af málinu og kemur þar meðal annars fram að Landssamband norskra útgerð- armanna, Norges Fiskarlaget, hafi fyrir úrskurðinn ábyrgst greiðslu á málsvamarlaununum og málskostnaðinum. Þar er ennfiremur rætt við Jon Lauritz- en, upplýsingafulltrúa Norges Fiskarlaget, og haft eftir honum að á þeirri stundu gæti hann ekki sagt til um hvort NF eða önnur samtök norsks sjávarútvegs kæmu til með að greiða miska- bætumar, 300 þúsund. „Eftir því sem ég man best náði ábyrgðin til ákveðinnar upphæðar. Smáat- riðin get ég ekki svarað til um,“ segir Jon. Væntanlega hafa engir pen- ingar enn komið til greiðslu, enda ákváðu Magnús og lög- maður hans að áfrýja dómnum. Hitt liggur nú fyrir að norskir út- gerðarmenn hafa ákveðið að borga fyrir Magnús upp að vissu marki. STOKKSEYRINGAR KYNGDU YFIRGANGI ÞORLÁKSHAFNAR- MANNA f gær fóm fram þrír sögulegir aðalfundir í veitingastofunni Duggunni í Þorlákshöfn. Klukk- an 17.30 komu saman hluthafar í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og var fundurinn ákvarðaður tveir klukkutímar. Klukkan 19.30 tók við aðalfundur Glettings og skyldi standa í einn klukkutíma. Á þessum fundum samþykktu hluthafahópamir tveir að sam- einast í hlutafélagið Ámes, hvers aðalfundur hófst síðan kl. 20.30. Vitað er að meðal Stokkseyr- inga hefur ríkt óánægja með fyr- an hlut HS í Ámesi, 36 prósent á móti 64 prósentum Glettings- manna. Ekki hefur bætt úr skák að 77 prósent af þessum 36 pró- sentum HS em í eigu Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar, en annar fulltrúa sjóðsins í HS, Sigfús Jónsson, er talinn arkitekt sam- einingarinnar, þ.e. þeirrar að- ferðar sem notuð var til að finna út skiptinguna. Allt um það þóni ömggt hvemig atkvæðum Hlutafjársjóðs yrði varið á aðal- fundi HS. Það segir sína sögu að Stokkseyringum þótti ekki taka því að fá ffam ffest á aðalfundin- um ffam yfir það, að Ríkisendur- skoðun skilaði skýrslu um for- sendur sameiningarinnar, en Árni Johnsen bað um slíka skýrslu ánýafstöðnu þingi. Sam- einingin er því orðin að vem- leika og skiptir þá engu hvort Ríkisendurskoðun kemst e.t.v. að þeirri niðurstöðu að hags- munir HS — og þar með Hluta- fjársjóðs — hafi verið skertir á einhvem hátt við eignarhalds- skiptinguna. MAGNÚS GUÐMUNDSSON. Borgaði Norges Fiskarlaget málskostnaðinn? SIGMUNDUR GUÐBJARNASON. Vill endilega háskóla- sjónvarp. ÓLAFUR G. EINARSSON. Er mátulega hrifinn af hugmyndinni. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON & MAGNÚS GUNNARSSON. Sam- komulag í höfn í sjávarútvegsnefndinni. SIGFÚS JÓNSSON. Arkitekt að eignfærslu veiðiréttinda og kvótalausra báta. Viljið þið kannski fá jólasveininn sem for- mann, Páll? „Það erfjármálaráðherrans að ákveða hvort hatm velur Birgi eða jólasveininn sem formann. “ Bandalag háskólamanna hjá ríkinu hefur krafist þess aö nýr formaður verði skipaður í samninganefnd ríkisins. Birgir Guðjónsson skrif- stofustjóri hefur gegnt því starfi. L í T I L R Æ Ð I afkomplex Þegar ég var lítill grét ég oft ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf því hvað ég væri lít- ill, en þá sagði hún: - Vegir guðs em órannsakan- legir, og ég fór að hafa hom í síðu guðs. En amma vildi ómögulega að upp kæmu sambúðarörðugleik- ar hjá okkur guði og sagði: - Hvemig vom ekki Napóle- on, Hitler og Helgi Hjörvar? Og þá grét ég svo mikið að amma varð að skipta um treyju. Nú er ég hættur að síffa ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf því hvað ég sé lítill enda er hún löngu dáin, blessunin, og ég orðinn stór einsog það er stund- um kallað í yfirfærðri merk- tngu. Eða svo ég vitni í það sem næringarsálfræðingurinn minn sagði um daginn þegar ég sagði honum að ég hefði alltaf haft komplexa útaf því hvað ég væri lítiH. Þá sagði sálffæðingurinn: - Þú ert ekkert lítill. Að minnsta kosti ekki miðað við búskmenn. Þá munaði litlu að ég beygði af. Sáralitlu. Maður er nefnilega alltof við- kvæmur, alltof djöfull við- kvæmur. Svo var ég líka ekki bara kominn til sálfræðingsins útaf því hvað ég væri lítill, heldur út- af því hvað ég er lítill og feitur. - Þú ert ekkert lítill og feitur, sagði næringarsálfræðingurinn, þú ert bara þrekinn, hnellinn og riðvaxinn og tiltölulega lítið af- skræmdur af spiki miðað við það að þú ert ofæta. - Ofæta? át ég eftir sálffæð- ingnum, af því ég hafði ekki heyrt orðið fýnr. - Já, ofæta, endurtók sálfræð- ingurinn. Ofæta er maður sem haldinn er sjúklegri matarfíkn einsog ofdrykkjumaður. Á sama hátt og ofdrykkju- maðurinn leggst í ofdrykkju, þá verður ofætan ofátinu að bráð. Hún heldur bara áfram að éta og éta þartil ekki verður aftur snú- FLOSI ÓLAFSSON ið. „Of ‘ er þama herðandi for- skeyti, bætti hann við, svona einsog til að láta menn vita að hann hefði verið í máladeild. - Á ég mér þá enga bjargar- von úr þessu fituböli? stundi ég í örvæntingu minni. Hann svaraði engu en dá- leiddi mig, einsog stundum er gert við sinnisveikt fólk. Þegar hann svo var búirin að vekja mig úr dáinu sagði hann mér að í kómanum hefði ég klif- að á því að ég vildi vera í laginu einsog Clint Eastwood eða Friðrik Sophusson. Eftir svolítið vandræðalega þögn sagði hann svo: - En það er borin von að þú náir því héðanaf. Enda tekur varla að reyna, þú átt ekki það langt eftir. - Þetta er vondur sálfræðing- ur, hugsaði ég og gekk út. Svo náði ég mér í PRESS- UNA og fór að lesa um affek og umsvif íslenskra athafhamanna og það var einsog mér létti. Eg hugsaði sem svo: - Guð, ég þakka þér að ég er ekki einsog aðrir menn. Og í vorblíðunni mun ég næstu daga hugga mig við það að ég er nú bara nokkuð vel lukkaður miðað við marga aðra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.